Vísir - 26.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 26.03.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Bkrifstofa . ? Austurstræti 12. •X afgreiðsla J Bfasr: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Veríi 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Öfgarnar mætast. T ímadagblaðið birtir i gær 4 mjög alvarlegar hugleið- ingar um „baktjaldastörf öfga- flokkanna“ og spyr, hvort lýð- ræðissinnar eigi að „láta áróð- ursstarfsemi kommúnista af- skiftalausa ?“ Tímamenn hafa tamið sér að tala um „lýðræðið“ af svo mikl- um fjálgleik, að vart komast aðrir til jafns við þá í þeirri list, aðrir en kommúnistar. En ást þeirra á lýðræðinu hefir reynst að vera meiri í orði en á borði, og einnig um það svipar þeim mjög til kommúnista. í ]>essari grein Tímablaðsins er það helst lagt til, að starfsemi kommúnista verði bönnuð liér á landi. Er nauðsyn þeirrar ráð- slöfunar bygð á sundurliðaðri greinargerð um „baktjalda- starf“ kommúnista. Eru þar tal- in upp 10 af hinum þjóðhættu- legustu herbrögðum, sem „sagt sé“ að kommúnistar heiti í „áróðursstarfsemi sinni. En um mörg þeirra „bragða“ eða jafnvel flest, mun Framsóknar- mönnum rnanna kunnugast, og hefir þeim orðið „hált“ á þeim sumum. Fyrst af öllu telur blaðið það herbragð kommúnista, „að koma kommúnistum inn í sem flesta skóla“, og segir, að þar muni fyrstur á blaði Kennara- skólinn. Er þetta og alkunnugt og eins hitt, að valdhafar Tíma- liðsins liafa síðan séð um að koma kommúnistum inn í sem flestar kennarastöður. Þá telur blaðið, að kommúnistar kosti mjög kapps um það, að koma sér „sem víðast í störf“, í öll verkleg fyrirtæki, til að „njósna“, „vekja úlfúð og hatur til vinnuveitenda og spilla vinnufriði“. Til þessa liafa kommúnistar einnig notið öfl- ugs stuðnings Tímamanna. Þarf ekki annað en að skygnast uin i ýmsum ríkisstofnunum, til að sannfærast um það, að komm- únistar hafa átt greiðan aðgang að þeim undir stjórn Tíma- manna. Þá er það enn talið, að komm- únistar „skipuleggi að reyna að koma kommúnistaþjónustu- stúlkum inn á þau heimili, sem þeim er ant um að njósna frá“ og að „ná nokkurum áhrifa- mönnum annara flokka á leyni- fundi með sér i þeirri von að geta hafl spillandi áhrif á þá“! Um vinnukonuherbragðið hafa gengið sögusagnir áður, í sam- bandi við áróðurs- eða njósnar- starfsemi enn þá nákomnari Tímamönnum en starfsemi kommúnista, og liefir þó eng- um komið til hugar fyrri, að leita lagaverndar gegn þvi. En um hitt liefir ekki heyrst getið úður, að nokkur flokkur ræki skipulagsbundna starf- semi í því skyni að afvegaleiða „áhrifamenn“ annara flokka. „Áhrifamenn“ i stjórnmálum eru þeir menn einir kallaðir, sem liafa einhverskonar for- ystu á hendi fyrir flokk sinn, og mætti ætla að slíkum mönnum væri ekki bráður liáski búinn af því að koma á „leynifundi“ annara flokka, eða þá að ekki væri mikil eftirsjá að fráhverfi þeirra. — Ef Tímamenn hins- vegar telja flokk sinn beinlínis í liætlu, af þeim sökum, að kommúnistum muni takast að fleka frá þeim ýmsa af helstu ,jáhrifamönnum“ þeirra, með því að ná þeim á leynifundi með sér, og þeir treystast ekld til þess að lialda flokknum saman í „frjálsri samkepni“ við kommúnista, þá virðist alveg einsætt fyrir þá að reyna, hvort því yrði ekki hjargað við með samvinnu. Það tíðkast að vísu með nas- istum og kommúnistum, að banna starfsemi lýðræðisflokka. En það fer ekki vel á því, að lýðræðisflokkar beiti sér fyrir því að banna starfsemi annara flokka. En lýðveldisflokkarnir aðhyllast lika yfirleitt „frjálsa samkepni“, einnig í stjórnmál- um. EfíLEND VÍÐSJÁ: ATVINNULEYSISMÁLIN í CANADA. Atvinna hefir aukist í Canada á undanförnum mánu'Sum, en Vel- feröarrá'S Canada, sem hefir haft skýrslusöfnun og athuganir þessu viðkomandi meS höndum, hef- ír komist aS þeirri niðurstöðu, að gera veröi ráS fyrir því, hvort sem um krepputíma eSa venjulega tíma er aS ræSa, aS á verstu at- vinnuleysistímum árs, sé um 150.- 000 manns atvinnulausir í öllu landinu, og aS þessir menn eigi fyrir aS minsta kosti 250.000 manns aS sjá. Öliu þessu fólki þarf aS sjálfsögSu aS liSsinna og VelferSarrráSiS hefir meS hönd- um aS athuga, hvernig koma megi í veg fyrir, eSa a. m. k. draga úr því atvinnuleysi, sem á viss- um tímum árs altaf má gera ráS fyrir í landinu. Atvinnuleysingjar voru 141.000 færri í Canada í nóv- ember s.l. haust,en í nóvember áriS áSur. — Tala verkamanna í Can- ada hefir aukist um 450.000 á und- anförnum sex árum, bæSi vegna eSlilegrar fólksfjölgunar og þess, aS Canadamenn eru mikiS til hætt- ir aS fara til Bandaríkjanna í at- vinnuleit. Kaupmannahöfn, 25. mars. FÚ. Útvarpserindi um fsland. Á þriðjudaginn kemur kl. 15 eftir ísl. tíma, flytur Höjer á Reykjanesi erindi í danska út- varpið um lífið í nánd við ís- lenska jarðeldastaði. Skíðakappar Norðmanna koma heim frá U. S. A. Oslo, 25. mars. Meðal farþega frá Ameríku á Stavangerfjord í nótt til Bergen voru skíðakapparnir Birger Ruud og Sigmund Ruud. — Birger Ruud tók þátt í kepni niu sinnum og fékk fyrstu verð- laun í öllum, en Sigmund Ruud önnur verðlaun í fimm. Áliug- inn fyrir sldðaíþróttinni er mik- ið að glæðast í Bandaríkjunum. (NRP. — FB.). Winston ChiiFchill fær sæti i bresku stjórz&inni aö því ep PapísapfFegn- ir herma, en iianii er nú staddur í París og ræðir viö frakkneska ráð- herra um sameiginlega stefnn Frakka og Breta. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Winston Churshill er nú staddur í París og vekur koma hans þar mikla athygli, enda þótt hann hafi ekki farið þangað opinberra erinda. En frakknesku blöðin birta fregnir um það, að miklar lík- ur sé til, að Churchill fái brátt mikilvægu ráðherraem- bætti að gegna. Það vekur sérstaka athygli, að Churchill býr í bústað breska sendiherrans í París og alment er talið, að Churchill muni eiga viðræður við frakkn- eska stjórnmálamenn um nauðsyn þess, að mynd- uð sé sterk stjórn í Frakklandi, en það mundi gera bresk-franska samvinnu enn öruggari en áður. Er Churchill því fast fylgjandi, að Frakkar og Bret- ar efli samvinnuna sín á milli enn meira en áður, enda sé þess meir þörf en áður, vegna þess hversu horfir í álfunni. United Press. Enn um i'æöu Chamberlains. London, 25. mars. FÚ. í „Berlinar Tageblalt“ og „Diplomatisclier Korrespond- enz“ gætir nokkurrar óánægju með ræðu Chamberlains. Hið fyrnefnda segir að mál minni- hlutans þýska í Tékkóslóvakíu komi Þjóðverjum og Tékkum einum við. „Diplomatischer Rorrespondenz“ segir að það sé slæmt að Chamberlain skuli Iiafa litið á þetta mál eingöngu frá því sjónarmiði, að það snerti Breta. í Tékkóslóvakíu gætir yfir- leitt ánægju með ræðu Cham- berlains og telja Tékkar sig að minsta kosti hafa siðferðilegan stuðning Breta, og ekki útilok- að að þeir njóti hernaðarlegs stuðnings ef á þarf að lialda. Umræðunum í breska þing- inu um ræðu Chamberlains lauk með ræðu Sir John Simons, sem svaraði fyrir hönd stjórnar- innar, og snéri sér sérstaklega að Winston Churchill. Hann sagði að Churchill hefði sjálfur haldið því fram, að Þjóðverjar væru líklegri til þess að beita fjárhagslegri þvingun gegn Tékkum, heldur en hernaðar- legum aðgerðum, og segði það sig þá sjálft, að það myndi verða erfitt fyrir þá, sem vildu veita Tékkum lið að gera það á hernaðarlegan liátt. Samt sem áður þætti Churchill breska stjórnin ekki hafa gengið nógu langt í loforði um stuðning við Tékka. Frá ýmsum löndum. UNGVERJALAND: Bethlen varar við Gyðinga- ofsóknum. London, 25. mars. FÚ. Bethlen greifi, einn af elstu og best metnú stjórnmálamönn- um Ungverjalands, liefir lýst þvi yfir að hann væri algerlega mótfallinn því að stjórnin í Ungverjalandi tæki upp ofsókn- ir gegn Gyðingum. Ef gengið væri út á jafn ómannúðlega hraut sagði Betlilen greifi, þá myndi það koma þjóðinni í hina mestu niðurlægingu, bæði efna- lega og menningarlega, og að lokum leiða til þess að liún glat- aði sjálfstæði sínu. London, 25. mars. FÚ. FRAKKLAND: Blum reynir að komast hjá að biðjast lausnar. Síðdegis í dag var þvi opin- berlega lýst yfir í París að Blum-stjórnin mundi ekki segja af sér. I stað þess liefir liún á- kveðið að húa til nýtt frumvarp um heimild til fjáröflunar í stað þess frumvarps sem efri málstofan feldi í gærkveldi. London, 25. mars. FÚ. ' KÍNA: Kínverjar tilkynna mikinn sigur. Kínverjar telja sér allmikinn sigur í orustu við Lung-liai- járnbrautina, en Japanir mót- mæla þvi ekki. Kalundhorg, 25. mars. FÚ. SPÁNN: Bardagarnir berast til Kataloniu. Fréttarilari Reuters á Ara- goníuvígstöðvunum, segir að uppreistarmenn sæki þar nú hratt fram i áttina til Kataloníu. Á landamærum Kalaloníu eru mjög sterkar víggirðingar sem stjórnin gerir sér vonir um að verði mjög til þess að liindra framsókn uppreistarmamia. Miklar orustur hafa orðið í dag á þessum slóðum og liafa stjórnarliðar orðið að láta und- an síga og uppreislarmenn tck- ið bæði flugvélar og annað her- fang. Kaupmannahöfn, 25. mars. FÚ. NOREGUR: Verða ótakmarkaðar togara- veiðar leyfðar? Eftir nokkra daga lekur Stórþingið togaramálið til með- ferðar. Þrjár tillögur um lausn málsins liggja fyrir. Hin fyrsta er á þá leið að gera togaraveið- ar með öllu frjálsar. Önnur er sú, að leyfa minni skipum, upp í vissa stærð, botnvörpuveiðar. Þriðja tillagan er sú að lögfesta SPÁNARST YRJÖLDINNI LOKIÐ I APRlL. Blaðið Daily Herald full- yrðir að Chamberlain hafi borist tilkynning frá ítölsku stjórninni þess efnis, að búast megi við að Franco taki Barcelona og vinni úrslita- sigur í Spánarstyrjöldinni fyrir lok aprílmánaðar, en þá verði allir ítalskir her- menn kvaddir heim frá Spáni. United Press. Á annað hundrað krónum stolið í Kron á Skólavörðustíg 12 og fatnaði á verkstæði Guðm. Sigurðssonar á Bergstaðastræti 19. Ennfremur var brotist inn í prentsmiðju Hallgríms Bene- diktssonar á Bergstaðastræti. Þrjú innbrot voru framin í nótt og voru sömu mennirnir valdir að þeim öllum. Handsam- aði lögreglan þjófana, er þeir voru að í'ara af seinasta inn- hrotsstaðnum. Var það í Kron á Skólavörðu- slíg 12. Höfðu þjófarnir, sem háðir eru gamalkunnugir lög- reglunni, brotist þar inn bak- dyramegin, og voru að hypja sig á hrott, er lögregluna har að. Þarna höfðu þjófarnir stolið á annað liundrað krónum í pen-j ingum, en lítið annað munu þeir hafa tekið. I morgun var lögreglunni til- kynt, að brotist liefði verið inn á verkstæði Guðm. Sigurðsson- ar klæðskera á Bergstaðastræti 19. Var þar stolið tösku og fatn- aði. Ennfremur var brotist inn í prentsmiðju Hallgríms Bene- diktssonar á Bergstaðastræti og stolið peningum. — Alt þýfið fanst. HÚSASMÍÐAR Á AKRANESI. Árið 1937 voru reist á Akra- nesi sex ný íbúðarhús og eitl hús var hækkað og endurbætt. Flatarmál ]>essara húsa er sam- tals 537 fermetrar og kostnaðar- verð 112.000.00 kr. Þá var reist síldar- og fisk- mjölsverksmiðja. Húsin kost- uðu um 60.000.00 kr. Einnig voru gerð á þessu ári 5 útihús, samtals um 800 króna virði. (FÚ. i gær). ÞORSKVEIÐAR AKURNES- INGA. Tveir hátar frá Akranesi hafa lagt þorskanet. — Fylldr út af Miðnesi, og hefir hann aflað 3700 þorska i fjórum legum og Ármann sem lagði á miðviku- daginn 30 net í Akranesforir og aflaði um 700 þorska. Línubát- arnir er réru í gær, öfluðu mjög lítið. — (FÚ. í gær). áfram bann það, sem er við smíði nýrra togara. Prófessor Johan Hjort hefir gert sig að talsmanni þess að togaraveiðar séu gefnar frjáls- ar. — Þrír frægir Lithauar Litliauar urðu að Iáta kúg- ast á dögunum, sem kunnugt er, og ganga að kröfum Pól- verja. Eru nú stjórnmálavið- skifti og samgöngur milli Póllands og Lithauen aftur að komast í samt lag. Hér fara á eftir myndir af þrem- ur lithauiskum sljórnmála- mönnum, sem oft voni nefndir meðan á deilunni stóð. ANTANAS SMETANA ríkisforseti. JUOZAS forsætisráðherra. STASYS LOZORAITAS utanríkisráðherra. Knnn fiýsk söngkona væntanleg til U\di ú$. Kaupmannaliöfn, 25. mars. FÚ. Þekt þýsk söngkona sem jafnframt ritar greinar fyrir „Trans Evrópa Press“, Irna Weile Barkany, leggur af stað til íslands á laugardaginn kem- ur frá Kaupmannahöfn. Hefír hún i hyggju að slcrifa greinar um ísland, aðallega viðlöl við íslenska stjórnmálamenn, vís- indamenn og listamenn, en blaðasamband það sem liún ferðast fyrir liefir innan vé- handa sinna um 800 blöð víðs- vegar í álfunni. Ilún ætlar einn- ig að syngja á íslandi, því liún er þaulvanur söngvari og syng- ur á tólf málum, meöal annars liefir hún haldið íslenska tón- leika í útvarp í Austurríki og Ungverjalandi. aðeins Loftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.