Vísir - 22.07.1937, Qupperneq 3
Fnndur saltenda
og verkamanna
í morgun.
u M hádegi í dag náðist sam-
komulag milli síldarsalt-
enda og verkamanna á
Siglufirði um að taxti verka-
mannafélagsins: 335 kr. á mán-
uði og 6 vikna vinnutrygging,
skyldi verða greitt.
Höfðu vinnuveitendur og
verkamenn verið á fundi frá
því um kl. l()y2 í morgun og
náðist samkomulag um hádegi.
Þegar er byrjað salta og barst
nokkuð af síld á land á Siglu-
firði í morgun, sem veidd var
út af Haganesvík.
1 morgun var gott veður á
Siglufirði, sólskin og lilýindi og
búast menn þar við að veiði
muni glæðast að mun, ef veður
belst gott.
Arinhjörn Iiersir fær
slld í etynni EyjafjarSar
Veður er batnandi hvarvetna
fyrir norðan, segja fregnir frá
Hjalteyri í morgun. Skipin, sem
komu til Iljalteyrar í gær með
síldarslatta, héldu vestur á
bóginn í nótt, en Arinbjörn
liersir dokaði við í rnynni
Eyjafjarðar og fékk talsverða
síld og í morgun, á leið til Hjalt-
eyrar, fékk hann góðan afla við
Hrísey. Setur liann 1700 mál á
land í Hrísey í dag. Gefur þessi
mikli afli Arinbjarnar hersis í
nótt hinar bestu vonir, þar sem
og veður er batnandi.
Til Djúpavíkur
kom m.b. Snorri goði í morgun
með 150 mál.
Nýjustu fréttir úr stríðinu.
Kínverjar lesa tilkynningar út af skærum við Japani á landa-
, mærunum.
Einn maður brennist
á andiiti.
jj^rdegis í dag varð sá at-
burður í Klapparstöð B.P.,
að sprenging varð í bensín-
tunnu, sem verið var að athuga
hvort viðgerðar þyrfti.
i Sprakk botninn út tunnunni
og varð af feikna hvellur. Karl
Vihnundarson, sem vann að
skoðuninni, brendist dálítið á
brjósti, en augnahár og augna-
hrúnir sviðnuðu. Var harui
fluttur í sjúkrahús og gert við
brunasárin. Því næst fékk hann
heimfararleyfi.
Ferðafélag íslands
rá'Sgerir aS fara þrjár skemti-
ferSir um næstu helgi. 1. Hekluför.
FariS hé'öan á laugardagseftir-
mi'Sdag kl. 4 og ekiö aö Galtalæk
og gist þar. Gisting er takmörk-
uö á Galtalæk og þurfa sumir aö
hafa meö sér tjöld eða sofa í
hlööu. Árla sunnudagsmorguns
veröur fariö ríöandi frá Galtalæk
upp í réttina, en gengið þaöan á
hæstu tinda Heklu. Farið sömu
leiö til baka. 2. Þórsmerkurför: A
laugardagseftirmiðdag kl. 43/ lagt-
af staö og ekið aö Múlakoti í
Fljótshlíð og gist þar. Á sunnu-
dagsmorgun farið inn á Þórsmörk
og komið til baka að Múlakoti
um kvöldið og ekið heimleiðis. —
3. Gönguför á Eyjafjallajökul:
Lagt af stað kl. 4.30 e. h á laug-
ardag og ekið austur yfir Markar-
fljót að Stóru-Mörk og gist þar
og verið í tjöldum næstu nótt. Á
sunnudagsmorgun farið fyrst eitt-
hvað riðandi og svo gangandi á
Eyjafjallajökul og komið til baka
að Stóru-Mörk seinni hluta dags
og ekið til Reykjavíkur. Askrift-
arlistar að öllum ferðunum liggja
frammi hjá gjaldkera félagsins,
Kr. Ó. Skagfjörð, Túngötu 5 og
farmiðar seldir á föstudag til kl.
7 e. h-.
tJrvalaflokjkap
Ármanns.
Úrvalsflokkar Ármanns koma
til bæjarins annað kvöld seint
úr hringferð sinni. Hafa flokk- ,
arnir þá sýnt á 11 stöðum, alls- !
staðar við ágæta , aðsókn og
mjög mikla hrifningu. í fyrra j
kvöld sýndu flokkarnir í sam- j
komuhúsi AkurcjTar, en í kvöld j
sýna þeir að Reykjaskóla í \
Ilrútafirði. Mjög róma þátttak- j
endur liinar ágætu móttökur, s
sem þeir hljóla allstaðar.
Óhætt er að fullyrða, að þessi
sýningarför mun vekja mikla
vakningu lijá æskufólki ut um
land, til eflingar íslensku
íþróttalífi.
„Gantar“ tekur
enskau togara.
21. júlí. FÚ.
Varðbáturinn Gautur kom í
morgun lil Akurejrrar með
enslca togarann Cordela F.D.
120 frá Fleetwood. Tók varð-
báturinn togarann sunnan
Langaness 19. þ. m., og sakar
hann um veiðar i landlielgi.
Var skipstjóri sektaður um 24
þús. ísl. krónur, en afli og veið-
arfæri gert upptækt.
Ægir kom í morgun til Ak-
ureyrar með flutningskapið Eha
frá Tallin i Estlandi. Fann varð-
skipið flutningaskipið norðan
við Langanes með brotinn öxul.
Drengup fell-
ui* í bpunn.
21. júlí. FÚ.
Tveggja ára drengur í Stykk-
isliólmi datt i brunn í gærmorg-
un og var kominn að druknun
er hann náðist. Drengurinn var
að Ieika sér úti við, en inni var
unglingsstúlka og roskin kona,
amma drengsins. Hvarf dreng-
urinn alt í einu og fóru kon-
urnar að leita og fann gamla
konan hann næstum á kafi i
brunni við húsið og varð þá
ekki séð hvort liann væri lifs
eða liðinn. Stúlkan náði í 2
menn skamt þaðan, en þeir
náðu drengnum upp og voru
þegar gerðar tilraunir til þess
að lifga hann. Kom þá i Ijós,
að hann var með lífismarki.
Síðar kom læknir og hélt lifg-
unartilraunum áfram. Lifnaði
drengurinn við og í dag leið
honum vel. Ekki vita konurn-
ar með vissu hve lengi dreng-
urinn muni liafa legið í hrunn-
inum, en giska á 10—15 min-
útur. 'Yfir hrunninum átti að
vera tréhlemmur, en drengur-
inn virðist hafa náð honum af.
Úp djápi
þignapiimap.
Svo nefnist safn eitt litið af
„sögnum úr Húnaþingi,“ sem
Bókaverslun Guðmundar Gam-
alíelssonar hefir gefið út nýlega.
Sögurnar eru flestar dulrænar.
Safnað hefir og skrásett frú
Ingibjörg Lárusdóltir á Blöndu-
ósi. Hún er sjTslir Hjálmars heit-
ins Lárussonar, slcurðlistar-
manns, sem mörgum var kunn-
ur og látinn er fyrir nokkurum
árum.
Sögur þessar eru ekki veiga-
miklar að efni, en flestar vel
sagðar.
Fyrsta frásagan er um afa frú
Ingibjargar, Bólu-Hjálmar, liið
snjalla og tröllaukna sltáld. Er
hún rituð af mikilli ást og að-
dáun á þessum frábæra hæfi-
leikamanni. Vitnað er í hið
snjalla kvæði Einars Ii. Kvaran
um Hjálmar og ekki farið alls-
kostar rétt með, og er það lak-
ara. >—
Aðrar frósögur í kverinu eru
þessar: „Gamla sögukonan“,
„Draumur eða vaka“, „Frí-
mann“, „Jörpu liestarnir",
„Draumur“, „Dularfult atvik“,
„Karlinn með flæðarmúsina“,
„Skyrtan og kotpilsið“, „Furðu-
leg loflsýn“, „Svipur“, „Smal-
arnir í þokunni“, „Gamli silki-
klúturinn“, „Teitur guðlausi“.
Næturlæknir
er í nótt Jón G. Nikulásson,
Freyjugötu 42. Sími 3003. Nætur-
vörtiur í Laugavegs apóteki og
Ingólfs apóteki.
Gengið í dag.
Sterlingspund ...........kr. 22.15
Dollar................... — 4-45^4
100 ríkismörk........... — *79-33
— franskir frankar . — 16.81
— belgur .... ........ — 74-95
— svissn. frankar ... — 102.30
— finsk mörk ......... — 9.95
— gyllini............. — 246.02
— tékkósl. krónur .. — !5-83
— sænskar krónur .. — 114.36
— norskar krónur .. — 111.44
— danskar krónur .. — 100.00
Veðrið í morgun.
í Reykjavík 12 stig, Bolungar-
vík 9, Akureyri 8, Skálanesi IO^
Vestmannaeyjum 11, Sandi 11,.
Kvígindisdal 10, Hesteyri io„
Kjörvogi 7, Blönduósi 6, Siglu-
nesi 6, Grímsey 6, Raufarhöfn 8,
Skálum 8, Fagradal 9, Papey 8,
Hólum í HornafirSi 14, Fagur-
‘hólsmýri 11, Reykjanesi 11. Mest-
ur hiti hér í gær 13 stig,- minstur
7. Sólskin 8,9 st. Yfirlit: LægS um
Færeyjar og Skotland á hægri
hreyfingu austur eftir Horfur:.
Suðvesturland, Faxaflói, Breiða-
fjörSur: NorSan kaldi. Léttskýjað..
Vestfir'ðir: Norðaustan gola.
Skýjað loft og dálítil rigning-
norðan til. Norðurland, norðaust-
urland, Austfirðir: Hæg austan
eða norðaustan átt. Þokuloft og;
dálítil rigning. Suöausturland:.
Norðaustan gola. Úrkomulaust.
Skipafregnir.
Goðafoss kom að vestan og
norðan í morgun. Fer til útlanda
í kvöld. Skipið flytur til útlanda
um 900 smálestir af íslenskum af-
urðum, aðallega síldarmjöl. Gull-
foss er í Kaupmannahöfn. Detti-
foss er á leið til Vestmannaeyja
frá Hull. Lagarfoss er á leið til
Ingólfsfjarðar í morgun. Brúar-
foss er í Reykjavík. Selfoss er á
leið til landsins. Súðin fór í hring-
ferð í gærkveldi.
ÁlafossMaupið
verður háð sunnudaginn 1. á-
gúst. Kept verður um Álafossbik-
arinn, handhafi Bjarni Bjarnason,
í. B. Öllum meðlimum innan í S.
í. er heimil þátttaka. Keppendur
gefi sig fram við stjórn Ármanns
fyrir 28. júlí.
Skemtun að Eiði.
Sjálfstæðisfélögin gangast fyrir
skemtun að Eiði næstkomandi
sunnudag. Eiði er nú þegar orðinn
vinsælasti skemtistaður i nágrenni
bæjarins og má búast við feikna
fjölmenni þar á sunnudaginn,
verði veður gott.
Drengjamót Ármanns
verður háð dagana 4., 5. og 6.
ágúst n. k. — Öllum félögum inn-
an í. S. í, er heimil þátttaka. Kept
verður í þessum greinum: Hlaup-
um : 80 m., 400 m., 1500 m., 3000*
m. og 1000 m. boðlilaupi. Köstum:
Hástökki, langstökki, þristökki og
stangarstökki Þátttakendur gefi
sig fram við stjóm Ármanns eigi
síðar en 31. júlí.
Útvarpið í kvöld.
19,10 Veðurfr. 19.20 Lesin dag-
skrá næstu viku. 19,30 Hljómplöt-
ur: Létt lög 20,00 Fréttir. 20,30
Frá útlöndum. 20,55 Útvarps-
hljómsveitin leikur. 21,25 Hljóm-
plötur: Danelög (til kl. 22).
EF litið er á lýðræðisríkin í
Evrópu þá verður Eng-
land fyrst fyrir. Þjóðstjórnin
þar treystir sífelt aðstöðu sína
og flokkasamsteypur þær, sem
nú stjórna þar eru á svo breið-
um grundvelli, að lítið vantar
á að um einskonar álræðis-
stjóm sé að ræða. Frakldandl
er nú stjórnáð af alþýðufylk-
ingunni, sem er raunverulega
alveg eins stjórnlynd í eðli sínu
og hægri flokkarnir, þótt hún
hafi á.sér yfirskin lýðræðisins.
En bak við allar stjórnir þar í
landi stendur Frakklándsbanki
voldugur og ógnandi. Ilann set-
ur stjórnir á laggirnar og steyp-
ir þeim. i
Tékkóslóvakia er Iýðræðisríki
sem er í nauðum statt. Landið
telur 14 milj. íbúa, og af þeim
eru a. m. k. 4 milj. Þjóðverjar
og fjöldinn af þeim nazistar,
sem eru sameinaðir í sterkum
þjóðemisfloldd. Hve lengi nú-
verandi jafnvægi helst, er eldd
gott að segja, en það getur rask-
ast þá og þegar. —- Smærri lýð-
ræðislöndin hafa einnig sinar1 á-
liyggjur. Holland er á verði
gegn Þýskalandi, í Svíþjóð gref-
ur nazisminn um sig, hægt og
bítandi, Svisslendingar hafa
ekki í heila öld þurft að. treysta
landvarnir sínar, en eru byrjað-
ír á þvi nú. Lílct er um Dan-
morku. Finnland hræðist Sovét-
Rússland og Lithauen stendur
ótti af PólVerjum og Þýska-
landi. i
V® sjáum að í Evrópu er
alt stjórnarfar nú á ring-
ulreið. Allskonar flokkabrot og
samsteypur ráða. Nágranna-
kritur og þjóðahatur eru áber-
andi, innanlands logar víða í
stéttadeilum og hagsmunatog-
streitu.
Hver verður endirinn á þessu
öllu? Getur slíku stjórnarfari
verið ætlaður langur aldur?
Þegar litið er á þau megin
öfl, sem ráða í stjómmálum
Evrópu í dag kemur í ljós, að
af þeim eru þjóðernisstefnurnar
lang-voldugastar og það má
segja, að þær ráði Evrópu nú.
Þessi þjóðemishreyfing felur
margt gott og nýtilegt í sér.
Hún hvetur til stórkostlegra af-
kasta og framkvæmda, hefir
styi’kjandi áhrif á lunderni
manna og setur fastan svip á
þjóðlegar listir og bókmentir.
En öfgafull og uppblásin þjóð-
emisstefna leiðir af sér stjórn-
málatogstreitu, ofsalega sam-
kepni og ófriðarhættu.
Ófriðarhættan i Evrópu dylst
engum. Litið á landamæri
Frakka og Þjóðverja, Austúr-
ríki, Danzig og Memel.
JOHN GUNTHER:
HVAÐ VERÐUR EFTIR
DA0 EINVALDANNA?
II. Leiðin liggur til lýðræðisíns.
En þrátt fjrir þessa yfirvof-
andi hættu mun allur almenn-
ingur i Evrópu afhuga stríði.
En Evrópumenn eru sundur-
leitir, hugmyndir þeirra em
fastbundnar við ákveðin landa-
mæri og þeir eru þrælar sögu
sinnar frá löngu horfnum tím-
um. ,
JbAÐ má ef til vill segja, að
framtíð einvaldanna sé, að
þeir eigi enga framtíð. Sögulega
reynslan er sú, að það liefir að-
eins sjaldan komið fyrir, að
einn einvaldi hafi getað útnefnt
eftirmann sinn og trygt honum
völd á friðsamlegan hátt. Agúst-
us Cæsar reyndi þctta, en raun-
verulega var liann ekki ein-
valdsherra. Stalin kom á eftir
Lenin — en Stalin var ekki sá
maður, sem Lenin ætlaði sætið.
Reynslan hefir verið sú, að fyr
eða seinna hafa einvaldsherr-
arnir orðið þvældir í óleysan-
legum flækjum og orðið að gef-
ast upp. Stjórn þeirra hefir
jafnframt vandræðunum orðið
harðari og harðari, þar til alt
hefir komist í upplausn, þegar
þjóðirnar hafa krafist frjálsari
stjórnskipunar, eða þá fyrir
gagnbyltingu nýs einvalda.
Styrjaldir binda oft enda á
sögu þeirra. Einvaldsherrar eru
oft neyddir út i stríð annað
livort til að leiða ahyglina frá
innanlandsdeilum eða til þess að
fá þá frægð, sem unnið stríð
getur veitt. í
Undantekning frá þessari
reglu um styrjaldarþörfina út á
við er ef til vill Sovét-Rússland.
Landið er svo stórt og auðugt
að Iandvinningastrið er óþarft.
Og innanlands er nóg verlcefni
— nóg að vinna — og flokka-
drættir, sem her stjórnarinnar
þarf að hafa araga með.
Einvaldslierra, sem hefir
hepnina með sér, situr að völd-
um þangað til hlutverki hans
í sögunni er lokið. Ef til vill
verður sameining þýsku rikj-
anna, í framtíðinni talið hið
sögulega hlutverk Hitlers, verk,
sem sjálfur Bismarck ekki gat
unnið. Hlútverk Mussolini verð-
ur ef til vill talið sköpun nýs
stórveldis við Miðjarðarhaf.
IJIutverk Stalins sköpun þjóð-
ernisvakningar í Rússlandi á
sameignargrundvelli.
En ef einvaldi hrökklast úr
sessi áður en hann hefir náð að
fullnægja hlutverki sínu, er sagt
að hann hafi verið glæframenni
og ævintýraseggur.
»
J#AÐ skín út úr stjórnmála-
sögu Evrópu á síðari ár-
um, að þjóðirnar hneygjast
meira og meira í áttina til að
vilja hlíta leiðsögu eins yfir-
drotnara. Og það er elcki óeðli-
legt, þótt stefna einvaldanna
verði meira og meira sú, að
stjórn þeirra verði i samræmi
við óskir, sem flestra af þegn-
unum. Þá litur það svo út, sem
hann vinni fyrir fólkið, sé þess
maður af líkama og sál, að líf
einvaldans sé líf þegnanna og
líf þegnanna hans lif. Þetta er
það, sem Hitler, Mussolini og
Stalin, hver á sinn hátt, vilja
stefna að. Tímar þeirra ein-
valda, sem voru i andstöðu við
meginið af öllum þegnunum,
eru liðnir hjá. Einvaldsherra
nútímans byggir vald sitt á
fjöldanum og á fjöldanum tign
sína að þakka.
Þegar hér er komið er ekkf
löng leið til þeirrar niðurstöðu,
að einvaldslierrar framtiðarinn-
ar muni fremur haga sér eftir
vilja þegnanna, heldur en að
gera sinn vilja að þeirra. Ein-
valdi, sem byggir alt sitt vald á
vilja þegnanna, er ekki fjarlægt
fyrirbrigði.
Það er því ekki ólíklegt, að
eftir dag þeirra einvaldsherra,
sem nú ríkja, muni meiri lýð-,
ræðissvipur færast á stjórnar-
farið og vilji þegnanna verði
það sem stjórnin raunverulega
byggist á. Við sjáum hvernig
slikir valdamenn hafa horfið
frá þvi að byggja vald sitt á fá-
mennum klíkum og færst yfir á
breiðari grundvöll. Á því stigi
stöndum vér nú.
Og sagan mun halda áfram.
Það sem einvaldsherrar fram-
tiðarinnar hyggja á,verður fyrst
og fremst vilji þegnanna —>
lýðræðið.