Vísir - 28.01.1938, Blaðsíða 2
VlSIR
T
Sigur SjálfstæOisflokksins
vaxandi framfan'r.
Gremja Bandarikjamacna
i garð Japana stöðugt
vaxandi.
Nýip árekstrap. - Japanskur
hermaðuF gefur ameriskum
ræðismanni utan undir.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London, í morgun.
Stöðugt meiri gremju gætir 'í Bandaríkjunum í garð Jap-
ana vegna nýrra móðgana og árekstra, sem fyrir hafa
komið þrátt fyrir það, að Japanir hafa hátíðlega lofað,
eftir Panay-atburðinn, að stofna ekki til nýrra deiluefna. Hefir
Bandaríkjastjórn sent mótmæli til Tokio út af því, að japanskir
liermenn hafa hvað eftir annað vaðið inn í hús amerískra þegna
í Kína og farið þar um ránshendi. Sé því ógerlegt fyrir jap-
önsku stjórnina að halda því fram, að hún hafi efnt þau loforð,
sem hún gaf eftir Panayatburðinn. Þau loforð hafi japanskir
hermenn í Kína virt að vettugi.
Nýlega hefir atburður gerst, sem hefir vakið feikna gremju
í Bandaríkjunum. Japanskur hermaður á verði gaf amerískum
sendiherra utanundir. Japanska stjórnin hefir beðist afsökun-
ar á þessu, en það hefir lítið dregið úr reiði Ameríkumanna.
United Press.
Lundúnablöðin eru
ánægð með skýrslu
Van Zeeland.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London, í morgun.
Ardegisblöðin í Lundúnum í morgun fögnuðu skýrslu
Van Zeelands, en eru á einu máli um það, að erfitt sé
að koma áætlununum í henni í framkvæmd. „Times“
telur að þessi skýrsla sé hin styrkasta stoð undir alþjóðlega
samvinnu, en segir að miklar ráðstefnur sé nauðsynlegar áður
en hægt sé að framkvæma svo víðtæk áform. Financial News
hyggur hinsvegar, að hægt sé að taka þessi alheims-f járhagsmál
til athugunar, án þess að hirða um eða blanda þeim saman við
innanríkisfjármál hinna einstöku ríkja.
WMM'M ' I United Press.
Reykjavík hefir verið miðstöð íslenskra framfara
alt það, sem liðið er af þessari öld. Aldrei hef-
ir bær Ingólfs Arnarsonar vaxið og blómgast
eins og á dögum þeirra manna er nú lifa.
VÍSIB DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN
VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Páll Steingrímsson.
Skrifstofa \ > Austurstrœti 12. og afgreiðsla j
S 1 m a r:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Prentsmiðjan 4578
Yerð 2 krónur á mánuði.
Lansasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan.
Htísnæðið.
Dæðumenn sósíalista og
kommúnista lögðu megin-
áhersluna á það í útvarpsum-
ræðunum, hve illa væri séð fyr-
ir húsnæði lianda almenningi
Reykjavík. Og Einar Olgeirs-
son „játaði það glaður“, að
hann væri „niðurrifsmaður“ i
þeim skilningi, að hann vildi
rifa niður „Pólana“ og byggja í
stað þeirra nýtísku-íbúðir.
Það mundu nú vafalaust
allir óska þess, að unt væri að
„rífa niður“ allar þær ibúðir i
bænu-in, sem telja má lilt not-
liæfar eða eru óliæfar til íbúð-
ar og jafnframt hafa verið úr-
skurðaðar heilsuspillandi, og þó
verður að notast við vegna þess
að liúsnæði vantar í þeirra stað.
En hver eru úrræðin til þess?
Enginn byggir hús. úr gaspri
Einars Olgeirssonar eða Héðins
Valdimarssonar, og mundi lítið
nær um úrlausnina þó að slíkir
menn kæmist til valda i bænum.
Héðinn Valdimarsson er nú
formaður „Byggingarfélags Al-
þýðu“ og hefir á hendi alla for-
ustu um byggingu verkamanna-
bústaðanna. Samkvæmt lögum
um byggingu verkamannabú-
staða, er nú af hálfu hæjar og
ríkis lagður fram árlegur styrk-
ur til þeirra bygginga, er nem-
ur um 140 þús. krónum á þessu
ári, en fer vaxandi eftir því sem
fólki fjölgar í bænum. Þessi
styrkur er ætlaður til greiðslu
á vaxtamismun á lánum til
hygginganna, og svarar árs-
styrkurinn nú til 2% af 7 milj.
króna byggingarlánum. Hefði
þannig mátt vera búið að
byggja verkamannabústaði fyr-
ir 7 miljónir króna, með svip-
uðum lánskjörum og Bygging-
arfélag Alþýðu liefir notið til
sinna bygginga, ef alí hefði
verið með feldu um fjárútveg-
un og framkvæmdahug þeirra,
sem með þessi mál fara,
Sósíalistar hafa gumað mjög
af framkvæmdum Byggingar-
félags Alþýðu i þessum efnum,
en vítt mjög aðgerðaleysi bæj-
arins. Af því mætti draga þá á-
lyktun, að Byggingarfélagið
hefði gert alt sem í þess valdi
stæði til að bæta úr húsnæðis-
skortinum, og því kæmi nú til
kasta bæjaríns að taka þar við,
sem það hefði þrotið. En því
fer þó mjög fjarri, að Bygging-
arfélagið, eða forráðamenn
þess, Héðinn og félagar hans,
hafi verið eins framkvæmda-
samir og þeir hefði mátt vera.
Byggingarfélagið hefir, frá þvi
að það hóf starísemi sína, bygt
að eins fyrir eitthvað á aðra
miljón króna. Ef hlunnindi þau,
sem því eru veitt með lögunum
um verkamannabústaði, hefðu
verið notuð til hins ítrasta, þá
gæti það verið húið að byggja
fyrir alt að sjö miljónir króna.
Héðinn Yaldimarssön skýrði frá
því á dögunum, að ófullnægt
væri umsóknum frá 350 manns
um íbúðir i verkamannabúslöð-
unum. En öllum þessum um-
sóknum hefði mátt vera búið
að fullnægja, ef hlunnindi lag-
anna hefði verið hagnýtt eins
og til var ætlast. Og ef það hefði
verið gert, væri engin þörf á að
nota „heilsuspillandi“ íbúðirn-
ar, sem nú eru i notkun í bæn-
um, og jafnvel mátt vera búið
að rífa „Pólana“!
En hvers vegna liefir Héðinn
hrugðist þeirri skyldu sinni,
sem framkvæmdastjóri Bygg-
ingarfélags Alþýðu, að full-
nægja íbúðaþörf félagsmanna?
Það hefir verið algerlega á
valdi forráðamanna Byggingar-
félags Alþýðu, að ráða fulla bót
á húsnæðiskortinum í bænum,
og þó liafa þeir látið það við-
gangast, að fjöldi manna hefð-
ist við, að því er þeir sjálfir
segja 2000, fullorðnir og
börn, í heilsuspillandi íbúð-
um. Þeir liafa hælt sér af
því, að hafa komið fram lögun-
um um verkamannabústaði, en
þeim hefir algerlega yfirsést
það að með þessum lögum var
þeim sjálfum lögð sú skylda á
lierðar, að framfylgja lögunum
og Iiagnýta hlunnindi þeirra til
hins ítrasta til hagsbótar fyrir
fátækasta fólkið í bænum. En
um það liafa þeir svikist, eins
og alt annað.
alþyðuflokkurinn og
FRAMSÓKN ÆTLA AÐ
HÆKKA MJÓLKURVERÐIÐ
í NÆSTA MÁNUÐI.
Hér í Reykjavik er hæst
mjólkurverð á Norðurlönd-
um. Samt ætla stjórnarfloklc-
i arnir, Alþýðuflokkurinn og
Framsókn, að hækka hér enn
mjólkurverðið í næsta mán-
uði. Það er þegar samþykt.
En því er haldið leyndu af
hræðslu við kjósendur A-
listans. — Alþýðuflokkurinn
lofaði að lækka mjólkurverð-
ið. Hann ætlar nú að sam-
þykkja að hækka það. Enn
einn hlekkur í svikakeðjuna!
Þeim er ekki treystandi, það
vita allir. Þeim hefir aldrei
verið treystandi. Og ekki
verða socialistabroddarnir
betri eftir að þeir eru komnir
i sálufélag við ómerkilegustu
lýðskrumara landsins —
kommúnista Stahns.
SKEMTIFUNDUR
S J ÁLFSTÆÐISFÉL AG ANN A
I GÆRKVELDI
var afarfjölsóttur. Þátttakendur
munu hafa verið um fimm
hundruð. Guðm. Benediktsson,
formaður Varðar, stjórnaði
samkomunni og hélt fyrstu
ræðuna. Aðrir ræðumenn voru
auk þess: Jóhann G. Möller, Ól-
afur Thors (tvisvar), Sigurður
Kxistjánsson, Maria Maack,
Soffía Ólafsdóttir, Pétur Hall-
dórsson og Stefán A. Pálsson.
Á milli ræða var sungið.
Þegar borð höfðu verið upp
lekin, var dansað til kl. 2%.
Var auðséð á fólkinu, er
þama var samankomið í gær,
að það var einhuga um að sig-
ur Sjálfstæðisflokksins á sunnu-
dag skyldi verða glæsilegri en
nokkuru sinni fyr.
C-listinn
ér listi sjálfstæðismanna í Rvík.
Bœtar-
fréíitr
Veðrið í morgun.
í Reykjavík 2 st., mestur hiti
í gær 2, minstur í nótt i st. Úr-
koma í gær 8.4 mm. Heitast á
landinu í morgun í Vestmanna-
eyjum, 3 st., kaldast á Iforni —
5 st. Yfirlit: Djúp lægö yfir Is-
landi á hreyfingu í austur. Horf-
ur; Faxaflói: Vestan 0g síðan
norövestan stormur. Snjóél.
Höfnin.
Lyra fór til útlanda í gærkveldi.
Maí kom í gær og fór í Slippinn.
Karlsefni kom frá Englandi í gær.
Laxfoss fór í Borgarnes í morgun.
Slys.
Á mánudaginn fótbrotnaði
stúlka á skíöum inni í Ártúns-
brekkum. Daginn eftir meiddi sig
drengur á skíöum, einnig þar í
brekkunum. Heitir hann Erlend-
ur Sigurðsson frá Bergi í Soga-
mýri. Hann var fluttur á Landa-
kotsspítalann.
Guðmundur Eyjólfsson
frá Laugarvatni, nú til heimilis
Bókhlöðustíg 6B, veröur 70 ára
í dag.
Skipafregnir.
Gullfoss er á leiö til Vestmanna-
eyja frá Leith. Goðafoss kom tíl
Hull í morgun. Brúarfoss kom? til
Vestmannaeyja kl. ioj4 í dag.
Dettifoss koni að vestah 0g norð-
an í gærkveldi. Lagarfoss Var á
Þórshöfn í hiorgun. Selfoss er í
Ántwerpen.
Slökkviliðið
var í morgun kl. 9.15 kvatt að
Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Hafði þar kviknað í pappírsrusli
og pappakössum í herbergi við
miðstöðina, og var strax slökjt.
Skemdir urðu engar.
Guðspekifélagið.
Reykjavíkurstúkan heldur fund
í kvöld kl. 9. Deildarforsetinn seg-
ir fréttir af starfinu í öðrum lönd-
um.
Sjómannakveðja.
FB. í dag.
Byrjaðir á veiðurn. Vellíðan.
Kærar kveðjur til vina og vanda-
manna.
Skipverjar á Venusi.
Næturlæknir.
Halldór Stefánsson, Ránarg. 12,
sími 2234. Næturvörður í Lauga-
vegs apóteki og Lyfjabúðinni íð-
unni.
Póstferðir
laugarídáginn 29. janúaír 1938.
Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-,
Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-,
Ölfuss- og .Flóapóstar. Hafnar-
fjörður. Seltjarnarnes. Fagranes
til Akraness. — Til Reykjavíkur.
Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjós-
ar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-
póstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar-
nes. Gullfoss frá Leith og Kaup-
mannahöfn. Austanpóstur. Fagra-
nes frá Akranesi.
C-LISTINN
er listi Sjálfstæðisflokksins í Rvík.
C-LISTINN
er listi Sjálfstæðisflokksins í Rvík.
Hér stóð þilskipaúlgerðin
með mestum blóma í byrjun
aldarinnar. Fyrstu togararnir,
sem til landsins komu voru
keyptir hingað fyrir atbeina
reykvískra borgara.
Bæjarstjórn Reykjavíkur
liófst handa um byggingu hinna
miklu liafnarmannvirkja í bæn-
um, þegar fyrir ófriðinn mikla.
Hafnargerðin liefir meira en
nokkuð annað stuðlað að aukn-
um siglingum til Reykjavikur
og aukinni verslun í bænum.
Eimskipafélag Islands var
slofnað fyrst og fremst fyrir
forgöngu reykviskra borgara.
Útgerðarfélög hér í Reykja-
vílc hafa látið reisa tvær stærstu
síldarverksmiðjur, sem reislar
hafa verið hér á landi, aðra i
Djúpavík og hina á Hjalteyri.
Með þessu hafa útgerðarfélögin
stefnt að þvi, að tryggja sum-
arútgerð togaranna.
I Reykjavík er einhver besta
vatnsveita í heimi. Það var fyrir
liugkvæmni Jóns Þorlákssonar
að Gvendarbrunnavatnið var
tekið og leitt til hæjarins þótt
það væri i h. u. b. 15 km. fjar-
lægð frá hænum.
Bæjarstjórn Reykjavíkur lief-
ir úthlutað mildu af hinu
lirjóstruga umhverfibæjarins til
ræktunar með erfðafestuskil-
málum til þeirra sem hafa vilj-
að reka búskap á bæjarlandinu.
Þeir sem löndin fá verða að
skila þeim aftur til hæjarins, ef
Iiann þarf á þeim að halda. Fá
menn þá aðeins greiddan rækl-
unarkostnaðinn samkvæmt
mati eða fyrirfram ákveðnu
endurkaupsverði. Fyrir þessar
atgjörðir bæjarstjórnarinnar
liefir hið lirjóstruga umhverfi
Reykjavíkur breyst í stærsta
samfelda ræktaða svæðið á öllu
landinu.
Gatna og liolræsakerfi
Reykjavikur er hið eina af þvi
tagi hér á landi, sem þolir
nokkurn samanburð við erlend-
ar menningarborgir.
Bæjarstjórn Reykjavíkur hef-
ir látið byggja hér gasstöð,
virkja Elliðaárnar og Sogið.
Fyrir þessar atgjörðir bæjar-
stjórnarinnar Iækkar rafmagnið
stórkostlega íverði hér í Reykja-
vík á sama tíma, sem allslierjar
verðhækkun dynur yfir, meðal
annars vegna tollahækkana og
skattpíningar stjórnarflolck-
anna.
Bæjarstjórnin hefir þannig
með margvíslegu móti húið í
haginn og skapað aðstöðu til
þess að liér geti þrifist blómlegt
atvinnulíf. Iðnaðurinn i bæn-
um hefir vaxið upp í skjóli þess-
ara atgjörða bæjarstjórnarinn-
ar. Bæjarstjórnin hefir litið á
það, sem sitt hlutverk að Iilúa
að atvinnu bæjarbúa, en ekki að
sölsa atvinnurekstur þeirra und-
ir bæjarfélagið, eins og social-
istar hafa gert þar sem þeir liafa
getað þvi viðkomið.
Hér hefir skilið milli feigs og
ófeigs.
Sjálfstæðisflokkurinn liefir
liaft meirihluta í bæjarstjórn
Reykjavíkur. Undir forustu
hans hefir verið haldið þannig
á málefnum bæjarins, að bær-
inn og bæjarfélagið er i stöðugri
framför. En þar sem ólánsstefna
Eftir
Svein Benediktssom
socialista liefir ráðið eins og t.
d. á ísafirði er alt á hnignunar-
skeiði. Reykvíldngar, sem ekki
liafa komið til Isafjarðar munu
varla getað trúað því, eftir allan
belginginn í spámönnunum Har-
aldi, Finni og Vilmundi, að eftir
17 ára stjórn þeirra á ísafjarð-
arkaupstað, eru hreysin sem
mikill hluti verkafólksins þýr i
svo léleg, að lökustu hústaðir i
Reykjavík bera þar af eins og
gull af eiri.
Vegna aðstreymis til bæjar-
ins víðsvegar af landinu, sér-
staklega úr þeim kaupstöðum,
sem söcialistar stjórna, hefir
fólksfjölgunin i bænum nokkur
undanfarin ár verið örari, en
aukning atvinnufyrirtækjanna á
sama tíma. Hefir þetta ásaml
skattaáþján stjórnarflokkanna
leitt til atvinnuleysis hjá fjölda
manna. Bæjarstjórn Reykjavík-
ur hefir haldið uppi atvinnu-
bótavinnu langt umfram aðra
kaupstaði. En atvinnubótavinn-
an* er enganveginn einhlít.
Atvinnuvegina þarf að efla og
það tekst aðeins undir stjórn
Sjálfstæðisflokksins.
Bæjarstjórn Reykjavíkur hef-
ir um margra ára skeið undir-
búið byggingu hitaveitunnar
með mikilli fyrirhyggju svo að
nú liggur fyrir lánstilboð til
verksins og ekki annað eftir en
að ganga formlega frá láninu,
til þess að framkvæma lagningu
veitunnar, þegar á þessu ári.
Sjálfstæðisflokkurinn í bæj-
arstjórn Reykjavíkur lætur
aldrei staðar numið. Hann beit-
ir sér fyrir nýjum og nýjum
framfaramálum.
Reykvíkingar munu fylkja
sér um lista Sjálfstæðisflokks-
ins við þessar bæjarstjórnar-
kosningar þéttar en nokkru
sinni fyr.
Reykvikingar munu ekki ger-
ast ginningarfífl útsendaranna
frá Moskva. Þeir gerast ekki
sínir eigin böðlar.
Undir forustu Sjálfstæðis-
flokksins í bæjarstjórn Reykja-
víkur mun Reykjavik halda á-
fram að vera vaxtarbroddur ís-
lensku þjóðarinnar eftir bæjar-
stjórnarkosningarnar 30. jan-
úar.
Gleymið ekki að mæta
snemma á kjördaginn og kjósa
C-listann.