Vísir - 21.09.1937, Síða 2

Vísir - 21.09.1937, Síða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN YÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofaí . . . .. . I Austurstræti 12. og afgr. | Sí m a r: Afgreiðsla 8400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. tsmsKmmmaammmmmmmmMmmmmm Fyrirheit. Dagblað Fraxnsóknarfloklcs- ins er nú farið að ræða sjávar- útvegsmálin og hag sjómanna af miklum áhuga. Lýsir blaðið því með mörgum orðum, hve ant Framsóknarflokkurinn láti sér um útgerðina og afkomu þeirra sem hana stunda, og gef- ur fyrirheit um það, að á næsta þingi muni flokkurinn hefjast handa um einhverjar ráðstafan- ir henni til viðreisnar. En þó að vel hafi gengið i síldinni i sum- ar, segir blaðið að menn verði að „hafa augun opin“ fyrir því, að á sumum öðrum sviðum standi sjávarútvegurinn hallari fæti en nokkuru sinni fyrr. Og „fyrir þeim, sem hafa saltfisk- inn að aðalframleiðslu, er nú mjög svipað ástatt og var fyrir bændum landsins á árunum 1932—1933“, segir blaðið, og virðist eiga að skilja það svo, að það sé einkurn sá hluti útgerðar- innar sem aðallega fæst við salt- fiskframleiðsluna, sem nú sé hjálpar þurfi, og Framsóknar- flokkurinn sé reiðubúinn að rétta hjálparhönd „í einni eða axrnari mynd“. Ef til vill verður það nú ckki svo auðvelt, að flokka útgerðina eftir því, hvort saltfiskurinn er aðalframleiðslan, eða eittlivað annað. Langmestur hluti út- gerðarinnar mun vera einskorð- aður við eitthvað annað en salt- fiskframleiðsluna, og að eins lit- ill hluti hennar við saltfisk- framleiðsluna eina. Aðallega fer það eftir árstíðum, hvaða fram- leiðslu útgerðinni er beint að. Ef viðleitni Framsóknarflokks- ins til að reisa við sjávarútveg- inn verður einskorðuð við þann hluta útgerðarinnar, sem „aðal- lega“ fæst við saltfiskfram- leiðslu, er þvi óvíst, að miklu þurfi að kosta til. Og ef til vill hentar það líka Framsóknar- flokknum best, að binda sér ekki of stóra bagga í þeim efn- um, því að reynslan hefir orðið sú, á undanförnum þingum, að sá floklcur hefir talið allmikil tormerki á því, að nokkuð yrði látið af hendi rakna til þeirra hluta. Blaði flokksins segist nú svo frá, að þvi hafi verið lýst yfir oftar en einu sinni á Alþingi síðastl. vetur, „að flokkurinn væri reiðubúinn til samstarfs í þessum málum, meðal annars um það, að útflutningsgjaldi ríkissjóðs af sjávarafurðum yrði að meira eða minna leyti varið í þágu sjávarútvegsins sjálfs“, og „til slíks samstarfs muni flokkurirm verða reiðubú- inn einnig áAlþingi því er nú fer í hönd. En sá galli er á þeirri gjöf Njarðar, að þó að flokkur- inn liafi gefið shkar yfirlýsing- ar, ekki að eins á síðasla þingi, lieldur þing eftir þing að undan- förnu, þá liefir það einhvern- veginn atvikast svo, að til „shks samstarfs“ hefir aldrei getað komið. Það liefir altaf strandað á því sama, þegar á liefir átt að herða, liefir flokkurinn ekki tal- ið fært að svifta ríkissjóð þess- um tekjum. Og auðvitað gleym- ir blað floldísins því ekki held- ur nú, að liafa allan vara á um það, að ríkissjóði verði bættur upp tekjumissirinn, ef „til slíks samstarfs“ eigi að geta komið á næsta þingi. Blaðið lætur þess getið, sem rétt er, að stjórnarandstæðingar (þ. e. sjálfstæðismenn) liafi „hvað eftir annað á undanförn- um þingum“ borið fram tillög- ur um það að ráðstafa útflutn- ingsgjaldinu af sjávarafurðun- um til viðreisnar sjávarútvegin- um sjálfum. Og á síðasta þingi hafi Alþýðuflokkuimn „því miður“, tekið „sömu ábyrgðar- leysisafstöðuna“, að vilja ráð- stafa útflutningsgjaldinu þann- ig. 1 slíkum „leikaraskap“ segir blaðið að Framsóknarflokkur- inn muni aldrei taka nokkurn þátt, en þegar hann beiti sér fyrir „fjárframlögum í þessu skyni“ (lil viðreisnar sjávarút- veginum) muni liann einnig „telja sér skylt að taka á sig á- byrgðina á því að fjár verði afl- að til að gera ríkissjóðnum þau möguleg“! En hvað hefir þá hamlað Framsóknarflokknum frá því því að taka á sig þá ábyrgð fyrr, og um leið að „beita sér fyrir fjárframlögum“ til viðreisnar sjávarútveginum? Eða er hon- um fyrst nú að verða það ljóst, að sjávarútvegurinn sé ekki sem best á vegi staddur? Og er það þá ef til vill „hin góða afkoma síldarvertíðarinnar í sumar“ sem loks hefir orðið til þess að opna augu lians fyrir erfiðleik- um hans?! Eða eru þessar „bollaleggingar“ blaðsins um viðreisn útgerðarinnar ekkert annað en nýr þáttur í „leikara- skap“ flokksins 1 sjávarútvegs- málunum? ERLEND VlÐSJA: Japanir sláfeign sinni á Kyrrahafseyjar. Eins og kunnugt er, fékk Japan umráöarétt yfir þeim eyjum í Kyrrahafi fyrir noröan miSjaröar- línu, sem Þjóðverjar áttu. Japan- ir voru >á í Þjóöabandalaginu og var þaö tilskiliö, aö umráöaréttúr- inn væri ekki fenginn Japönum í hendur að fullu og öllu og Þjóða- bandalagiö átti aö hafa hönd í bagga meö stjórn eyjanna. En lít- iö mun hafa orðið úr þeim afskift- um. Þegar Japanir gengu úr Þjóðabandalaginu, hefði þeir að sjálfsögðu átt að hverfa á brott frá eyjum þessum, en þess í stað lýstu þeir yfir því, að þeir mundu ekki gera það að svo stöddu, og Þjóðabandalagið hafðist ekkert að. „Institute of Pacific Relations" segir í einni skýrslu sinni, að það sé augljóst mál, að Japanir hafi slegiö eign sinni á eyjarnar og ætli sér alls ekki að hverfa á brott með góðu. Japanir hafa stofnað félag til þess að hagnýta eyjarnar. Fær félagið 20 miljón yen til umráða og er helmingurinn úr rikissjóði Japan, en hinn helminginn eiga eyjarskeggjar að leggja til. 15000 japanskar fjölskyldur verða send- ar til eyjanna. Verður lögð áhersla á, að hagnýta eyjarnar sem best. Námuauðlegð er talsverð á eyjun- um, skógarhögg gott og landbún- aður og fiskveiðaskilyrði góð. — Félagið nefnist Suðurhafafélagið. Sérstök stjórn hefir verið skipuð fyrir allar eyjarnar. Nýtt tækifæri til alþjóð legrar samvinnu. Nankingbúar flýja heim- ili síu af ótta vid loft- EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. æða sú, sem Anthony Eden futti í Genf, fær mikið lof í dag- blöðum Lundúnaborgar í morgun. Hefir ræðan vakið alheimsathygli. Einkalega verður blöðunum tíðrætt um það, sem Eden sagði viðvíkjandi lækkun inn- flutningstolla o. s. frv. Times telur og að með ræðu sinni liafi Eden greilt fyrir því, að aflur fengist tækifæri fyrir þau lönd, sem neituðu að taka þátt í störfum Þjóðabandalags- nefndarinnar um réttlátari að- gang að hráefnaauðlindum lieimsins, að taka þátt í sam- vinnu og samkomulagstilraun- um, sem gæti komið viðskift- unum í heiminum á tryggari grundvöll. News Chronicle tel- ur, að með ræðu sinni hafi Eden lagt fram vel liugsaðar og skýrar tillögur, sem fari í þá átt að gera það tryggara, að friður haldist í heiminum. — United Press. í útvarpsfregn í gærkveldi segir svo: London í gær. FÚ. Eden, utanrikismálaráðherra Breta, gerði gein fyrir utanríkis- málastefnu bresku stjórnarinn- ar í ræðu sem hann flutti á fundi Þjóðabandalagsþingsins í dag. Eden ræddi fyrst um þann linekki, sem alþjóðleg viðleitni til þess að útrýma styrjaldar- hættunni hefði beðið við styrj- aldir þær sem brotist hefðu út á síðastliðnum tveimur árum. Hafði þetta lagt þjóðunum á lierðar afar þungar vígbúnaðar- byrðar. Breska stjórnin væri þeirrar skoðunar, að allar deil- ur mætti jafna á friðsamlegan hátt, og vildi fúslega taka þátt í nýjum samningaumleitunum um takmörkun vígbúnaðar og afvopnun. Þá vék hann að afstöðu iresku stjórnarinnar til styrj- aldarinnar ,á Spáni. Breska stjórnin sagði hann, hefði frá byrjun stutt tillögur Frakka um alþjóðlegt lilutleysi í Spánar- styrjöldinni. Því miður hefði >að lilutleysi verið rofið á mjög ótvíræðan hátt, og í því væri falin hin mesta ófriðarhætla. En irátt fyrir það. sagði Eden, væri breska stjórnin ákveðin í >vi að stuðla að því af fremsta megni, að hlutleysisstarfið héldi áfram „þótt leki komist að stiflugarði“, sagði Eden, „þá getur liann samt komið að gagni“. Því næst ræddi Eden um Nyon-ráðstefnuna og lagði á- lierslu á það, að í sáttmálanum væri gert ráð fyrir að endur- skoðun á honum gæti átt sér stað. Loks ræddi hann um alþjóð- leg viðskifti, og hvatti mjög til viðskiftalegrar samvinnu við Bandaríkin, með það fyrir aug- um, að rjúfa verslunarhöft og tollmúra. — Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 15 kr. frá Þ. G., 5 kr. frá M., 2 kr. frá M., 2 kr. frá ónefndum, 10 kr. frá G. K., 5 kr. frá S. S. M., 5 kr frá H. B., 10 kr. frá ónefndum i Ólafsvík. ANTHONY EDEN. Spíi syoioi 11 endur- kosniuui. London í gær. FÚ. Þjóðabandalagsþingið hefir synjað Spáni um endurkosn- ingu til Þjóðabandalagsráðsins. Kjörtímabil þriggja rikja, þar á meðal Spánar er nú út rnnnið og sóttu bæði Spánn og Tyrk- land um endurkosningu, en hvorugt lilaut hana. Kosning var leynileg. Með endurkosn- ingu Spánar voru greidd 23 at- kvæði, en 24 móti, fimm seðlar voru ógildir. Til þess að ná kosningu þarf % atkvæða. í stað Spánar og Tyrklands hlutu íran og Perú kosningu í Þ j óðabandalagsráðið. Það er sagt i Genf, að meiri- hluti Þjóðabandalagsríkjanna sé greinilega mótfallinn öllu er talist gæti hlutdrægni í styrjöld- inni á Spáni. Kosning þriðja ríkisins í Þjóðabandalagsráðið fer fram siðar í þessari viku. Fulllrúi Francos í Genf liefir borið á móti ýmsum staðhæf- ingum er Dr. Negrin gerði í ræðu sinni í þingi Þjóðabanda- lagsins á laugardaginn var. Hann ber á móti því, að um inn- rásarstríð sé að ræða. Segir hann, að styrjöldin liafi byrjað sem uppreist, al-spönsk í eðli sínu og liafi engir erlendir sjálf- boðaliðar boðið sig fram til að- stoðar uppreistarmönnum fyr en eftir að spánslca stjórnin hafði stofnað alþjóðaherdeild sína. Norræna garðyrkjusýningin. Kaupmannahöfn, 18. sept. (Einkaskeyti). Á fimtudaginn kemur 23. þessa mánaðar verður norræna garðyrkjusýningin opnuð í Kaupmannahöfn. Sjálfri at- höfninni verður útvarpað og flytja ræður fulltrúar þeirra landa sem þátt taka í sýning- unni. Útvarpið frá garðyrkju- sýningunni liefst kl. 1 e. h., eft- ir íslenskum tíma. FÚ. árásir Japana. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Loftárásir þær, sem Japanir hafa boðað í Nanking hafa vakið mikinn ótta í borginni, því að alkunnugt er orð- ið, að þeir ætla sér ekki að eins að varpa sprengikúlum á hermannaskála stjórnarinnar, heldur og hvarvetna þar sem þeir ætla að kínverskt herlið sé fyrir. Menn búast því ekki við, að neinstaðar í borginni geti menn verið öruggir meðan loft- árásin stendur yfir, jafnvel ekki í þeim hluta bæjarins, þar sem útlendingar búa. Er unnið að því af kappi, að grafa neðanjarðarbyrgi uitan borgarinnar og innan. Fólk er farið að flýja heimili sín og flyt- ur með sér matvæli og nauðsynlegustu hluti. Flestallar verslan- ir borgarinnar eru lokaðar. — United Press. OF STUTTUR FRESTUR. London 21. sept. FÚ. Sendisveitarfulltrúar Breta og Frakka í Nanking tilkyntu japönsku herstjórninni í gær, að þeir teldu þann frest, sem liún hefði veitt Nanking-búum til að búa sig undir liina vænt- anlegu loftárás á borgina of stuttan. . I gærkveldi var þessari orð- sendingu ósvarað. Erlendar sendisveitir í Nan- king, að sendisveit Bandaríkj- anna imdantekinni, hafa á- kveðið að halda kyrru fyrir i Nanking. Ameríska sendisveitin ætlar að flytja sig til bráða- Lirgða lengra upp eftir fljótinu, í hér um bil 20 km. fjarlægð frá borginni. IGnverjar erut mjög gramir sendisveitinni, vegna þessara ráðstafana. Japanskar og mongólskar hersveitir eru nú sagðar á leið- inni inn i Suiyuan-hérað, en það er í Norður-Iíina, vestan Shansi- fylkis. KÍNVERSKA HERNUM, SEM INNIKRÓAÐUR VAR, TEKST AÐ FORÐA SÉR. Kínverska hernum, sem Jap- anir höfðu þvi næst umkringt milli jámbrautanna, sem liggja í suður frá Peiping hefir tekist að forða sér, og er það þessi her, sem nú býst til varnar á lierlínu, sem liggur i austur frá Paotin-fu. þarna mjög vandlega um sig, ert lier Japana nálgast óðum að; norðan, og segjast Japanir vera aðeins nokkrar mílur frá Pao- ting-fu. loftárásirnar lyrjaDar 2-300 flugvélar taka þátt í árásunum. Berlín, í morgun. - FÚ. Samkvæmt fregn frá Shang- hai gerðu japanskar flugvélar j í dag t/ær stórfeldar lóftárásir , á Nanking Ojg vörpuðu mörgum bundruðum smálestaafsprengj- um yfir höfuðborgina. Segir í fregninni að margar sprengj- anna hafi hæftherstjórnarstöðv- ar Kínverja þar í borg, að mikið tjón hafi orðið að vatnsleiðsl- um borgarinnar og að háskól- inn í borginni hafi verið lagður í rústir af hinum japönsku árás- arflugvélum. Er þetta talið for- spilið að loftárás þeirri hinni stórkostlegu, sem Japanir hafa boðað, að þeir muni hef ja í dag á Nanking. Það er gert ráð fyr- ir, að 2—300 árásarflugvélar taki þátt í árásinni. London 21. sept. FÚ. BANDARÍKJASTJÓRN hefir þegið hoð þjóðabanda- lagsráðsins um að skipa fulltrúa í nefnd þá, sem á að fjalla um styrjöldina í Kfna. j Bapdagarnii* við Sliangliai. London í morgun. Japanir hafa haldið uppi skot- hríð á Lotien, Liuhang og Ki- angwan, en einnig hefir verið barist á strjálingi á öðrum stöð- um. Japanir segjast hafa tekið Tungchia og búast þeir því við, að ná fljótlega Fuhtanháskólan- um á sitt vald. Háskóli þessi er best út búni einkaháskóli í Kína. United Press. FRÁ NORÐUR- VlGSTÖÐVUNUM. London í gær. FÚ. Á Norður-vígstöðvunum liafa Kínverjar komið lier sínum fyr- ir á línu sem liggur í austur frá Paoting-fu, milli tveggja aðal- járnbrautarlínanna frá Peiping. Það er sagt, að þeir hafi búið Fulltíráð DaosbrúRar íáisst með aðnrilr stjóruariuuar. Fulltrúaráð Dagsbrúnar hélt fund í gærkveldi, til þess að ræða um koladeiluna og vinnu- hann það, sem stjórnin hefrr lagt á Iíol & Salt. Talsverðar umræður urðu um málið og kom fram mikil andúð á fund- inum í garð félagss tj órnarinn- ar fyrir frumlilaup hennar £ sambandi við kaupkröfu gas- stöðvarkyndaranna. Að lokum var þó samþykt a'S fela stjórninni að leiða málið til lykta, enda var um ekkert ann- að að gera fyrir fulltrúaráðið, eins og komið var, ef það vildi ekki opinberlega lýsa vantrausti sínu á stjóminní.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.