Vísir - 09.03.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 09.03.1938, Blaðsíða 3
V t S I R íþróttirnar og framtíð þjóðarinnar. ! Vidtal við Sigurjón Pétursson í tilefni af fimtugsafmæíi hans. „Hér þárf að ala upp hrausta, tápmikla þjóð“, sagði Sigurjón Pétursson, íþróttafrömuðurinn þjóðkunni, er tíðindamaður Vísis sótti liann lieim í gærkveldi, i tilefni af fimtugsafmæli lians. „Eg er um ekkert sannfærðari en það, að með heilbrigðri íþróttastarfsemi meðal barna og ungmenna er lagður traustasti grundvöllurinn til þess að ná þessu marki. Með starfrækslu íþróttaskólans á Álafossi hefi eg viljað leggja fram minn skerf til þess, — láta börnin og unglingana, sem þangað koma, njóta þeirrar þekkingar og reynslu, sem eg hefi aflað mér við íþróttaiðkanir og störf í þágu íþróttamála á liðnum árum.“ Þannig fórust orð hinum á- gæta íþróttafrömuði, sem fjöldi foreldra og barna þakkar i dag alt það starf, sem hann hefir unnið fyrir hörn þeirra, fyrir að hafa gert þau hraustari, áhuga- samari og tápmeiri, en reynsl- an hefir ótvirætt sannað, að það rættist, sem Sigurjón Pétursson óskaði og vildi, að ynnist með iþróttastarfseminni á Álafossi. En fyrir því er á þetta minst strax í upphafi þessarar grein- ar, að þessa starfsemi Sigurjóns Péturssonar verður að telja með því allra merkasta, sem hann hefir telcið sér fyrir hend- ur og unnið að af sinum al- kunna dugnaði. En það er margt annað á að minnast, þeg- ar slíkur maður sem Sigurjón Pétursson á fimtugsafmæli, maður, sem af miklum dugn- aði liefir um mörg ár rekið mikið fyrirtæki, Klæðaverlc- smiðjuna Álafoss, og í því starfi og á ýmsan annan hátt, unnið að því og verið þess hvetjandi, að innlendur iðnaður kæmist á sem traustastan grundvöll, landi og þjóð til blessunar. En áhuga sínum hefir Sigurjón heitt í þágu fjölda margra nyt- semdar mála og hvarvetna reynst hinn besti liðsmaður og staðið fremstur í flokki. „Iivað er nú efst á baugi í huganum á tímainótum sem þessum?“ spyr tíðindamaður- inn. „Gleðin yfir að vera hraust- ur og starfandi“, svarar Sigur- jón óhikað. Og hann bætir við: „Og það get eg þakkað íþrótt- unum, að eg liefi iðkað iþrótt- ir, þjálfað líkama minn vel og hvorki neytt áfengis eða tóbaks. Tel eg það eitt höfuðskilyrði fyrir því, að vera hraustur og sterlcur, að neyta ekki áfengis og tóbaks, og það hryggir mig, er eg verð þess var, að efnilegir íþróttamenn og konur gæta ekki þess, að forðast alt shkt, því að fátt eða ekkert er þeim hættulegra. Þetta hefir mér alt af verið ljóst og liefi eg lagt á það hina mestu áherslu, að leiða börn þau og unglinga, sem fal- in eru í mína umsjá, i fullan skilning um það, þegar frá hyi-jun, að framtíðarheilbrigði þeirra sé undir þvi komin, að forðast alt sem verður heil- brigði þeirra, líkams- og sálar- þroska til tjóns, en þar til má fyrst og fremst telja áfengi og tóbak“. „Hvenær fenguð þér fyrst áhuga fyrir íþróttum?“ „Eg byrjaði að læra sund lijá Páli heitnum Erlingssyni 1901 og 1902, en iðkaði lítið sund fyrr en 1905. Eg liafði átt við veikindi að stríða og fór að iðka íþróttir af nýju til þess að styrkja mig, er þau voru af- staðin, hélt því svo áfram æ meira, en íþróttaáhuginn jókst jafnt og þétt, en með stofnun SIGURJÓN PÉTURSSON með Islandsheltið og Ármanns- skjöldinn. Á horðinu er skauta- bikarinn. Armanns kom mikið fjör i iþróttastarfsemina í bænum og er þar frá mörgu að segja, en á eitt vildi eg leggja áherslu, að meðal íþróttamanna í þessum bæ öll þessi ár var sterk þjóð- erniskend og sá styrkur, sem íþróttamenn veittu fánamál- inu og sjálfstæðismálinu, var ómetanlegur. — íþróttamenn báru hinn bláhvíta fána, sem þá var barist fyrir, að yrði fáni íslands, hvarvetna, er þeir komu saman, gengu í fylkingum o. s. frv. íþrótta- menn eiga heiður skilið fyrir áhuga sinn og störf fyrir þessi mál“. Á heimili Sigurjóns Péturs- sonar getur að líta gripi marga og fagra, sem hann hefir hlot- ið fyrir unna sigra, er hann ár- um saman kepti í ýmsum í- þróttagreinum, ekki aðeins hér á landi, lieldur fyrir kepni í grísk-rómverskri glímu erlend- is o. fl. Nú er Sigurjón Péturs- son liættur að keppa og mundi þó kepnisfær í margri grein enn ef reyndi við sér yngri menn. En liinu mikla kappi sinu og áhuga beitir liann nú til þess að gera æskulýðinn liraustan og tápmikinn. Heillaslceyti foreldra unglinganna, sem Sigurjón hef- ir haft undir höndum, voru þegar farin að koma á heimili bans í gær. Má af því marka hvern hug menn bera til Sigur- jóns fyrir þessa starfsemi hans. Það eru engin tök að lýsa íþróttaferli Sigurjóns Péturs- sonar í stuttri blaðagrein eða viðtali. Hann var um langt skeið ekki aðeins fjölhæfur iþróttaiðkandi, heldur og jafn- framt starfandi að hverskonar íþróttamálum, og allstaðar var hann sami víkingurinn. Hann var einn af stofnendum Ár- manns, sem heiðrar liann með samsæti í kvöld. I Ármanni var fyrstu árin iðkuð glima aðallega eða einvörðungu. Einna mest mun Sigurjón liafa æft sig. við þá Hallgrhn Benedilctsson og Guðmund Stefánson, Egilssonar múrara, og var oft ánægjulegt að sjá þessa þrjá kappa keppa um „skjöldinn“ og beltið. „Um íslandsbeltið var fyrst kept 1907, og var fyx-sti liand- hafi þess Ólafur V. Danielsson“, sagði S. P. við líðindamann Vís- is, „og Jóhannes Jósefsson 1908 og 1909, en 1909 fórurn við Gúðmundur Stefánsson norður. Vann Guðmundur beltið, en eg var liandhafi þess 1910—1920“. „En Ármannsskj öldinn ?“ „Hann vann eg sex sinnm í röð — tvo skildi til fullrar eign- ar. Vann eg hann fyrst 1910, en 1908 og 1909 vann Hallgrím- ur Benediktsson hann“. „Þér iðkuðu margar aðrar íþróttir en glimu“. „Svo var það“, segir Sigui-jón Pétui-sson, „lilaup, skautahlaup, o. m. fl. íþróttavöllurinn gamli var vígður 1911, en þá var hald- ið liér ágætt íþróttamót, sem liófst þ. 17. júní, sem kunnugt er. Var það mikið starf, sem íþróttamenn lögðu í að koma upp vellinum, svo og sundskála við Skei'jafjöx'ð o. fl. Var mikið unnið í sjálfhoðavinnu“. Iiér má þvi vel við hæta, því að það sýnir áhuga Sigurjóns Péturssonar og fjölhæfni sem iþróttamanns, að á iþróttamót- inu 1911 kepti hann í 11 íþrótta- greinum og vann verðlaun í öllum, þar af fyrstu vei'ðlaun í sjö. Sigui-jón Pétursson átti sæti í stjórn íþróttasambands Reykjavíkur, en á henni hvildu mikil störf og foi-ysta í íþrótta- málum. Og þar sem annarsstað- ar var Sigurjón Pétursson í fylkingarbrjósti. 1908 og 1912 var hann í flokkum þeim, sem fóru héðan á olympisku leikana (í London og Stokkhólmi). I lok viðtals þess, sem tíð- . indamaður Vísis átti við Sigui'- jón Pétursson í. gærkveldi bar „óskabarn“ S. P. — íþróttaskól- ann á Álafossi — enn á górna. „íþróttakensla hyrjaði þar 1926“, segir S. P. „Fékk eg Vigni Andrésson til þess að kenna drengjum þar sund, með ágætum árangri. Og æ síðan liafa færri lcomist að en vildu“. „En skólinn i sinni núverandi mynd ?“ „Hann komst á fót 1930, og er Sundhöll Álafoss komst upp bötnuðu öll skilyrði til iþrótta- kenslu afar mikið, því að eins og tíðarfari er hér liáttað, er mikilvægt að geta kent inni“. „Hve margir liafa notið kenslu í skólanum?“ „Um 1700“, segir Sigurjón — „og hópurinn vex nú ört með liverju árinu“. Ritfregn. Vilhjálmur Stefánsson: Ferðabælcur. II. Meðal Eskimóa. — Rvík 1938. Ársæll Ái'nason. 6. hefti. Annað bindi ferðabóka Vil- hjálms Stefíánssonar hóf göngu sína fyrir nokkuru. Fyrsta bindið af þessu merka og skemtilega safni heitir, eins og menn muna, Veiðimenn á hjara heims, en annað bindið, sem nú eru kornin tvö hefti af, kallast „Meðal Eskimóa“. Alls eru þá komin sex hefti af safn- inu. I þessu seinasta hefti er til dæmis bráðskemtilegur kafli um grábjarna- og hreindýra- veiðar. Margar rnyndir eru í heftinu. „Meðal Eskimóa“ er ef lil vill enn líldegri til vinsælda Jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður, Jóns Jónassooap Straumfjörð, fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 11. þ. m. og liefst með húskveðju á heimili lians, Ránai'götu 22, kl. 1. Ragnheiður J. Straumfjörð. Guðrún Jónsdóttir. Ólafur Þórðarson. Bláa kápan. Leikari með Evrópusniði. Bæjai'húar þurfa eklti að kvarta undan leikhúsinu núna, þar sem Leikfélag Reykjavikur leikur „Fyrirvinnan", mjög sæmilegt leikrit eftir enskan höfund, og gerir það mikið rösklega, og svo leikur Tónlist- ai'félagið „Bláa kápan“ eftir Kollo. Það er nú orðið svo langt síðan eg hefi sagt nokkuð urn leik, að mig langar til þess að láta út úr mér fáein orð um „Bláu kápuna“. Meðfei'ðin á henni er með þeim hætti, að hér hefir aldrei sést annað eins á siðari árum leikliússins, og eg man aldrei til að eg liafi fyrr en hér orðið var við það loft, sem maður annarsstaðar finnur í hverju leikhúsi, og ómögulegt er að lýsa hvernig er, en er hreint og ómengað leikhúsloft. Eg man ekki fyr til þess en undir þessum leik, að eg hafi gleymt þessum liálfgerða fjala- ketti, senx eg sat í, og því, að það voru ekki atvinnuleikarar, sem eg var að horfa á. Því verður ekki neitað, að það er Pétur Jónsson, óperusongv- ari, sem fyrst og fremst setur svipinn á alt saman. Leikur lians ber ekki aðeins ótvíræð- lega vott unx geisilega mikla náttúrugáfu hans, lxeldur jafn- framt urn þá þjálfun og kunn- áttu, sem ekki aflast nema með stöðugri dvöl á leikf jölunum, og enginn íslenskra manna ræður yfir í bili nerna liann einn. Af lionum er það, sem Evrópublær- inn andar, það er liann, sem veldur því, að manni finst, að xnaður nú loksins sé i leikhúsi. Með þessu er ekki verið að niðra hinum venjulegu leikúr- um liér, en þeir hafa óncitan- lega aldrei átt fæi'i á að afla sér þeirrar þjálfunar — og þó hefja einstöku þeii’ra sig langt upp yfir viðvaningsliáttinn. Pétur er leikarinn í veraldar- sniði, hvert orð, sem hann segir og hver lireyfing hans á svið- inu ber þess Ijósan vott. Það er eins og liann hafi sett blæ- inn á alt annað í kringum sig, því að hver mdðurinn um ann- an þveran er þarna með þess- um sarna hlæ. Bjarni Bjarnason syngur ekki aðeins vel, heldur hefir liann falleg óperettuhljóð, og leikur hans er svo góður og gegn, að liér sést ekki belra. Ungfrú Sigrún Magnúsdóttir syngur vel og sýnir á sviði þá lipurð, sem einmitt liæfir óper- ettunni, og hefði enginn trúað því um liana fyrir nokkrum ár- um. Lárus Ingólfsson er bráð- skemtilegur, og hefir leikara- liæfileika með afhrigðum, en hann mætti að ósekju vera dá- litið minna smeðjulegur. Aðrir sem geta verður er Óskar Guðnason, sem leikur Róberl v. Ranihow greifa og gerir það með hinum mesta finleik, en ef tíl vill full sviplaust þegar fram í sækir. Um konu lians er sama að segja, að það er yndislegur næmleikur í leik Iiennar, en ef til vill fulllítill manndómur. en „Veiðimenn á hjara heims“. Verður bindisins nánar getið, þegar það er alt komið. a. Ekki má gleyma Arnóri Hall- dórssyni, sem leikur skóaranem- ann; hann gerir það með liinni mestu prýði, og er bersýnilegt, að hann á til sjálfslæða getu, en það ber samt fullmikið á leið- beiningunni, sem hann hefir fengið. Allur er leikurinn samfeldur og fallegur, og man eg ekki eft- ir að hafa séð hér neitt á leik- sviði, sem jafnast á við þetta. Guðbr. Jónsson. Bæjap fréifír Útför dr. Jóns ófeigssonar, yfirkennara, fór fram í gær a'ð viðstöddu fjölmenni. Síra Bjarni Jónsson flutti húskveSjuna og flutti einnig líkræðuna í kirkju. Nemendur Mentaskólans gengu fylktu liði á undan líkvagninum frá heimili Jóns og suöur undir Kennaraskóla. Var staðnæmst fyr- framan Mentaskólann og heilsaö meö skólafánanum, sem borinn var fyrir fylkingunni. Blóm og samú'ð- arskeyti bárust víðsvegar að, svo og blómsveigar, m. a. frá ríkis- stjórn, Háskólanum, Mentaskólan- um o. fl. Veðrið í morgun. í Reykjavík i st., mestur hiti í gær 6, minstur í nótt 2 st. Úrkoma í gær 4.5 m.m. Sólskin í 0.1 st. Yfirlit: AJldjúp lægð milli Islands og Noregs. Önnur minni um 1000 km. suðvestur af Islandi á hreyf- ingu í norSaustur. Horfur: Faxa- flói: NorSan og norSaustan kaldi. Úrkomulaust. Skipafregnir. Gullfoss kom til Þingeyrar á hádegi. GoSafoss er í Kaupmanna- höfn. Brúarfoss var væntanlegnr til London í dag. Dettifoss fór frá Vestmannaeyjum á hádegi í dag áleiSis tilGrimsby. Lagarfoss kem- ur til Djúpavogs í kveld. Selfoss kom til Leith í morgun. Togaradeilan. Sáttanefndin hélt nokkura und- irbúningsfundi í gær og ræddi viS útgerSarmenn og fulltrúa sjó- manna. Tillögur komu ekki frá nefndinni í gær. Fundir halda á- fram síödegis í dag. Dýravinafélag barna við Skerjafjörð hélt aöalfund sinn síSastliðinn sunnudag. FormaSur gæslunefnd- ar félagsins, BöSvar Pétursson kennari, lýsti starfsemi félagsins í aSaldráttum á liðnu ári, og gat þess meSal annars, aS börnin hefðu í vetur, er mest voru snjó- ; þyngsli, gefiS smáfuglum út á hjarniö, og væri sívaxandi áhugi fyrir starfsemi félagsins viS | SkerjafjörS. í félaginu eru nú á ; annaS hundraS börn, og bættust 1 viS á fundinum 14 nýir félagar. : Frú Hlíf Magnúsdöttir annast | gæslustarfiS, ásamt BöSvari Pét- s urssyni. Leiðrétting. í grein biskups, sem birtist í gær, um ætt Jóns Ófeigssonar, hafa falliS úr nokkur orS. Á eftir „síra Magnúsar“ komi á Gils- bakka, Andréssonar. Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Mosfellssveit- ar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykja- ness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Lyra til Vestmannaeyja, Færeyja og Bergen. Fagranes til Akraness. — Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, . Ölfuss- og Flóapóstar. Guðspekifélagið. ASalfundur Reykjavíkurstúk- unnar veröur haldinn fimtudaginn 10. þ. m. kl. 9. Kosin stjórn o. fl. Stutt erindi flutt. Enginn fundur föstudaginn 11. þ. m. Á morgun verður dregið. Stærsti vinningur er 10.000 krónur. Vinningsupphæðin vex með liverjum flokki og er í desember samtals 448,900 krónur. Verið með frá upp- hafi og tryggið yður númer. Frá starfsemi Happdrættisins. 41. Draumurinn og heims- sýningin í New York. Ivonu eina í Reykjavílc dreymdi, rétt á undan fyrsta drætti í marz 1937, að maSur kæmi til liennar meö smápakka innvafinn i hvít- an pappír, með gyltum böndum utan um. Reif hún upp pakkann og voru í honum mörg logagylt spjöld, en á þau var letraS meS fögrum, upphleyptum stöfum nafn ákveðins umboSsmanns í Reykjavík. Draumurinn var eklci lengri, en frúin réð hann sjálf þannig, að hún ætti að kaupa happdrættismiða lijá þessum um- boðsmanni og láta hann sjálfan velja miðann og helzt spila á hann með sér. Þetta hefir liún gert, en hefir ekki enn unnið á miðann. En hún er svo sannfærð um að vinna á hann, að hún ætl- ar sér á heimssýninguna i New York 1939, því að vinningurinn getur ekki komið upp fyr en öll gyltu spjöldin, sem tákna endur- nýjun, eru uppgengin. Spjöldin voru nálægt 30, og eiga því 3 ár að líða, unz stóri vinningur- inn kemur upp. 42. Vinnur á þversummuna. Árið 1937, í 8. flokki, kom núm- er upp með 20.000 króna vinning. Eigandi miðans býr yfir óvenju- legum, sálrænum eiginleikum, og hafði árið 1934 spilað á annað númer. 1935 var þessi eigandi sjúklingur, og var að tala við . lækni sinn, var þá hvíslað að sjúklingnum og honum sagt, að hann ætti að spila í happdrætt- inu á miða, er hefði tölu, er væri þversumman af fyrra númeri sínu. Hann bað lækninn að segja sér, hver þversunpnan væri, og nefndi hann töluna. Náði hann í þetta númer, og vann á það eftir rúmlega 2 ár 20.000 krónur. HamingjDhjðliB SDýsí á morgoD. UMBOÐSMENN í Reykjavík hafa opiö til kl. 12 í kvöld, Umboðsmenn í Reykjavík eru: Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, simi 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs- götu 1, sími 3586. EIís Jónsson, kaupm., Reykja- vikurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pélursdóttir, Lauga- veg 66, sími 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhús- inu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, simi 3244. Umboðsmenn í Hafnarfirði eru: Valdimar Long, kaupm., sími 9288. Verslun Þorvalds Bjarnasonar, simi 9310.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.