Vísir - 14.10.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 14.10.1937, Blaðsíða 3
VlSIR Matj essíldapíram leiösla landsmanna . í hættu. Það var almanna mál, þegar opinbert varð að Síldarútvegsnefnd hafði gefið Fritz Kjartans- syni einskonar einkasölu á allri matéssild sem seld væri til Póllands, að dýpra væri varla hægt að sökkva í verslunaróreiðu og hneykslanlegu ráðlagi. Nú er það þó komið í 1 jós að nefndin heí'ir sett nýtt met í taumlausri óstjórn. Fritz Kjartansson fékk einka- sölu fyrir Pólland gegn því aö selja fyrir nefndina og kaupa fyrir Pólverja 20 þús. tn. af 48 þús. tn., sem heimilt var aö flytja til Póllands. En þessi einkasala lians var bundin við Pólland eitt. En nú er það kom- ið á daginn, að aðrir gæðingar nefndarinnar, Oxenber|g Brot- hers í Seattle í Ameríku, hafa fengið einkasölu á allri ís- landsverkaðri matjessíld fyrir alt meginland Ameríku gegn því að kaupa 15 þús. tn. af nefndinni. Þetta firma kaupir þannig alveg hverfandi síldar- magn en fær í upphót einka- söluréttindi fyrir heila heims- álfu. Ofan á það hætist, að nefnt firma liefir elcki fengist við síldarverslun áður, en nú hregður svo við, að Síldar- útvegsnefnd virðist ætlast til þess að íslenskir síldarfram- leiðendur bíði eftir því, að þetta firma, sem búsett er vest- ast í Bandaríkjunum Ieggi undir sig sildarmarkaðinn í Ameríku. Kunnugustu menn telja, að í sumar liefði auðveldlega mátt selja yfir 60 þús. tn. af íslenskri matjessild til Ameriku fyrir á- gætt verð, ef sölubann Síldar- útvegsnefndar hefði ekki verið því til hindrunar. TRÚN AÐ ARMENNIRNIR KNÝJA FRAM AFSLÁTT. Síldarútvegsnefnd hefir fært það fram sem rök fyrir þessari ráðstöfun sinni, að firmað Ox- enberg Brothers hafi greitt svo hátt verð fyrir liinar umsömdu 15 þús. tn., að það háfi réttlætt að fá firmanu einu alla söluna í hendur. Það liggur í augum uppi hversu fráleitt það er að loka mörkuðum í heilli heimsáKu fyrir sölu, sem ekki nemur nema 15 þús. tn. þólt fyrir gott verð væri. En nú bætist þar við, að þetta áreiðanlega firma, sem átti að leggja undir sig mark- aðinn í heimsálfunni, liefir eklti staðið við að horga hið liáa upprunalega verð, heldur feng- ið stóran afslátt frá því. Það virðist svo sem þau firmu og þeir menn, sem nefndin hefir gert að, einka- umboðsmönnum sínum, gangi á það lagið, að setja nefndinni þá kosti sem þeim sýnist, viðvíkjandi sölu í þeim löndum, sem þeir, hver í sínu lagi, hafa fengið einka- sölu fyrir. Þessir einkasal- ar skáka í því skjólinu, að nefndin geti ekki gengið fram hjá þeim með sölu á því svæði, sem nefndin hefir úthlutað þeim og það jafnt þo þeir standi ekki við gerða samninga á þeirri síld, sem þeir hafa keypt. Þessar kröf- ur um afslátt frá einkasölu- firmunum koma fram á þeim tíma, sem síldarverð er lækkandi vegna mikils fram- boðs af hálfu erlendra keppi- nauta. SÍLDARÚTVEGSNEFND í GILDRU. Nefndin liefir annaðhvort viljandi eða óviljandi gengið í gildru, sem liún er hnept i þannig, að liún er algerlega á valdi þeirra manna, sem hún hefir fengið einkasöluna í liend- ur. Þessir einlcakaupendur nefndarinnar sýnast geta geng- ið á gerða samninga um verð og afhendingartíma en haldið eftir sem áður þeirri einlcasölu, sem nefndin var búin að fela þeim. Það er algerlega óverjandi að leggja matjessildarframleiðsl- una i einokunarfjötra, sem er beitt þannig, að vissum gæðing- umSildarútvegsnefndar er feng- in þessi framleiðsla í hendur, og geta. þeir svo farið með hana eins og þeim sýnist. 1 því sam- handi skiftir ekki máli, hvort þessir gæðingar heita Fritz Kjartanssojn, Oxenberg Biroth- ers eða Torrö, sem er tengda- sonur Finns Jónssonar, en höf- uðatriðið er það, að sölufyrir- komulagið er þannig í höndum nefndarinnar, að það eru hags- munir innlendra og erlendra spekúlanta, sem ráða, en ekki hagsmunir íslenskra sildar- framleiðenda. Alt framferði Síldarútvegs- nefndar frá fyrstu tíð hefir ver- ið þannig, að traust nefndar- innar hefir farið stöðugt mink- andi og var þó ekki mikið í fyrstu. Það tjón, sem hlotist liefir af skammsýni og óstjórn nefndarinnar verður vart með tölum talið, og er það almenn skoðun sildarútvegsmanna, að nefndin muni eyðileggja mat- jessildarframleiðslima fyrir fult og alt, ef sama óstjórnin helst framvegis. Ben Hur, hin heimsfræga kvikmynd, sem hefir veriS sýnd oft á undan- förnum árum, veröur sýnd íGamla Bíó í dag kl. 6, aö tilhlutun Hvíta- bandsins. Slökkviliðið var kvatt inn a‘5 Bjarnaborg í gærkveldi kl. rúmlega 8. Bruna- boðið reyndist gabb, og var hvergi laus eldur. Sjómannakveðja. FB. 13. okt. ByrjaSir að veiða. Vellí'ðan. — Kærar kveöjur. Skipverjar á Þórólfi. Gengið í dag: Sterlingspund kr. 22.15 Dollar - 448>4 10® ríkismörk — 179.82 — fran9kir frankar . — 14.98 — belgur — 75-43 — svissn. frankar ... — 103,14 — finsk mörk — 9-95 — gyllini — 247.70 — tékkósl. krónur .. — I5-98 — sasnskar krónur .. — H4-36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 | Júlíus Kolbeins. | Dáinn 3. október 1937. Fáein minningarorð. Dauðinn, sem oss mannanna hörnum finst stundum svo miskunnarlaus, spyr ekki um aldur eða ástæður manna, ekld um stétt eða stöðu. Allir, jafnt ungir sem gamlir, mega jafnan vera viðbúnir, að heygja sig fyrir valdi lians, fyrirvaralaust, ef svo ber undir. Og þó setur oss jafnan liljóða er vér skyndi- lega fregnum lát vina vorra, er vér nýlega höfum umgengist í fullu fjöri. Þannig fór okkur, vinum Júl- íusar Kolbeins, er við heyrðum fregnina um lát hans. Okkur fanst hún svo ótrúleg, og gát- um ekki áttað okkur á þvi í fljótu bragði, að liann, sem við fyrir fáum dögum höfðum séð og talað við glaðan og lieilan, væri nú horfinn úr liópnum að fullu. Pétur Emil Július Kolbeins, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur 11. desember 1898, og voru foreldrar hans Eyjólfur Kolbeins prestur að Staðar- bakka og kona hans, Þórey Bjarnadóttir frá Reykhólum. — Er sr. Eyjólfur lést, árið 1912, fluttist Július með móður sinni og systkinum að Lambastöð- um á Seltjarnarnesi, en hóf skömmu síðar nám í Björns- hakaríi hér í hænum og stund- aði þá iðn um 20 ára skeið, lengst sem yfirhakari í Björns- Lakaríi, og er það mál sveina, er með honum unnu, að hann hafi verið hinn ágætasti yfir- maður. Júlíus var vinsæll maður, enda vinum sínum tryggur og raungóður í hvívetna, og leitun mun vera á mönnum er tækju honum fram um áreiðanleilc og samviskusemi í starfi eða við- skiftum. Þegar hann nú í dag er til moldar horinn, munu margir vera þeir, er minnast Iians með sárum söknuði, og þá fyrst og fremst systkini hans, sem eiga á hak að sjá ágætum hróður. En það er huggun þeirra og okkar allra, vina hans, er þekt- um liann best, að hann, sem oss er horfinn sýnum, liefir dýrðar öðlast vist. Fluttur er hann lífs á landið, Ijóssins fær nú heima gist, þar sem alt er eilif gleði, enginn harmur, eldcert höl, engin sorg og enginn kvíði, engin framar þekldst kvöl. Minning hans lifir í hugum okkar, hrein og björt. S. J. Skákmótið. 3. umferö er í kvöld. Tefla þá í meistaraflokki: Eggert Gilfer — Sturla Pétursson, Einar Þorvalds- son — (Baldur Möller, Magnús G. Jónsson — Áki Pétursson, Eyþór Dahlberg — Benedikt Jóhannsson, Jóhann Jóhannsson — Guömund ur Ólafsson. □ Edda 593710127 — 1. Atkv:. I.O.O.F. 5 = 11910148V2 = Veðrið í morgun: í Reykjavík 7 st., mest í gær 9, minst í nótt 6. Úrkoma 1.9 m.m. Yfirlit: Alldjúp lægö yfir norö- anverðu Grænlandshafi á hreyf- ingu norðaustur eftir. Horfur: Faxaflói: Allhvass suðvestan. Rigning öðru hverju. Skipafregnir. Gullfoss fór frá Leith i gær- kveldi áleiðis til Hamborgar. Goðafoss kom til Önundarfjarðar kl. 11 í rnorgun. Brúarfoss fór í gærkveldi frá Reyðarfirði áleiðis til London. Dettifoss er í Ham- borg, Lagarfoss á Akureyri. Sel- foss er á leið til Leith frá Ant- werpen. Esja er í Reykjavík. Súð- in var á Skagaströnd í gær. — Hvalabáturinn Kurt kom í gær til að taka kol; annar kom í morugn. Otur býst á viðar.:Arinbjörn hers- ir og Hávarður ísfirðingur fóru út í gær. Farþegar með Goðafossi vestur og norður í gærkveldi: Adda Kristjánsson, Ingibjörg Loftsdóttir, Guðm. Karl Pétursson læknir og frú, Ragn- heiður Torfadóttir, Sæmundur Þórðarson, Pétur Sigurðsson, Páll Pálsson, Ingvar Guðjónsson, Þórð- ur Oddsson, Stefán Ingvarsson, Magnús Petersen, Halldór (Bene- diktsson og margir fleiri. Landsmálafél. Vörður heldur fund annað kvöld kl. 8Guðm. Asbjörnsson bæjarfull- trúi hefur urmræður um rafmagns- málin. LeikhúsiS. Leikfélagið sýndi í gærkveldi fyrir troðfullu húsi áhorfenda hinn bráðskemtilega skopleik „Þorlák þreytta". Næsta sýning verður annað kveld. S. G. T. heldur dansleik í Góðtemplara- húsinu laugadaginn næstk. Ein- göngu eldri dansarnir. Sjá augl. í blaðinu í dag. Útvarpið í kveld: 19.10 Veðurfr. 19.20 Lesin dag- skrá næstu viku. 19.30 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20,30 Frá útlöndum. 20.55 Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guðmundsson). 21.20 Útvarps- hljómsveitin leikur. 21.45 Hljóm- plötur: Danslög (til kl. 22). Jarðarför elsku sonar okkar, Ólafs Sumarliöa, i fer fram frá dómkirkjunni laugardag 16. þ. m. og liefst kl. i 1 e. li. frá Óðinsgötu 20 A. Kristín Ingimundardóttir. Gamaliel Ivristjánsson. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Gengið í dag. Afh. af sr. Sigurjóni Guðjóns- Sterling'spuixl . Kr. 22.15 syni, áheit frá Sig. Ó. Sigurðssyni, Dollar • — 4-48 Rúfeyjum, Breiðafirði, 5 kr„ frá 100 ríkismörk • — 179-72 V. 10 kr. Úr safnbauk á Ferstiklu — franskir frankar • — I5-I3 7. sept. ’37 kr. 31,20. Móttekið í — belgur • — 75-50 bréfi frá S. K., Stykkishólmi, 20 — svissn. frankar . . — 103.09 kr. Frá J. Þ. Akranesi nýtt áheit — finsk mörk ,... • — 9-95 50 kr. og gamalt áheit frá sama 5 — gyllini . — 247.61 kr. Afh. af Gísla í Lambhaga á- — tékkósl. krónur . • — I5-98 heit frá S. G. 10 kr. Kærar þakkir. — sænskar krónur . . — 114.36 Ól. B. Björnsson. — norskar krónur . . — 111.44 — danskar, krónur . . — 100.00 Hafliði M. Sæmundsson: Skólar fyrir aförotaliörn og noglfnga á Englandi. Frli. Skóli þessi var upprunalega einkastofnun, sem tók fyrst til starfa 1848 í gamalli byggingu. Núverandi bygging var reist um aldamótin, og tók til starfa 1903. Með barnalöggjöfinni 1908 var hann svo viðurkendur af hinu op- inbera. Skólanum fylgir mikið landrými og árlega stækkar hann matjurtagarða sína. Leiksviðin eru prýðileg. Með þeim viðbótarbygg- ingum, sem gerðar hafa verið, er skólinn nú reisuleg og fullkomin bygging og í röð hinna fremstu af þessu tagi. Nemendurnir stunda bóklegt nám til 14 ára aldurs. Eftir þann tíma gegna þeir ýmsum störfum við skólann, sem fela í sér verk- legt nám. Venjulega er faglærður maður í verki með þeim. Kenslustofur skólans eru í engu frábrugðnar venjulegum kenslu- stofum, en í satnbandi við þær eru smærri vinnustofur eða herbergi fyrir vinnubrögð í sjálfum náms- greinunum. Sem dæmi um það skal eg reyna að lýsa „modeli“, sem drengirnir höfðu búið til af ensku héraði, í sambandi við kenslu í landfræði, reikningi o. fl. námsgreinum. Á miðju gólfi í vinnustofunni stendur lágt borð úr óunnum viði og tekur fyllilega helming of gólfrými stofunnar. Er manni verður litið yfir b.orðplöt- una, sér maður heilt hérað á Eng- landi í smækkaðri mynd, hús, járnbrautir, vegi, námur, skóga, akra og engi. Þegar stutt er á raf- magnskveikjarann (slökkvarann), fara járnbrautarvagnarnir af stað og þjóta yfir brýr og gegn um undirgöng, alveg eins og í veru- Ieikanum. Á bak við þetta liggur mikið meiri vinna en menn gerá sér í hugarlund í fyrstu. Allir nemendumir hafa unnið að þesstí meira og minna. Reynt er að hafá eftirlíkingu þessa í sem réttustum hlutföllum. í sambandi við landa- fræðikenslu er gerður uppdráttur af héraðinu og merktir inn allir helstu staðir eftir ákveðnum mæli- lcvarða. Eftir þessum uppdrætti er svo landið búið til úr krossviði og Ieir. Síðan eru lagðir vegir og járnbrautarteinar, smíðaðar brýr og hús. Spegill er látinn tákná vötn og ár. Til þess að fá þettá rétt, þarf mikinn útreikning. Járn- brautarvagnarnir og teinarnir eru smíðaðir. af drengjunum sjálfum og nákvæmlega reiknað út, hve langt megi vera milli bindinganna LtR 'A.''_________________________________________________ Hagkvæm innkaup á Búsáhöldum GlerTörnm gera húsmæður bæjarins eins ogað undanförnu hjá f;.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.