Vísir - 28.08.1937, Blaðsíða 3
VlSIR
Stjórnarflokkarnir nndirbúa stórfelda
skatta og toUahækknn fyrir næsta þing
Það mun nú vera fastráðið af forráðamönnum
stjórnarflokkanna, að leggja fyrir næsta þing
stórfeldar breytingar á skatta- og tollalögum
er hækka þessar álögur á þjóðinni um 2—3 miljónir ár-
lega. Verður það gert undir því yfirskini að ríkissjóð
skorti tekjur til þess að standa straum af framlögum
„til þjóðþrifamála“.
Þetta er eina leiSin, sem
„stjórn hinna vinnandi stétta“
sér til þess að halda við liinum
óhæfilega dýra fekstri þjóðar-
búsins. Þessi rekstur reynist
íjárfrekari með hverju ári sem
liður, vegna hins sivaxandi ó-
inagafjölda í öllum greinum
þjóðlífsins, sem stjómarflokk-
arnir láta ríkissjóðinn halda
uppi.
Stórfeld tollahækkun lilýtur
að hafa í för með sér vaxandi
dýrtið á öllurn sviðum. ÞaS eru
ekki aSeins erlendu vörumar,
er munu hækka frá þvi sem nú
er, heldur á að leggja hærri toll
líka á allar innlendar iðnaðar-
vörur, sem nokkra tollhækkun
þola. Innlendu iðnvörurnar hafa
nú á mörgum sviðum komið í
stað erlendra vörutegunda. Inn-
lenda framleiðslan er venjulega
dýrari en sú erlenda, sem við
er að húast, þar sem hér er um
nýgræöing að ræða og fram-
íeiðslan er í smáum stíl. Það
verður því mjög tilfinnanlegt, ef
nú að að fara að hækka verð
innlendrar framleiðslú með nýj-
um tollum. ,
Almenningur í landinu styn-
ur undir sívaxandi dýrtíð. VerS-
hækkun á erlendum markaði
hefir verið ör og stórfeld und-
anfarna sex mánuði. Það kem-
ur því úr liörðustu átt, er rikis-
stjórnin ætlar sér nú að bæta
á byrðar dýrtíðarinnar með nýj-
um sköttum og tollum, til aS
standast eyðslu stjórnarflolík-
anna á fé ríkissjóðs. Rikið vant-
Kínverjum veitist erfitt
að stemma stigu við
framsókn Japaua.
Þeir virðast nú vera á undanhaldi til ianri varnar-
hrings síns, en þar er virki, sem þeir
telja óvinnandi.
EINIÍASKEYTITIL YÍSIS. London, í morgun.
Fréttaritarar heimsblaðanna síma frá Shanghai, að mik-
ið sé um herflutninga af Japana hálfu í Lotien og ná-
grenni, en þar viðurkenna Japanir, að þeir hafi beðið
mest manntjón. Hraða þeir sem mest þeir mega, að flytja þang-
aö liðsauka. Einnig kannast Japanir við, að það sé erfiðleikum
bundið aðihefta framrás Kínverja í Woosung.
Sumir fréttaritarar ætla, að Kínverjar muni hörfa til annarar
Yarnarlínu sinnar, en þar hafa þeir vígbúist svo ramlega, að
þeir telja virkin óvinnandi. En það er vitað, að Japanir muni
tefla fram ógrynni af skriðdrekum og flugvélum til þess að
brjóta þennan innri varnarhring Kínverja, því að ef þeim tekst
það telja þeir, að mótspyrna Kínverja mundi brotin á bak aftur.
United Press.
London i gær. FÚ.
HARÐIR BARDAGAR.
Kínverjar eru að koma sér
fyrir á nýrri herlinu nokkru
fyrir norðan Shanghai og búast
við að stemma þar stigu við
framsókn Japana. í dag hafa
crðið liarðvítugar orustur um
30 breskar mílur norður af
Shanghai og telur ldnverska
herstjórnin að henni hafi tekist
að lialda Japönum í skefjum
þar, og að Japanir hafi mist
3000 manns, sem ýmist hafi
verið drepnir eða særðir. Jap-
anir játa, að þeir hafi mætt
mótstöðu á þessum slóðum, en
segjast þó hafa náð því tak-
rnarki, sem fyrir þeim vakti.
Kalgan í höndum Kínverja.
I opinberu skeyti frá Kína, til
kínverská sendiráðsins i Lon-
don er sagt að Kalgan sé enn í
höndurn Kinverja, en að Jap-
anir hafi verið að því
konmir aS ná henni, þegar
liðsauki kom frá Shansi
og rétti bardagann. Loks segir,
að hlé hafi orðið á bardögum í
Norður Kína i dag, en að Jap-
an sé auðsæilega að búa sig
undir langvarandi styrjöld.
Þeir flytja óhemju af hergögn-
um og vélknúðum flutninga-
tækjum á vettvang.
Japanskt Rauða Kross spítala-
skip lcom lií Shanghai í dag.
LOFTÁRÁSIR
Japanskar flugsveitir gerðu
loftárásir á báða baleka Wang-
poo-fljótsins í dag, og síðast-
liðna nótt gerðu þær árás á
Nanking. I skýli þar sem 100
verkamenn voru fórust 40
menn. Sendiherrar erlendra
; rikja í Nanking hafa farið þess
á leit við japönsku herstjórnina,
j að svæðum, sem elcki hafa
' neina hernaðarlega þýðingu,
yrði hlíft við loftárásum. Kín-
verjar halda þvi enn fram, aö
Japanir hafi notað eiturgas í
hardögunum við Nanlcowskarð,
en Japanir bera ákveðið á móti
því.
VERÐUR TSINGTAO HLÍFT?
Fulltrúar frá stjórnum Bret-
lands og Bandaríkjanna hafa
farið þess á leit við japönsku
herstjórnina, að hún hlífist við
að efna til bardaga í Tsing-tao,
sem er um 300 mílur enskar
fyrir noröan Shanghai, þar sem
svo mikill fjöldi breskra og am-
erískra þegna eigi heima í borg-
inni. .
Seinustu ófriðarfréttinar fná
Kina eru á þessa leið: Japanir
liafa í dag lialdið uppi skipu-
lögðum loftárásum á kínversk-
ar járnbrautir. Tvö japönsk
herskip söktu kínversku lier-
skipi i orustu skamt undan
Tung Cliow.
ar nú um eina miljón króna til
þess að geta greitt alt bitlinga-
fóðrið og ýmsar pólitiskar ráð-
leysis-ráðstafanir.
Það er skýlaus krafa almenn-
ings í Iandinu, sem á að bera
allar skatta- og tollabyrðamar,
að nú þegar verði hafin fram-
kvæmd um sparnað á útgjöld-
um ríkissjóðs, alls staðar þar
sem því verður við kornið.
Ef ríkið vantar eina miljón
til þess, að tekjur hrökkvi fyrir
gjöldum, þá er eklci rétta leiS-
in sú, að skattleggja landsmenn
til liins ýtrasta. Rétta leiðin er
að draga úr útgjöldum ríkisins
og skera niður allar óþarfar
greiðslur. Hin óþarflegu út-
gjöld ríkissjóðs hafa vaxið
mjög í tið núverandi stjórnar.
Öll þessi útgjöld á að fella nið-
ur.
Ef stjórnin vill heldur velja
þá leiðina, að auka skattbyrðar
almennings og afkomuerfið-
leika, en að taka þann sjálf-
sagða kost, að fella burt óþörf
útgjöld rikissjóðs, þá verðskuld-
ar hún fyllilega það rótgróna
vantraust, sem meiri hluti þjóð-
arinnar her til hennar. Stjórnin
getur ekkert annaö en aukið á-
lögurnar. En það hefir verið
einkenni lélegra ríkisstjórna á
öjlum tímum.
Sogs>
stödiu.
Vatni hleypt á í dag í
fyrsta sinn.
Eftir komu norsku verkfræð-
inganna Berdals og Nissen var
hafist lianda um að ganga frá
undirbúningi til prófunar stöðv-
arinnar við Ljósafoss og var
þeim undirbúningi lokið að
mestu leyli í gær. Mun vatni
verða hleypt i dag í inntakið
fyrir ofan stífluna, í prófunar
skyni, til þess að sjá hvort allar
pípur haldi og annað sé í lagi.
Að þessu loknu verða vélar
stöðvarinnar settar i gang til
reynslu í nokkra daga. Verð-
ur svo lialdið áfram próf-
unum og skoðun á öllu og upp
úr miðjum september verð'ur
farið að athuga linurnar. Þegar
straumi liefir verið lileypt á,
sem vart verður fyr en í sept-
ember, verður tilraunarekstur á
stöðinni um fíma. Orkuflutn-
ingur liefst þvi ekki fyr en í lok
september í fyrsta lagi.
Síldveiöarnar.
Mikil síld í Þistilfirði.
Siglufirði 27. ág. FÚ.
Mikil síld var í gærmorgun
i Þistilfirði og þar þá sæmilegt
veiðiveður, en versnaði er vest-
ar dró. Fengu skip þar stór köst.
Tvö skip, er komu til Siglu-
fjarðar 1 morgun höfðu fengið
þar svo stór köst, að nætur
þeirra rifnuðu. í nótt og í morg-
un hvesti þar af austri og gerði
því nær ófært veiðiveður um
tíma. VeSur fer nú batnandi úti
fyrir Norðurlandi og sjó lægir.
Umj hádegi í dag biðu 19 skip
löndunar á Siglufirði með um
17000 mál, og munu þau öll
komast að til löndunar í nótt og
fyrramálið.
Ritankaskrá Lands-
bðkasalisins 1936.
Skráin tekur yfir ritauka
safnsins árið sem leið, og er að
öllu í sama eða svipuðu sniði
og undanfarin ár. Við árslok
var bókaeign safnsms 140.224
bindi.
„Prentun á skrá um handrita-
söfn Landsbókasafnsins eftir dr.
Pál Eggert Ólason er nú lokið.
Eru í henni skráð 8600 liandrit.
Viðbót til 1. jan. þ. á. er 148
handrit, svo að öll handrit
Landsbókasafnsins eru þá8748“.
Af prenluðum bókum liefir
safnið á árinu eignast 2574
bindi, þar af, auk skyldueintaka,
1457 gefins og eru gefendur 157
að tölu. „Stærstur gefandi liefir
frú Elísabeth Göhlsdorf í
Reykjavik verið.“ Hún hefir
gefið 450 bækur og bældinga.
Dr. Halldór prófessor Her-
. mannsson hefir gefið 124 bæk-
ur, dr. Ejnar Munksgaard í
Kaupmannahöfn 142 bækur,
Gyldendalske boghandel, Kaup-
mannahöfn 60 bækur, H. Asche-
lioug & Co., Osló og Khöfn, 52,
Bibliotek der Freien und
Hansestadt í Hamborg 35, Uni-
versitátsbibliothek i Kiel 55,
Universitetsbiblioteket i Lundi
32, Universitetsbiblioteket í
Uppsölum 21, Föroya Amts
bókasavn í Þórshöfn 18, Jesper-
sen & Pios Forlag, Kaupmanna-
höfn 18, Nyt nordisk forlag í
Kaupmannahöfn 15, Riksdags-
biblioteket í Stockliolm 17,
Læknadeild Háskóla íslands 20,
C. A. Reitzels forlag, Kliöfn 13,
Jón Leifs tónskáld 12, Þórunn
Björnsdóttir, ljósmóðir (dánar-
. bú) 13, Karl Þorsteinsson, kon-
súll í Reykjavík 13, Smithson-
ian Institution í Washington D.
C. Í4 bækur, og aðrir gefendur
færri.
„Handritasafnið hefir aukist
um 75 bindi. Þar af liafa gefið:
Sira Friðrik Hallgrímsson 3,
Björn Bjarnarson, Grafarholti2,
frú Sigurlaug Rósenkranz 2,
síra Einar Thorlacius 2, Vil-
mundur Jónsson, landlæknir 2,
frú Guðbjörg Stefánsdóttir,
Garði við Mývatn 1, Páll Jóns-
son frá Hjarðarholti 1 og Pétur
Zóphóníasson l.“
Opðsending
irá Sir W. A. Craigie.
Lengstan liluta æfi minnar
hefir það verið ein mín mesta
ánægja, að lialda uppi sam-
bandi við Island og íslenska
vini. Mörgum sinnum hefi eg
haft ástæðu til að finna til þakk-
lætis fyrir góðvild þeirra í minn
garð og fúsleik þeirra til þess
að meta jafnvel um veröleika
fram hvert það verk, sem mér
hefir auðnast að vinna til þess
að auka þekkingu á tungu
þeirra og bókmentum meða
annara þjóða. En aldrei, jafn-
vel ekki við svipað tækifæri fyr-
ir tíu árum, hafa vináttumerki,
auðsýnd mér við nýjan áfanga
í líf mínu og starfi, valdið mér
slíkrar undrunar eða snortið
inig jafn djúpt sem nú. Öll þessi
tákn vinsemdar og góðvildar
voru mér óvænt og veittu mér
fyrir þá sök þeim mun meiri
ánægju. Mér þykir vænt um,
og þakka af alhug, hinar lilýju
kveðjur til min frá ríkisstjórn-
inni, borgarstjóranum í Reykja-
vik, Háskölanum, Bókmentafé-
laginu, blöðunum, útvarpinu,
og vinum i einstaklinga tölú.
Ut af fyrir sig mundu þær hafa
gert mér daginn eftirminnileg-
an, því að þær sýndu að starf
mitt hafði verið metið af þjóð
Besta íþróttamót ársins
hefst í kvöld kl. 5
Allir bestu íþróttamenn landsins
keppa, þar á meðal ólympíufararnir#
A ÐAL íþróttamót landsins,
Meistaramót t. S. í., hefst
í kveld kl. 5 á íþróttavellinum.
Allir bestu íþróttamenn lands-
ins keppa, þar af eru 16 utan-
bæjarmenn, þar á meðal 8 Vest-
mannaeyingar. Þetta verður því
eitt glæsilegasta íþróttamót,
sem hér hefir verið haldið, svo
að það er einlæg ósk allra í-
þróttavina, að veðrið verði nú
einu sinni hagstætt.
þeirri sem svo lengi hefir átt
samúð mina. En ofan á þetta ,
bættust tvær gjafir, sem eg met j
mikils, bæði sjálfra þeirra
vegna og hins, sem bak við þær
felst. Málverkið af Breiðafirði
þykir mér vænt um, ekki að-
eins sem sýnishorn af verkum
listamannsins, heldur og sem
minningu um Hergilsey og
samvistarstundir mínar þar við j
Snæbjörn Kristjánsson — nú
fyrir 27 árum. Eg er búinn að '
hengja þaö upp í vinnustofu
minni, andspænis skrifborðinu, j
sem eg sit að jafnaði við, en
undir málverkinu hangir mynd
af Snæbirni sjálfum. Listaverk-
ið minnir mig jafnt á þá liina
mörgu, sem sendu það, og á
meðal þeirra eru nöfn gamalla
vina, en líka margra annara,
sem eg hefi aldrei kynst, en nú
hafa sameinast um að sýna mér
þenna sóma. Fyrst málverkið
veitir mér þannig ánægju, þar
sem það minnir mig daglega á
Island og íslendinga, þá er hin
nýja útgáfa Núma rímna mér
einnig til unaöar. Hún er tilval-
ið sýnishorn bókmentagreinar,
sem Island getur talið alger-
lega sína eigin og i sinni bestu
mynd á það fyllilega skilið, að
birtast í slíkum búningi, sem
er á þessari bók. Útgáfan er
verk^ sem mér er fyrir allra
hluta sakir metnaður að hafa
nafn mitt við tengt, enda þótt
eg finni það vel, að eg hefði
þurft að gera meira en eg hefi
gert, til þess að verðskulda til-
einkunina. Eina afsökun mín á
þessu, og líka á því, að hafa
látið önnur þau verk óunnin,
sem eg hefði getað unnið í þágu
íslenskunnar, er sú, að timinn
vill ekki hrökkva til, að alt
komist i framkvæmd, sem mað-
ur vildi unnið liafa. Það er ei-
lífur sannleiki, að „Æfitíminn
eyðist, unnið skyldi langtum
meir“. Þó er það von min, aS
jafnvel enn kunni eg að geta
int af hendi einhver frekari
störf fyrir íslensk fræði, ekki
einungis vegna þess, live hug-
leikin þau fræöi eru mér, held-
ur einnig í þakklátri viðurkenn-
ingu fyrir þá athygli og þann
heiður, sem mér liefir nú eins
og áður verið auösýndur.
14. ágúst 1937. j
William A. Craigie.
I kveld veröur kept i þessum
íþróttagreinum:
100 metra hlaupi. Þar keppa
m. a. metliafinn Garðar S.
Gislason, Hallsteinn Ilinriksson
frá Hafnarfirði, sem nú er Is-
.landsmeistari á þessari vega-
lengd, og Sveinn Ingvarsson,
sem stóð sig ágætlega, þegar
Svíarnir voru hérna, og margir
fieiri.
Kúluvarp. Þar keppa m. a.
methafinn, Ivristján Vattnes,
Július Snorrason frá Vestm. og.
Ágúst Kristjánsson. Má búast
við nýju meti. }
Þrístökk. Þar keppa m. a.
methafinn Sigurður Sigurðsson
frá Vestm., sem kepti í þessari
grein á Olympiuleikunum í
fyrra, Karl Vihnundsson, og Jó-
hann Bernharð, sem vann þrí-
stökkið í bæjakepni drengja í
Vestmannaeyjum á dögunum.
1500 metra hlaup. Þar keppa
Jón Jónsson, hinn ágæti hlaup-
ari Vestmannaeyinga, Sverrir
Jóhannesson, Vigfús Ólafsson
úr Vestm., Sigurgeir Ársælsson,
hinn afar efnilegi junior Ár-
menninga og margir fleiri.
. Þetta veröur mjög spennandi
ldaup.
Kringlukast. Þar eigast við
m. a. methafinn, Kristján Vatt-
nes, Júlíus Snorrason úr Vestm.
og Gísli Sigurðsson úr Hafnar-
firði og verður það afar hörð
kepni.
10.000 metra hlaup. Þar
keppa hinir ágætu þolhlaupar-
ar Vestmannaeyinga, Jón Jóns-
son og Vigfús Ólafsson. Er ekki
gott að segja fyrir livor vinnur.
Stangarstökk. Þar keppa met-
hafinn Karl Vilmundsson, Is-
landsmeistarinn Hallsteinn Hin-
riksson og drengjamethafinn
Ólafur Erlendsson úr Vestm.
Kepnin verður afar hörð og er
mjög líklegt, að setja veröi nýtt
met til þess að sigra.
400 metra hlaup. Þar keppa
methafinn Sveinn Ingvarsson,
fyrri metliafi Baldur Möller, og
Guðmundur Sveinsson. Þetta
verður eitt skemtilegasta hlaup
mótsins, því nú fær Sveinn að
lilaupa sína bestu vegalengd
næstum óþreyttur. Þetta hlaup
eilt ætti að vera nóg til áð
Reykvíkingar þúsundum sam-
an hópist á íþróttavöllinn í
kveld. Þeir, sem ekki sáu Svein
hlaupa 400 metrana i boðhlaup-
Ljóðlínur þær, sem Sir Will-
iam tekur upp í orðsendingu
sinni, eru eftir síra Björn Hali-
dórsson í Sauðlauksdal (d.
1794), og fer liér á eftir erindi
það, sem ljóðlinurnar eru upp-
liaf á, og framhaldserindið:
\
Æfitíminn eyðist,
unnið skyldi lángtum meir,
síst þeim lífið leiðist,
sem lýist þar til útaf deyr;
Þá er betra þreyttur fara að
sofa,
nær vaxið liefir herrans pund,
en heimsins stund
líði i leti og dofa.
Eg skal þarfur þrifa
þetta gcstaherhergi,
eljan livergi hlifa,
sem heimsins góður borgari;
einhver kemur eftir mig,
sem lilýtur;
bið eg honum blessunar * 1 * i
þá bústaðar
niinn nár í moldu nýtur.
Kann Sir William Craigie ó-
grynni af íslenskum ljóðum frá
öllum tímum, alt niður til
þeirra skálda, sem nú lifa. —
Sir William hefir verið beðinn
að flytja í vefeur hinn árlega
Taylors-fyrirlestur (Taylorian
Lecture) við Oxford-háskóla.
Mun liann velja sér að umtals-
efni íslenskan skáldskap að
fornu og nýju og fráleitt mun
þá rímunum verða gleymt.
Fyrirlestra þessa sækja lærðir
menn víðsvegar að, enda 'eru
þeir ekki fluttir af öðrum en
þeim, sem skara fram úr.