Vísir - 11.05.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 11.05.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Ver-ð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vígtennurnar pKKERT framfaramál á jafn óskifta samúð og ötult fylgi alls almennings og hita- veitumál Reykjavikurbæjar. Mönnum liefir skilist það fylli- lega, að hér er ekki einungis um einstakt mál að ræða eðli sínu samkvæmt, heldur og eitt- hvert mesta þjóðþrifafyrirtæki í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu, nýjung, sem mun spara þjóðinni gjaldeyri, sem nemur þeim kostnaði margföldum, er fer í að framkvæma verk þetta. Sjálfstæðismenn hafa haft á hendi forystu málsins, hafist handa um það og fylgt því fram með fullri einbeitni, og trygt undirbúning allan svo sem best má verða að dómi liæfustu sérfræðinga innanlands og ut- an. Socialistar og vinir þeirra í Framsókn ætluðu að mata krókinn og liagnast á fram- kvæmd málsins, en risu því síð- an öndverðir er komið var í veg fyrir hagnaðarbraskið, og hafa upp frá því reynt að tefja mál- ið eftir föngum með allskonar úr og í slætti, sem ekki mun rakinn hér. EGAR undirhúningi ölluhi var lokið og ekki tjáði leng- ur að spyrna á móti broddun- um, létu framsóknarmenn svo, sem þeim væri mál þetta hug- leikið, og formaður flokksins, sem hefir tileinkað sér allar op- inberar framkvæmdir og hug- myndir í þessu landi síðustu 50 árin, tileinkaði sér nú einnig hugmyndina að hitaveitunni, og nægir í því efni að vísa lil fyrri skrifa hans um málið. í»á tók hann og þeim sinnaskiftum að gera gælur við „Grimsbylýð- inn“, leit til hans í náð og vildi jafnvel gefa kost á sér í bæjar- stjórn Reykjavíkur. Þangað fleytti málaliðíð honum. UÆGRA brosið færðist yfir “ ándjítið. — Socialistarnir höfðu varnað hoiium valdaset- unnar og álit hans, fylgi og traust rénaði með degi liverj- um jnnan Framsóknar. For- maðurinn réri þar á annað borð með einum fylgisveini, en flokkuriun réri allur á hitt borðið og snéri á hann og lék liann grátt — en hægra straum- kastið gat ef til vill bjargað frá liinni eilífu tortímingu og rís- andi boðum, og lyft honum upp úr þeim öldudal, sem liann hvíldi í, á fald þeirrar báru, sem bæri hann heilan í höfn. Er brosið færðist í hægra munnvikið, hurfu geðbrestirnir, sem samfara höfðu verið póli- tískum meltingarkvillum, en eiturbroddamir voru brotnir af örvunum og eggjar sljófgað- ar. Þá var Fróða friður. Á tekur breska Ijónið upp á því að hrista sig, og ís- lenska músin fær að vita um þetta tiltæki ljónsins. Brelar innkalla kröfur Ú hendur okkur íslendingum með þeirri einstöku varfæmi að hirta innköllun þessa í hlaði því, er flytur stjórnarvalda aug- lýsingar þar í landi. Allur fjár- málaheimurinn fær að vita að yanskil okkar séu svo áberandi og viðskifti okkar það ótraust, að erlendir valdliafar verði að láta til sín taka, til að gæta hagsmuna þegna sinna. Islend- ingar einir, sem auglýsing þessi varðar, mega ekki fá um hana að vita. íslendingar mega ekki gera sér grein fyrir ástandinu eins og það er, og eins og á það er litið erlendis. Það er ekki ætlunin að hverfa til betra veg- ar, viðurkenna staðreyndir og taka upp nýja bjargráðastefnu. Nei, liægra brosið á að hamla því að sannleikurinn færi sig i skóna, eftir að lýgin hefir leikið lausum hala um landið alt um árabil. D OÐSKAPURINN, sem þá er “ fluttur, er ekki sá, að klæði sé borin á vopnin og þjóðin sameinist um liagsmunamál sín og alhliða viðreisnar starf, held- ur hinn, að ef Sjálfstæðisflokk- urinn reyni til að stöðva fram- hald þeirrar ólieillastefnu, sem ríkt liefir á fjármálasviðinu, þá muni Framsóknarflokkurinn beita sér af alefli gegn hita- veitumálinu. í þeim leik muni flokkurinn slanda sameinaður, hváð sem öllu öðru líði, og að hann hafi bohnagn til þess að koma í veg fyrir framgang hita- veitunnar. — Hægra bros bæj- arfulltrúans er horfið, en urrið heyrist og það skín i vígtenn- urnar. Vígtönnunum eru Reyk- víkingar orðnir vanir, og þótt krampakendir drættir ínunm vikjanna hylji þær um stund og liægra bros myndist af þeim or- sökum, yita menn að þær vig- tennur eru á sínum stað og bíða eftir lifandi eða dauðri bráð þér eftir sem hingað til. Bifrelðaárekstnr. Árekstur varð um kl. 11% i dag milli tveggja bifreiða i vesturbænum og stórskemdist önnur bifreiðin, en meiðsli urðu engin. Þetta voru bifreiðarnar G. K. 100, sem er 18 manna fólksbif- reið, og R 906, sem er 5 manna Sludebaker. Kom sú bifreið norðan Ægisgötu og var ekið suður götuna, en G. K. 100 var ekið vestur Öldugötu og varð áreksturinn þar sem Öldugata og Ægisgata mætast. Lenti GK 100 á aftari liluta R 906 vinstra megin af mikium krafti og stórskemdist sú bifreið, en GK 100 skemdist lítið. ABESSINIUKEISARI LAGÐUR AF STAÐ TIL GENF. London, 11. maí. — FÚ. Abessiniumálið verður ekki tekið fyrir fyrr cn á fimtudag á fundi Þjóðabandalagsráðsins i Genf, samkvæmt beiðni frá full- trúum Abessiníukeisara, og hafa þeir lagt svo að keisaran- um sjálfum að koma til Genf og tala máli þjóðar sinnar, að hann lét til leiðast og lagði af stað frá Englandi í gærkveldi með síð- ustu bátalestinni. Áður hafði abessinska sendisveitin í Lon- don sagt, að keisarinn myndi ekki fara. Stjðrnarbylting í Braziifu að tilhiutim -. • -* - • • *• fascista og nokkurs hiuta hersins. HepfoFingjastjóFn verðui? mynduð til bráð&birgða* EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Fregnir frá Montevido herma, aS stjórnarbylting- artilraun sé hafin í Rio de Janeiro og standi nokkur hluti hersins að henni. Nákvæmar fregnir vantar, en ýmislegt bendir til, að uppreistar- menn hafi samúð almennings. Facistar munu standa að byltingunni,sem stafar af óánægju með stjórnarskrá þá, sem Vargas gaf út. Líkur benda til, að herforingja- stjórn verði mynduð til bráðabirgða. í nóvembermánuði siðastliðnum gaf Vargas forseti út ný ja st jórnarskrá sem jók m jög vald forsetans. Sam- kvæmt hinni nýju stjórnarskrá var sett á laggirnar sparnaðarráð og ennfremur var fyrirkomulagi þingsins breytt. Forsetinn fékk vald til þess að setja lög milli þinga um ýms mál. Fjármálum lofaði Vargas að koma í nýtt horf og kvaðst hann hafa gefið út hina nýju st jórnarskrá til þess að koma í veg fyrir borgarastyr j- öíd. I fyrstu var talið, að Vargas ætlaði að taka sér ein- ræði í hendur, en hann sagði þá að hið ný ja st jórnar- fyrirkomulag væri ekki fasistiskt, heldur væri stefna sín á þjóðlegum grundvelli og utanríkismálastefnan yrði óbreytt. United Press. Miklir brunar á Amoy-eyju eftir skothríð Japana. EINKASKEYTI TIL VÍSIS London, í morgun. Hongkongfregnir skýra frá því, að miklir hús- brunar séu á Amoyeyju eftir skothríð jap" anskra herskipa á eyjuna í gærkveldi. Japanska ir flotaf oringjar haf a tilkynt erl. mönnum, sem búsettir eru á Amoy, að réttindi þeirra verði ekki virt, nema þeir verði algerlega hlutlausir meðan Japanir hafi her- lið á eyjunni. United'Press. London, 11. maí. — FÚ. Japanir eru sagðir hafa sett 500 manna lið á land i Amoy í gær, en ekki er vitað, hvort þeir hafa náð þar nokkurri fót- festu. Kínverjar segjast hafa drepið 100 menn í liði Japana er þeir voru að reyna að lenda, en sært 75. Loftornstan jflr Hanyang. Þ. 29. apríl var loftorusta mik- íl háð yfir Hanyang, fjölmennu íbúðarhverfi í Hangkow. Eins og vikið var að í skeytum gerðu Japanir mikla loftárás á borg- ina, en voru hraktir á flótta. Loftárás þessi var gerð á 37. af- mælisdegi Japanskeisara og ætl- uðu flugmenn Japana að skjóta kinversku stjórninni skellc i bringu og sýna Kínverjum loft- hernaðarlegan mátt sinn, enda var loflárásin vel undir búin, og tóku þátt í henni um 40 af stærstu og hraðfleygustu flug- véluin Japana í Kína. En Kinverjar vissu hvað til stóð og liöfðu með leynd, segir Daily Express, safnað saman um 100 flugvélum, til þess að taka á móti Japönum. Þessar flugvélar hófu sig á loft þegar, er Japanir komu, og hófst nú hin grimmasta loftorusta. Japanir héldu á- fram að varpa sprengikúlum á Hanyang, þrátt fyrir árásir Kínverja, nokkura stund, en urðu brátt að láta undan síga, enda réðust iðulega 4—5 kin- verskar flugvélar á eina japanska. Japanir vörpuðu um 100 sprengikúlum á Hanyang, en 1000—1500 manns biðu bana. — Barist var í 1000—2000 feta hæð. Japanir mistu 20 flugvélar, en Kínverjar sextán. NORÐMENN OG SPÁNAR- MARKAÐURINN. Oslo 10. maí. Sverdrup Stórþingsmaður hefir gert fyrirspurn til stjórn- arinnar á þessa leið: Gerir stjórnin sér Ijóst liverjir erfið- leikar eru á vegi norskra út- flytjenda, sem skifta eða vilja skifta við Spán, þar sem Noreg- ui liefir engan fulltrúa í mest- um hluta landsins — og hvað ætlar stjómin sér að gera til þess að bæta úr þessu ? (NRP— FB.) aðeixxs Loftur. Á LANDAMÆRUM SPÁNAR OG FRAKKLANDS.. Yfir Pyrennea-landamærin hefir að undanförnu verið s löð- ugur straumur flóttamanna. Meðal flóttamannanna er margt kvenna og barna, sem liefir orðið að þola meiri hörmungar en orð fá lýst. — Malcolm Mac Sónald veröur nýlendumála- rádherra Breta. linkaskeyti til VÍSÍS, London, í morgun. Máícoiín MacDonald er nú talinn Iíklegastur eftir^ maður Ormsby Gore nýlendumálaráðherra. Hefir álit Malcolm MacDonalds mjög aukist vegna þeirra afskifta, sem hann hafði af samkomulags- umleitunum Breta og íra, sem nýlega var um samið svo, að báðir aðilar létu sér vel líka. Blöðin telja, að Malcolm MacDonald muni vinna gott verk sem ný- lendumálaráðherra. — Slíks manns sem hans, sé ein- mitt mjög þörf nú, til þess að stuðla að því, að Palest- inamálið verði leyst á viðunandi hátt. Ennfremur mundi koma til hans kasta ýms mál, sem varða kröfur Þjóðverja um nýlendur. United Press. in-njiroun Tvelr mena, sem í flonnm voru bjargast nanðnlega f Innri-Njarðvík vildi það til s.l. sunnudag,að bifreið fór fram af bryggju og á kaf í sjóinn. í henni voru tveir menn, bifreið- arstjórinn Karel Einarsson og Guðbjartur Kjartansson, sem einnig er bifreiðartjóri þar syðra. Á bifreiðinni var fullur olíu- íankur, sem rúmar 1400 lítra af olíu, og átti að flytja liana til Keflavíkur, en er vélin var sett i gang rann bifreiðin aftur á bak og i sjóinn. Hásjávað var, norðan strekkingur og nokkur sjór. Mönnunum, sem í bifreið- inni voru, tólcst við illan leik að opna dyr stýrishússins og komst annar þeirra út um þær, en hinn braut framrúðu í bifreiðinni og komst þannig út úr stýrishús- mu. | Báðir voru mennirnir ósynd- ! ir, en er Ivarel skaut upp, tókst honum að ná í stigann á hryggj- unni og halda sér þar, en Guð- bjart bar frá bryggjunni og velktist hann nokkuð í sjónum,. en varð hjargað af unglingspilti, syni Stefáns Sigurfinnssonar í Njarðvík, sem liafði séð bifreið- ina vella út af bryggjunni. Mönnum tókst að lcoma bönd- um á bifreiðina og binda hana við bryggjuna, en kafari fór, héðan úr bænum, þangað suður eftir á sunnudagskvöldið, og tókst að ná bifreiðinni upp með aðstoð hans. Er bifreiðin mikið skemd vegna hyltunnar og sjáv- argangsins. Mönnunum líður vel eftir volkið og hefir þeim ekki orðið> meint af vosbúðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.