Vísir - 15.03.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 15.03.1938, Blaðsíða 3
Tt S I R ðrslitatiiraun sáttasemjara og sátta- netndar árangurslaus. Sjómenn höfnuðu rmiölunartil- lögunni, en útgeröarmenn sam> þyktu haua, meö þeim fyrirvara, að vissum skilyröum væri fulinægt. Miðlunartillaga sáttasemjara og nefndarinnar var lögö fyrir félög útgerðarmanna og sjómanna í gærkveldi. Aðalbreytingar þær sem tillagan gerði á eldri samn- ingum voru: a) KaUp lægstlaunuðu háseta á salfisksveiðum hækki um 10 kr. á mánuði, b) síldarpremían sé 3 aurar þegar verð síldarmáls er alt að 5 krónur en hækki úr því um 1/10 úr eyri á hverja 25 aura hækkun á bræðslusíldinni. Nokkrar aðrar breytingar vorú gerðar en þær voru mjög smávægilegar. ÚTGERÐARMENN SAM- ÞYKKJA MEÐ FYRIRVARA. Á fundi útgerðarmanna var samþykkt að senda svohljóð- andi bréf til sáttasemjara, sem svar við tillögunni: „Sem svar við heiðruðu bréfi yðar dags. í dag, ásamt með- fylgjandi miðlunartillögu, var í kvöld baldinn almennur fundur togaraeigenda og þar samþykt eftirfarandi ályktun með öllum atkyæðum fundarmanna: Fundurinn ályktar, að sam- þykkja tillögu þá frá sáttasemj- ara í kaupdeilu Sjómannafélags Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Patreksfjarðar og F. í. B., er fé- laginu barst í kvöld. Samþyktin er þó þvi skilyrði bundin, að bæjarstjórnir Reykjavíkur og Ilafnarfjarðar og hreppsnefnd Patreksfjarðar og Alþingi veiti það miklar ivilnanir á útgjöld- um þeim, er á útgerðinni hvíla, að útgerðarmenn telji sér kleift að halda skipunum úti“, SJÖMANNAFÉLAGSFUND- URINN. Fundurinn í Sjómannafélag- inu liófst kl. 8 e. h. í gær og var stuttur, en all-margmenn- ur. Eftir að stjórn félagsins hafði lagt tillöguna fyrir fund- inn fór fram skrifleg atkvæða- greiðsla undir eftirliti sátta- nefndar og urðu úrslit þau, að tillagan var feld með 284 atkv. gegn 226 eða með 58 atlcvæða meirihluta. Að afloknum fundunum í fé- lögum aðila voru svörin afhent sáttasemjara. Hér með er ekki annað sjá- anlegt, en að afskiftum sátta- semjara og sáttanefndarinnar sé lokið. Miðlunartillaga sú,sem borin var fram í gær, verður að skoðast sem úrslitatilraun af þeirra liálfu til að leysa deiluna. En þá er spurningin — hvað lekur nú við? Blað meirihlula ríkisstjórnar- innar gefur elckert svar við þessari spurningu í morgun, en vitanlegt er, að úr þeirri átt hafa komið fram kröfur, um að opinber gerðardómur verði sett- ur, ef miðlun takist ekki. En minni hluti rildsstj órnar- innar stendur hér ákveðið á móti og vill ekki innleiða það „princip“, að leiða vinnudeilur til lykta með slíkum gerðar- dómi. Hvernig þessi ágreining- ur verður leystur er ekki vitað. Ríkisstjórnin mun ekki liafa tekið vel undir að verða við kröfum útgerðarmanna um bætta aðst. útgerðarinnar, sem er fast skilyrði útgerðarmanna fvrir því, að hækka lcaupgjaldið. En undirtektir sjómanna sýna, að þeir eru ekki harðir í kröf- lun sínum um kauphækkun, svo ef til vill eru þeir ekki örð- ugasti þröskuldurinn á leiðinni til sátta. Mestu örðugleikarnir liggja í fju’verand og núverandi afstöðu þess opinbera til útgerðarinnar. Knattspyraan í Englandi. Middlesbrough vinnur stöðugt. Grimsby sigraði Wolverhampton. S.l. laugardag fóru leikar sem hér segir i i. deild League-kepn- innar : Birmingham—Manchester C'ity 2:2, Charlton—JHuddersfield 4: o, Chelsea—Bolton o: o, Grims- by—Wolverhampton i: ó, Leeds Leicester o: 2, Liverpool—Sunder- land 4: o, Middtesbrough—Arseti- al 2:1, Portsmouth—Brentford 4: I, Preston—Everton 2: 1, Stoke City—Blackpool 1: 3, West Brom- wilh—Derby County 4:2. — Stað- an er nú þessi í 1, deild: Leikir Mörk Stig Arsenal 32 6o—35 39 Wolverhampton . 30 49—34 39 Middlesbrough .. 31 59—43 37 Charlton 30 47—32 36 Preston 32 50—37 36 Brenttord 33 52—45 36 Bolton 32 50—44 35 Leeds 32 53—50 35 Sunderland 32 44—47 34 Leicester 33 43—51 3i Derby County .. 32 53—68 31 Stoke City 32 47—45 30 Chelsea 3i 51—55 29 Blackpool 33 43—5i 29 Birmingham 3i 39—43 28 West Bronrwich . 30 52—57 28 Grimsby 32 40—49 28 Everton 32 56—59 27 Liverpool 3i 46—55 27 Huddersfield ... 31 33—52 27 Manchester City . 30 56—58 26 Portsmouth . ... 32 44—57 26 Middlesbrough vann nú sjöunda sigur sinn í röð, og er líklega sterkasta liðiS í i,- deild nú sem stendur’ Preston er líka mjög sterkt, en Arsenal og Wolver- hampton, og sérstaklega Brent- íord, eru ekki lengur í essinu sínu. Þau félög, sem rekið hafa lestina að undanförnu, reyna nú a‘S spjara sig hvert sem betur getur, því ekk- ert þeirra vill verða fyrir því, að hrapá niður í 2. deild í vor. í 2. deild hefir Sheff. United enn forystuna, hefir 44 stig (í 33 leikjum) ; næst er Aston Villa með 42 stig (32 1.), Manch. United með i)2 stíg (32 1.) og Coventry með 41 stig (32 b). Önnur félög eru langt á eftir. J" "ptnlþESÞ aðeins Loftup. Föstumessa í fríkirkjunni mi'Svikudagskvöld (á morgun) kl. 8)4, sr. Árni Sig- urðsson. Veðrið í rnorgun. 1 Reykjavík 5 st., mestur hiti í gær 7, minstur í nótt 4 st.. Úrkoma í gær 7,9 mm. Heitast á landinu í morgun 5 st., hér, á Reykjanesi og í Vestmannaeyjutn; kaldast — 4, á Horni. — Yfirlit: Víðáttumikil lægð fyrir sunnan ísland, á hægri hreyfingu í austur. — Horfur: Faxaflói: Austan og norðaustan kaldi. Úrkomulaust að mestu. Skipafregrnir. Gullfoss fer út í kveld kl. 8. Goðafoss og Brúarfoss eru í Kaup- mannahöfn, Selfoss í Reykjavík. E.s. Esja var á Norðfirði í gær kl. 4. Höfnin. Sindri kom af'ufsaveiðum í morg- un. Skeljungur kom frá Austfjörð- um í morgun. Gullfoss fór til Kefla- vikur í gær og kom aftur sarndæg- urs. Edda fór vestur í gær. Lestar fislc á Vesturlandi til útflutnings (Portúgal). Sæbjörn Magnússon, áður héraðslæknir á Hesteyri, hefir verið skipaður héraðslæknir í Ólafsvíkurhéraði frá 1. júní næstk. Dr. Betz, þýski sendikennarinn, flytur næsta háskólafyrirlestur sinn í kveld kl. 8. Efni: Gamanleikar Gerhardts Hauptmanns. Öllum heimill að- gangur, Knattspyrnufélag1 Reykjavíkur heldur afmælisfagnað sinn næst- komandi laugardag fyrir fullorðna og: næstk; sunnudag fyrir yngri fé- íaga. Nánar auglýst síðar. Knattspyrnufélagið Valur hélt framhaldsaðalfund sinn í gær. Voru þar m. a. samþykt ný lög fyrir félagið. Þá lá fyrir fund- inum inntökubeitSni frá Hermanni Hermannssyni, fyrv. markverði Vals, en hann sagði sig úr félag- inu á s.l. hausti, og samþyktu fund- armenn inntökubeiðni Hermanns. Formaður , félagsms, Frímann Helgason, sagði þá af sér og aðrir meðlimir stjórnarinnar, sem kosin var á síðasta fundi, og var ástæð- an sú, að inntökubeiðni Hermanns var samþykkt. Var þá kosin ný stjórn, og skipa hana þessir menn: Ólafur Sigurðsson, formaður, og meðstjórnendur Halldór Árnason, Jóhannes Bergsteinsson, Hólmgeir Jónsson, Sveinn Zoéga, Grímar Jónsson og Sigurður Ólafsson. Bifreiðastæðin í miðbænum. Á fundi sínum föstudaginn síð- ast., samþykti bæjarráð, skv. tillögu lögreglustjóra, að segja upp öllum bifreiðastæðum á Lækajrtorgi, í Lækjargötu, Kolasundi, Veltusundi og Hafnarstræti frá 1. maí næst- komandi. Stæðum Hafnarfjarðar- bílanna við Iðnskólann verður þó ekki sagt upp. Stúkufundi útvarpað. í kvöld (þriðjudagskveld) kl. 9 verður útvarpað fundi stúkunnar Verðandi nr. 9. Er þetta næstelsta starfandi stúka á landinu, rúmlega 52 ára gömul, og með fólksflestu stúkum, og hefir mörgum góðum kröftum á að skipa. í fyrra var byrjað að útvarpa stúkufundum, og er það gert í jiví slcjmi, að fólk, sem ekkert þekkir til Reglunnar, geti kynst stúkulífinu og þeirri menningarstarfsemi, sem þar fer fram. (FB.). 85 ára er í dag Kristín Ingimundardótt- ir, sem dvalist hefir um mörg ár í Elliheimilinu,' og er mörgum að góðu kunn. Ægir, mánaðarrit Fiskifélags Islands, febrúarheftið (XXXI. árg., 2. h.) er nýkomið út, fjölbreytt að efni með myndum. Efni: Bátaábyrgðar- félag Vestmannaeyja 75 ára. — Um hákarl og háf. — Sjávarútvegur Norðmanna 1937. — Björgunar- skútan Sæbjörg, — Varðbáturinn Óðinn. —- Skýrsla um aflabrögð í Grímsey 1937. — Fiskiþingið. — Fréttir úr verstöðvunum. ■—- Aðal- fundur Fiskifélags ístands. — Norðmenn kaupa japönsk veiðar- færi. — Matsveinanámskeið í Vest- mannaeyjum o. m. fl. Póstferðir á niorgun, Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfus og Flóa-póstar. Hafnarfjörð- ur, Seltjarnarnes. — Til Reykjavík- ur: Sömu póstar, að viðbættum norðanpósti og Snæfellsnesspósti. Næturlæknir: Bergsv. Ólafsson, Hávallagötu 47, sími 4985. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.50 Fréttir. 20.15 Tónleik- ar Tónlistarskólans. 20.50 Hús- mæðratími: Tæknin í þarfir heim- ilanna. 21.10 Útvarp frá fundi stúkunnar Verðandi nr. 9 í Reykja- vík. TEOfANI Cicjarettur REYKTAR HVARVETNA Sidasta úrrædið. MiIIi draums og veruleika. Það var kvöld eitt i vor, skömmu fýrir kosningarnar, er eg var að hlusta á stjórmálalyg- ar og kosningaloforð, sem eng- um datt í hug að efna, sem hlutlausaútvarpið færði notend- um sínum, rétt til bragðbætis, að til mín kom maður er eg þekti ekki. Kvaðst hann til mín kom- mn að sýna mér nokkuð nýstárlegt, en þá yrði eg að fylgjast með, niður að Alþingis- húsi, enda vorum við þangað komnir fyr en mig varði og gafst mér þá að líta einkenni- lega sjón. Mér fanst alt í einu hálfrokk- ið. Framhlið Alþingishússins var orðin töluvert breytt, og uppi yfir dyrum þess var sem í glóð sæi. Þegar eg gætti betur að, liafði verið sléttaður stór flötur á veggnum yfir dyrun- um, og í liann höggin stór mynd af handjárnum, en innan i hringjum þeirra, öðrumegin þrjár örvar, en liinu megin ham- ar og sigð, en yfir hlekkjunum, er héldu þeim saman, var stjarna með mánasigð á livolfi yfir. Eg vék mér að förunaut mínum og spurði hann, hverju þessu sætti, kvað liann almenn- ingsálit að þetta væri táknmynd þeirrá flokka, er færu með völd í Iandinu, og handjárnastefnu þá, er þeir beittu, enda þekti eg víst merkin sem i hringjunum stæðu, en mánasigð á hvolfi, merkti skiptap í islenskri þjóð- trú, og litu menn svo á, að stjórnarskútuna mundi reka upp á sker og liðast sundur, vegna innhyrðis úlfúðar stjórn- endanna, sem hugsuðu einungis um eigin hag. Svo benti hann mér á vegg- inn og spurði, livort eg hefði lesið það, sem Ietrað væri á hann, sá eg þá að undir hand- járnunum var skráð eldlegu letri: Sannfæring og sannleiksást síst vér liýsa þorum. En undirferli engum brást undir merkjum vorum. En neðanundir stóð þessi heimskunna franska setning: „Aprés nous le déluge“, „eftir oss (kemur) syndaflóðið“, sem eignuð er Lúðvík XV. Frakka- konungi, en af sumum Mme. Pompadour. Mér flaug þá í hug siðasta setningin í yfirskrift Helvítishliða, er Dante lýsir í byrjun þriðju lcviðu „Inferno“ i Divina Comedia:*) „Þér, sem Nýir kaopendur fá blað ð ókeypis til mánaða- móta Símið í dag 3400. Hitt og þetta. Viðurkenning’. í borginni Orlando i Florida var nýstárleg málverkasýning opnuð fyrir skemstu. Málvei’kin á sýningunni eru afarmörg og samtals 5000 dollara virði, en enginn er látinn gæta þeirra. Og ef þjófur stelur einhverju málverkinu, er það álitin viður- kenning á list þess málara, sem miáláði mjmdina. Spurningin mikla. Hann: Heyrðu mig urn hálft orð, min elskulega Maríanna: — Það er eitt — að eins eitt — sem eg hefi verið að ráðgera með sjálfum mér að spyrja þig um í alt sumar, eða með öðrUm orðum frá þeirri blessuðu stund, er við gengurn í hið lieil- aga standið á krossmessunni í vor. Og í krafti .þeirrar eilífu áslar, sem milli okkar er og lief- ir verið og eg vona til guðs, að aldrei kólni eða í þurð fari, livorld hér í tái-adalnum né í upphæðum eða guðsríki, þá vonast eg til, að þú segir mér alveg eins og er og leynir mig engu, því að milli okkar er ekk- ert leyndarmál eða skuggi af leyndarmáli að eiga sér stað, svo sannai’lega sem eg heiti Emanúel Napóleon Hannibal Madsen og þú Marianna Lucin- da Helena Madsen, fædd Larsen, og við erum hjón fyrir guði og mönnum. Legðu nú hönd á hjarta og svaraðu mér afdrátt- arlaust, mín elskulega guðdóm- lega Maiíanna:Hefirðu þann siðinn, að láta grænsápu í hafragrautinn? *) lasciate ogni speranza voi ch’ entrate. gangið hér inn, varpið frá yður allri von“. Mér fanst að milli þessara yf- irskrifta lilyti að vera eitthvert samband, helst að þarna mundi vera haldið einhverskonar und- irbúningsnámskeið. Eg spurði nú förunaut minn, hvort stjórnin hefði sjálf látið liöggva þetta á vegginn, en hann kvað þvi fjarri. Stjórnin væri þessi áletrun hinn rnesti þyrnir i augurn, en enginn vissi liver það hefði gert, en sem óskiljan- legast væri, þá lýsti hún i rnyrkri, og ekki hefði reynst mögulegt að nenxa hana burt, þrátt fyrir allar tilraunir stjórn- arinnar; liefði hún fju-st látið miála j'fir flötinn með rauðum hveraleir, er hún hefði sníkt út úr Sigurði Jónassjmi, en það reyndist gagnslaust, jafnvel þó leirinn væri hrærður út i göml- um einokunargrút. Síðan var bletturinn þveginn í þaulvígðri undanrennu frá Sveinbirni, og er það dugði ekki voru hafnir yfirsöngvar af öllum kenni- mönnum stjórnarinnar, alt frá þeim Sigurði, sem kvatt hefir allar fornar dygðir, og Svein- birni, sem súrmjólkin hefir stundum verið lcend við, til Pét- urs hins trúlausa, en alt árang- urslaust, og telja því sumir að töfrar muni valda. Þegar við höfðum staðið þarna um stund, fóru þing- menn að tínast inn í húsið; með- al þeira var einn er var svo á sig kominn, að tveir urðu að styðja hann. „Mikils þykir stjórninni nú við þurfa“, varð förunaut mínurn að orði, el’ liann sá það, „enda mun ekki af veita“. Við fylgdumst nú með straumnum og sá eg þá, að ein- liverju var stungið upp í surna þingmennina, er þeir koniu inn úr dyrunum. Eg spurði föru- naut minn hverju þetta sætti. Hann sagði að það, sem stungið væri upp i þingmenn, væri af al- menningi nefnd stjórnar- eða Stalindúsa, þvi orð lægi á, að það væri meðal sem Stalin liefði notað til þess að láta saklausa menn játa á sig glæpi, sem þeim liefði aldrei dottið í liug að fremja. En eitt er víst, að þá menn er þessa dúsu fá, getur stjórnin látið samþykkja hverja fjarstæðu sem vera skal, enda mun nú eklci af veita, því nú liggja fyrir tvö skattafrumvörp þess efnis, að meta til skatts livern mannsskrokk, ungan sem gamlan, jafnt ómaga sem vinn- andi fólk, sem byggjast skal á mannamati Arnórs að norðan, er hann mat til peninga alla þá er flutt höfðu til kaupstaðanna, jafnt þá ómaga er sveitastjói’n- ir höfðu „smyglað“ inn í kaup- staðinn sem sjálfstæða frain- kvæmdamenn, er þangað höfðu ílutt. Eg spurði þá hvort það mundi ekki koma sér illa, t. d. fyrir ráðherra sem ætti börn, en engar aðrar eignir, að verða þannig eignarskattsskyldir. Hann kvað við þvi séð;liefði eitt af brjóslbörnum stjórnarinnar i þingi, borið fram tillögu þess efnis, að stjórnin liefði undan- þáguheimild handa sér og Ieiði- tömustu fylgimönnum sínum, þegar þess þælti við þurfa. Niðurl. Þorst. Finnbogasom

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.