Vísir - 26.08.1937, Blaðsíða 3
VISIR
Avextir eru mi algerlega
ófáanlegir á iandinn.
íslendingap eru eina þjódin í Norðupálf-
unni sem ekki hefir nýja og þurkaöa ávexti
--o-
’ILJÝIR ávextir hafa ekki ver-
ið fáanlegir hér á landi
síðan fyrir áramót en þá var
flutt inn lítilsháttar af eplum
fyrir jólin. — Sjúklingar fá nú
innflutningsleyfi fyrir ávöxtum
gegn læknisvottorði, og ef ein-
hver er svo heppinn að fá á-
vexti senda sem „gjöf“, þá er
ekki synjað um innflutning.
Annars verða landsmenn nú að
sætta sig við það að hafa hvorki
nýja né þurkaða ávexti.
Útlendingar sem hingað
koma láta flestir undrun sína í
Ijós yfir því að bannað skuli að
fiytja inn þessa nauðsynlegu og
almennu neyzluvoru. Ekkert
annað land í Norðurálfunni er
svo báglega statt, né hefir svo
strangar innflutningshömlur, að
ávextir séu ekki á boðstólum.
En hér á landi verður fólkið
að vera án þessarar vöru þótt
að öðru leyti sé hér ekki sjáan-
legur skortur á neinu og mikið
sé flutt inn af víni, tóbaki og
allskonar efnum til súkkulaði-
og sælgætisgerðar. Ríkisstjórn-
in, „stjórn hinna vinnandi
stétta", hefir kveðið upp þann
Mót norrænna raf-
fræðinga I Kanp-
mannahðfn.
Nssta möt í Reykjavík
Kaupmannahöfn, 25. ágúst.
(Einkaskeyti).
í dag hófstj Kaupmannaliöfn
í húsakymium ríkisþingsins á
Christiansborg mót norrænna
raffræðinga. Yið setningu móts-
ins voru 500 fulltrúar viðstadd-
ir, og að . auki konungur og
margt annað stórmenni. Fyr-
verandi vitamálastjóri, Thor-
vald Krabbe, hafði verið kjörinn
varaforseti mótsins. Ennfrem-
ur mættu fyrir íslands hönd
Guðmundur Hlíðdal, póst- og
símamálastjóri og Jakob Gísla-
son, forstöðumaður Rafmagns-
eftirlits ríkisins.
Við setningnu mótsins flutti
Krabbe kveðju frá íslandi og
bauð í nafni íslenskra raffræð-
inga, að næsta mót norrænna
raffræðinga skyldi haldið i
Reykjavík. Var gerður hinn
besti rómur að máli hans og þvi
tekið í einu hljóði, að Iialda
næsta mót í Reykjavík.
Síðdegis i dag flutti Guð-
mundur Hlíðdal, póst- og síma-
málastjóri erindi um sjálfvirka
síma á íslandi, en Jakob Gísla-
son, forstjóri, annað erindi um
notkun raforku á fslandi.
f kvöld halda danskir raf-
fræðingar .Iiinum erlendu þátt-
takendum veislu að Hótel
d’ Angleterre í Kaupmanna-
höfn.
aðeins Loftup,
viturlega dóm, að nýir og þurk-
aðir ávextir sé óþarfur varn-
ingur.
Húsmæðurnar munu hafa
fundið til þess í sumar að þurk-
uðu ávextina skorti mjög til-
finnanlega. Sveslcjur voru hér
áður, meðan þær fengust, not-
aðar mjög alment til matar og
ekki síst af fátækara fólkinu í
hínum stærri hæjum og sjávar-
þorpum. Og þetta er einmitt
fæða, er hefir í sér næringar-
efni sem fólkinu eru nauðsyn-
leg og það fær af slcornum
skamti í öðrum mat. Ávaxta-
hannfæringin er svo eindregin
og víðtæk, að engin húsmóðir
í landinu getur fengið keyptar
rúsínur í bakstur. Slíkt hefir
ekki komið fyrir síðan á dög-
um dönslcu einokunarverslun-
arinnar.
Flestum mun verða á að
spyrja hvort þessi bannfæring
ávaxtanna sé nauðsynleg. Er
þjóðin svo aumlega stödd að
hún geti eklci veitt sér sveskj-
ur og rúsínur, epli og appelsín-
ur, að einhverju leyti? Nei, slíkt
er hin mesta fjarstæða. Ávext-
irnir eru miklu nauðsynlegri
vara en margt af því sem inn
er flutt. Það er hin heimskuleg-
asta firra að halda þvi fram, að
þessi vara sé ónauðsynleg í sól-
arlitlu landi. Fjölda manna er
hin mesta nauðsyn að geta haft
ávexti til matar og það liggur
við að vera broslegt, að þetta
fólk geti aðeins veitt sér ávext-
-ina með því að framvísa l'ækn-
isvottorði.
Úr ávaxtaskortinum mætti'
hæta mjög mikið með innflutn-
ingi er næmi 2—300 þús. kr.
yfir árið. Það virðist ekki vera
stór fjárhæð í ársinnflutningi
er nemur um 50 miljónum.
Hingað er flutt margt sem lítt
nauðsynlegt er eða menn mætti
vel án vera. Má þar til nefna
hinn mikla innfl'utning af not-
uðum fólksbílum, sem eru
meira eða minna gallaðir. Ým-
islegt fleira mætti telja.
Það er ákveðin krafa alls al-
Þegar höfundur þessarar
hókar spurði mig fyrir nokk-
urum árum, hvernig mér litist
á, að liann safnaði úrvali af
tækifærisræðum sínum og gæfi
þær út í bókarformi, svaraði eg
hiklaust: „Þetta verður þin
hezta bók“, og við þessi um-
mæli vil eg standa nú, eftir að
eg hef lesið þcssar 52 ræður,
sem eg þekkti sumar áður af
heyrn og sumar af sjón, en
flestar alls ekki. Með því á eg
samt ekki við, að Guðm. Finn-
bogason hafi ekki skrifað neitt
jafngott eða betra en það bezla,
sem hér stendur. Um slilct
mætti lengi deila. Tækifæris-
ræða er í samanburði við langa
og vandaða ritgjörð eins og
lausavísa í samanburði við
mikið kvæði. Og þó að sumar
af þessum ræðum séu í raun og
veru stuttir fyrirlestrar eða rit-
gerðir, þá eru miklu fleiri
smellin tækifærisstef, mælt af
munni fram, að vísu ekki und-
irbúningslaust, en samt svo að
erfitt er að meta þær á sama
mennings að úr þessu ástandi sé
bætt að einhverju leyti. Sumir
munu að vísu hrópa hátt um
það, að gjaldeyrir sé af of
skornum skamti til þess að
þetta sé gerlegt. Þeim sem shkt
segja mætti henda á að ekki
væri þá úr vegi að koma skyn-
samlegra skipulagi á innflutn-
inginn en nú er.
Almenningur þarf að geta
fengið ávexti og það á að veita
innflutninginn þaðan sem á-
vextirnir fást ódýrastir.
Bretastjðrn
ræðlr Kína~ og
Spánarmálin.
London í gær. FÚ.
Neville Chamherlain, Ant-
hony Eden og Lord Halifax
komu saman á fund í morgun í
London, til þess að ræða um á-
slandið í Kína og livaða ráð-
stafanir gera skyldi til verndar
breskum skipuna á Miðjarðar-
liafinu.
I sambandi við umræður
hinna þriggja hreslcu ráðherra
hefir Franco hershöfðingi gef-
ið út opinbera tilkynningu, sem
sakir orðalagsins vekur tals-
verða athygli i Bretlandi. Segir
Franco þar, að hið þjóðernis-
sinnaða Spánarveldi geti ekki
staðið aðgerðarlaust hjá, og
horft á það sem hann kallar
„sjóræningja“ undir breskum
fánum, fara fram hjá spönsk-
um herskipum, án þess að gerð
sé tilraun til þess að stöðva þau.
London í gær. FÚ.
Breska flotamálastjórnin hef-
ir boðið breskum kaupförum
að hafa jafnan breska siglinga-
fánann uppi, er þau eru á ferð
um Miðjarðarhafið, og að hafa
nafn skipsins málað með stór-
hátt við lestur og áheyrend-
urnir hafa metið þær á sínum
tíma. En það, sem eg átti við
og hef fengið staðfest við að
lesa bókina, er að ekkert annað
rit Guðmundar er jafngóð
mynd af manninum sjálfum og
þetta. Þó að flestar þessar ræð
ur séu fluttar í hátíðarbúningi,
og margar við mjög hátíðleg
tækifæri, hefir Guðmundur
aldrei látið það hneppa sig í
neinar lögmæltar stellingar.
Ilann hefir allt, af lofað andríki
sínu og tilfyndni sinni að leika
lausum hala, eins og honum
sjálfum var eðlilegast. Þess
vegna liefur hann liaft gaman
Sintander
ekki lallin.
Stjórnarherinn varðist enn
seint í gærkveldi. Sennilega
taka uppreistarmenn borgina í
dag. —
London í morgun. FÚ.
í gærkveldi voru uppreistar-
menn konmir inn í úthverfi
Santanderborgar, og var byrj-
að berjast þar. Nokkur liluti
sijórnarliersins neitaði að gefast
upp, og verjast heldur til síð-
ustu stundar, og tefja fyrir því,
að uppreistarmenn færu sigur-
göngu inn í borgina. Samlcvæmt
síðstu fregnum í nótt var talið
liklegast, að þeir frestuðu þvi
þar til í dag, að ganga inn í San-
tander fylktu liði.
I Róm hefir fregnin um yf-
irvofandi fall Santanderborgar
vakið ekki minni fögnuð en i
þeim liéruðum Spánar, sem eru
í höndum uppreistarmanna. ít-
alir telja þetta sigur fyrir it-
alska hermenn fyrst og fremst.
Spánska stjómin hefir hvorki
borið á móti né staðfest fregn-
ina um fall Santander.
Seint í gærkveldi börðust
leifar af stjórnarhernum enn
þá á liæðunum suðvestan við
bæinn. v
i
London í gær. FÚ.
ÍTÖLSK FLUGVÉL SKOTIN
NIÐUR VIÐ LANDAMÆRI
FRAKKLANDS.
Flugsveit uppreistarmanna
gerði í dag loftárás á spönsku
borgina las Rosas, rétt við
landamæri Frakklands. Ein
flugvélin var skotin niður og
kom það þá í ljós, að þetta var
ítölsk Caproni- vél og hafði
þrjá ítalska flugmenn innan-
borðs.
um stöfum á báðum skipshlið-
um, og aulc þess breska þjóð-
fánann málaðan á hliðar skips-
ins. Ennfremur, að sigla ekki
inn á spánskar hafnir að kvöldi
eða næturlagi.
Þessi tilskipun er þannig til-
komin, að vissa þykir vera fyr-
ir því, að alhnörg skip, sem
sigla um Miðjarðarhaf, og ekki
eru hresk, hafi dregið breska
fánann á stöng í von um að það
kynni að verða þeim til vernd-
ar.
Mannfagnaður
Reykjavik 1937.
190 bls.
af að halda ræður og öðrúm
þótt gaman af að hlusta á hann.
Hér er maður, sem talar um
það, sem hjarta lians er kær-
ast, og talar um það eins og
tungu hans er tamast.
Okkur fornfræðingunuin er
stundum legið á hálsi fyrir
það, að við viljum helzt ekki
skrifa um menn fyrr en þeir
eru dauðir. Ein af ástæðunum
kann að vera sú, að það verður
oft ekki nema hálfverk að fara
að lýsa manni fyrr en liann er
allur. Annars getur hann fyrr
en varir dregið eitthvað upp úr
pokaliorninu, sem lcemur að
manni óvörum og gerir lýsing-
Síldveiðarnar.
Teðnr batnanði.
Veður var hatnandi á Siglu-
firði í morgun. Mun sjór nú að
kyrrast þar úti fyrir. Á Djúpa-
vík var suðvestan stormur í
morgun. Garðar kom þangað í
nótt frá Axarfirði með 2000
mál, en Baldur var á leiðinni
með um 1000 mál.
Sú spurning er nú á allra vör-
um, í síldarstöðvunum, hvort
síldin muni hverfa í illviðrinu.
I
i
Siglufirði, 25. ágúst.
í dag hefir verið þungur sjór
úti fyrir Siglufirði, en bjart
veður. Sneru skip aftur í morg-
un, sem ætluðu til veiða, og rek-
netaflotinn fór ekki út í gær-
kvöldi. Nokkur skip hafa komið
lil Siglufjarðar síðan í g'ær-
kveldi. Fengu þau slæmt veður
og þungan sjó. Eitt þeirra misti
bátana og talsvert af sild af þil-
fari.
Um nón í dag hiðu 48 skip
löndunar með um 23—24 þús-
und mál.
Söltun á Siglufirði nam í gær
1.272 tunnum, alt reknetasild
— þar af voru 175 tunnur verk-
að fyrir Ameríkumarkað, en
hitt venjuleg saltsíld og krydd-
síld. — FÚ.
Norðfirði.
Togarinn Brimir affermir i
Norðfirði í dag um 1.100 síldar-
mál. — FÚ.
Bændanppreistin
f Póliandi.
London í morgun. FÚ.
Allar fréttir, sem sendar eru
út frá Póllandi, eru látnar sæta
hinni ströngustu ritskoðun. Það
er því miklurn örðugleikum
bundið, að fá áreiðanlega vit-
neskju um ástandið, eins og það
er, vegna bændauppreistanna,
sem þar hafa átt sér stað. 1
fjölda hæja er sagður alvarleg-
ur matarskortur vegna þess að
bændur liafa tekið sig saman
um að stöðva þangað aðflutn-
inga á landbúnaðarfurðum.
Sumir bæir mega heita um-
kringdir af liði bændanna.
Mörg hundruð manna hafa
verið handteknir.
Vitos, hin landræki bændafor-
ingi, er bændur heimta að
kvaddur verði heim, dvelur nú
í Télckóslóvakiu.
una ónýta. Samt lield eg, að eg
treysti mér til þess að lýsa
Guðmundi Finnbogasyni með
þessa bók að einkaheimild, svo
að elcki skaklcaði stórum. En eg
sleppi því samt af öðrum á-
stæðuin. Höfundurinn er of
ungur til þess að fara að semja
eftirmæli lians. Hann á von-
andi eftir að flytja liundrað
ræður enn, áður en hann fellur
í hendur fornfræðinganna. Og
auk þess er það meira gaman
fyrir lesendur hókarinnar, að
ekki sé verið að terra framan í
þá vísifingurinn að óþörfu.
Þetta er auðlesin bók og skemti-
leg, og sú mynd, sem Guð-
mundur hefir hér ósjálfrátt
brugðið upp af sjálfum sér, um
leið og liann var að tala um allt
annað, er engin felumynd.
Hann er hér, eins og endranær,
ólýginn og opinspjallur, hreinn
og beinn.
S. N.
------—_________________
Bókarfregn.
Guðmundur Finnbogason
Veðrið í morgun.
í Reykjavík 9 stig, Bolungar-
vík 9, Akureyri 11, Skálanesi 12,
Vestmannaeyjum 9, Sandi 8, Kvíg-
indisdal 9, Hesteyri 10, Kjörvogi
9, Blönduósi 10, Siglunesi 11,
Raufarhöfn 10, Skálum 10, Fagra-
dal 11, Papey 8, Hólum í Horna-
firði 9, Fagurhólsmýri 7, Reykja-
nesi 9. Mestur hiti hér í gær 13
stig, minstur 8. Úrkoma 3,4 mm.
Sólskin 4,4 st. Yfirlit: Grunn lægð
suðvestur af Reykjanesi á hreyf-
ingu norSaustur eftir. Horfur:
Suövesturland, Faxaflói: Stinn-
ingskaldi á suðaustan í nótt og
rigning í dag. Suðvestan gola og
skúrir í nótt. Breiðafjörður, Vest-
firiSir, Noröurland: Suðvestan og
sunnan kaldi. Rigning öðru
hverju. NorSausturland : Suðvest-
an og sunnan kaldi. Víöast úr-
komulaust. Austfiröir, suðaustur-
land: Surinan kaldi. Rigning öðru
hverju.
Skipafregnir.
Gullfoss er á leið til Vest-
mannaeyja. Væntanlegur þangaS
um hádegi á morgun. Go'ðafoss fór
frá Hull í gærkveldi áleiðis til
Hamborgar. Brúarfoss fór í gær-
kveldi áleiðis til útlanda. Dettifoss
er í Reykjavík Lagarfoss var á
lei'ð til Ólafsfjarðar í rnorgun. Sel-
foss er á leið til Reykjavikur frá
útlöndum. Lyra fer í dag. Súðin
fer í strandferð í kvöld austur um
land til Akureyrar.
Vinnuskóla
Reykjavíkurbæjar í Jósefsdal
var slitið í gær kl. 5. Frásögn um
skólann, fyrirkomulag hans o. fl.
veröur birt í blaðinu á morgun.
Þjófnaður á e.s. Lyra.
1750 kr. hefir veriö stolið frá
1. stýrimanni á e.s. Lyra. Pening-
ana geymdi hann í skúffu undir
rúmi (koju) .í herbergi sínu. Sakn-
aði hann peninganna í gærmorg-
un og tilkynti lögreglunni hvarf
þeirra fyrir hádegi. Hefir hún haft
málið til rannsóknar. Það verður
einnig rannsakað í Noregi, vi8
komu skipsins þangað. ?
Gengið í dag.
Sterlingspund ........... kr. 22.15
Dollar............... — 4-45%
100 ríkismörk....... — 178.88
— franskir frankar . — 16.81
— belgur.......... — 74-9°
— svissn. frankar ... — 102.34
— finsk mörk ......... — 9.95
— gyllini......... — 245.78
— tékkósl. krónur .. — 15-83
— sænskar krónur .. — H4-3Ö
— norskar krónur .. — 111.44
— danskar krónur .. — 100.00
Brúðkaup
Sigurlaugar Árnadóttur frá
Görðum og Skafta Benediktsson-
ar fór fram í Stafafellskirkju í
Lóni 8. þ. m.
Skriftarnámskeið.
Athygli skal vakin á augl. frú
Guðrúnar Geirsdóttur um skrift-
arnámskeið, sem er einkum ætlað
skólafólki.
Útvarpið í kvöld.
19,10 Veðurfr. 19,20 Lesin dag-
skrá næstu viku. 19,30 Hljómplöt-
ur: Brúðkaupslög. 20,00 Fréttir.
20,30 Frá útlöndum. 20,55 Út-
varpshljómsveitin leikur. 21,30
Hljómplötur: Danslög (til kl. 22).
Ræturlæknir
er í nótt Halldór Stefánsson,
Ránargötu 12. Sími 2234. — Næt-
urvoifeur i Reykjavíkur apóteki
og Lyfjabúðinni Iðunni.
Skriftarnámskeid
lientugt skólafólki, byrjar á
morgun, föstudag.
Guðrún Geirsdóttir.
Sími: 3680.