Vísir - 05.02.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 05.02.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Rltftjón: Páll Steingrímsson. Skrifstofa | J Austurstræti 12. og afgreiðsla I Bintr: Afgreiðsla 3400 Xitstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Stigamenska. Blað komúnista talar all dig- urbarkalega um það nú á degi hverjum, að þeir kommúnist- arnir muni ekki láta það drag- ast miklu lengur, að taka Al- þýðuflokkinn af foringjum hans og leggja hann undir Kommúnistaflokkinn. Segir blaðið, alveg afdráttarlaust, að þetta verði gert „í vor“. Þannig virðist togstreitan milli kommúnista og „jafnaðar- manna“ alveg vera komin í al- gleyming. Og vart getur talist tvisýnt um það, hvernig henni muni ljúka, hvort sem það verður fyr eða síðar. Þegar fyrst var farið að ræða sameiningu Alþýðuflokksins og Iíommúnistaflokksins, og það eru að eins fáir mánuðir síðan, héldu kommúnistarnir því fram, að slik sameining væri „óliugsanleg og óframkvæman- leg“ að svo stöddu, eða án und- angenginnar samvinnu og„sam- fylkingar um all langt skeið. Áður en til fullrar sameiningar kæmi yrði flokkurinn að „sann- prófa“ sameiningarvilja flolcks- mannanna í eldraun samfylk- ingarbaráttunnar og „brúa“ hið mikla djúp, sem staðfest hefði verið milli þeirra af margra ára klofningi og innbyrðis baráttu. Nú hafa flokkarnir reynt að „sannnprófa“ sig ogbrúa „djúp- ið“ með samfylkingarbarátt- unni í bæjarstjórnarkosningun- um. Blað Kommúnistaflokksins hefir engu óskörulegar en blað Alþýðuflokksins kveðið upp þann dóm, að þessi tilraun hafi tekist mildu ver en vonir hafi staðið til. Það hefir borið Al- þýðufJokksmennina þungum sökum fyrir „svik“ og „ólieil- indi“ í kosningabaráttunni, en „pólitíska“ stigamensku“ að henni lokinni. Og þannig, segir blaðið, að samvinnan i kosning- unum hafi verið „hinn ákjósan- legasti mælikvarði á þroska og einlægni beggja flokkanna“, og ótvírætt leitt það í Ijós, að sam- eining þeirra sé nú tímabærorð- in og megi ekki dragast stund- inni lengur! Nú er það að vísu svo, að í bæjarstjórnarkosningunum fengu flokkarnir i sameiningu nálega sama atkvæðamagn og i Alþingiskosningunum, og skorti þó um 400 atkvæði á. En til „samfylkingarinnar“ í bæjar- stjórnarkosningunum var hins vegar stofnað í þeirri trú, og ná- lega fullu vissu, af hálfu kjós- enda, að hún mundi bera miklu gisesilegri árangur og það jafn- vel svo, að fullur sigur yrði unn- inn i kosningunum og Sjálf- stæðisflokkurinn sviftur völd- um í bænum. Með slíkum tylli- vonum og blekkingum tókst kommúnistum, með aðstoðHéð- ins Valdimarssonar, að tæla lit- inn meiri hluta fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna til þess að fallast á „samfylkinguna“. — Sjálfir liafa þeir forsprakkar kommúnista og Héðinn aldrei gert sér slíkar vonir. Það er full- sannað með samningi þeim, sem þeir gerðu fyrir kosning- arnar um skipun nefnda í bæj- arstjíórninni, að kasningunjum afstöðnum. I þeim samningi virðist jafn- vel miklu fremur hafa verið gert ráð fyrir því, að enn ver kynni að takast til fyrir sam- fylkingunni í kosningunum en raun varð á. En þennan saming var hins vegar dregið að birta þar til 1 gær, að liann er birtur í blaði kommúnista, eftir áskor- un Alþýðublaðsins. En að öllu þessu athuguðu virðist það furðu djörf staðhæf- ing, að „samfylkingin i bæjar- stjórnarkosningunum hafi leitt það i Ijós, að sameining flokk- anna sé nú tímabær orðin, ef hún hefir verið „óhugsanleg og óframkvæmanleg“ fyrir fáum mánuðum. Og krafa kommún- ista um „tafarlausa samein- ingu“ nú, er þá einnig augljós sönnun þess, sem haldið hefir verið fram, að samfylkingar- brölt kommúnista miðaði að þvi einu, að „kljúfa hvern hóp- inn eftir annan út úr Alþýðu- flokknum og sameina þá Kommúnistaflolíknum“. Með þessum liætti ætla kommúnist- ar sér smátt og smátt að tæla þá af fylgismönnum sósialista, sem óþroskaðastir eru og dóm- greindarminstir, til fylgis við sig, og einangra foringjana. ítalir fallast á kröfup Breta. London 5. febr. FÚ. ítalska stjórnin hefir nú lýst sig samþykka tillögum Breta um aukið eftirlit i Miðjarðar- hafi, og þá um leið því, að eng- inn kafbátur sé friðlielgur neð- an sjávar utan spænskrar land- helgi. Fulltrúi italslca hermála- ráðuneytísins hefir borið á móti þeim orðrómi, að ítalir ætli að auka lið sitt á Spáni. Hann segir, að þvert á móti liafi ítalska stjórnin í hyggju að flytja sem flesta sjálfboða- liða frá Spáni heim. Signor Gayda ritar um Spán- armálin í dag í „Giornale d’Ita- lia“. Þar heldur hann þvi fram, að franska samfylkingarstjórn- in hafi ákveðið að hjálpa spönsku stjórninni, og ekki nóg með það, heldur eigi sér stað samtök milli ýmsra ríkis- stjórna í Evrópu gegn Italíu, að því er sneriir Spánarstyrj- öldina. 200 SKÁTAR FRÁ DANMÖRKU KOMA TIL ÍSLANDS. Kaupmannaliöfn, 4. febr. (Einkaskeyli). Fréttaritari útvarpsins í Kaupmannahöfn hefir fengið vitneskju um það, að skátasam- bandið danska er að sækja um fjárhagslegan styrk til þess að geta sent 200 skáta á skátahá- tíðina á íslandi næsta sumar. Er nú verið að rannsaka mögu- leika á því, að skátar frá Dan- mörku, Sviþjóð og Noregi komi hingað til lands á einu skipi. — Rikisdðprinn kemnr snmnn 20. febrúar. Von Blomberg og von Neurath láta af embættum sínum. Von Ribbentrop tekur við embætti von Neurath og Göring vid embætti von Blombergs. VON BLOMBERG. Von Blomberg hershöfðingi gekk nýlega að eiga stúlku af ótignum ættum. Fóru þau í arvaaa brúðkaupsferð til Capri. London, 5. febr. FÚ. Hitler hefir endurskipulagt ráðuneyti sitt. Hann tekur sjálfur að sér yfirstjórn alls hersins. Leyniráð innan ráðuneytisins er skipað von Neurath, sem er forseti þess, von Ribbentrop, sem er utanríkisráðherra, Göhring, sem er eftir sem áður yfirforingi flugflotans og er gerður að marskálk. Rudolf Hess, fulltrúa Hitlers og ennfremur þremur öðrum mönnum, þar á meðal tveimur hershöfðingjum. Ráð þetta á aðallega að fjalla um landvarnir og hernaðarmál, en einnig undir sérstökum kring- umstæðum ýms innanríkismál. Það var opinberlega tilkynt í gærkveldi að Hitler hefði veitt von Blomberg hershöfðingja lausn frá embætti sem hermála- ráðherra og ennfremur Fritsch hershöfðingja og sjö öðrum háttstandandi embættismönnum í hernum. Nýir sendiherrar verða skip- aðir í London, Róxn, Vínarborg og Tokíó. í þýskum blöðum í morgun er afleiðing þessara breytinga á ráðuneytinu og slcipulagn- ingu þess talin aðallega sú, að vald Hitlers sé aukið og megi nú heita algerl. Ríkið, herinn og nazistaflokkurinn sé koxxxið undir eina stjórn. Það hafði gengið orðrómur iliTi það u'.ndánfairið, að vo*n Blomberg ætti að leggja niður GÖRING. embætti. Ýmsum getum var leitt að því, livernig í þessu lægi, og meðal annars sagt, að von Blomberg hafi komist í ó- náð á æðri stöðum, við það, að kvænast einlcaritara sínum, en hún var af lágum stigum, og þótti ráðahagurinn ekki sam- boðinn manni í lians stöðu. Af bréfi Hitlers til von Blombergs má þó ráða, að von Blomberg lxafi fyrir nokkru verið búinn að biðjast lausnar. I bréfi þessu þakkar Hitler lionxiin mjög innilega fyrir vel unnið starf. VON RIBBENTROP. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Beytingarnar á yfir- stjórn hersins og rík- isstjórninni eru tald- ar sigur fyrir hina íhalds- samari herforingja i hern- um sem hafa spyrnt á móti hverskonar tilraunum til þess að hafa áhrif á þá stefnu, sem þeir fylgja. Hinsvegar er búist við, að það muni hafa í för með sér breytingar á utanríkis- málastefnu Þjóðverja, að von Ribbentrop hefir tekið við utanríkismálaráðherra- embættinu af von Neurath. Samkvæmt opinberum heimildum hefir United Press verið gefið í skyn, að róttækra breytinga sé að vænta á fjárhags- og at- vinnulífssviði, til þess að styrkja bær stoðir, sem hið nationalcocialistiska vald hvílir á. — Þýsku blöðin telja, m. a. Börzen-Zeitung, að af breytingunum, sem gerðar hafi verið, muni Jeiða, að áhrifa Þýskalands muni gæta enn meira í al- heimsmálum en verið hefir. Times furðar sig á breyt- ingurn þeim, sem gerðar hafa verið og telur vald ríkisstjórnarinnar yfir hernum munu hafa aukist. — Daily Telegraph telur, að Hitler hafi snarlega losað sig við þá, sem hann ekld ’aldi hafa skoðanir í sam- ræmi við sínar eigin í utan- ríkismálum. United Press. VON NEURATH. Þ. 2 þ. m. varð von Neurath 65 ára gamall. Það vill svo til, að sama dag á hann 40 ára starfsafmæli í þjónustu ríkisins. Hóf lxann starf sitt í dómsmálaráðuneyti Wurttembergrilds 1898 og 1903 varð hann visikonsúll í London, 1908 var liann kallaður heim til þess að taka við starfi í innanríkisráðuneytinu. 1919 varð liann sendiherra í Kaupmannalxöfn, 1921 í Róm og 1930 í London. von Neurath er vafalaust mestur þeirra manna, sem nú hafa látið af störfum í Þýskalandi. Nýr frakkneskur sendi- kennari. Háskóli Islands hefir fengið hingað frakkneskan sendikennara, M. Jean Haupt, og er hann fyrir skömmu hingað kominn, og tekur til starfa innan skamms. Tiðindamaður frá Visi átti í gær viðlal við M. Jean Haupt, frakkneskan sendikennara, isem kom liingað á Gullfossi síðast, til þess að flytja fyrir- lestra við Háskólann um sögu Frakklands og bókmentir og lxafa á hendi kenslu i frakk- neskri tungu í Háskólanum. En auk þess hefir svo um sam- ist, (svo sem venja ler til að því er hina frakknesku sendi- kennara snertir, er hingað lcoma, að M. Haupt hafi með höndum frakkneskukenslu fyr- ir Alliance Francaise. Var hann kjörinn til sendikennara- stai’fsins af frakknesku ríkis- stjórninni. M. Jean Haupt er ungur mentamaður, og hefir lengj dvalist í Suðux--Frakklandi. „Hvar stunduðuð þér nám?“ spyr tíðindamaðurinn bann. „í háskólanum í Marseille. Las eg þýsku, og lauk fullnað- arprófi í þeirri grein.“ M. JEAN HAUPT. „Hafið þér verið sendikenn- ari annarsstaðar en hér?“ „Já. Eg liafði með liöndum kenslu í frakknesku við háskól- ann í Königsberg í Þýskalandi siðasta skólaár, eða frá því í olctóber 1936 þar til i júnímán- uði siðastliðnum. Þar næst tók eg við kenslustai’fi í Menta- skólanum í Domfront í Nor- Frli. á bls. 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.