Vísir - 10.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 10.05.1938, Blaðsíða 2
vísia gæ8a þess hérai5s, sem þeir voru úr, og þaS var eftirtektarvert, aö nýrnamör og önnur innanfita var tiltölulega lítil, í samanburði viö ytra fitulag. Til athugunar voru nokkrir þessara skrokka látnir í ís í eina viku og síöan teknir út. Haföi þá frosiö klakaskel utan á þeim, og þegar hún var brotin af, voru þeir blautir sem áður, svo að lak úr þeim“. Kjöt þetta var vitan- lega ekki flutt út. Við frekari rannsóknir fann Ásgeir Einarsson þarmsníkjudýr, sem ekki hefir áður fundist hér á landi, og telur hann það aðalorsök blóðleysisins og hins blauta kjöts o. s. frv. — Sjúkdómsins hefir orðið vart, ekki að eins á þeim tveim bæjum, sem að var vikið, heldur á „fjölda bæja þar í grend“. B œjar fréffír Póstferðir á rnorgun. Frá Reykjavík: Mosfelisveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Olfuss- og Flóapóstar. Fagranes til Akraness. Esja austur um i hring- ferð. Dettifoss til Húsavíkur. Bil- póstur til Garðsauka og Víkur. — l'il Reykjavíkur: Mostellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss-, og Flóapóstar. Fagi-anes frá Akranesi. Ægir, ! apríl-hefti þessa árs, er nýkomið út, og er í því mikill fróðleikur að vanda, m. a. Um merkingar á þorski og steinbít, eftir dr. A. V. Táning, Sjávarútvegur Þjóðverja, Frá Austfjörðum (Friðrik Steins- son), Fiskmarkaðurinn á Spáni i framtíðinni, Nýtt hraðfrystitæki, Vertíðin á Suðurlandi i. jan.—31. mars 1938 o. m. fl. Frú Nanna Egilsdóttjr er komin til landsins, eftir hálfs annars árs nám í hörpuleik og söng- nám í Hamborg. — Frúin söng á hljómleikum í Hamborg þann 23. fyrra mánðar, með hinum þekta píanóleikara Otto Stöteran, og fékk hina ágætustu blaðadóma. — Frúin er ráðin til að syngja íslensk lög i útvarpið í Hamborg í haust, og maður hennar, Þórhallur Árnason, leikur þá á celió. — (FÚ.). Ungfrú Ágústa Þorkelsdóttir, sem verið hefir fréttaritari Rík- isútvarpsins um þriggja ára skeið, var meðal farþega á Dr. Alexand- rine til útlanda í gær. Giftist hún Brinck-Clausen, Arkitekt, í Ivaup- mannahöfn, og sest þar að.— (FÚ). Sæbjörg aðstoðar vélbát. Björgunarskútan Sæbjörg kom hingað síðastl. sunnudag með vél- bátin Óðinn, sem hafði orðið fyrir vélarbilun 15 sjómílur út af Sand- gerði aðfaranótt sunnudags. Var þetta kl. 2—3 um nóttina. Sæbjörg kom á vettvang kl. 5 um morgun- inn og dró bátinn hingað. Ljósatími bifreiða er frá kl. 9.45 að kvöldi til kl. 3.40 að morgni. Einvaldarnir þola ekki háö. Það er á hvers manns vit- orði, að einvaldsherrar vorra tima þola ekki að þeir sé hafðir að liáði, livort sem er í ræðu eða riti, og þeir eru vanir að liefna sín á þeim, sem það gera. En Mussolini, Hitler og liinir ininni liálfguðir hljóta að vera aískaplega veikh fyrir á þessu sviði, kunna ekki að taka gamni eða óvissir um sjálfa sig, þvi að fyr á tímum voru margir einvaldar og miklir stjórnmála- menn, sem gátu haft gaman af skopsögum og myndum af sér, enda þótt þeir tæki aðrar árás- ir nærri sér. Friðrilc mikli, til dæmis, hirti að eins um það, hvort liáðsag- an var fyndin eða ekki. Iiitt hirti liann minna um, hvort liann eða konungdæmið yrði að atlilægi. Bismarck og Napoleon nofðu mjög gaman af háð- ritum þeim, sem andstæð- ingar gáfu út um þá. Mesta skemlun þeirra var að sjá skop- myndir af sjálfum sér. Jafnvel Primo de Rivera fór aldrei að ráðum þeirra, sem ráðlögðu lionum að hanna skopblöð and- stæöinganna. Þessu er öðruvísi háttað með Mussolini. Hann þolir ekki pólitískt háð. Hann var tíður gestur hjá von Búlow, fyrver. kanslara Þýsltalands, sem bjó síöustu ár æfi sinnar í Róma- borg. Dag einn kom hann að Bulow gamla, þar sem hann var að lesa Siinpli-zissimus *) frá árinu 1908. Þar voru háðmynd- ir af von Búlow og jafnvel af lceisaranum hka. Um það leyti liafði keisarinn, sem oft var heldur opinskár, sagt enskum Jilaðamannni frá ríkisleyndar- máli. Rikisdagurinn skipaði Búlow að segja keisaranum að gæta betur tungu sinnar — ó- þægindaverk, þar eð Búlow var fremur liirðmaður en stjórn- málamaður. Þetta gaf Simpli- zissiinus þá liugmynd, að gera nú ágæta skopmynd með undir- skriftinni: „Hvernig á eg nú að segja það við keisarann?“ — Mussolini furðaði sig mjög á þvi, að Búlow skyldi hafa gam- an af inyndinni. Hann gat eldd skilið þá skýringu, sem Búlow gaf honum, að pólitískar skop- myndir eru einskonar loftvog á almenningshyllina. Stjórnendur þriðja ríkisins, sérstaklega Hitler og Göbbels, eru fjandsamlegir þesskonar skopi. Gölibels hataði mjög Simpli-zissimus og eigandanum Karl Arnold, var það ekki alveg ókunnugt. Ifann vissi hlca hvers •??» hann mátti vænta. Og jafnskjótt og Hitler tók við völdum, bað hann um viðtal við Göbbels. Hann fór til hans með Þórs- hamarsmerki á handleggnum og fullvissaði liann um, að liann hefði lengi verið fylgismaður Hitlers og lofaði öllu góðu. Simpli-zissimus fékk leyfi til að lialda áfram að koma út, en liætti að birta liáðmyndirnar og sögurnar, sem höfðu gert það lieimsfrægt í meira en þrjá tugi ára. En Göbbels lét ekki þar við sitja. Haim liótaði hvað eftir annað að banna útgáfu þess og sýndi á þann liátt, live mjög hann hatast við það. Hver er orsök þess, að stjórnendur þriðja rikisins eru svo fjandsamlegir pólitískum liáðsögum og -myndum? Hitler lét eitt sinn þetta álit sitt i ljós: „Ilið pólitískaháð er lítilmann- legt. Sá, sem hefir það í frammi, sýnir að liann skilur ekki sann- an mikilfengleik. Þess vegna er þetta svo handliægt vopn fyrir Gyðingana. Þjóðverji tekur sér aldrei slíkt vopn i hönd“. Landaí’fæði útvarpsins* Sigurður Einarsson liélt því fram fyrir skömmu í útvarpinu, að Zagrep væri höfuðborg Júgó- slavíu. Skólahörnum kemur þetta nokkuð spánskt fyrir, þvi að þeim er kent að Belgrad (Beograd) sé liöfuðborg þess lands. Fréttaþulnum væri hins- vegar vorkunnarlaust að vita, eins og flestir gera, að Zagreb eða Agram er lielsta borgin i fylkinu Iíróatíu, og merkur sögustaður. Hinn fréttaþulur útvarpsins liefir gjarnan sögulegar stað- reyndir að engu, þótt liann á liinn bóginn með semingi sín- um gefi í skyn, að livert orð pÆR REYKJA FLESTAR TEOFANI Annast kanp og sö!n Veðdeildapbréfa og KFeppnlánasj óðsbréfa Garðar Þorsteinsson. Vonarstræti 10. Sími 4400. (Heima 3442). Kaupmenn! Munið að birgja yður upp með MEDAL hveiti i 5 pok u m. 60LD sé vandlega vegið og metið, áð- ur en það framgengur af hans munni. Hann vakti Pirandello upp frá dauðuin og taldi hann nú orðinn forseta ílalska fræða- félagsins, „í stað D’Annunzio“, sagði hann, sem reyndar aldrei hafði verið meðlimur, hvað þá forseti þeirrar stofnunar. Og nú setur hann liinn látna konung Georg V'. aftur til rikis í Bret- lund. *) Heimsfrægt þýskt skopblað. tlRÓI HÖTTUR og menn hans. — Sögur í myndum fyrir börn. 88. UMKRINGDUR. Ménn Rauða Rogers búast nú til að umkringja Hróa. En hann tn'egður hnífnum á háls hon- um og hótar honum bráðum bana, ef hann skipi þeim ekki að nema staðar. En Roger tekst að ná taki á úlnlið Hróa og segir: — Ekki skal af því verða. Nii ert þú á mínu valdi. Varðmenn, komið hingað. Ráð- ist aftan að honum. Þeir herða upp hugann og koma aftan að honúm. Er-nú ekki annað sýnt, en að Hrói verði að láta lífið þarna fyrir höndum þeirra, eða verður honum bjargað? NJÓSNARI NAPOLEONS. 98 hver liefði þá alveg vafalaust gengið i milli, og þar sem Gerard og vesalings konan áltust við, var þilfarið nú autt, en eftir nokkurar nínútur komu nokkurir skipsmanna, og er Anna lieyrði fótatak þeirra var sem liún fengi yfirnáttúrlega krafta, því að hún sleit sig af Gerard, og áður en nokkurum tókst að stöðva liana liafði liún hlaupið að borðstokknum. Og á næsta andartaki hafði hún hent sér útbyrðis. Gerard henti sér þegar útbyrðis á eftir henni. Hann gerði það án nokkurrar umhugsunar, því að ef liann liefði hugsað sig um hefði hann á- ‘yktað, að það væri liesta lausnin fyrir Önnu, að losna úr viðjum þessa lífs. En ósjálfrátt liafði þegar vaknað löngun í liuga hans til þess að bjarga henni, eins og eðlilegt var, þar sem um ungan, liraustan mann var að ræða. Og nú hófst barátta í öldum vatnsins milli manns á besta aldri og miðaldra konu, sem var ákveð- in í að leita dauðans. Örvæntingin hafði gefið önnu nýtt þrek. Tvívegis tókst henni að vefja handleggjunum um háls Gerards og draga hann með sér í vatnið, og hann varð að beita öllum lcröftum sinum til þess að koma í veg fyrir, að henni tækist að draga hann niður æ dýpra, og komast aftur upp á yfirborðið, en í síðasta skiftið er lionum tókst það misti liún meðvitundina í örmum lians. Sennilegt er, að hjarla hennar liafi bilað skyndilega, en nú voru menn að koma þeim til hjálpar. Bátur liafði verið setlur á flot og Gerard gat synt með Önnu að bátnum og var hún dregin upp í hann. Og svo kiptu bátsmenn Gerard upp í hátinn. Mannfjöldinn fyrir framan gistihúsið hafði nú fengið veður af því, að eitthvað enn meira „spennandi“ væri að gerast niðri við höfnina og nú æddi allur múgurinn þangað. Hinum skartbúna, giklvaxna manni hafði ver- ið komið fyrir í klefa, sem var ramlega læst- ur, og fleira mundi ekki gerast þar í bili, en niðri við höfnina var eitthvað að gerast. Ung- ur maður, sögðu menn, hafði kastað sér í vatn- ið til þess að bjarga konu, sem liafði reynt að fremja sjálfsmorð — og ef bátinn hefði ekki horið að í tæka tíð hefði hann vafalaust drukn- að líka. Enginn hafði séð all, sem gerðist, en menn létu aðdáun sína í Ijós, er Gerard steig á land með Önnu í fanginu. Tveir lögreglu- menn komu og tóku liana, en það var í svip eins og Gerard vildi ekki sleppa henni. Hann -fann það á sér, að liún væri dáin, jafnvel áður en maður nokkur, sem stóð nálægt honum, hvíslaði því að honum. Gerard fanst hún létt sem barn. Ef liann hefði verið emn mundi hann hafa kyst enni hennar. Augu hennar voru lukt — munnurinn opinn til liálfs. Og nú var feg- urð algers friðar yfir andliti hennar. Vesalings Anna! Hún hafði fengið livíld. Gerard lét lögregluinennina taka við henna. „Hver er hún?“ spurði annar lögreglumað- urinn. „Eg hefi ekki hugmynd um það“, sagði liann. „Hún stóð á þilfarinu rétt lijá mér og eg vissi ekki fyrri til en hún kastaði sér í vatnið. Eg henti mér út á eftir lienni ....“ „Það var vasklega gert“, sagði einhver í hópn- um og margir létu aðdáun sína í ljós á ný. „Straumar mætast hérna“, sagði einhver og kinkaði kolli eins og hann vissi sínu viti. „Og valnið er svo kalt“, sagði kona ein í hópnum, „herramaðurnn fær vafalaust lungna- hólgu“. En Gerard hafði eklcert hugsað um sjálfan íUig, en nú — alt í einu, er konan mælti svo, *;fór hann að skjálfa. Það var enn sólskin, en i'skugga bar á, þar sem hann stóð, og það var jjsvalt í forsælunni. Honum varð hrollkalt. Og Tilt í einu tók einliver í handlegg lians og sagði: „Komið með mér, herra minn. Konan mín mun annast yður“. Og maðurinn bælti við: „Hann þarf að fá svart, heitt kaffi“. Gerard heyrði alt þetta, en eins og í leiðslu. Einhver fékk honum hatt. „Hatturinn yðar, lierra. Hann fanst á þilfar- inu“. Gerard setti hann á höfuð sér og lét leiða sig á brott. Hann fann stöðugt meira til kulda- lirollsins og er hann gekk frá vatninu heyi'ði liann, að skipið lagði frá bryggjunni. Maðurmn, sem fór með liann heim til sín, var lyfsalinn í þorpinu. Hann var ákaflega vin- gjarnlegur. Hann vildi alt fyrir Gerard gera og ekki var kona lyfsalans síðri. 1 Lyfsalinn fór með Gerard inn í bakherbergi í lyfjabúð sinni og hjálpaði honum til að afklæðast. Það var hlýtt í herberginu, sem var móti sól. Og lykt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.