Vísir - 06.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 06.05.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S f m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Bygðarleyfi. bæjarstjórnarfundinum í gær, flutli Jónas Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins tillögu þess efnis, aö bæjarstjjórn skoraði á þingmenn bæjarins að beila sér fyrir því á Alþingi, að sett yrðu nú þegar lög um bygðarleyfi, til þess að stemma stigu fyrir aðstreymi öreigalýðs utan af landsbygð- inni til bæjarins og sívaxandi atvinnuleysis og sveitarþyngsl- um, er af því aðstreymi hlytist. Þessari tillögu var heldur fá- lega tekið af öðrum flokkum, og þó ekki með öllu fyrir það synjað, að reka kynni að því, að sá yrði talinn nauðugur einn kostur, að banna mönnum þannig með lögum að fara frjálsir ferða sinna um landið, eða að ráða sjálfir dvalarstað sínum, til þess að firra þeim vandræðum, er stöfuðu af ó- hóflegu að- eða frá-streymi fólks, úr einu bygðarlagi lands- ins í annað. Það er að sjiálfsögðu i fullu samræmi við þá „skipulagn- ingar“-stefnu, sem nú er fram fylgt af ráðandi mönnum i stjórnmálum landsins, að setja lög um það, hvernig Jandsfólk- inu skuli skift á milli bygðar- laga. Og mundi slik löggjöf vafalaust hafa verið sett endur fyrir löngu, ef því hefði þótt treystandi, að fólkið væri orðið nægilega skipulagslega þroskað, til þess að geta unað því, svo að það yrði ekki til of mikils hnekkis þeim stjórnmálaflokk- um eða Ieiðtogum, sem beittu sér fyrir því. Og alllangt er orð- ið síðan Framsóknarflokkurinn hóf fyrst máls á því, að nauð- syn bæri til þess, að sett yrðu lög um bygðarleyfi, og einn af þingmönnum flokksins bar fram frumvarp til slíkrar lög- gjafar á Alþingi. En síðustu ár- in hefir flokkurinn þó einkum beint þVí til bæjarstjórnar Reykjavíkur, að beita sér fyrir því máli, og brýnt liana á þvi, að í fullkomið óefni væri stefnt um framfærsluþungann í bæn- um, ef ekkert væri að gert til þess að hefta aðslreymið til bæj- arins. Virðist þannig svo sem flokkurinn telji það nú betur henta, að Iáta Sjálfstæðisflokkn- um eftir forystuna um það, að koma þessari löggjöf fram. Og svo forsjáll var Jónas Jónsson í málflutningi sínum á bæjar- stjórnarfundinum í gær, að láta þess getið, að tillaga sín væri ekki fram komin fyrir tilhlut- un Framsóknarflokksins, held- ur af einskærri, persónulegri umhyggju sinni fyrir hagsmun- um Reykjavíkur, enda ætlaði hann þingmönnum bæjarins „lieiðurinn af því“ að flytja hana á Alþingi. En hver mætti þá ætla að yrðu forlög slíkrar tillögu á Al- þingi? Um það má nokkuð ráða af þvi, að þegar framfærslulög- in nýju voru til meðferðar á þinginu 1935, og sýnt þótti, að með þeim yrðu opnaðar allar gáttir fyrir aðstreymi öreiga- lýðs af öllum landsliornum til kaupstaðanna, þá greiddi hver einasti af þingmönnum Fram- sóknarflokksins atkvæði á móti þvi, að bæjarstjórnunum yrði lieimilað að gera nokkurar ráð- stafanir því til varnar. — Og af hverjum heilindum mætti þá ætla, að tillaga J. J. á bæjar- stjórnarfundinum hafi verið flutt? iailfoss, firúarfoss og Lagarfoss fara í dag. Frumvarpið um lögþvingaðan gerðardóm var samþykt í báð- um deildum Alþingis í nótt, og þannig afgreitt sem lög frá þinginu. Þar eð stýrimannadeilan er þannig leyst, fara skipin að leysa landfestar hvert af öðru og láta 3 af skipum Eimskipa- félagsins úr liöfn í dag. Eru það Gullfoss, sem fer kl. 3 í dag til Vestfjarða og Breiðafjarðar, Brúarfoss, sem fer kl. 8 í kveld til Leith og Kaupmannahafnar og Lagarfoss, sem fer í kveld kl. 10 til Austfjarða og Kaup- mannahafnar. Goðafoss fer hinsvegar ekki fyrri en á mánu- dagkveld til Hull og Hamborg- ar. — Af Dettifossi er það að frétta, að hann er væntanlegur til Vest- mannaeyja á hádegi á morgun, en Selfoss er í Hull. Bill brnar á verkstæQi Klukkan liálffjögur í nótt var slökkviliðið kvatt inn að bíla- verkstæði Sveins Egilssonar. Er það nr. 105 við Laugaveg, en nær alveg á milli Laugavegs og Hverfisgötu. Höfðu menn sem voru á gangi um Hverfisgötuna, séð eldinn, sem var Hverfisgötu megin í húsinu og kölluðu þeg- ar á slökkviliðið. Þegar það kom á vettvang kom í ljós, að eldur var laus í fólksbifreið, er komið hafði verið til viðgerðar til Sveins. Tókst slökkviliðinu að kæfa eld- inn að vörmu spori, en bíllinn var þá mjög skemdur, allur brunninn innan. Skemdir urðu liinsvegar ekki á liúsinu aðrar en þær, að stór rúða, er billinn stóð við, sprakk af hitanum frá eldinum. Yarð hvellurinn af því svo hár, að hann heyrðist inn til kyndaranna i gasstöðinni. Um upptök eldsins verður ekkert sagt að svo stöddu. London í morgun. FÚ. Stjórnin i Tékkóslóvakíu lief- ir tilkynnt pólsku stjórninni að hún muni gera ráðstafanir til þess að stöðva útbreiðslustarf- semi kommúnista þar í landi að svo miklu leyti sem hún nái til Póllands. Nýlega kærði stjórn- in í Póllandi það fyrir stjórn- inni í Tékkóslóvakíu, að komrn- únistiskum flugritum væri smyglað inn til Póllands frá Tékkóslóvakíu, en kommúnista- flokkurinn er bannaður í Pól- landi. Kínverjar hafa Japana oij eru Búist er vid að Kín- verjar geri áras á Peiping þá og þegar. EINKASKEYTI TIL VfSIS London, í morgun. * Ogurlegir bardagar standa yfir við Gulafljót, þar sem Kínverjar hafa safnað miklu liði til þess að stemma stigu við framsókn Japana, en ef þeir bæri sigur úr býtum á þessum slóðum, mundu stórir og auðugir landshlutar í Kína tiltölulega auðunn- ir. En Japönum hefir gengið erfiðlega sóknin og Kín- verjar sumstaðar komist í sóknarstöðu. Eftir fimm daga nærri látlausa bardaga er talið, að manntjón í liði beggja sé um 3000. Það verður ekki séð annað af fregnum þeim, sem nú berast frá vígstöðvunum, en að Kínverjum hafi tek- ist að hefta framsókn Japana.1 Frá Peiping berast fregnir um, að smáskæruhernað- urinn í Norður-Kína sé að færast í aukana. Herflokkar þeir, sem haldið hafa uppi smáskæruhernaðinum, fær- ast stöðugt nær Peiping. Eru nokkurar þúsundir kín- verskra hermanna í að eins tólf kílómetra f jarlægð frá borginni. Að kalla má engin umferð er sem stendur um Pei- ping og borgarhliðin mega heita Iukt. Er engu líkara, en að Japanir búist við árás á borgina þá og þegar. United Press. Horíor íyrir sáttum milli páíans oo lýslra stjároarualda haia skyndileoa versnaö. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Fyrir nokkuru var talið, að horfur væri batnandi að því er snertir Iausn á deilumálum páfa- stólsins og þýska ríkisins. Nú hafa horfurnar skyndilega versnað og er orsökin sú, að páfi hefir fyrir- skipað að loka hinni f rægu Sixtusarkapellu, vegna þess, hve margt þýskra ferðamanna er í Róm um þessar mundir eða meðan heimsókn Hitlers stendur yfir. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun páfa hafa gramist það, að hinir þýsku ferðamenn hirtu ekki um að koma í Vatikanríkið í gær meðan Hitler var í Róm — og því eigi hirða um heimsókn þeirra í dag, meðan Hitler er í Neapel, til þess að eyða dálitlum tíma, sem óráðstafað var fyrirfram hvernig verja skyldi. United Press. Þingf Bandaríkjamanna sviftir þá menu borg'araréttmdum, sem greida atbvædi um mál- efni annara ribja. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Washingtonfregn hermir, að öldungadeild þjóð- þingsins hafi samþykt lög, sem svifta hvern þann borgara Bandaríkjanna þegnréttindum, sem greiðir atkvæði í öðru ríki í kosningum eða þjóðar- atkvæði, sem fram fer vegna ákvarðana um yfirráð yfir Iöndum eða Iandshlutum. Ef þetta frumvarp hefði orð- ið að lögum áður en þjóðaratkvæðið um sameiningu Austurríkis og Þýskalands fór fram, hefði það varðað Þjóðverja í Bandaríkjunum missi þegnréttinda að taka þátt í því. United Press. Osló, 6. maí. Fannkomur í Noregi. í gær var mikil snjókoma og nóttina áður frostharka í Tromsö í Noregi og annarstaöar þar nyrSra. Flugvél Lauge Kochs varS aftur aö fresta för sinni til Svalbaröa. (NRP--FB). Osló, 6. maí. Norska stýrimannadeilan. Tillögur sáttasemjara um lausn deilu stýrimanna á strand- ferSaskipum hefir verið sam- þykt af báSum aSilum. (NRP.- FB). stöðvaO framrás komnir í sókn. í STAÐINN FYRIR ..LAFAYETTE“. Farþegaskipið „Lafayette“, sem í gær gereyðilagðist af eldi, eins og skýrt var frá hér í blaðinu, átti að koma hing- að 30. júlí í sumar í skemti- ferð. I gærkveldi fékk um- boðsmaður franska skipafé- lagsins „Cie Gle Transatlant- ique“, Björn Ólafsson, sím- skeyti þess efnis, að í staðinn fyrir „Lafayette“ verði sent farþegaskipið „Grasse“, sem er 19.000 tonn að stærð, og hefir komið hér einu sinni áð- ur. SDnoMRin flsa Sllss — hin ,,nýja stjarna“. TTin „unga, sigursæla söng- kona Elsa Sigfúss“ — hin „nýja Greta Keller“, „hin nýja stjarna“, svo vitnað sé í helstu blöð Dana — er fyrir nokkuru komin heim, og mun það verða hinum mörgu aðdá- endum hennar og vinum hér, á æskustöðvunum, hið mesta fagnaðarefni, að þess er nú skamt að bíða, að hún efnir til söngskemtunar hér í bænum. Fann tíðindamaður Yísis ung- frú EIsu Sigfúss að máli í gær, á heimili foreldra hennar, og leitaði fregna af henni. „Reykvikingar munu hafa búist við aS fá tækifæri til þess aö hlusta á ySur fyrr,“ sagöi tíSindamaSurinn. „Já, það var ætlun mín að efna til söngskemtunar nokk- uru eftir komu mína heim laust fyrir páskana, en vegna veikinda minna gat ekki af því orðið. Eji nú er ákveðið, að eg syngi í Gamla Bíó næstkomandi þriðjudag.“ „Þér hafið, eftir dönskum blöðum að dæma, sungið mjög oft síðan er þér voruð hér i fyrrasumar?“ „Já, eg söng t. d. í Tivoli skömmu eftir komu mína til Danmerkur í fyrrahaust, á kon- cert hjá kunnasta hljómlistar- félagi Dana, í Slagelse, þar sein Stefano Islandi og Haraldur Sigurðsson pianóleikari einnig komu fram. Einnig söng eg á jólakoncert Nationaltidende, en þar skemtu ýmsir bestu söng- og leikkraftar Dana, m. a. Anna Borg Reumert og Poul Reu- mert. Sama kvöldið söng eg „Vi er venner“ í „Vivex“ og var söngnum endurvarpaö til Svi- þjóðar; þarna sungu allir ný- tísku söngvarar Dana. Enn- fremur söng eg í þýsku kirkj- unni, er hið nýja orgel kirkj- unnar var vígt, en sá, sem vígöi það var Georg Kempff, sem er hér kunnur af kirkjuhljómleik- um sínum, en hann er nú lón- listarstjóri við háskólann í Er- langen“. „NorSurlandablöS ræða mik- ið um söng yðar í útvarp og á grammófónplötur. ViIjiS þér segja lesendum blaðs míns eitt- hvað frá því?“ „Eg hefi iðulega sungið ein- söngva i útvarpið,en einnig syng eg í úrvalskór danska útvarps- ins, en í honum eru 35 manns. Syngur úrvalskórinn að eins lög án undirleiks. Söngstjórinn er Mogens Wöldike, en hann hefir eftirlit meö söngkenslu í skólum Dana, og hann er frægur sem söngstjóri Palestrina-kórsins, sem gekk inn í útvarpskórinn, er hann var stofnaður. Eg hefi við og við sungið íslensk lög í útvarpið“, „Þér hafið sungið allmörg lög á grammófónplötur ?“ „Já. Meðal þeirra eru íslensk lög: Vetur, eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Ein sit eg úti á steini, eftir föður minn, Rós- in, eftir Árna Tliorsteinson, Fjólan eftir Þórarin Jónsson o! fi.“ — „Lög hvaða tónskálda syngið þér á þriðjudaginn?“ „Þá syng eg lög eftir Handel, Klian, Schubert, Wolf, Graener, Schulz, IJeise, Lange-Muller, Jean Deletlre, Stolzenberg, Don Pelosi og A1 Jolson. Sein- ustu tvö lögin á söngskránni eru Fífilbrekka gróin grund, eftir Árna Tliorsteinsson og ÞjóSvísur (Bí, bi og blaka). Á söngskránni eru þannig lclassisk lög og nýtísku lög.“ „HvaS ætlið þér aö vera lengi heima að þessu sinni?“ „Eg mun verða hér fram í miðjan júní.“ „ByrjiS þér söngstarfsemi yð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.