Vísir - 20.01.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 20.01.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Kristján Guðlaugsson: Fall sociatista - Fagnaðarboð- skapur Framsóknar og fram- tíð Reykjavíkur. LI kosningabarátta, sem nú stendur yfir hér í Reykja- vík er að ýmsu leyti með öðrum hætti en aðrar, sem á undan hafa farið og ber aðallega tvent til. — Alþýðuflokkurinn er hruninn í rústir — er sökkvandi skip, er flokksmenn hans yfirgefa og sumir af forráðamönnum hans hafa þegar gengið kommúnist- um á hönd. Innbyrðis erjur þess ílokks ^cra kosningabaráttu hans máttlitla og áhrifalausa, en allur almenningur hefir hins- vegar andstygð á starfsemi kommúnistanna, og þeim for- ráðamönnum Alþýðuflokksins, sem flýðu frá merkjunum. Framsóknarflokkurinn liefir aldrei verið hér sterkur, en verður enn veikari vegna þess manns, sem skipar efsta sæti listans. Jónas Jónsson hefir í aldarfjórðung liallað rétti Reykvíkinga og rógborið þá á allan hátt út um land. Sú starf- semi hefir ekki setið við orðin . tóm, heldur hafa verkin einnig verið látin tala svo, sem raun her vitni um og allur almenn- ingur þeklíir. Framgang þess- ara hermdarverka á Jónas Jónsson að þakka socialistum, sem altaf hafa verið reiðubúnir til að fylgja hverju máli, sem Reykvíkingum liefir verið til ó- þurftar. Kjósendur minnast mjólkur- málsins, ræktunarmálanna, byggingarmála sjálfstæðra verkamanna, skattanna, sem sér- staklega liafa verið lagðir á herðar Reykvíkinga beint og ó- beint, og skattfriðindanna, sem fyrirtæki ríkisins og samvinnu- félögin njóta á lcostnað borgar- anna, og alt mun þetta hafa sina þýðingu við kjörhorðið. Framfaramál Reykjavíkur hafa verið tafin á allar lund- ir, þótt þau hafi beint og ó- beint orðið ríkinu til hags- bóta, og þeir menn sem aðal- lega hafa beitt sér fyrir þess- um málum, hafa orðið fyrir svívirðin|gum og aðkasti, og er þar skemst að minnast iSogsvirkjunarinar og hita- veitunnar. Hver er svo fagnaðarboð- skapur þessara flokka. Roð- skapur kommúnistanna er al- gerlega neikvæður — stefnir til niðurrifs en ekki uppbyggingar, en Framáókn liefir samþykt á- kveðna stefnuskrá, sem fengið liefir blessun fulltrúaráðs og flokksstjórnar. Framsókn vill spara manna- hald hæjarins, en vill þó skipa fjölmenna og kostnaðarsama „bæjargjaldanefnd“ og skipa fjóra endurskoðendur i stað tveggja. Framsókn vill setja hér á stofn sauxnastofu og al- menningseldhús þar sem þurfa- lingar bæjarins eiga að sauma tímamótum, er liann léttir sér yfir markið og lieilsar níunda áratuginum. Og margir fleiri en þeir, sem viðstaddir eru, munu senda honum hlýjar kveðjur og árnaðaróskir. P. S. úr Gefjunarefni og elda súrmjólkursúpur — og sjá — enginn þurfalingur verður framar á vegum Reykjavíkur- bæjar. Meðan þetta tvent er ekki komið í framkvæmd vill Fram- sókn kaupa hús fyrir þurfaling- ana, að því er virðist smá „vill- ur“, og alt er þetta gert til að létta fátækrabyrðinni af herð- um Reykvíkinga. Stefnuskrá Framsóknar verð- skuldai- óskifta athygli — at- liygli, sem mun leiða til að all- ur almenningur mun fá hress- andi lilátur. Reykvikingar hafa hingað til staðist allar árásir og öll um- brot og valdabrölt socialista og Framsóknar. Af þeim sökum hefir löggjafinn einangTað þá og gert þá réttlitla. Af þeim sökum hafa þeir verið níddir og rógbornir úti um landið. Minnist orðanna: „Reykjavikur- skrill“ og „Grimsbylýður“. „menningar- og mentunarlaus, gerspiltur og sýktur likamlega og andlega og allri þjóðinni stafar hætta af“. Reykvíkingar þekkja sinn vitjunartima, og þeir munu sýna það. Reykvikingar munu halda áfram að byggja upp þennan bæ og fegra og verði haldið áfram á sömu braut og hingað til er öllu óhætt. Kjósið C-listann. Á flokksfundi jafnaðarmanna i Hafnarfirði sem haldinn var i gær, var ákveðið að gefa út ný loforð i sambandi við bæjar- stjórnarkosningarnar, er gengu út á það -að bærinn skyldi kaupa nýja togara i stórum stil og auka þannig atvinnuna í bæn- um. Mun mörgum þykja bros- leg þessi mannalæti sosíalist- anna eftir þá sorglegú reynslu sem Hafnarfjörður hefir af tog- araútgerð. Út af þeim rekstri er bærinn kominn i sökkvandi skuldir og liggur við borð að bæjarfélagið geti ekki lengur risið undir hinum stórkostlega taprekstri litgerðarinnar. Er vitanlegt að hin nýju loforð um fleiri togara verða aldrei fram- kvæmd því að öll ráðsmenská sósíalistanna i Hafnarfirði er á sömu bókina lærð: fögur loforð, svik og úrræðalevsi. Eina von Hafnfirðinga er nú sú að sjálfstæðismenn nái meiri hluta við þessar kosningar. aðeins Loftur. KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Óðinn - nýp varöbátur. í gær hljóp af stokkunum hinn nýi varðbátur ríkisins, Óð- inn, er smíðaður hefir verið á Akureyri af Gunnari Jónssyni og Herluf Ryel. Báturinn er 70 smálestir að stærð með 240 hestafla vél. (FU). 40 klst> vid síýFÍd® í gær. FÚ. Vélbáturinn Björgvin frá Norðfirði kom siðastliðna nótt kl. 1.30 til Vestmannaeyja og ís- lendingur frá sama stað kom kl. 7 í morgun. Báðir bátarnir liöfðu hrept liið versta veður á leiðinni. Tvívegis liafði vélin stöðvast í vélbátnum Björgvin, vegna þess að stórsjór gekk yfir bátinn og liafði sjór gengið inn um útblástursrör vélarinnar en i bæði skiftin tókst fljótt að koma henni í gang aftur. Ein rúða brotnaði í stýrishúsi báts ins. — Stýrisliúsið á íslendingi brotn- aði lítilsliáttar og nokkuð af dóti sem lauslegt var á þilfari liafði tekið út. Skipstjórinn á íslendingi, Guðjón Símonarson hafði staðið við stýrið i sam- fleytt rúmlega 40 klukkustund ir. — Slcipverjum öllum á báðum bátunum leið vel. vel. C-listinn er listi sjáifstæðismanna í Rvík. Sjálfstæðismenn, sem vita um flokksmenn, sem hér eiga kosningarétt, en eru staddir úti á landi, gefi upplýsingar um þá hi'Ö fyrsta, svo að hægt sé a<5 ná í atkvæÖi þeirra í tæka tí'Ö. LátiÖ kosningaskrifstofu SjálfstæÖis- flokksins í VarÖarhúsinu, sími 2398 þessar upplýsingar í té. C-LISTINN er listi Sjálfstæðisflokksins í Rvík, Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík halda fund Nýja Bíó næstkomandi sunnu- dag kl. 1 e. h. — Til umræðu verða ýms bæjarmál. Ræðu- menn verða margir af fram- bjóðendum Sjálfstæðisflokks ins. — Lestrarfélag kvenna, Túngötu 3. iBókasafnið er opiö mánud., miövikud. og föstudaga kl. 4—6 og mánudags- og mi'ö- vikudagskvöld kl. 8—9. Á sömu tímum eru innritaÖir nýir félagar. Konur, kynnist bókasafninu. Það borgar sig. Góða og guðhrædda konan á Amtmannsstígnum látin. Minningarorð um Margréti Páls- dóttur. í þessu jarðneska lífi er marg- víslegt mótlæti og lánið valt, en ekkert þó eins sárt og saknaðar- líkt og missir vina og vanda- rnanna. Þegar dauðinn hrífur okk- ar nánustu burt úr þessum heimi, yrði söknuðurinn oft sár og lang- vinnur, ef við, kristnir menn, viss- um ekki, að við tekur annað líf og betra, en þrátt fyrir þaS eig- um við oft bágt með að sætta okk- ur við komu dauðans. Margir eiga nú á bak að sjá góðum vini, Margréti Pálsdóttur, sem andaðist 13 desember s.l. á heimili sínu, Amtmannsstíg 5, þar sem hún bjó .með dóttur sinni, Huldu, er var fyrirvinna móður sinnar hin síðustu æfiár, en, syrg- ir nú elskulega inóður. Um æfiatriði Margrétar sálugu er mér ekki kunnugt, en um þau befir einn af hennar mörgu og góðu vinum skrifað áður. Eg kyntist Margréti fyrst, þá er hún var kaupakona hjá foreldrum mínum fyrir mörgum árum síðan, en var þá kornin á efri ár æfi sinn- ar. Hún tók þá ástfóstri við mig, er hélst síðan, en eg, þá óviti, tók eftir hjartagæzku hennar og tlá- ungakærleika. Þegar eg fór fyrst úr föðurhúsum hingað til Reykja- víkur, var hún meðal þeirra, er fyrst og best greiddu götu mína. Nú þegar eg lít aftur í tímann, þá kemur mér í hug alt það góða, sem hún hefir fyrir mig gert, og svo mun með marga aðra. Eg minnist því hennar,. þessarar mætu konu, með klökkum hug og þakklæti fyrir. Eg hef ekki kynst hjartabetri og fórnfúsari mann- eskju, en Margréti sálugu. Hún mátti ekkert aumt eða bágt vita, svo að hún ekki reyndi að bæta úr því á einhvern hátt og lagði þá sína líkamlegu veiku krafta ó- skifta fram, þó að hún væri raun- verulega ekki fær um að leggja neitt að sér, því að hún átti við mikla vanheilsu að stríða, einkum síðari ár æfinnar. Hennar innileg- asta gleði var að rétta sjúlcum, fá- tækum og sorgbitnum hjálpar- hönd og andlegan styrkleika, enda þótt fyrir kæmi, að hún sneri sér uud’an, og feídi þögul tár, þá er húri ræddi viðkvæm málefni við vini sína. Svo innileg og viðkvæm var samúðartilfinningin með þeim, er hún taldi andlega særða. En hvað lýsir betur góðu og göfugu hjarta en einmitt þetta? Rétt áður en hún veiktist kom eg til henn- ar, og hafði hún þá orð á því, að liún væri svo þreytt, hún hefði vakað yfir sjúklingi þá um nótt- ina, og nú þyrfti hún að fara að vitja um annan. Eg er sannfærð- ur um, að það hefir flýtt fyrir dauða hennar, hve mikið hún ‘lágði að sér fyrir aðra. Hún fórn- aði lífi sínu fyrir náungann. Vilja- þrek hennar og sálarþrek var furðulegt, en það hvorttveggja hjálpaði henni við sitt góða og göfuga starf, starf, sem var í fullu samræmi við kenningar Krists. Hún var sannkristin kona og trúði á ahnáttugan Guð og aunað líf, sem og sýndi sig greinlega í dag- legum störfum hennar og breytni. Eg fékk oít tækifæri til þess að ræða við hana um ýms málefni, þar sem eg var svo að segja dag- legur gestur á heimili þeirra mæðgnanna. Margrét sáluga var gáfuð kona og gædd ýmsum mannkostum öðrum en kærleikan- um einum, sem þó fremstur verð- ur að teljast til gildis einstaklings- ins. Hún var ljóð- og söngelsk og íylgdist vel með rás viðburðanna, og gerði sér oft far um að lcynn- ast ýmsum málefnum, sem venju- lega eru talin fyrir utan verksvið kvenþjóðarinnar. Gestkvæmt þótti mér á heimili Margrétar. Sjaldan kom eg þar, svo að ekki væri þar einhver fyr- ir, en þó að svo hittist á, að eng- inn væri þar gestkomandi, kom venjulega einhver á meðan eg stóð við. Það var ekki aðeins mat- urinn eða kaffið, sem hún veitti hverjum er hafa vildi, svo að mig furðaði á því, hvernig hún gat það efnanna vegna, er gerði svo gest- kvæmt hjá henni, heldur var okk- ur, vinurn hennar, og oft sálar- fróun í því að tala við hana. — En nú ætla eg að færri leggi leið sína um Amtmannsstígirm, þegar góða og guðhrædda konan er það- an horfin. Dimt og dapurlegt er í sálum manna á þeirn tímamótum æfinn- ar, þegar dauðinn hrífur ástvini- þeirra burt úr þessum heimi. En þau tímamót getur enginn umflú- ið, hvort heldur hann er ríkur eða snauður. En því bjartari og feg- urri sem æfibraut hins látna vin- ar er, því léttbærari verður sorgin, þeim, sem aðeins eiga fagrar og innilegar endurminningar frá samverustundunum með honum. Þú, Margrét mín, lifðir lífi þínu í kærleika til Guðs og manna. Þú varst okkur, sem eftir lifum, fyr- irmynd í breytni okkar hvert við annað. Væru margir þínir líkar, þá væru skuggahliðar lífsins færri. Við vorum færri en vildum, sem gátum vottað þér þakklæti okkar og virðingu með því að fylgja þínum jarðnesku leifum til hinstu hvílu, og var sá hópur þó æði stór. Eg veit að sál þinni hefir verið fagnað við komu sína í ríki ó- dauðleikans, riki kærleikans. ríki Guðs, sem þú lifðir hér fyrir. Er eg heyri góðs manns getið, þá minnist eg þín, þvi að þú fagra minning eftir skildir eina, — sem ald'rei gleyrni meðan lífs eg er. Oddgeir Þ. Oddgeirsson. Mentaskólaleikurinn: Tímaíeysinginn eftíp JL. Holberg. Mentaskólanemendur hafa enn einu sinni valið viðfangs- efni sitt meðal leikrita Hol- bergs og er ekkert út á það að setja, því að gamanleikir Hol- bergs eru sígildir og hrífa jafnt unga sem gamla. Aðalefni leiksins eru ásta- flækjur, eins og venjulega er lijá Hólberg, en alt endar auð- vitað vel að lokum. Leikendurn- ir fara yfirleitt vel með hlut- verk sín, en ýmislegt, og flest lieldur smávægilegt, mætti finna að leik þeirra, en menn verða að hafa það liugfast, að liér eru viðvaningar að verki, og að ekld má dæma þá sem reynda leikara. Aðallilutverkin leika Sigurð- ur Hannesson, Vielgesclirey timaleysingja, og Drífa Y'iðar, Pernillu þjónustustúlku. Virð- ist Sigurði vera létt um að leika og efni i góðan leikara, þó ger- ir hann of mikið af ýmsu handapati. Það má auðvitað vera með, en „of mikið má af öllu gera“. Drifa leikur Pern- illu, þjónuslustúlkuna, sem hef- ir ráð undir liverju rifi og ald- rei lætur hugfallast, fjörlega og skemtilega. Leonóru, dóttur Vielge- schreys, leikur Guðrún Haf- stein. Hún tekur sig ágætlega út á leiksviðinu, en skapbrigðin í leik liennar mættu vera meiri. Magdelonu, ráðskonu, leikur Guðrún Vilmundardóttir mjög sæmilega. Helgi Bergs leikur Oldfux, skólaskáld 111. m., mjög skemtilega, enda er hægt að gera mikið úr því hlutverki. Hin smærri hlutverk leika Jón M. Árnason (Leander, bíðil Leonóru), Þór Guðjónsson (Ei- rík Madsen, bókhaldara), Ein- ar Ingimundarson (Pétur, son hans), Pétur Jónasson (Leo- nard, bróður Vielgesclireys og Kristofer Pennalmíf), Þórliallur Vilmundarson (Lars Blekbyttu og notarius), Sigurður Jónsson (Jens Griffil) og Jón Guðjóns- son (skraddara). Fara þeir yf- irleitt vel með hlutverk sín, bestir eru þeir Einar og Þór- liallur. I lieild er leikurinn skemti- legur, en auðvitað með nokkr- um öðrum blæ, en þegar full- orðnir leika, og er það ekki til lýta þarna. En það er nú svo á þessari öld, að menn vilja alt- af vera að breyta um alla skap- aða hluti, svo því ekki einnig á þessu sviði? Ný skemtileiks- sýnlng. Fréttastofan hefir orðið þess vör að í undirbúningi muni vera ný leiksýning — svonefnd revy-sýning — hér í bænum innan skamms og snéri sér til Haraldar Á. Sigurðssonar, sem er leikstjórinn. Lætur hann svo um mælt um leiksýninguna: Nafn revyunnar hefir ekki enn verið fast ákveðið, og verð- ur ekki birt fyr en leiksýning- ar liefjast. Höfundar revyunn- ar eru gamlir og nýir revy-höf- undar. Revyan fjallar aðallega um bæjarlífið og stjómmálin og þó einkum um lielstu menn þeirra, en þó öllu stilt í hóf. Revyan gerist bæði hér og er- lendis. Sérstaklega er vandað til leiktjalda og annars útbúnaðar og hefir Lárus Ingólfsson ann- ast það. í revyunni verða 12 til 15 söngvar og hefir verið reynt að velja sönglögin við sem flestra bæfi. Aage Lorange hefir tek- ið að sér að sjá um hljómlist-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.