Vísir - 24.01.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 24.01.1938, Blaðsíða 2
Ví SIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa og afgreiðsla Austurstræti 12. Sí m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Kosninga- baráttan. Ijað eru nú ekki nema 6 dag- r ar þangað til bæjarstjórn- arkosningarnar eiga að fara fram. Kosningabaráttan liefir til þessa verið háð með öllu meiri hógværð en venjulega. En nú er „kollhríðin“ að vísu eftir, og engan veginn loku fyrir það skotið, að til mciri tiðinda kunni að draga. Af hálfu „samfylkingar“ só- síalista og kommúnista, eru það þeir síðartöldu, sem algerlega liafa tekið forystuna í kosn- ingabaráttunni í sínar hendur. Alþýðublaðið hefir jafnvel sætt ámæli fyrir það hve mjög það liefir dregið sig í hlé, og lét blað kommúnista svo um mælt út af því einhvern daginn, að það væri engu líkara en að sósíalist- ar væri búnir að gleyma þvi, að nokkurar kosningar væru fyrir dyrum. Hinsvegar er það þó engan veginn svo, að einstakir xnenn úr hópi sósíalisla séu ekkiTúsir til þess að „taka á sig sitt ok“ í þarfir sanifylkingar- innar. Margir þeirra kváðu m. a. vera á þönum um bæinn, í þeim erindum, að safna fé i kosninga- sjóð samfylkingarlistans. Hafa kommúnistar kent þessum sendimönnum sínum að kalla sjóð þenna „jarðarfararsjóð íhaldsins“, og er það þó furðu ónærgætið við alþýðuflokks- mennina, bæði þá, sem ganga eiga „fyrir hvers manns dyr“ og biðja um gjafir i sjóðinn, og eins þá, sem ætlað er að láta eitthvað af liendi rakna. En það er vitað, að hlutverk. þessa „jarðarfararsjóðs“ cr fyrst og fremst að verða jarðarfarar- sjóður Alþýðuflokksins. Hann á að stuðla að „útrýmingu“ þess flokks eða innlimun lians í Kommúnistaflokkinn, svo sem kommúnistar fara ekkidult með að sé takmark „samfylkingar- innar“, enda höfuðverkefni liennar í þessum kosningum, að undirbúa það. En lítt virðast kommúnistar hinsvegar vor- kenna bandamönnum sínum í samfylkingunni, hvort sem þeir eru þar nauðugir eða viljugir, þó að þeir séu nú hafðir að háði og spotti fyrir það að grafa sér þannig sina eigin gröf, enda ekki grunlaust um, að þeir sitji alla vega á svikráðum við þá. Það er nú að vonum, að kosningabarátta kommúnista beri þess nokkur merki, hve ó- trúir þeim virðast bandamenn- irnir í samfylkingunni. Uggur- inn, eða öllu heldur fullvissan um það, að eiga „óvinina“ ekki að eins fram undan, heldur einnig að baki sér og innan eigin fylkinga, hlýtur að draga úr baráttuþrekinu og lama sókn- ina. Enda er nú mjög um það rætt i bænum, live lítill dugur sé í kommúnistum í þessari kosningabaráltu. Blaðaskrif þeirra þykja líkjast nokkuð skrifum Alþýðublaðsins fjTÍr Alþingiskosningarnar síðustu. Þau eru full af gífuryrðum og glamri, um eitt í dag og annað á morgun, en kjarnann vantar gersamlega. Ekkert í þeim, sem festist í minni lesandans, en sami elgurinn dag eftir dag'. Það er ekki einu sinni þvi að lieilsa, að þar sjáist nokkur „kosningabomba“, sem nokkurt mark verði tekið á. Forvitnir menn eru farnir að spyrjast fyrir um það, hvort ekki megi eiga von á einhverju slíku, áður en Ijúki. En svörin eru sitt á hvað, og þó að einhver fyrirheit séu gefin, þá eru þau lika eitt í dag og annað á morgun, og þó ekkert sem „bragð er að“. Um Alþýðublaðið talar eng- inn. Enda mun varla vera til þess ætlast. Það er enn að nöldra um það, livað illa liafi verið far- ið með Finn Jónsson, í sam- bandi við skipun síldarverk- smiðjustjórnarinnar, að Tíma- menn hafi svikist um að gera Þorstein M. að formanni stjórn- arinnar og af þessu muni sjó- menn fá að súpa seyðið. En hvað kemur þetta bæjarstjórn- arkosningunum við? Þá er Tímadagblaðið skárra. Það má þó altaf lilægja að vit- leysunum í þvi. Eins og t. d. því, að Reykvíkingar verði um- fram. alt að kjósa Sigurð Jónas- son i bæjarstjórn, af því að liann sé allra manna líklegastur til þess að koma því til leiðar að rafmagn frá Soginu verði leitt til Vestmannaeyja, Eyrar- bakka og Stokkseyrar, og Stokkseyringar, Eyrbekkingar og Vestmarineyingar muni eng- an mann heldur vilja kjósa í bæjarstjórn Reykjavikur! En við þetta er þetta tvent að at- huga, að Ves t m a nn ey i n ga r, Eyrbekkingar og Stokkseyring- ar hafa ekki kosnirigarrétt til bæjarstjórnar í Reykjavík, og að bæjarstjórn Reykjavíkur getur engu um það ráðið, hvort rafmagn verður leitt frá Soginu til Vestmanneyja, Stokkseyrar og Eyrarbakká eða ekki. Ef Tímadaghlaðið hefir áhuga fyrir þvi að þáð verði gert, þá verður það að beita sér fyrir því við ríkisstjórn og Alþingi. Nei, „belur má ef duga skal“. ERLEND VÍÐSJA; STÆRSTI FLUGBÁTUR I HEIMI er nú í smíðum í Bandaríkjunum Flugbátarnir stóru, sem eru í för- um yfir Kyrrahaf, verða eins og dvergar viö hliöina á þessum loft- risa, segja amerísk blöíS. Flug- báturinn er smíöaöur í Glenn Mar- tin verksmiöjunum, þar sem smíö- aöir hafa veriö stærstu flugbátar Band'aríkjamanna, hinir svo köll- uöu „clipper“-flugbátar. Þyngd hins nýja flugbáts veröur 59 smá- lestir (nS.ooo e. p.) eöa helmingi þyngri en flugbátar Pan Ameri- can Airways, á Kyrrahafsflugleiö- urn. Hinn nýi flugbátur mun að líkindum verða notaður í beinum flugferðum rnilli Bandaríkjanna og einhverrar hafnar við Miðjarð- arhaf. Gert er ráð fyrir, að flug- báturinn verði um eitt ár í smíð- um. Með smíði hans er stigið stórt skref til þess að keppa við far- þegaskipin stóru um mannflutn- Riíssar búast viO styrjöld við Japani í vor. OríOirlepr styijilMiriíiiuir i Siíirin. 500 flugvélap og 100 kafbátap til taks í Vladiwostoeli. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Samkvæmt skeyti frá fréttaritara United Press í Hong Kong segja áreiðanlegir kaupsýslumenn, sem ný- komnir eru úr löngu ferðalagi um austurhluta Sibiríu, að styrjaldarundirbúningur sé þar gríðarlegur og engu líkara en Rússar búist við, að til styrjaldar milli þeirra og Japana komi í vor. Raunverulega er hervæðingar- ástand í öllum austustu fylkjunum í Sibiriu. Unnið er af hinu mesta kappi að því, að koma upp flugvéla- stöðvum og kafbátahöfnum. Þegar eru komnir um 100 kafbátar til Vladiwostock. Haf a þeir verið fluttir þang- að járnbrautarleiðina í hlut- um, en settir saman er aust- ur kom. Fimm hundruð flugvélar eru stöðugt hafðar til taks í nágrenni Vladiwostock. Mikil hræðsla er ríkjandi meðal almennings, því að yfirvöldin ala grunsemdir um, að ýmsir sé njósnarar Japana. — Aftökur njósn- ara eru tíðar. United Press. Bruco Mussolini heím' sækir Vargas, forseta Brasilíu. Hann flýgur til Rio de Janeiro, ásamt meö Moscatelli og Bieso. London, i morgun. a Italir hafa nú lagt í eiít hópflugið enn. Bruno Mussolini er lagður af stað til Rio de Janeiro og eru i fylgd með honum Moscatelli, kapteinn og Bieso, höfuðsmaður. Stjórna þeir liver sinni flugvél og munu fljúga í oddaflugi (formation flight) alla leið. Þeir niunu lenda í Dakar i Afríku, áður en þeir leggja yfir Suður-Atlantsliafið. Þegar þeir koma til Rio munu þeir ganga á fund Vargas, forseta, og færa honum heillaóskir Mussolinis, en förin er farin í þeim tilgangi að slyrkja samvinnu og vináttu milli Ítalíu og Brasilíu. United. Press. inga rnilli heimsálfanna. Flugbát- ur þessi verður enn fullkomnari en svo kallaður „Sovét-Clipper“, sem Bandarikjamenn hafa smíðað fyrir Rússa, og nú mun fullgerður. Hann er 63.000 ensk pund á þyngd óg vænghaf 157 e. fet. „Sovét-Clipper“ er stærsti flug- bátur, sem Bandaríkjamenn hafa smíðað enn sem komið er. Hann hefir fjóra 1000 hestafla hreyfla og á að geta flogið 3500—4000 enskar mílur án þess að taka nýj- an eldsneytisforða — eða yfir 1000 e. m. meiri vegalengd en lengstu flugleiðir yfir úthöf. Flug- bátur þessi hefir rúm fyrir 46 far- þega, þar af eru svefnklefar fyrir 26. Þægindl eru á borð við það sem tíðkast í nýjustu járnbrautar- lestum og hávaðinn minni. „Sovét- Clipper" getur hafið sig til flugs fullfermdur á 35 sekúndum. — „Sovét-Clipper“ á að geta flogið alla leið frá Loridon og 1000 e. m. vestur fyrir New York með full- fermi, án þess að taka nýjan elds- neytisforða. Skipstjórinn á Queen Mary, sem lét af störfum nýlega, sagði í viðtali við blaðamenn. að hann væri þeirrar trúar, að í fram- tíðinni yrði aðallega ferðast í loft- inu milli Evrópu og Ameríku. Slíkar spár eru ekki út í loftið. Ef til vill verða flugferðir milli heimsálfanna í flugbátum eins og ,.Sovét-Clipper“ og þeim, sem nú er í smíðum hjá Glenn Martin, orðnar algengar eftir nokkur ár. London 24. jan. FÚ. Kínverjar liafa hafið sókn í Shantung-fylki, og er það Clii- ang Kai Sliek, sem stendur fyr- ir lienni. Her lians sækir frani eftir Tientsin-Pukow járnbraut- inni. Kínverjar hafa gert loft- árás á Wu-liu. í grend við Shanghai hafa Japanir milda herflutninga, og er álitið, að þeir séu að senda liðsauka til Wu-hu. Sendisveitarbústaður Rússa í Hankow eyðilagðist af eldi í gær, og er álilið, að eldurinn hafi verið af mannavöldum. Sjálfstæðismenn, eiga kosningarétt, en eru staddir úti á landi, gefi upplýsingar um þá hið fyrsta, svo að hægt sé a'ð ná í atkvæði þeirra í tæka tíð. Látið kosningaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Varðarhúsinu, sími 2398, þessar upplýsingar í té. Sjálfstæðismenn, sem verða fjarverandi úr bæn- um á kjördag, verða að kjósa hjá lögmanni, áður en þeir fara. Kosn- ingaskrifstofa lÖgmanns í Arnar- hváli er opin daglega frá kl. 10 —12 árd og 1—4 síðd. Allar upp- lýsingar kosningunum viðvíkjandi geta menn fengið á kosningaskrif stofu Sjálfstæðisflokksins í Varð- arhúsinu, sími 2398. Skýrsla Uan Zeeiand birt í kessiri uiku. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Daily Express“ segir í morgun, að skýrsla Van Zeelands verði birt í þessari viku. Telur blaðið, að liann muni stinga upp á því, að Þýskaland og ítalía fái þau hráefni, er þau þarfnist gegnum versl- unarfélög, er verði aðnjót- andi sérstakra fríðinda, og eigi Þ jóðver jar og Italir að vera aðaleigendur þessara fyrirtækja. Fái þau að reka námagröft og aðra verslun í öllum þeim nýlenduhéruð- um, þar sem ekki eru önnur félög fyrir. United Press. Spánn. London 24. jan. FÚ. I frétt frá Gibraltar er sagt, að í loftárásinni sem flujgvélar stjórnarinnar gerðu á Sala- manca á laugardaginn hafi 220 menn beðið bana og meira en 400 manns særst. 1 opinberri til- kynningu frá uppreistarmönn- um er sagt, að aöeins 20 menn hafi farist af völdum loftárás- arinnar. Tiu sprengjur féllu innan frönsku landamæranna, þegar uppreistarmenn gerðu loftárás á Puigcerda í gær, en Puigcerda er landamærabær við járn- hrautina frá Barcelona til Tou- louse. Fjórtán flugvélar tóku þátt í árásinni og urðu sprengj- urnar 30 mönnum að hana, en 40 særðust. Ekkert tjón hlaust af sprengjunum, sem féllu inn- an við landamæri Frakklands. í opinherum tilkynningum uppreistarmanna er sagt, að þeir liafi unnið á við Teruel og tekið fjölda fanga og konrið sér fyrir á nýjum svæðum. Stjórn- in viðurkennir að hersveitir liennar hafi neyðst lil þess að láta undan síga. Loftorusta átti sér stað yfir Teinel á laugar- daginn og vorn nolckrar flug- vélar heggja aðila skotnar nið- ur. Síðdegis í gær gerðu stjórnar- flugvélar árás á Sevilla, og voru þá liðnar margar vikur síðan horgin liafði orðið fyrir loft- árás. London 24. jan. FÚ. Spánska stjórnin liefir boðið Vandervelde, leiðtoga jafnaðar- manna í Belgíu, og konu hans, að koma til Spánar og vera við • staddur þegar þingið verður sett í Barcelona. Vandervelde hefir í viðtali við blaðamenn sagt, að hann teldi stjórnina ör- Bátur frá Noríflríi hefir farist. 23. jan. FÚ. Talið er nú fullvíst að hátur með tveimur mönnum, er fór frá Norðfirði síðastliðinn föstu- dagsmorgun hafi farist. Fréttaritari útvarpsins í Norðfirði skýrir þannig frá at- hurðum: Árla síðastliðinn föstudags- moi'gun fóru þeir Emil Sigur- jónsson og Hjörtur Sigurðsson tveir á háti á fuglaveiðar, að öllum likindum út að Norð- í jarðarhorni. Þegar heimkoma þeirra dróst fram að nóni var leit hafin, því að veður fór versnandi. Leitinni hefir verið lialdið áfram, en árangurslaust Þykir nú fullvíst, að báturinn hafi farist. í dag voru fjörur gengnar í von um að eitthvað kynni að finnast rekið. Báðir þessir menn voru á hesta aldri, ógiftir, en áttu mæður á lífi og fjölmennar fjölskyldur. Hjörtur var bróð- ursonur Jörundar Brynjólfsson- ar alþingismanns. Kínversk listsýning. Frú Oddný Sen hefur um þessar mundir sýningu á ýmis- konár kinverskum murium í markaðs-skálanum við Ingólfs- stræti. Var sýningin opmið á laugardaginn var, og má þar lita marga fagra gripi. Matthias Þórðarson þjóð- minjavörður hefir hjálpað frú Sen að koma mununum fyrir i sýningarskálanum og liélt liann við opnun sýningarinnar stutt erindi um kínverskt postulín. Mikið af allskonar postulins- munum er þarna til sýnis, stytt- ur, skálar og vasar og sumt æva-fornt. Svo og mikið af út- saumuðum og ofnum niunum. Er frágangur á málun, útsaumi og útskurði ótrúlega fíngerður og her hinni öldnu menningu og smekkvísi Kínverja fagurt vitni. . í einum sýningarskápnum eru margir fagrir munir og all- ir saumaðir af tengdamóður frú Oddnýjar. Þar er og kínversk kventreyja útsaumuð um liáls og ermar, og með útsaumuðum horðum að framan og neðan, sem sama koria liefir saumað. Þar nálægt iriá og líta ldnverska kvenskó á „reyrða fætur“. Eru þeir svo smáir að ótrúlegt er, að nokkur geti gengið á þvílíkum skórri. En þeir eru þó i fullri stærð. Forkunnarfagurt kvenskart má líta í einum sýningarskápn- um, eru það höfðudjásn úr pá- fuglafjöðrum, stórir eyrnalokk- ar og brjóstnál. Hið ldnverska postulín er ef til vill það merkasta sem sýn- ingin hefir að hjóða. En sýning- in er öll liin fegursta og mun engan iðra að skoða hana. Að- gangur kostar að eins 50 aura. En hentugt er fyrir sýningar- gesti að kaupa sýningarskrána, svo að þeir geli glöggvað sig á mununum. Frú Oddný Sen liefir gefið is- lenska ríkinu nokkura af þeim munum, sem þarna eru til sýn- is og munu þeir síðar varðveítt- ir í Þjóðminjasafninu. ugga um sigur. „Fyrst Franco ekki sigraði á fyrstu þrern dög- um hyltingarinnar, þá sigrar hann aldrei,“ er haft eftir Van- dervelde.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.