Vísir - 10.12.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 10.12.1937, Blaðsíða 2
VlSIR VtSIR DAGBLAÐ ÍJtgefandi: BLAÐAtJTGÁFAN V'ÍSIR H.F. JRiístj.: Páll Steingrímsson Skrifstofíl . . , . > Austurstr. 12 og afgr. J Simar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Mjólk og brauð. MEÐ frumvarpi þvi um breyi- ingu á mjólkurlögunum sem stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um að gera að lögum á þessu þingi, er stofnað til verðhækkunar á neyslumjólk í Reykjavik og Hafnarfirði. Höfuð -markmið frumvarps- ins er að framkvæmd verði full verðjöfnun á mjólk til fram- leiðenda á öllu verðlagssvæði Reykjavíkur, svd allii’ mjólkur- framleiðendur á öllu verðlags- svæðinu alt austur að Jökulsá á Sóllieimasandi, fái sama verð fyrir mjóllc sína, hvort sem unnið er úr henni eða hún er seld til neyslu sem nýmjólk. Að óbreyttu útsöluverði neyslumjólkurinnar, leiðir það af slíkri verðjöfnun, að verðið, sem mjólkurframleiðendur i nágrenni Reykjavíkur fá fyrir mjólk sína lækkar og hlýtur að fara jafnt og þétt lækkandi eftir því sem mjólkurframleiðsla í fjarlægari sveitum vex. Með þessum hætti er auðsætt, að annaðhvort hlýtur mjólkur- framleiðslan í nágrenni bæjar- ins að leggjast niður, eða þá að útsöluverð mjólkurinnar verður að hækka. En þó að framleið- endur i fjarlægari sveitum fái fyrst i stað hærra verð en áðirr fyrir mjólk sína, þá verður það ekki nema um stund, og eftir því sem framleiðsla þeirra vex, og það má gera ráð fyrir því að hún fari vaxandi fyrst í stað, þá lækkar verðið, sem þeir fá, aft- ur. En gera má ráð fyrir því, að jafnvel áður en til þess kemur verði útsöluverð neyslumjólkur- innar hækkað i bæjunum, til þess að forða mjólkurbúskapn- um i nágrenni þeirra frá hruni. Alþýðuflokkurinn hafði lofað því, er mjólkurlögin voru sett í fyrstu, að koma því til leiðar, að mjólkurverðið lækkaði í bæj- unum. Og hann fullvissaði kjósendur sína um það, að gróði bændanna á „skipulagningu“ mjólkursölunnar yrði svo mik- ill, að auðvelt mundi verða að koma þeirri verðlækkun fram. þingmönnum flokksins duldist það ekki, þegar frumvarp fram- sóknarmanna um „fulla verð- jöfnun“ mjólkurinnar kom fyrst fram, á þinginu 1936, að af því mundi leiða verðhæklcun á neyslumjólk, og þeir lögðust fast á móti því. Á síðasta þingi var sú afslaða þeirra óbreytt. En nú hafa þeir keypt því við framsóknarmenn, fyrir það að fá að hanga við völdin með þeim, að fylgja málinu fram, að sjálfsögðu vitandi vits um það, eins og þeir voru áður, að mjólkurverðið lilyti þá að liækka í bæjunum. En þeir láta ekki við það sitja. Þeir ætla einnig að stuðla að því, að brauðverðið hækki, með þvi að lögskipa blöndun á þurmjólk í brauð. Þurmjólkina á að vinna úr undanrennu, og selja til blöndunar í brauð, tvöföldu eða þreföldu verði samanborið við nýmjólk. En af því er óhjákvæmileg afleiðing að brauðverðið hækki. Það er þannig ekki aðeins, að Alþýðuflokkurinn hafi látið leiðast til þess að hækka gamla og leggja á nýja tolla á innflult- ar nauðsynjavörur, heldur virð- ist hann nú hafa tekið upp harð- vítuga baráttu fyrir því að auka dýrtíðina á öllum sviðum. HITAVEITAN. Or ræðn borgar- stjöra t gærkveldi V'arðarhúsið var í gær troð- fult af áheyrendum, sem þang- að höfðu komið fyrst og fremst til að hlýða á ræðu Péturs Hall- dórssonar borgarstjóra um hita- veituna. Ræddi borgartjóri í helstu atriðum sögu hitaveitumálsins og skýrslu þá, sem kom út eftir verkfræðinga bæjarins um hita- veituna. Ennfremur Iýsti hann lánstil- boðinu og lánskjörunum nokk- uru nánara en frá var slcýrt liér í blaðinu nýlega, eftir samtali við borgarstjóra. Þá lét liann þess getið, að eftir væri að fá samþykki bæjarstjórnar, rikis- stjórnar og yfirlýsingu Landsbankans um að liann yf- irfæri vexti og afborganir þessa láns á sama liátt og vexti og afborganir rikislána og annara sambærilegra lána. Sé eg ekki hvernig þessir aðilar geta staðið á móti málinu og ber eg ekki kvíða fyrir þvi, að þessu fáist ekki framgengt sagði borgar- stjóri. Hinir ensku lánveitendur þurfa að fá samþykki bresku ríkisstjórnarinnar til að mega lána féð og var ekki talinn vafi á. að það fengist. En eg skal ekki leyna því, sagði borgarstjóri, að skv. viðtölum við hlutaðeigendur í London hefir lánið mætt nokkurri mótspyrnu hjá stjórnarvöldum, og það aðal- ilega verið fundið að, að sá hluti Iánsins, sem kaupa ætti enskt efni fyrir til veitunnar, væri of lítill. En í viðtali í dag var dregið úr því, að hér væri um nokkra verulega hindrun að ræða. Okkur órar ekki fyrir þeim möguleikum, sem felast í hita- veitunni, sagði borgarstjóri að lokum. Og hann kvaðst ekki geta stilt sig um að minna á orð, sem enskur f jármálamaður er hér var á ferð, sagði við hann um hitaveituna: „Eg held að það sé hvergi eins glæsilegt fyrirtæki á ferðinni, eins og hitaveita Reykjavíkur“. Og það held eg líka, sagði borgarstjóri, og lauk þar með máli sinu, en lófatak dundi i salnum. Skemtiklúbburmn Arsenal heldur dainsleik í K.R.-húsinu annab kveld. Ágætis hljómsveit leikur undir dansinum, og er viss- ara að tryggja sér aögöngumiða í tíma. Hæsti vinningurinn í happdrættinu, 50 þús. kr., féll á númer 15450. Frakkar, Rúmenar, Tékkar og Júgoslavar gera með sér varnarbandalag. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. För Delbos, utanríkis- málaráðherra Frakklands, til Litla bandalagsríkjanna, hefir borið mikinn árangur, að því er fregnir frá Buk- arest herina, þ. e. að Delbos og rúmenskir stjórnmála- menn hafi komið sér saman um, að Litla bandalagsríkin og Frakkland geri með sér vamarbandalag. Ef nokkur þjóð ræðst á eitthvert varnarbandalagsríkjanna (Frakkland, Rúmeníu, Tékkóslóvakiu eða Jugo- slavíu), skulu öll hin ríkin sem í varnarbandalaginu eru skuldbindin, til þess að koma því til hjálpar með öllum herafla sínum. Með þessu færðist samvinna Frakka, Júgóslava, Rúmena og Tékka yfir á annan grundvöll, því að s^mkvæmt núgildandi samkomulagi er í rauninni að eins skuldbinding um aðstoð, ef til árásar kæmi frá Ungverj- um. Það liefir þó alt af verið lalið vist, að Frakkar myndu aðstoða Litlabandalagsríkin í ófriði. Komist varnarbandalag j>etta á laggirnar — ef til vill með þátttöku fleiri þjóða en nei'nd- ar hafa verið — mundi það ef til vill verða til lmekkis Þjóða- bandalaginu, sem liefir ekki getað látið styrjaldarmálin til sín taka með miklum árangri. Ennfremur mun verða litið á það sem mótvörn gegn hinum andkommúnistisku samtökum ítala og Japana. Það mun hafa ýtt undir stjórnmálamenn Frakka að hefjast handa um slík sam- tök og að framan greinir, að ítalir eru sagðir í þann veg- inn að taka ákvörðun um að segja sig úr Þjóðabandalag- inu. Blaðamaðurinn víðkunni, Pertinax, segir í morgun í Echo de Paris, að það sem gert sé í Genf sé einskis virði, þvi ríki þau, sem séu í Þjóðabandalag- inu, miði gerðir sínar eingöngu við það traust, sem þær hafi á samtökum og vígbúnaði Breta og Frakka. Jafnvel sé svo ástatt, að þjóðirnar í bandalaginu þori ekki að fara lengra i að sam- þykkja viðskiftalegar refsiað- gerðir en svo, að Bretar og Frakkar einir yrðu að, mæta af- leiðingunum. Sé því ekki ann- að vænna en koma á öflugri samtökum en vænta megi frá Genf. United Press. S J ÁLFSTÆÐIS AFMÆLI FINNA. Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, sendi í nafni íslend- inga á 20 ára sjálfstæðishátíð Finna, Cajander, forsætisráð- herra Finna, kveðjuskeyti með árnaðaróskum til liinnar finsku þjóðar. — Forsætisráðherra barst svo næsta dag mjög lilýlegt þakkar- skeyti frá forsætisráðherra Finna og kveðja til íslendinga. Úrslitaárásin á Nanking hófst í nótt kl. 4 12 (ISl.l EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Shanghai er það opinberlega tilkynt, að Japanir hafi hafið úrslitaárásina á Nanking kl. 1 /i e. hád. eftir Shanghaitíma (kl. i morgun eftir ísl. tíma) vegna þess að Kínverjar hafi ekki hirt um að svara úrslitakostum Japana, um að yfirgefa borgina, eða hún yrði lögð í rústir. I árásinni taka þátt flugvélar, stórskotalið og fótgöngulið. í tilkynning- unni segir, að ekki sé hægt að koma við herskipum, en þau muni leggja til orustu jafnskjótt og þau hafi kom- ist framhjá hindrunargarðinum við Chinkiang. United Press. London í morgun. FÚ. „Nýtt Kína“. í Tokio var sagt, að Japanar hefðu tekið víggirtan bæ milli Wu-liu og Nanking. Þar hefir einnig verið gefin út liá-opin- ber yfirlýsing um það, hvaða ráðstafanir Japanir muni gei-a þegar Nanking sé fallin. I fyrsta lagi er sagt, að þeir muni neita að viðurkenna stjórn Chiangs Kai Sheks í Kína. I öðru lagi muni þeir lýsa yfir, að þeir muni lialda áfram styrjöldinni í Kina í því augnamiði, að slofna það, sem þeir kalla „nýtt Kina“. I Hankow er borið á móti þeim orðrómi, að Chiang Kai ,‘Shek muni segja af sér. Sókn Kínverja í Shantung og Hopeh. í kínverskum fregnum segir að hersveitir Kinverja í aust- anverðu Shantung-fylki hafi náð á vald sitt aftur nokkrum bæjum, sem Japanir höfðu tek- ið og ennfremur að kinverski herinn sæki fram í Hopeh. Þá hafa Kínverjar sig talsvert í frammi á svæði því, sem Jap- anir hafa Iagt undir sig milli Shangliai og Nanking og er sagt, að þeim hafi tekist að ná til baka nokkrum bæjum fyrir sunnan Tai-vatn. Sýning á handavinnu barnanna í Sólheimum í Grimsnesi, sem verið hefir undanfarna daga í einum glugga Vöruhússins, hef- ir vakið allmikla athygli og eft- irtelct. Þykja munirnir haglega gerðir og hefir börnum ekki hvað sist orðið mjög star- sýnt á þá og sum vafalaust langað til að eignast eitthvað af þeim. Þess er nú rétt að geta, að þó að börnin í Sólhehnum hafi að vísu hjálpað til við smíði leikfanganna, þá hefir hönd fullorðins hagleiksmanns verið þar að starfi til leiðbeiningar, svo sem raunar öllum þeim, sem munina sjá, hlýtur að vera ljóst. — „Handavinna“ þessi liefir ekki verið til sölu undan- farna daga, en nú geta þeir, sem þess óska, fengið leikföngin keypt. Þarf ekki annað en að hringja í síma 4096 og spyrjast fyrir. Verður þá hverjum og einum sent það er liann kynni að óska eftir að eignast. fréttír Veðrið í morgun. Mestur hiti ,hér í gær 2 stig, mest frost 2 stig. TJrkoma 1.9 mm. Yfirlit: Lægðin, sem var yfir ís- landi, er nú komin suðaustur und- ir Skotland. Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói: Norðaustan gola. Léttskýjað. Drengur fótbrotnar. Um eittleytið í gær varð slys á Hverfisgötunni móts við nr. 68. Vildi það til með þeim hætti, að tveir drengir voru að renna sér á skíðasleða niður sund þar við hús- ið, en er sleðinn rann út á göt- una, kom þar í sama mund bíll á leið inn Hverfisgötu. Drengur- inn, er stóð á meiðum sleðans, stökk af honum, en hinn, er sat í sætinu, rann með sleðanum undir bílinn og fótbrotnaði. Heitir hann Leifur Haraldsson, á heima á Hverfisgötu 70 og er 5 ára gam- all. Bílstjórinn, Bjarni Guðmunds- son frá Túni í Flóa, mun ekki eiga neina sök á slysinu. — Foreldrar ætti að brýna fyrir börnum sínum, að renna sér eingöngu á sleðum, þar sem sleðaferðir eru leyfðar. Var krökt af börnum á sleðum um allar götur í gær, og tilviljun ein, að ekki urðu fleiri slys en þetta eina. Augl. frá lögreglustjóra um sleðaferðir barna, birtist á öðrum stað í blaðinu í dag. Skipafregnir. Gullfoss kemur til Leith í dag. Goðafoss kemur til Vestmanna- eyja síðdegis á morgun. Brúarfosa er á Akureyri. Dettifoss í Reykja- vík. Lagarfoss kom til Stavanger í nótt. Selfoss fór frá Antwerpen í morgun. Kolaskip kom í gær, Ing^ er Elisabeth, tií Ól. Ólafssonar, o. fl. Súðin er væntanleg í dag. Esja fer í strandferð í kvöld. Hjúskapur. ''f Síðástliðinn laugardag voru gef- in saman í hjónaband af sira iBjarna Jónssyni ungfrú Katríri Gisladóttir og Karl Frímannsson, Heimili þeirra er á Seljaveg 31. Hjónaefni. Þann 7. þessa mánaðar opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Fanneý Oddsdóttir, Mosfelli í Mosfells- sveit og Gunnar Daníelsson, ráðs- maður á Kirkjubóli við Reykja- vík. Útvarpið í kveld. 18,00 Skýrsla um vinninga í Happdrætti Háskóla íslands. 18,45 íslenskukensla. 19,10 Veð- urfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Fiskiveiðar íslendinga (Árni Friðriksson fiskifræðingur). 20,40 Tónleikat Tónlistarskólans. 21,20 Útvarps- sagan. 21,45 Hljómplötur: Har- moniuklög. 22,15 Dagskrárlok. Lyra fer frá Bergen kl. 8 í kveld á- leiðis hingað. Jólasamkeppni fyrir börnin. 125 vinningar. Vísir ætlar að þessu sinni að stofna til jólakeppni fyrir böm- in, sem þau munu fylgja með miklum láhuga. Börn innan 16 ára aldurs geta gerst þátttakendur. Keppnin er í þvi fólgin að börnin klippa út myndarliluta, sem birtist í blaðinu 6 daga í röð. Sá fyrsti er í dag. Þessum sex myndahlutum eiga þau að safna og setja síðan saman í eina mynd. Myndina má aðeins líma á spjald, sem fæst ókeypis á afgreiðslu blaðsins. Þegar myndin hefir verið límd upp, á að lita hana með litblýi eða vatnslitum. Þeir sem best lita mynd- imar fá verðaun. Einnig verður tekið tillit til hvernig myndirn- ar eru límdar á spjaldið. Börn innan 10 ára verða sett í sér- stakan flokk og þeim veitt verðlaun tiltölulega, svo yngstu böm- in geta unnið verðlaun ekki síður en þau eldri. Reglur fyrir samkepnninni verða prentaðar á spjaldið sem börnin geta vitjað strax á afgreiðslu baðsins. Þessi verðlaun verða veitt: 25 jólapakkar. - 100 aðgöngumiðar á jólakvikmynd i Nýja Bíó eða Gamla Bíó.- Verðlaunin afhent á aðfangadag'. Lofið börnunum að fylgjast með frá byrjun. Hér kemur fyrsta myndin: Skemtiklúbburinn „Virginia“ heklur dansleik að Hótel Borg annað kvöld kl. 9þ2- — Þýska dansmærin Ellen Kid ætlar að sýna þar listdans. — Næsta mynd kemur í blaðinu á morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.