Vísir - 04.03.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 04.03.1938, Blaðsíða 3
V t S I R Floghöfn mi ekki vera viö Shell-vikina Vatnagardar eiga að verða stöö sjóflugvélar. jgær urðu á bæjarstjórnar- fundi nokkrar umræður um hvar velja skyldi stað fyrir flugskýli handa vél þeirri, sem Akureyringar hafa keypt og ætla að hefja ferðir með í vor. Kom í ljós, að það er mjög á reiki hvar ætla eigi slíkri flug- stöð stað. Flugfélagíð ætlaði sér að reisa skýlið við Shell-vikina, þar sem nú er mikil aðsókn á sumrin til sjóbaða, en félagið hafði ekki fengið leyfi til að liafa skýlið á þessum stað. Á bæjarstjórnarfundinum í gær kom fram megn óánægja út af því, ef horfiö yrði að því að taka Shell-víkina undir flug- stöð. Bjarni Benediktsson lagði til, að frestað yi-ði fjárveitingu til flugskýlis þessa þar til á- kveðinn væri hæfilegur staður, en skv. till. frá Jakob Möller var fjárveitingin samþykt, en bundin því skilyrði, að sam- þykki réttra aðila lægi fyrir um staðinn. Vísir hefir út af þessu máli snúið sér til Harðar Bjarnason- ar húsameistara, sem sæti á í byggingarnefnd. Komst hann m. annars svo að orði: Eg tel, að nota eigi Vatna- garða undir þetta flugskýli og sé þar höfð stöö fyrir sjóflug- vélar, enda er slík stöð þar fyr- ir hendi þótt ófullkomin sé. En það er vitanlega engin frá- gangssök að laga stöðina i Vatnagörðum og býst eg við að til þess þurfi ekki mjög mikinn tilkostnað. Eg hefi lieyrt, aS þetta flugskýli í Skerjafirði liafi verið ætlað til bráðabirgða. En við þekkjum þessi „bráða- birgðaskýli“, sem reist eru þessum bæ, en sfSan fá að standa von úr viti óátalið. Að öðru leyti tel eg það fljótfærn islegt af forráðamönnum flug- málanna að ákveða Shell-vík- ina, sjóbaðstað Reykvíkinga viS jaðar íþróttahverfisins, fyrir flugliöfn, sem, eins og gefur að skilja á ekki neitt erindi á slík an stað og yrði mjög illa liðin lijá þeim Reykvikingum, sem sjóböð slunda. Ákvörðun viröist hafa verið tekin um þennan stað, segir Hörður ennfremur, áður en hlutaðeigandi nefndir gáfu samþykki, sem ekki má eiga sér stað, auk þess sem mér er kunnugt um, að málið hefir Farsóttatilfelli á öllu landinu í janúar voru 2381 talsins, þar af í Reykjavík 906, Suöurlandi 409, Vestur- landi 670 og Austurlandi 250. Farsóttatilfellin voru sem hér segir (tölur í svigum frá Rvík, nema annars sé getið): Kverka- bóíga 628 (277). Kvefsótt 1313 (449). Blóðsólt 12 (0). Gigtsótt 13 (2). Taugaveiki 1 (1). Iðra- kvef 181 (75). Inflúensa 2 (Sl. I, VI. 1). Hettusótt 7 (Al.). Kveflungnabólga 29 (9). Talc- sótt 16 (7). Rauðir hundar (Sl. II, VI. 6). Skarlatssótt 21 (Rvlc 14, Sl. 1, Nl. 6). Svefnsýki 1 (Nl.). Heimakoma 9 (1). Þrimlasótt 1 (0). Umferðargula 16 (0). Kossageit 3 (2). Munn- angur 5 (2). Hlaupahóla 97 (68). Ristill 7 (0). — Land- læknisskrifstofan. (FB). ekki verið borið undir þá deild æjarverkfræðings, sem að skipulagsmálum starfar. Það er )ví fylsta ástæða til að athuga nú þegar aðra möguleika fyrir lendingarstað lianda þessari vél, sem er mjög kærkomin, og er það eflaust, að Vatnagarðana ber að gera að fullkominni endingarstöð. Flughöfn og sjó- baðstaður geta aldrei verið á sama stað. Tvö hös b unna á Oddeyri f ty rinött. 3. mars. FÚ. Á Oddeyri hrunnu í nótt tvö hús — annað til kaldra kola og liitt að nokkru leyti. — Frétta- ritari útvarpsins á Akureyri lýs- ir þannig atburðum eftir heim- ildum slökkviliðsstjóra: Á fjórðu stundu í nótt varð fólk, er var að koma heim af skemtisamkomu, elds vart á Oddeyrartanga. Fólkið gerði þá aðvart með því að brjóta bruna- boða. Slökkviliðið kom á velt- vang klukkan 4 og var þá stórt einlyft timburhús við Sjávar- götu alelda, og kviknaði i öðru tvílyftu húsi járnldæddu. — Einlyfta húsið brann til kaldra kola. Húsið átti Jón Ivristjáns- son útgerðarmaður. í húsinu voru ýmiskonar veiðarfæri svo sem: síldarnætur, einnig saltsíld og tómar tunnur. — Af tvílyfta húsinu brann efri hæðin mikið að innan. — Þar voru einnig geymdar síldarnætur og aðrir hlutir varðandi útgerð. Eigandi þess húss er Sverrir Ragnars. Nokkuð af þeim veiðarfærum er brann, var óvátrygt. Fjöldi báta stóð uppi nálægt húsun- um og varð þeim öllum hjargað. Upptök eldsins eru ekki kunn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför konunnar minnar og móður okkar, Bjarneyjar G. Hafberg. Helgi Hafberg og börn. FRÁ YESTMANNAEYJUM. Dtfflr Gísla beitins Gnðjflnssonar. 3. mars. FJÓ. Jarðarför Gísla sáluga Guð- jónsonar, sem fórst með vél- bátnum Víði frá Vestmanna- eyjum 6. f. m., fór fram í Vest- mannaeyjum í dag með mikilli viðhöfn. — Hófst athöfnin með húskveðju að heimili hans liirkjubæ að viðstöddu fjöl- menni. íþróttafélag bæjarins og Félag ungra sjálfstæðismanna gengu fyrir kistunni undir fán- um. — íþróttamenn báru kist- una í kirkju og úr, og ungir sjálfstæðismenn frá kirkju aö kirkjugarði, en nokkrir vinir hins látna þaðan í kirkjugarð. Minningarathöfn um þá, sem með honum druknuðu, hélt sóknarpreslurinn, sira Sigurjón Árnason, sem einnig flutti hús- kveðju. -— Lik Gísla sáluga rak á Skúmsstaðafjöru nokkrum dögum eftir að báturinn fórst. aðeins Loftup. Rafbylgjuofnarnir. Guöm. Jónsson, Agnar Breiö- fjörö og Stefán Runólfsson hafa gefið bæjarstjórn kost á að taka þátt í framleiðslu rafbylgjuofna. iBæjarráð samþykti að leita um- sagnar rafmagnsstjóra. Bjöpn Kristj ázisson. Nokkur afmælisorð. Því eldri sem eg verð því meir vex mér í augum sá mikli munur sem er á góðum mönn- um og vondum. Og það er ekk- ert efamál til hvorra telja skal Björn Ivristjánsson, og heldur ekki að þar hefir farið vit eftir drengskap. Mætti þar margt til nefna, þó að eg víki aðeins á það sem mér má vera best kunnugt um, þar eð það hefir komið fram við mig sjálfan. Það mun einliverntíma þýkja með ólíkindum, þegar þess er gætt, hvert verk eg hefi unnið i jarðfræði íslands, en þó var svo komið um sinn, að til stóð, að liætta að veita mér styrk úr landssjóði. En þá tók Björn Kristjánsson sig til og gekk í málið, og bjargaði þvi við, og elcki fyrirhafnarlaust. Mun það verk einhverntíma frægt verða að makleikum. Hefði eg verið illa staddur ef slíks drengskap- ar hefði ekki við notið, þvi að tekið liafði fyrir allan styrk til mín frá Danmörku, og þegar ófriðurinn mikli hófst, var vit- anlega öll von úti um styrk til rannsókna minna frá Þýska- landi. En það liafði komið til tals í vísindafélaginu í Berlín, —án þess aðeg ætti upptökin aö því, — að veita mér fé þaðan. Horfði það mál um tíma væn- lega og hefðu efnahagsástæður mínar lcomist gersamlega i annað liorf ef því hefði orðið framgengt, svo riflega átti að taka til. — Foreldrar minir höfðu miklar mætur á Birni Kristjánssyni og hafði móðir min einhverntima sagt honum eitthvað til á píanó. Man eg eftir því, að eitthvert sinn er Björn hafði komið, sagði móðir mín, er liann var farinn: Mér þykir altaf svo gaman að tala við Björn Kristjánsson, hann er svo gáfaður. Hélt 'eg þá, að móðir mín mundi ef til vill gera fullmikið úr gáfum Björns, en sá síðar, að liún hafði alveg rétt fyrir sér, einsog oftar þegar liún lét í ljósi álit sitt á mönn- um; því að liún var tiltakan- lega mannglögg. Aðrir munu á afmæli þessu minnast á liið margháttaða og milcla æviverk þessa afreks- manns; eg ætla liér aðeins að geta þess, að rannsóknarsaga íslands mun ávalt hafa nafn hans i heiðri sem þess manns, er öllum öðrum fremur og af ótrúlegri þrautseigju liefir leit- að að málmum liér á landi, og fann þá margt sem menn höfðu ekki áður vitað að hér er til, einsog t. d. hin fræga þrenning koparkis, blýglans og járnspat, sem prýði er að á liverju steina safni. — Það má vita með vissu um mann eins og Björn Krist- jánsson, að honum munu ekki verða vandræði úr því, þegar á aðra jörð kemur, hvað hann .eigi að taka sér fyrir hendur. En svo segja þeir, sem gera má ráð fyrir að kunnugt sé um það mál, að þeir sem í lífinu hér á jörðu, liafa verið áhugalitlir um fróðleik og nytsamt starf, verði í nokkrum vandræðum með sjálfa sig þegar yfirum kemur. 26. febr. ’38. Helgi Pjeturss. Andinn frá Moskva. Erlend blöð segja að staðaldri frá trúarofsóknum kommún- ista. Hér er útdráttur úr einni grein. I fyrra vetur bar minna á of- sóknum gegn kristindómi á Rússlandi en áður fyrri. í stjórnarskrá Stalins frá haust- inu 1936 var Rússum „veitt trúarlegt frelsi“ í þeim skiln- ingi, að nú mátti hver trúa þvi sem lionum sýndist, en allmikl- ar hömlur voru þó áfram á op- inberum guðræknisiðkunum og öllu trúarboði. Samt sem áður varð þetta nýfengna samviskufrelsi til þess að miklu meira har á með- fæddri trúrækni Rússa í fyrra vetur en áður. Þótti ýmsum þá sýnilegt, að guðleysið hefði bor- ið lægri ldut, og vonuðu, að nú væri að liefjast nýtt og betra tímabil í trúmálum Rússa. En guðstrúarhatrið er þó ekki úr sögunni, og er það víða hvar ötullega stutt af valdhöfunum. Var ný sókn liafin í haust sem leið gegn kristinni trú. Blöðin láta að vísu í veðri vaka, að það sé ekki trúarhatur heldur ætt- jarðarást, sem valdi ofsóknun- um. Viðkvæðið er: „Kristnir menn eru óvinir ríkisins, þeir eru í sambandi við erlenda óvini vora og þvi réttnefndir landi'áðamenn.“ En ýmsar fyrirskipanir sýna þó greinilega guðstrúarhatrið. Ef nokkur starfsmaður í landher, lofther eða sjóher læt- ur prest gifta sig, skal hann lafarlaust missa stöðuna! Fang- elsisvist er lögð við, ef nokkur hermaður sækir kirkju í ein- kennisbúningi sínum o. s. frv. Síðan um jól liafa ýmsir biskupar rússnesku kirkjunnar verið handteknir. Má þar nefna Vísaríon, yfirbiskup i Moskva, Vitaly, fyr yfirbiskup „lifandi kirkjunnar“, Pitirim erkibislc- up, biskupana Lebedeyeff, Púrlevski, Vetlúzhski og Mas- lovsky. Ennfremur hafa all- margir lægri klerkar verið handteknir. Ekki eru þeir ákærðir fyrir kristna trú, — sei, sei, nei! Þeir eru taldir „Trolzki-sinn- ar“, og „vinir Þjóðverja“, og svo liafa þeir ofan á alt saman „heðið fyrir sálum landráða- manna“, og það meira að segja fyrir sál Tukatefskis yfirhers- höfðingja. Þeir liafa kvatt presta til að verða verkamenn til þess að hafa trúaráhrif á aðra vcrka- menn. Þeir hafa lesið úr biblí- unni fyrir bændur eftir máltíð- ir og kvatt fjölda fólks til biblíu- lesturs! - Ekki er „trúarbragða- frelsið“ svo mikið að annað eins sé leyfilegt þar sem „and- inn frá Moskva“ rikir. Kaþólskir menn og evangel- iskir verða og fyrir þessum endurvöktu ofsóknum. Enska blaðið „Times“ segir að nýverið hafi lettneskur sjó- maður mist lífið í Leningrad. Skipverjar, landar hans, vildu fá prest til að jarða liann, en gátu hvergi spurt upp evangel- iskan prest í borginni, sem tel- ur þó um hálfa þriðju miljón íbú'a. (Kristil. Dagblað, 15. jan. þ. á.). Bœtar- fréttír I.O.O.F.l. = 119348V2 = Veðrið í morgun. í Reykjavík o stig, mestur hiti í gær 4, minstur í nótt o stig. Úr- koma í gær 4.2 mm. Sólskin í 1.7 stundir. Kaldast á landinu í morg- un —4 stig. Bolungarvik, Horni og víðar, heitast 3 stig, í Papey. Yfirlit: Lægðin sem var yfir vest- urströnd íslands í gærkveldi er nú kornin noröaustur um Lofoten í Noregi. Horfur: Faxaflói: Suð- vestan gola og úrkomulítið í dag, en vaxandi sunnanátt, slydda eða rigning í nótt. * Franski sendikennarinn M. Haupt flytur 3. fyrirlestur sinn í Háskólanum í kveld kl. 8. Fyrirlesturinn fjallar um „Moli- ére og samtíð hans. Öllum heimill aögangur. Starfsmannafél. Reykjavíkur heldur árshátíð sína annað kveld aö Hótel Borg og hefst hún á borðhaldi kl. 7.30. Aögöngumið- ar fást hjá Maríu Maack, Þing- holtsstræti 25, skrifstofum hafnar- innar, rafveitunnar, gasstöðvar- innar og hjá lögreglunni. Verða menn að fá alla aðgöngumiða þar, því að þeir fást ekki við inngang- inn, Barnaskemtun Glímufélagsins Ármanns í Iðnó á öskudaginn fór hið besta fram. Skemtiskráin var fjölbreytt nijög og vöktu ýms atriði hennar ó- blandna ánægju gestanna. Húsið var yfirfult og vegna þess að mörg börn urðu frá að hverfa, verður skemtunin endurtekin laugardag- inn 12. þ. m. Félagið Sverige—Island heldur fund! í háskólanum í Gautaborg i dag. Þýski prófessor- inn Konstantin Reichard flytur þar fyrirlestur um forn-íslensk hetjukvæði. (FÚ). íslendingafélagið í Kaupm.höfn heldur fund á laugardaginn kemur. Þar flytur dr. Sigfús Blöndal bókavörður erindi um Miklagarð. (FÚ). Bláa kápan verður leikin næst á sunnudag kl. 3 síðdegis. Sjá augl. „Fornar dygðir“, revyan sprenghlægilega, verður leikin í kveld kl. 8 stundvíslega. Sjá augl. f janúar komu 14905 gestir í sundhöllina greiddu þeir 8300 kr. í inngangs- eyri. Flestir gestir á dag voru 692, fæstir 236. Goðafoss í ásiglingu. í fyrrinótt var Goðafoss á ferð um Kielarskurðinn á leið til Kaup- mannahafnrr frá Hamborg. Rakst hann þar á annað skip og lask- aðist nokkuð ofansjávar, en hann hélt áfram för sinni til Hafnar og verður þar gert við skemdirn- ar. Mun það hafa verið lithauiskt skip, er sigldi á Goðafoss. Farþeg- ar voru fáir með skipinu, er þetta vildi til. Skipstjóri á Goðafossi er Pétur Björnsson. V erslunarskólanemendur, sem útskrifuðust vorið 1934, halda skemtifund í kvöld kl. 8.30 að Hótel Borg, uppi, Happdrætti Háskólans. Fyrsti dráttur á yfirstandandi ári fer fram 10. mars. Fara nú að verða síðustu forvöð að endur- nýja. Höfnin. Kári kom inn i gær meö bilaða vél. Sindri kom af ufsaveiðum með góðan afla. Brimir fór á ufsa- veiðar. Þýskur togari kom inn í morgun vegna bilunar. Enskur togari kom i morgun með annan í eftirdragi. Hafði hann fengið vír í skrúfuna. Einn vinningur getur ger- breytt lífskjörum yðar. Þér getið ef til vill reist hús, keypt bát, bil, viðtæki, raf- suðuvél eða annað, eða losm að við óþægilegar skuldir, — ef heppnin er með. En til þess þurfið þér að eignast miða. 4 Frá s a f emi Happdrættisir s. 31. Miðarnir í kjötlærinu. Aðfaranótt 9. marz 1936 dreymdi konu eina i Keflavik, að maður kæmi inn til hennar og segði: „Nú ættuð þið að kaupa ykkur happdrættismiða.“ „Jæja, eigum við að gera það?“ svaraði konan. „Já, það skuluð þið gera,“ sagði maðurinn. Ekki kannaðist hún við manninn. Hún vaknaði og leit á klukkuna og var hún þá 2. Hún var að hugsa um að vekja manninn sinn og segja honum frá draumnum, en hætti við það. Sofnaði hún og dreymdi sama drauminn, en i þetta sinn sagði röddin: „Ykk ur er alveg óhætt að kaupa miða, þið munuð ábyggilega vinna.“ Ivonan varð mjög glöð í svefnin um og þóttist lofa guð fyrir Fannst henni siðan, að dráttur færi fram og þau hjón hlytu vinning, og þóttist hún fara til Reykjavíkur, til þess' að sækja vinninginn. Fannst henni, að hún væri komin i eitthvert hús og að einn nafngreindur umboðs- maður stæði fyrir framan stóran hunka af bankaseðlum, og stakk hann þeim inn í kjötlæri og fékk henni. Um morguninn, er hún vaknaði, sagði hún manni sinum drauminn, og að nú væri óhætt fyrir þau að spila. Annars höfðu þau ákveðið að spila ekki þetta ár. Daginn eftir átti dráttur að fara fram, og flýttu þau sér að ná í miða. Unnu þau helminginn af hæsta vinningi, eða 5000 krón- ur. Sveltnr sitjandi kruka en fljúgandi fær. Vegna óvanalegrar eftir- sóknar tilkynnist lieiðruðum viðskiftavinum Happdrættis ins, að pantaðir miðar hjá umboðsmönnum vorum verða að skrásetjast og sækj ast í síðasta lagi 5. mars annars eiga viðskiftamenn vorir á hættu að liinir pönt uðu miðar verði seldir öðr- um. — UMBOÐSMENN í Reykjavík hafa opið á laugardag 5. mars til kl. 10 e. h. — Umboðsmenn í Reykjavík eru: Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs- götu 1, sími 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykja- víkurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484, Frú Maren Pétursdóttir, Lauga- veg 66, simi 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhús- inu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, shni 3244. Umboðsmenn í Hafnarfirði erH: Valdimar Long, kaupm., sími 9288. Verslun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.