Vísir - 26.08.1937, Blaðsíða 4
VlSIR
Þingvellir.
—o---
Sírengur hins islenska bræðrabands
í brjósti vor flestra bér vakir og syngur.
Á Þingvöllum dreymir hvern þegn vors lands.
Á Þingvöllum fagnar hver Islendingur.
Því liér eru sögunnar beilög vé
cvg berskarar minninga um allan staðinn.
Hér get ég í hrifningu kropiö á kné
við klettaölturu, af guði lilaðin!
Hér visku fornri er víg't hvert strá;
lnér vernda dísir liin heiðnu fræði.
Og fossinn, sem hrynur í Öxará
er einsog þróttmikið hetjukvæði.
Hér eigum vér dulrænna afla sjóð.
Hér auðvelt reynist að hugsa og skrifa
viið náttúrukraftanna glöðu glóð. ..
Já, Geitskós nafn skal um aldir lifa!
Á Þingvallavatni hver bára blá
mér boðskap flytur um ættjörð mina.
Hér heyri ég, þjóð mip, þitt hjarta slá.
Hér heyri ég, ísland, söngva þina.
Grétar Fells.
Brúarfass
fór til útlanda í gærkveldi. Me'ö-
al farþega v®ru: Magnús Magn-
ússon, skipstjóri frá Boston, me'S
frú og 2 hörn, Hekla Jósefsson,
Daisy Jósefsson, Björn Illugi
Gunnlaugsson, Gerða Magnússon,
Klemens Tryggvason, Jóhann Jó-
hannesson, Jón Sólmundsson, frú
Jóhanna Ólafsson meS 3 börn,
Helga Thorlacius, Jón Skúlason,
Gunnar Thoroddsen, Marteinn
Björnsson, Gísli Þorkelsson,
Rögnv. Þorkelsson, Tryggvi
Briem, Þórhallur Ásgeirsson, Sig.
Jóhannesson, Þorvaldur Oddsson,
Guðm. Þorláksson, Páll Sigurðs-
son, Kriitján Kristjánsson, Gísli
TTermannsson, Atli Árnason, Árni
Hafstað, Ingólfur 'Þorsteinsson,
Erlendur Konráðsson, Þorbjórn
Sigurgeirsson og margir útlend-
ingar. Alls 8/ farþegar.
Góð fjármálastjóm — góðs viti.
ÞaS mun venjan, þegar menn á-
ætla kostnað við skemtanir eða
skemtiferðalög, að heldur. vilji
eyðast meira en áætlað hefir verið.
Tvær undantekningar veit eg þó
tim í þessum efnum, og hefír
Slysavarnafélag Islands verið lát-
'i'ð njóta góös af sparseminni í bæði
skiftin. í fyrra skiftið var það
íþegaf stýrimannaskólapiltar héldu
sína árlegu jólaskemtun s. 1. vet-
ur, að afgangs uröu kr. 50,00 frá
áætluöum kostnaði, sem svo for-
göngumenn skemtunarinnar færðu
Slysavarnafélaginu að gjöf nokkru
síðar. Hitt skiftið var, þegaj.- raf-
magnsdeild Vélstjóraskólans í
Reykjavíív fór aít afloknU prófi í
skemtiferðalag og sparaði kr.
14,00 frá áætluðum kostnaði við
ferðina. Eimiig þá upphæð færðu
forgörigumennirmir Slysavarnafé-
lagintí að gjöf. Fyrir bá'ðar þessar
gjafir þakka eg gefendunum kær-
lega, ekki aðeins fyrir peningana,
heldur einnig og elcki síður fyrir
þann velvildarhug, sem felst bak
við gjafirnar. Eg vil jafnframt
óska þessum ungu mönnurp til
hamingju með nýbyrjað lífsstarf
og vona að hin góða fjármála-
stjórn þeirra á gleðistundum skóla-
áranna, veröi þeiin leiðarljós í
framtíðinni. Jón E. Bergsveinsson
London 25./8. FÚ.
Þrjár fjögurra hreyfla flug-
vélar lögðu í dag af stað frá
Moskva, lil þess að leita Le-
vanevskys og félaga hans.
Munu þær fljúga um Arkan-
gelsk og norðurpólinn, eða með
öðrum orðum, fylgja, svo sem
auðið er, þeirri leið, sem tal-
ið er að Levanevsky liafi farið.
Leitinni frá Alaska hefir ekki
orðið haldið áfram, enn sem
komið er, sakir illviðra. Segir
í fréfium þaðan, að ísalög séu
þar óheppilegri til þess að
framkvæma slika leit, en þau
hafa verið árum saman.
KÍNÁ.
London í gær. FÚ.
Bardagarnir við Shanghai.
Það er nú dregið í efa, að
Japönum hafi tekist að setja á
larid svo fjölménnari her sem
þeir löldu sig liáfa gert í gær,
og er talið, að raunvéruleg tala
þeirra hermanna, sem þeim
liafi tekist að koma á land hafi
aðeins verið 12 þús. manns, í
stað 50 þús. Hinsvegar er það
kijnnugt að Japanir reyndu að
setja her á land í morgun, en
mættu þegar í stiað harðvítugri
vélbyssuskothrið. Hermenn
þeir, sem á land komust, urðu
þess hrátt varir, að fljótsbakk-
inn var alþakinn sprengjum,
sem sprungu jatnharðan og þeir
hófu göngu á land, og olli þetta
milclu manntjóni meðal Japana,
þó að þess sé ekki getið í til-
kynningum japönsku herstjórn-
arinnar í dag. Kínverjar telja
sig liafa strádrepið tvær her-
sveitir Japana, er á land kom-
ust.
Kínverski lierinn heflr ekki
hörfað hársbreidd á allri herlin-
unni frá Woosung til Shanghai,
en Japanif telja sig hafa tekið
Ching kai, 20 mílur suður af
Tientsin. Á vígstöðvunum
sunnan við Peiping hefir ekkert
orðið af bardögum i dag, vegna
óvenjulegra rigninga.
Svo or talið,, að Japanir hafi
nú 130 þúsund manna her und-
ir vopnum á Peiping-Tientsin
herstöðvunum og þangað flytja
þeir jafnt og þétt varalið. Talið
er, að kínverski herinn á sömu
slóðum muni vera um 190 þús-
und manns, og er það að mestu
leyti reglulegur her Nanking-
stjórnarinnar.
Um ráðstafanir annara þjóða
vegna styrjaldarinnar í Ivína 1
gerðist þetta helst í dag:
1000 útlendingar, að mestu |
leyti Bretar voru i dag flultir
frá Shanghai til Hong Kong.
Franskar nýlenduhersveitir
komu til Shanghai í dag, til við-
hótar við þær sem fyrir eru.
Einnar miljónar dollara virði
af ómótuðu silfri var í dag flutt
frá Canton til Hong Kong vegna
ótta við loftárósir. Er þegar hú-
ið að koma fyrir um 80 miljóna
dollara virði í silfri i vöruhús-
um og hönkum í Hong Kong,
og nýjar silfursendingar berast
að á hverri klukkustund.
VÖKuKussprengingln.
Stjórnir Iiína og Japan halda
áfram að deila um orsök hinn-
ar miklu sprengingar, sem varð
í vöruhúsi i Shanghai fyrir
tveimur dögum og olli svo
miklu manntjóni. Kínverska
stjórnin heldur þvi fram, að
sprengingin lto.fi ekki orsakast
af faþbyssukúlu, lieldur af
sprengju sem kastað var úr
flugvél. Hún segir, að tvær aðr-
ar sprengjur hafi fallið þar í
nánd um svipað leyti, án þess
að springa, og séu þær báðar
með merkjum Japana. Japanir
játa nú, að flugvélar jieirra hafi
verið á lofli þá er atburður þessi
skeði, og hafi verið að gera árás
á Pootung-svæðið. En annað
vilja þeir ekld játa.
í frétt frá New York segir að
lokum, að i dag liafi verið send-
ar áleiðis frá Bandaríkjunum 20
flugvélar af þeirri gerð, að þær
má nota jöfnum höndum til
árása og almennra póst og far-
þegaflutninga.
Fiskmarkaðurinn í Grimsby
miðvikudag 25. ágúst: Besti
sólkoli 50 sh. pr. box, rauð-
spetta 60 sh. pr. box, stór ýsa 34
sli. pr. box, miðlungs ýsa 28 sh.
pr. box, frálagður þorskur 24
sþ. pr. 20 stk., stór þorskur 14
sh. pr. box, smáþorskur 12 eh.
pr. hox. (Tilk. frá Fiskimála-
nefnd. — FB.).
1'
Nóg vinna við skipasmíði.
Oslo, 25. ágúst.
I skipasmíðastöðvum í Nor-
egi og erlendis eru nú svo mik-
il verkefni fyrir hendi, að skipa-
smíðastöðvarnar geta ekki tek- !
ið að sér smíði á mótorskipum j
til flutninga og tankskipum, I
nema að því tilskildu að af- ;
liending fari ekki fram fyrr en
haustið 1939. NRÖ. — FB.).
ÉHUSNÆf)il
ÍBÚÐ
3—4 herbergja íbúð með ný- j
tísku þægindum vantar mig 1. |
október.
Stefán Ólafsson
frá Kálfliolti.
Símar: 3061 og 3578.
MAÐUR í fastri stöðu óskar
eftir 2—3 herbergjum og eld-
liúsi, nú þegar, i ausurbænum
eða nágrenni. Sírni 2610, kl.
6—8 i dag. (463
KENSLUKONU vantar her-
bergi nú eða 1. okt. Tilboð með
uppl. leggist á afgr. blaðsins
fyrir 28. þ. m., merkt: „Kensla“.
_________________________(451
2—3 HERBERGI og eldliús,
með húsgögnum, óskast strax.
Uppl. á Hótel Borg. Sími 1440.
(453
MAÐUR í fastri atvinnu ósk-
ar eftir lítilli ibúð 1. okt. Tvent
1 heimili. — Fyrirframgreiðsla
fyrir nokkra mánuði getur
komið til greina. Tilboð, merkt:
„1425“ sendist Vísi fyrir laug-
ardagslcvöld. (456
ÓSKA eftir 2 herbergjum og
eldhúsi strax eða 1. okt. Uppl. í
síma 2775, eftir 7 í dag. (468
EINHLEYP stúlka óskar eftir
2 herberg;jum 1. október. Uppl.
í dag frá 5—7 i síma 4328. (469
ÓSKA eftir tveggja lierbergja
ibúð. Uppl. i sima 2646. (470
ÁBYGGILEGUR maður í
fastri stöðu óskar eftir lítilli
ibúð í liaust með öllum nútíma
þægindum. Að eins 2 í heimili
og bæði vinna úti. Uppl. i síma
4178, eftir 5 í dag. (473
iaíSÖSXSOOÍÍtSOÖOtíöSOWOOOtíCíiet
I §
51 GÓÐA tveggja herbergja
^ íhúð vantar mig 1. okt. —- p
8 Bjarni Pálsson, lögfræð- 0
|í ingur. Sími 4614. jj
sotsotsoooooootstsootsoootsootsot
MIG VANTAR lierbergi
næsta mánuð. Freymóður Jó-
hannsson málari. Simi 2249, frá
kl. 18—21. (462
LÉÍCÁl
Tveir stódeotar
óska eftir 1—2 herbergjum,
með nútíma þægindum, í suð-
austurbænum, frá 15. sept. —
Uppl. í síma 3061 eða 3578.
TVÖ HERBERGI og eldhús
lil leigu. Uppl. gefur Kristinn
Sigurðsson, Laufásvegi 42.(231
MAÐUR í fastri vinnu óskar
eftir 1—2 herbergjum og eld-
liúsi. Uppl. í síma 2148. (458
STÓR stofa fyrir einhleypa
til leigu 1. okt. Tjarnargötu
10 A. (459
VINNUSTOFA fyrir hús-
gagnasmiði óskast til leigu. <—
A. v. á. (456
rupAVfUNDro]
REGNKÁPA tapaðist fyrir
utan Gamla Bíó sunnudaginn
23. ágúst s. 1. Finnandi beðinn
að skila henni á Ægisgötu 26. —
(454
KVITTANAHEFTI innpökk-
uð í pappír töpuðust nýlega. —
Finnandi góðfúslega beðinn að
skila þeim á afgr. blaðsins. —•
(452
ISÍÁUPSKAPtlRl
LEÐURSAUMAVÉL (t. d.
skóaravél) óskast. Tilboð send-
ist Vísi, merkt: „Vél“. (359
BÚÐ og vinnupláss til iðnað-
ar, til leigu. Simi 4441. (461
VERULEGA góð rabarbara-
sulta. 75 aura % kg. Matargerð-
in, Laugavegi 58. (464
VIL KAUPA notaða eldavél,
Jón Matthiesen. Síini 9101 og
9102. (455
VIL KAUPA orgel. Uppl. í
síma 2955. (466
VINNA.
SKÓLARÁÐSKONA óskast
við lieimavistarbarnaskóla í
Árnessýslu. Uppl. á Brávalla-
götu 50, niðri (verkamannabú-
stöðunum) kl. 10—1 á morgun.
Sími 4903. (457
UN GLIN GSSTÚLK A óskast.
Biering. Hringbraut 108. (460
RÁÐSKONA óslcast i kaup-
stað nálægt Reykjavík. Uppl.
eftir kl. 7 á.Njálsgötu 92, uppi.
(436
TELPA, 14—15 ára, óskast
nú þegar eða 1. okt. Sólvalla-
gölu 28. Sími 2775. (467
GÓÐA og vandaða borðstofu-
stúlku vantar nú þegar á Hótel
Skjaldbreið. (471
LAGHENTUR ungur maður
getur komist að sem lærlingur
við iðn hér i hænum. Lystliaf-
endur leggi nöfn sín og heimil-
isfang á afgr. þessa blaðs,
merkt: „Energi“. (472
iKENSUl
VÉLRITUNARKENSLA. —
Cecilie Helgason. Sími 3165.
(358
ST. ÆSKAN nr. 1 fer i berja-
ferð ef veður levfir n. k.
sunnudag 29. ágúst, kl. 9 ár-
degis, að Svanastöðum. Stórt
tjald verður i förinni. Allir
verða að vera búnir að til-
kynna þátttöku sína fyrir
laugardagskvöld og kaupa
farmiða sem kpsta kr. 2.00
fram og til baka og fást hjá
Guðmundi Pálssyní,- Braga-
götu 33 A, sem gefur um leið
allar upplýsingar. (456
Á S T& RÞRÁ; 42
f'
i XVIII. kapítuli. „ — að eilífu“.
Hálfum mánuði eftir brottför Peters Mall-
ory dreifðust sumargestir Kitty og Barry í all-
ar áttir. St. John lávarður fór fyrstur allra —
hann ætlaði í nolckurra daga lieimsókn til Elizu
McBain, áður en tíánn færi til London. St. John
féll ekki allskostar við Elizu, þótti liún óþarf-
lega hvassyrt, en henni þótti mjög vænt um
'St. Johp, og þar sem liún var gestrisnin sjálf,
hefði henni fallið það mjög sárt, ef liann liefði
ekki komið í heimsókn til liennar. Ralph Fen-
ton fór á hrott allskyndilega, til þess að syngja
á hljómleikum, en um sama leyti fór Barry i
veiðiför norður á Skotland. Og fáum dögum
síðar fóru þær allar til London, Nan, Iiitty og
Penelope. Ætluðu þær Nan og Kitty að aðstoða
Penelope við kaup á ýmsu, því að, svo sem fyrr
var að vikið, var svo ráð fyrir gert milli liennar
og Ralphs Fenton, að þau yrði gefin saman í
hjónaband bráðlega.
Rdlph var í svo góðu áliti, að hann gat gert
allmiklar kröfur. Og nú neitaði liann að fara
til Ameríku i hljómleikaförina, nema Pcne-
lope væri ráðin sem pianisti — og fékk því
framgengt. St. Jolin ætlaði að bera allan kostn-
aðinn af kaupum á brúðarfatnaðinum, en Barry
Seymour af ferðafatnaði og „hljómleika“-
kjólum“ og var Penelope mjög lirærð yfir
/þessari rausn. Og Kitty tilkynti, að brúðkaupið
skyldi fram fara frá húsi hennar og Barry í
Green Street.
Nan sat við opna eldstóna og vermdi sig, þvi
að loft var farið að verða svalara, enda liðið
mjög á sumar. Hún reyndi að átta sig á því, að
daginn eftir — að kveldi næsta dags — væri
Penelope gift kona. Og nú, að loknum öllum
undirbúningsstörfunum með Kitty og Pene-
lope, fanst henni næstum ótrftlcgt, að þetta
stæði lil — og einníg cjtrúlegt, að hún sjálf hafði
tekið þátt í að kaupa ýmislegt handa Penelope
og aðstoða liana, hress í lund og hlæjandi, þótt
undir nitðri sviði sáran.
Hún fór að liugsa um það, að ef hún hef'ði
verið að fara i húðir, yegna þess, að það væri
hennar eigið Iiwúðkaup, sem stæði fyrir dyrum,
njundi henni aldrei hafa stokkið bros af vör-
um. Þegar liún reyndi að líta rólegum augum á
þá ákvörðun sína, að lofa að giftast Trenby, af
því að liún gat ekki fengið þann mann, sem liún
elskaði, fanst henni, að slíkt væri í rauninni
hreinasta fjarstæða. Hún hafði látið reka und-
an vindi i stað þes(s að beita upp í vindinn, og
sigla 9inn sjó, ein síns liðs, ef hún gat eklci
fengið þann, sem hún elskaði. Og nú mundi
það eiga fyrir henni að liggja, að lifa lífi sínu
með Roger Trenby, og það mundi verða tóm-
legt og auðnai’legt, ekki vegna þess að hún ótt-
aðist sVeitarveruna, því að í augum allra, sein
nokkuð er í spunnið, eiga hinar breiðu bygðir
svo milcið að bjóða, að engar borgir komast
þ'ar til l^lfs á móts við, heldur vegna þess, að
hún yrði að bæla niður allar langanir og þrár,
hún gæti ekki verið sjálfri sér trú, og þessar
langanir mundu halda iiram að bera fram lcröf-
ur, láta liana engan frið hafa — hún yrði eins
og fangi í^ævilöngu fangelsi, sem ávalt heyrði
frelsið lofsungið i öllu, sem að eyrum barst inn
um klefagluggann — ekkert, ekkert mundi fá
bælt niður ástina í brjósti liénnar. Hún hligs-
aði um þetta fram og aftur — hún gæti kannske
þroskað tónlistargáfu sína, er hún væri sest að
í Trenby Hall. Gefið sig að tónhstarsmíðum,
helgað sig jrví i öllum tómstundum — en hún
vissi, að það mundu verðar gerðar kröfur til
sin þar — það þyrfti að „annast um“ Trenby
— liún fengi ekki að vera ein og i næði með list
sína. En hún vissi vel, að það var ékki hægt að
skapa neitt á sviði listarinnar, nema gefa sig
allan við þvi — af allri sál sinni.
Hún hugsaði um framtíðina þessa stund, er
liún lieið eftir Penelope. Hún hugsaði um þá
stund, er Penny byndist Ralph hjúskaparbönd-
um fyrir „augliti guðs í viðurvist þesea safn-
UÖar.“
Hvemig sem á þvi stóð mintist hún þeirra
orða, sem yfir voru höfð af prestinum, við
hjónavígslur, og hún hugleiddi nú, að þótt liún
hefði oftlega verið viðstödd brúðkaup, þá hafði
hún aldrei hugsað neitt nánara um merkingu
þessara orða og annara, sem yfir voru höfð við
slík tækifæri.
Hana rámaði eitthvað í það nú, að þegar
presturinn ávarpaði brúðhjónin minti hann þau
á, að á efsta degi yrði leyndarmál lijartnanna
opinberuð.
Ilún rifjaði þetta alt upp fyrir sér. Hún
mintist þá þess einnig, að presturinn spurði
brúðhjónín, hvort þau vissu af nokkurru ástæðu
gegn því, að þau væri gefin saman í hjónaband
— og ef svo væri yrði þau að skýra frá því,
áður en of seint yrði. Nan fanst, að þáð væri
meira en nóg ástæða, að hún elskaði annan
mann en þann, sem hún ætlaði að giftast. En
í, þeim heimi, sem við lifum í, er ekkert um
slíkt fengist — hún þurfli ekki að játa það
fyrir neinum, og það var að eins af hreinskilni
og heiðarleik, sem liún hafði játað það fyrir
Roger sjálfum. Og Nan hugleiddi enn frekara,
að brúðhjónin væri á það mint, að þau væri
bundin þvi heiti sem af þeim yrði tekið — alla
æfina. Þrjátín — fjörutiu ár að minsta kosti
gátu þau átt að vera saman, Roger og hún. Þrjá-
tíu, fjörutíu ár, uns dauðinn leysti þau bönd,
sem aldrai skyldi bundin hafa verið. Og svo
lolcs, — það, sem guð hefir sameináð, á maður-
inn ekki að sundurskilja.
Á morgun — mundi Penny lieita Ralph ævi-
langri trygð og ást og hann henni. Og það
inundi þeim báðum Ijúft, þvi að þau elskuðu
hvort annað. Var það ekki það, sem gerði allan
muninn? Var jieð ekki það, sem alt var undir
komið? Var nokkurt vit í að innganga í heil-
ðgt hjónaband, ef ekki var um ást að ræða
milli hjónaefnanna? Var það ekki í rauninni
vanhelgun þess, sem átti að vera heiíagt?