Vísir - 20.04.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 20.04.1938, Blaðsíða 2
VISIR Trúnaðarbréf Inskips lárarðar til atrirnu- rekenda 09 verkamanna rekur miklar um- ræíur í breskum blöðum. — Gnskir flugmálasérfræðingar sendir tii Banda- ríkjanna, en breska stjérnin neitar að gefa uppiýsingar jiví vlðvikjandi. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í mor’gun. Inskip lávarður liefir skrifað atvinnurekendum í vopnaiðn- aðinum, svo og verkamönnum, sem vinna í skotfæra og vopna- verksmiðjunum, og livatt til aukinnar samvinnu þessara aðila og ríkisstjórnarinnar, til þess að unt verði að hraða vígbúnað- inum sem mest. Náist ekki fult samkomulag um þetta, neyðist breska stjórnin til þess að kaupa hergögn í stórum stíl erlendis. Bréf Inskip var trúnaðarbréf og átti að halda efni þess leyndu, en blöðin komust á snoðir um það og ræða það nú. Þykir þetta ótvírætt benda til, hvað sem öllum samninga- gerðum liður milli Breta og annara stórvelda, að þeir ætli að vera við öllu búnir framvegis, enda telja helstu stjórnmálamenn landsins, að því sterkari sem Bretar.séu fyrir liernaðarlega, því auðveldara verði fyrir þá, að vinna að því, að varðveita friðinn. Um leið og hréf Inskips var gert að umtalsefni eru tíu af flug- málasérfræðingum hreska flugmálaráðuneytisins að leggja af stað á Atlantshafsfarinu Queen Mary áleiðis til Bandaríkjanna, til sex vikna dvalar í Bandaríkjunum, í því augnamiði að kynna sér skilyrðin fyrir því, að Bretar kaupi flugvélar í stórum stíl handa her sínum og flota. Mikla atliygli vekur það og, að hreska stjórnin neitar öllum upplýsingum um ferðina, jafnvel að skýra frá nöfnum þeirra sérfræðinga, sem valdir hafa verið til fararinnar. United Press. 7ÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. í upplausn. Það mun vera gert ráð fyi’ir þvi, að Alþingi verði slitið um næstu mánaðamót, ekki fyrr, en ef til vill nokkuru siðar. Þingið á að vísu talsvert ógert, sem ekki verður „hlaupið frá“. Þriðja umræða fjárlaganna er eftir, ásamt „eldhúsverkunum“, sem lienni voru geymd. Verður eldhúsumræðunum útvarpað, eins og nú er orðin föst venja, og fara til þess tvö kvöld. Vinnulöggjöfin, sem stjórnar- flokkarnir hafa skuldbundið sig til að afgreiða á þessu þingi, er skamt komin. En um hana verða einnig útvarpsumræður. Hinsvegar mun alt kapp verða á það lagt, að þingstörfum megi verða lokið sem fyrst, og ekki eingöngu af sparnaðarástæðum. Það leikur orð á því, að eitt- hvert mesta áhugamál hverrar stjórnar á þingi hverju sé það, að þingi verði sem fyrst lokið. En að þessu sinni eru sérstakar astæður til þess fyrir stjórnina og stjórnarflokkana, að reyna að binda sem fyrst enda á þing- störfin. Samvinna stjórnar- flokkanna er á svo veikum grundvelli bygð, að við borð liggur að upp úr henni geti slitnað þá og þegar. Mun þeim því þykja sem „jörðin brenni undir fótum sér“, meðan þing- störfum er ekki lokið. í s tj órnarherbúðunum virðist í rauninni alt vera í upplausn. Um ástandið innan Alþýðu- flokksins er öllum kunnugt. En þó að öldurnar hafi ekki að svo komnu risið eins hátt innan Framsóknarflokksins, þá veit enginn hverju þar kann að vinda fram. Og í ýmsum mál- um, sem nú eru til meðferðar á Alþingi, eru stjórnarflokkarn- ir í harðvítugri andstöðu hvor við annan. En eftir þvi sem þeim málum miðar meir áfram i meðferð þingsins, verður sam- starfi flokkanna í öðrum efnum hættara. Þannig er það t. d. um frumvörp þau, sem Framsókn- arflokkurinn hefir flutt á þing- inu um atvinnu við siglingar og lög um iðnaðamám. En með frumvörpum þessum er farið fram á það, að gerðar vcrði gagngerðar breytingar á nýsett- um lögum, sem Alþýðuflokkur- inn hefir beitt sér fyrir og kom- ið fram með aðstoð Framsókn- arflokksins á undanförnum þingum, en Framsóknarflokk- urinn nú hefir snúist á móti í höfuðatriðum, eins og átti sér stað um lögin um síldarverk- smiðjurnar á síðasta þingi. Hér við bætast svo þau erfiðu viðfangsefni, sem að steðja ut- an þingsins, og nú bíða úrlausn- ar, vinnudeilurnar í vegavinn- unni og við síldarverksmiðjur ríkisins. En um þau hlýtur að skerast í odda þá og þegar, og mun það þykja hentara, að þingi verði slitið áður en til þess kemur, livernig sem þá fer um stjórnarsamvinnuna. Barnadagurinn er á morgun. Gengst Barna- vinafélagið Sumargjöf að vanda fyrir ýmsum skemtunum til á- góða fyrir liina mildu og bless- unarríltu starfsemi sína í þágu barnanna hér í bænum. Hátíða- höldin hefjast með útiskemtun- um. Kl. 1 byrjar skrúðganga barna frá barnaskólunum að Austurvelli og leika Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveitin „Svanur“ fyrir skrúðgöngun- um. Kl. 1% leikur Lúðrasveit Reykjavikur á Austurvelli, en kl. 1% flytur Ásmundur pró- fessor Guðmundsson ræðu af svölum Alþingishússins. Kl. 2 er lilé á skemtunum Barnadags- ins og fer þá fram Víðavangs- hlaup Iþróttafélags Reykjavík- ur. KI. 214 leikur Lúðrasveit Reykjavíkur á Austurvelli. — Inniskemtanir verða margar, í kvikmyndahúsunum báðum kl. 3 og 5, kl. 414 og 8 í Iðnó og kl. 5 í K.R.-húsinu og kl. 10 (dans) og kl. 10 verður einnig dansskemtun i Alþýðuhúsinu. Aðgöngumiðar að öllum skemt- ununum verða seldir í anddjæ- um liúsanna, frá kl. 11 í kvik- myndahúsunum og frá kl. 1 i hinum samkomuliúsunum. — Merki verða seld á götum bæj- arins, svo og blaðið „Rarnadag- urinn“ og „Sólskin“. Allir Reykvíkingar, ungir og gamlir, munu styðja að því, hver eftir sinni getu, að Sumar- gjöf fái sem mest í hönd. Með því vinna þeir að velferð harn- anna í bænum og á fegurri liátt og ánægjulegri geta menn ekki fagnað sumrinu. Reykvíkingar, minnist þess starfs, semSumargjöf hefir þeg- ar unnið mörg undangengin ár. Árið sem leið reisti Sumargjöf nýbyggingar fyrir nálega 22 þús. kr. og starfrækti tvö dag- lieimili um þriggja mánaða tíma. 247 börn komu alls á bæði heimilin. 170 börn komu þar að meðaltali á dag. Dvalar- dagar urðu alls 12000. Allur reksturskostnaður varð alls 13 þúsund krónur. 80 börnum varð að visa frá í Grænuborg, vegna rúmleysis. Á sumrinu, sem er að byrja, segir Steingrímur Arason, munu verða á þriðja hundrað börn á vegum Sumargjafar. Bærinn slækkar og verkefnin að sama skapi, fyrir þá, sem vinna að aukinni velferð barnanna i bæn- um. Mikið er því undir því kom- ið, að árarrgurinn verði sem bestur á morgun. „Hverjar 25 krónur, sem inn koma, veita fátæku barni mán- aðar fóstur í hollu umhverfi, þar sem það er alið og annast sem best má verða.“ HÁSKÖLII BERGEN. Qslo, 19. apríl. Rikisstjórnin liefir lagt til, að veittar verði 20.000 kr. til þess að taka til athugunar hvort setja skuli á stofn háskóla í Bergen. Kenslumálaráðuneytið er jæirrar skoðunar, að einkum muni koma til greina, að stofna þar til hiáskólakenslu í Iæknis- fræði, sögu og málfræði, enda mundi þá mjög létta á háskólan- um í Oslo. Kenslumálaráðu- neytið telur, að heppilegra sé, bæði frá vísindalegu og al- mennu sjónarmiði, að aðsetur háskólamentunar sé ekki að eins í einni borg landsins. — NRP. — FB. GeFÖaMómnF í Frakklandie London 20. april. FU. Gerðardómurinn i frönsku vinnudeilunni hefir úrskurðað, að verkamenn eigi ekki kröfu til kauphækkunar, þar sem ekki séu liðnir sex mánuðir síð- an kauphækkun átti sér siðast stað og þar sem meðalverð lifs- nauðsynja liefir ekki hækkað um nema rúmlega 3 af hundr- aði síðan, en i lögum er ákveð- ið að kauphækkunarkröfur sé hægt að gera ef meðalverð á lífsnauðsynjum hefir stigið um 5 af liundraði, frá þvi kaup var síðast aukið. Aftur á móti hefir gerðar- dómurinn úrskurðað, að þrátt fyrir þetta skuli kaup verka- mannanna hækkað í hlutfalli við hækkun á verði lífsnauð- synja. Vinnuveitendum er gert að taka aftur í vinnu alla þá, sem unnu hjá þeim áður en verkföllin liófust og greiða þeim eins fljótt og unt er öll þau laun, sem jieir eiga inni. V i. CMm Mr i i iMl llHllsl. London 20. apríl. FC. Codreanu, leiðtogi rúmenskra fascista, hefir verið dæmdur i herrétti í sex mánaða fangelsi, fyrir að hafa móðgað fyrver- andi forsætisráðherra, Jorga. Franeo telup sép fullnadap sígur. BARIST í ÚTJÖÐRUM TORTOSA. Oslo, 19. apríl. Franco hefir nú 40 kílómetra spildu við Miðjarðarhaf á valdi sínu og hersveitir hans berjast nú í útjöðrum Tortosa. — Flug- vélar Franco hafa sökt spænsku lierskipi fyrir utan Cartagena. NRP. — FB. London 20. apríl. FÚ. Seint í gærkveldi hafði upp- reistarmönnum á Spáni ekki tekist að ná Tortosa, né að koma sér fyrir norðan Ebró- fljót, en þeir liafa 25 mílna langa strandlengju sunnan fljótsmynnisins á valdi sínu. Stjórnin segir, að her hennar á nyrstu vígstöðvunum í Ara- goniu hafi hrakið her uppreist- armanna til baka, en þar sækj- ast uppreisarmenn eftir þvi, að einangra Kataloniu frá Frakk- landi. Franco hershöfðingi sagði i útvarpsræðu sem hann flutti í gærkveldi: „Vér höfum unnið stríðið“. Hann sakaði lýðveldis- sinna um að vera valdir að morði 400 þúsund Spánverja, og sagði, að þeir myndu verða látnir sæta hegningu fyrir það. Franco skýrði því næst frá þeim umbótum, sem hann myndi gera á stjórnarfari landsins og á sviðum þjóðfélagsmála. M. a. sagðist hann ætla að byggja upp öflugan her og flota, og gera Spán aftur að mikilli þjóð. Dregur til samkomu- lags með Frökkum og ítölum ad undirlagi Frönsku blöðin lýsa yfirleitt ánægju yftr þvf, en kommúnistar óttast samn^ ingana og einangrun Rússlands. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Parísarblöðin eru yfirleitt á einu máli um það, að það megi vera Frökkum eigi síður en ítölum fagnaðarefni^ ef deilumál þeirra verði sem fyrst leidd til Iykta. Gætir því mikillar ánægju í blöðunum, nærri öllum, yfir því* að svo hefir nú skipast, að samkomulagsumleitanir milli ítala og Frakka er í þann veginn að byrja. En Bret- ar munu hafa verið þess mjög hvetjandi, að Frakkar semdi við ítali. Blöðin eru einnig ánægð yfir því, að Tékkar hafa viðurkent yfirráðarétt Itala í Abessiníu. Frakkar munu nú f ara að dæmi Tékka og margra annara þjóða og viðurkenna yfirráð ítala í Abess- iníu. Munu bréfaskifti um þetta mál vera í þann veginn að hef jast milli ríkisstjórna Frakklands og Ítalíu. Að eins tvö af róttækustu blöðunum í Frakklandi — sem bæði eru málgögn kommúnista, eru andvíg því, að Frakkar semji við Breta. United Press. UM SAMNINGA iTALA OG BRETA. Oslo, 19. apríl. Breski-ítalski sáttmálinn er í átta greinum eða hálkum og er efni þeirra í höfuðatriðum: 1) ítalir hætti öllum fjandsamleg- um undirróðri í garð Breta. 2) Báðir aðilar fallist á óhreytt á- stand (status quo) á Miðjarðar- hafi, Afríku og Rauðahafinu. 3) Italir lofa að gera ekkert sem getur orðið hagsmunum Breta og Egipta til hnekkis. 4) Helm- ingur herafla ítala í Libyu verði heimkallaður. 5) Báðum samn- ingsaðilum sé heimil frjáls um- ferð um Suezskurðinn á styrj- aldartímum fyrir verslunarskip Japanlr hefja nfja sókn. London 20. apríl. FÚ. Á Austur-Lunghai vígstöðv- unum í Kína standa nú yfir grimmar orustur og reyna Jap- anir að ná aftur úr liöndum Kínverja landi þvi, sem þeir hafa tapað í hendur þeirra sið- astliðnar þrjár vikur. í ldn- verskum fréttum segir, að Jap- anir hafi liafið sókn sína með stórfeldri stórskotaliðsárás. Yar fyrsta áhlaupinu beint gegn Ling-yi. 1 frétt frá Peiping, eft- ir japönskum heiinildum, var i gærkveldi sagt, að Japanir hefðu lekið Ling-yi. , Sunnar, eða á svæðinu milli Nanking og Hangchow, vestan Tai-fu vatns, liafa Kínverjar gert áhlaup á varðsveitir Jap- ana. , adeins Loftur. og herskip. 6) Samningurinn gengur ekki í gildi fyrr en Bret- ar liafa de jure fallist á hertöku ítala á Abessiniu og Italir liafa kallað heim herlið sitt frá Spáni. 7) Italir fallast á, að alt lierlið þeirra og öll Iiergögn þeirra á Spáni verði sent heim, í seinasta lagi, þegar horgarastyrjöldinni er lokið. 8) ítalir lýsa yfir, að þeir ætlist ekki til þess að fá nein lönd að launum fyrir þann stuðning, sem þeir liafa veitt Franco, hvorki á Spáni né í spönskum nýlendum. — Musso- lini og Chamberlain liafa skifst á heillaskeytum út af samkomu- Iaginu. — NBP. — FB. HVALVEIÐASKIP STRANDAR. Oslo í gær. Þýskt livalveiðaskip (stöðvai’- skip?) hefir farist við Kanar- iskn eyjarnar á lieimleið frá suðurhöfum. Nokkrir menn fórust. NRP—FB. H V ALVEIÐ ARN AR.,— MINNA LÝSISMAGN, LÆGRA VERÐ- Oslo í gær. Samkvæmt niðurstöðu Norsk Hvalfangstidende varð lýsis- framleiðsla 22 livalveiðileið- angra á síðustu vertíð \\°/ö minni en á vertíðinni þar á und- an. — Samkvæmt Tidens Tegn hafa hvalveiðar Japana gengið illa að þessu sinni. — Fjögur japönsk stöðvarskip, sem geta hrætt 70.000 föt, bræddu 20.000. Berlínarfregnir segja, að Japan- ir muni ekki ráðast í auknar hvalveiðar fyrst um sinn, þar sein með núverandi verðlagi ná- ist ekki framleiðslukostnaður. NRP—FB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.