Vísir - 05.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 05.04.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VfSIR DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgrciðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Oftraust. * í útvarsræöu sinni í gær, varði 1 Hermann Jónasson stjórn- arbandalag sitt við Alþýðu- flokkinn með því, að hann ætli sér að treysta því í lengstu lög, að Alþýðuflokkurinn hjálpi sér til þess að koma þvi til leiðar, að gerðardómurinn í togara- deilunni verði í heiðri hafður. Og hann kvaðst heldur kjósa sér það lilutverk, að verða fyrir þeim vonhrigðum, að þetta traust sitt á Alþýðuflokknum reyndist oftraust, heldur en að vantreysta þvi fyrirfram, að landslögum verði hlýtt. — En hvað liann ætlaðist þá fyrir, ef vonir hans um löghlýðnina brygðust, um það kvaðst hann ekkert vilja segja, enda mundi það Iítt til þess fallið, að greiða fyrir friðsamlegri Iausn á vinnu- deilum, að hafa í hótunum um liðsafnað og refsiaðgerðir fyrir- fram. Nú hefir Alþýðuflokkurinn lýst því yfir, að hann telji gerð- ardómslögin og gerðardóminn að engu hafandi, og lýst sig þess albúinn að halda þeirri afstöðu sinni til streitu, ef svo vilji verkast, og gera þannig „upp- reist gegn ríkisvaldinu“, eins og Hermann Jónasosn orðaði það í sambandi við „bensin-verkfall- ið“ um árið. Traust Hermanns á löghlýðninni hefir því í raun- inni við ekkert að styðjast að svo komnu, og verður að teljast bersýnilegt oftraust, þar til ann- að reynist réttara. Höfuðröksemd Hermanns Jónassonar fyrir því, að ekki væri fært að láta við það sitja fyrst um sinn, að ákveða kjör sjómanna ó saltfisksvertíð með lögum, heldur yrði að gera um deiluna alla í einu, var sú, að ekki væri á það treystandi, að samkomulag næðist sjðar um kjörin á síld- og ísfiskveiðum. En nú virðist hann algerlega horfinn frá „villu síns vegar“ i þessu efni, því að hið bjargfasta „traust“, sem hann nú ber til þess, að gerðardóminum vciði hlýtt, er í rauninni ekkert ann- að en von hans um það, að sam- komulag náist við sjómenhina um kjörin á sildar- og ísfisks- vertíð. En slíku samkomulagi hefði að sjálfsögðu eins mátt ná, án gerðardómslaganna og geró- ardómsins, sem að engu er haft í þessu samhandi, samkvæmt yfirlýsingu Alþýðuflokksins, og gæti því jafnframt frekar spilt fyrir samkomulagi heldur en hitt. f>að var einhverntíma komist svo að orði í blaði Hermanns Jónassonar, að það væri svo sem sjálfkjörið hlutverk Fram- sóknarflokksins, að leysa tog- aradeiluna með „lögskipuðum gerðardómi“, sem þá einnig yrði séð um að framfylgja. Og W.l - orð voru látin falla um það, að forsætisráðlxerranum, Her- manni Jónassyni, væri manna hest treystandi til þess að taka það mál „sterkum tökum“. En ])að varð lítið vart við „sterku tökin“ í útvarpsræðu Hermanns i gær. Og ekkert er heldur i rauninni líklegra en að það traust, sem blað hans lýsti á honum, til þess að hinda far- sællega enda á togaradeiluna, reynist oftraust, ekki síður en traust hans á Alþýðuflokknum til þess að styðja hann að því. Ivan Krestanoff húlgarski blaðamaðurinn, sem dvalist hefir hér á landi að und- anförnu, hefir skrifað fjölda margar greinir um Island í búlgörsk blöð og ýms blöð, sem gefin eru út á Esperanto. Helstu hlöðin í Sofia, höfuðhorg Búlg- aríu, birta reglulega greinar hans.um Island, t. d. Mir, sem komið hefir út i 44 ár, Zarja, sem komið hefir út í 16 ár, La Parole Bulgare o. fl. Greinir hr. Krestanoff fjalla um land, þjóð, tungu, bókmentir, trúmál, sið- venjur, stjórnmál, verslun, iðn- að, veðurfar og hitt og þetta, og hafa ýmsar myndir frá Islandi hirst með greinunum. Nokkur önnur blöð í Sofia en þau, sem að framan voru nefnd, svo sem Slovo, Kmabna o, fl., og ýms hlöð úti um landið, hafa ýmist endurprentað greinirnar eða hirt útdrátt úr þeim. Greinir Krestanoff liafa einnig birst í esperantiskum blöðum, sem fyrr segir, svo sem „Esperanto“ i Genf, „Herolde de Esperanto“ í Sheeveningen, „Dansk Espe- í antoblad“ i Kaupmannahöfn, „Svenska Esperanto-Tidningen“ í Stokkhólmi og „Norvega Espe- rantist“ í Oslo. -— Hr. Krestan- off hefir fengið mikinn fjölda hréfa frá ýmsum lesendum greinanna. Hafa þeir þakkað honum fyrir þær og óskað hon- um til hamingju með þetta kynningarstarf, hvatt hann til þess að halda áfram og beðið hann að skila kveðju sinni til Is- lands og Islendinga. Fara hér á eftir nokkur ummæli úr bréf- unum. — 1. T. Hrislov (50 ára rithöfundur í Sofia): „Eg gleðst mjög af að heyra, að svo inni- lega skuli hafa verið tekið á móti yður í þessum löndum frosta og snjóa. Eg fullvissa yð- ur um, áð „kuldinn“ er meiri í hinum ósiðuðu Austurlöndum, þótt hitínn sé þar 16—18 stig og náttúrufar hið hagstæðasta. 2. Ritstj. dagbl. „Mir“, hr. Dimi- troff í Sofia: „Það er almennur áhugi fyrir greinum yðar og stöðugt er verið að óska eftir heimilisfangi yðar.“ 3. Dr. Y. Siskoff,ritari á aðalræðismanna- skrifstofunni í Helsingfors: — „Greinir yðar um ísland bárust mér af tilviljun í nokkrum ein- tökum af „Mir“. Þær eru ákaf- lega athylgisverðar og skemti- legar. Yið lásum þær með mestu ánægju. Fyrir alla muni látið ekki hér við sitja. Þetta er merkilegt menningarstarf.“ — 4. Dr. St. Dimitroff í Bern: „Greinir yðar i „Mir“ les eg reglulega.“ — 5. K. Denoff, .að- stoðarverkfræðingur í Razgrad: „Nafn yðar þekki eg úr hók- mentaheiminum. Með mikilli gleði les eg um hið óvanalega ferðalag yðar um hin norðlægu lönd og menningarstarf, sem þér vinnið af sjálfsdáðum fyrir okkar gleymda land. Eg óska yður alls góðs af einlægri ánægju og hjartanlegri vel- þóknun. Þegar þér komið aftur heim, þá gerið okkur aðvart, svo að við getum boðið yður að halda nokkra fyrirlestra um Norðurlönd." (FB). k‘Li'3**-^.. -- Blumstj ór’xtizini spád íalli iyrir næstu hel^i- Almenn óáuægja með nýju skattalögin. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frá París er símað, að meiri hluti blaðanna þar í borg, sé afar andvígur hinni nýju skattalög- gjöf stjórnarinnar og einræðisbrölti hennar. Eru það að eins hin róttækustu vinstri blöð, sem enn þá styðja stjórnina. Stjórninni er spáð falli fyrir næstu helgi af þeim mönnum, sem bestir heimildarmenn þykja um þessi mál. . Hægrablaðið „Echo de Paris“ segir að Blum sé að leitast við að ná ótakmörkuðum völdum til að skella svo á marxistisku einræði. Hann ætli sér að skapa verð- bólgu og hagnýta sér það öngþveiti, sem af henni myndi Ieiða. De la Rocque skrifar grein í blaðið og segir að Blum sé að fremja pólitískt sjálfsmorð og að hann sé að reyna að koma af stað byltingu sem hann ætli sér að græða á, en muni verða honum að falli. London 4. apríl. FÚ. Texti frumvarps Blums um fjáröflun handa ríkinu var birt- ur í dag, eftir að ráðuneytið hafði samþykt frumvarpið. Það gerir ráð fyrir að stjórninni sé veitt tilskipunarvald undir viss- um kringumstæðum og í ákveðnu skyni, en þó þarf stjórnin að leita staðfestingar þingsins á tilskipunum sínum, fyrir næstu áramót. I frumvarp- inu er rækilega skýrt frá þvi á hvern hátt stjórnin má nota hið íakmarkaða einræðisvald sitt. I frumvarpinu er gert ráð fyrir allmörgum róttækum ráð- stöfunum. T. d. á að veita stjórninni heimild til að Ieggja stighækkandi skatt á höfuðstól sem er 150 þúsund sterlings- pund eða yfir, og er skatturinn lægstur 4%, eða alt upp í 17% á 300 þúsund sterlingspunda höfuðstól, og hærri fjárhæðir. Þá er gert ráð fyrir endurskoð- un fjárlaganna, aukningu tekju- skatts, sérstökum skatti á arð hergagnaverksmiðja o. fl. Enn- fremur á að endurverðleggja gullforðann, og er gert ráð fyr- ir að þannig afilist um 100 mil- jónir franka. Þá er gert ráð fyr- ir enduskoðun á tollalöggjöf- inni. United Press. ur frumvarpið lagt fyrir fjár- málanefnd þingsins. Ægilegt járnbrantarslys í Snðnr-Afrikn. EINIÍASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frá Bulawayo er símað, að milli 20 og 30 manns hafi farist í járnbrautarslysi, sem varð í nótt þar í grend. Er slysið taiið eitt hið ægilegasta, sem orðið hefir í Suður- Afríku. Póstlestin milli Jó- hannesarborgar og Bula- wayo ók með feiknahraða á vöruflutningalest, er kom úr öfugri átt. Þetta skeði 89 mílum suður af Bulawayo. Fjöldi manns særðist. Rign- ing og stormur var á, þegar slysið vildi til og gerði það björgunarstarfið mjög erfitt. United Press. MÓÐIR FIMMBURANA I CAN- ADA EIGNAST ÞRETTÁNDA BARN SITT. Einkaskeyti til Vísis. London, í morgun. II fyrir Kinverjum ? London, 5. apríl. — FÚ. Fréttir þær sem berast frá vígstöðvunum í Kína eru svo mótsagnakendar, að ómögulega verður af þeim ráðið hvorum aðilanum veitir betur á Lung-hai-víg- stöðvunum, en þar virðast nú aðal orusturnar standa. Kínverjar segjast hafa unnið stórsigra en að mannfall Japana hafi verið gifurlegt, og fari þeir hvarvetna hall- oka fyrir kínverska hernum. Aftur á móti segja Japan- ir, að þeim hafi ekki einungis tekist að hefta framsókn Kínverja, heldur hafi þeir einnig sótt fram og séu komnir aftur norður fyrir skipaskurðinn mikla. — Uppreistarmenn sækja hratt til strandar. Londn 5. apríl. FÚ. Það virðast litlar líkur til þess, að spanska stjórnarhern- um talíist að koma í veg fyrir það, að uppreistarherinn kljúfi í tvent þann hluta Spánar, sem stjórnin hefir á valdi sínu. Upp- reistarherinn nálgast Miðjarðar- hafsströndina hröðum skrefum í grend við Tortosa. Frá Lerida sækja uppreistar- mann að liinum stóru vatns- geymum, þaðan sem Barcelona fær hæði neysluvatn sitt og afl til raforku. Berlín. 5. apríl. — FÚ. Með því að taka Lerida hafa uppreistarmenn á Spáni náð valdi á flutningaleiðunum til Andorra, Tarragona og Barce- lona. EftirAndorraleiðinni segja þeir að lýðveldinu hafi borist hergögn frá Frakklandi, og sé því nú lokið. Eftir því sem „Daily Tele- graph“ segir hafa uppreistar- menn nýlega tekið 1000 stjórn- arhermenn til fanga. Þar á með- al sé ensk herdeild sem nefnist „Major Attlees compani“, sem í séu 96 Englendingar og 3 Amer- íkumenn. dags og í gær og hefir orðið mikið tjón af völdum þess. Skip frá Bergen með 12 manna á- höfn strandaði á svo kölluðum Galde-skerjum. Skipið var á leið til Alta frá Leith. Björgun- arskútan Christian Bugge ert komin á vettvang og hefir séð menn á þilfari, sem veifuðu til skipsmanna á hjörgunarskút- unni. Sjó hefir lægt, og eru vonir um, að skipbrotsmönnum verði bjargað, en raunar liggur skipið þannig á skerinu, að hætt er við að það renni af því þá og þegar einhverjir, er á skip- inu voru, gerðu tilraun til þess að komast til lands í björgunar- bát, því að bát af skipinu hefir rekið og fanst eitt lík undir þóttunum. Víðsvegar um Iand hefir orð- ið tjón af völdum fárveðursins, á húsum og símalínum. Fólk í sldðaferðum lenti í miklum hrakningum í Jamtlandsfjöll- um og er fimm manna saknað. Lík tveggja kvenna, sem voru í skíðaferð, hafa fundist. Enn- fremur fanst sænskur maður, Gustafsson, er var í skíðaferð, að fram kominn. NRP—FB. BrimiDi i VirOarbúsinu. Lögreglan hefir undanfarna daga haft með höndum rann- sókn á bruna þeim, sem varð í Hafnarbúðinni í Varðarhúsinu síðastliðna viku. Eldurinn kom upp í millivegg milli búðarinn- ar og happdrættisumboðs Stef- áns A. Pálssonar og Sigbjörns Ármanns. Um kvöldið, er eldur- inn kom upp, var starfsmaður lijá liappdrættinu að vinnu sinni og þóttist verða var við reykjar- þef. Fanst honum þetta grun- samlegt og gei’ði brunaliðinu strax aðvart. Má telja víst, að bruninn hefði orðið miklu al- varlegri en raun varð á, ef mað- urinn hefði ekki brugðið svona skjótt við, og var þó eldurinn orðinn all magnaður, er slökkvi- liðið kom á vettvang. Stór- skemdir urðu í búðinni og hjá umboði happdrættisins, en eink- anlega hefir eigandi verslunar- innar orðiö fyrir tilfinnanlegu ijóni. Það er upplýst, að eldur- inn hefir ekki stafað frá raflögn, en um eldsupptökin að öðru leyti verður ekkert sagt með vissu, hvort sem ])að kann að upplýs- ast síðar eða ekki. Rannsókn mun verða haldið á fram. Á ráðuneytisfundi sem hald- inn var síðdegis í dag, mölduðu radikal-socialist fulltrúamir of- urlítið í móinn, en gerðu engar áberandi breytingartillögur við frumvarpið eins og Blum lagði það fyrir fundinn. 1 kvöld verð- M óðir fimmburanna í Kanada, ® frú Dionne í Callender í Ontariofylki hefir nú eignast 13. barn sitt. Er það drengur, vóg IVi pund er hann fæddist kl. 814 í gærkveldi. Móðúr og syni líður vel. United Pess. Fárviöri vií Noreg. Oslo 4. apríl. Fárviðri mildð gekk yfir Suð- ur-Þrændalög aðfaranótt sunnu- ENSIÍ VOPNAVERKSMIÐJA. Enska stjórnin hraðar nú vígbúnaðinum og lætur vinna í vopnaverksmiðjunum nætur sem daga. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.