Vísir - 11.06.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 11.06.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingaptjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Bálstofan. egar nokkurir bjartsýnir menn fyrir fimm árum hófu hér baráttu fyrir byggingu bálstofu, hugðu margir að sú hugmynd ætti langt í land. Sumir héldu því fram, að hér væri um hégóma og fjarstæðu að ræða, sem hingað ætti ekkert erindi og aldrei mundi festa hér rætur. Þeir sem slíkt mæltu, hafa ekki verið spámannlega vaxnir, því að nú má fullyrða, að hug- myndin um bálstofu sé vel á veg komin. Málefni þessu liafa vaxið vinsældir með ári hverju og nú er svo komið, að eklci er líklegt að það detti úr sögunni. Hefir farið hér sem oftar, að trú fárra manna á gott málefni get- ur komið hinu ólíklegasta í framkvæmd. Bálfararfélagið hefir nú um 700 þáttakendur. Það hefir feng- ið hjá bænum stóra lóð nálægt Sunnuhvolstúni, undir bálstofu, sem uppdráttur hefir verið gerð- ur að. Á fjárhagsáætlun Reykja- vikur fyrir þetta ár er félaginu veittar 10 þús. kr. til byggingar bálstofu gegn tvöföldu framlagi annarsstaðar frá. Þá hefir og á fjárlögum ríkisins fyrir næsta ár verið veittar 10 þús. kr. í sama skyni og með sama skil- yrði. Félaginu hafa því verið veittar 20 þúsundir króna frá bæ og ríki, gegn því að félagið sjálft leggi fram 10 þús. kr. Þessar fjárveitingar eru fyrst og fremst viðurkenning hins op- inbera fyrir nytsemi þessa máls og í öðru lagi trygging fyrir að það nái fram að ganga, Til þess að félagið geti orðið aðnjótandi fjárveitinga þessara, verður það sjiálft að leggja fram mjög verulega fjárhæð. Eitt- hvert fé hefir þegar safnast í þenna sjóð, en talsvert mun enn á vanta að hin nauðsynlega f jár- hæð sé fengin. Þarf varla að ef- ast um, að þeir sem fjárráð hafa og þessu máli fylgja, muni nú hlaupa undir bagga með fé- laginu. En það má aldrei henda, að félagið fái ekki uppfylt skil- yrði það sem sett er fyrir hin- um opinberu fjárveitingum. Menn geta gert tvent til þess að styrkja félagið. Senda því pen- inga að gjöf eða kaupa bálfarar- skirteini þess. Því fyr, því betra. Það er ei'tt fyrirheit sem for- mælendur bálstofunnar hafa gefið og varðar alla borgara þessa bæjar. Það er að útfarar- kostnaður i sambandi við bál- stofuna verði ekki meira en 250—300 krónur, eða liðlega þriðjungur af kostnaði við venjulega jarðarför hér. Jarð- arfararkostnaður er svo mikill og gengur svo úr hófi hér, að fátt er nú nauðsynlegra en að ráðin verði bót á því. Hér er ekki hægt að fá sómasamlega jarðarför fyrir minna en 600— 800 krónur. Þykir mörgum þetta þungur skatlur, sem von- legt er og eiga margir fult í fangi með að standa straum af þessum kostnaði. Útfararkostn- aðurinn verður að lækka, en því takmarki verður ekki náð fyrr en bálstofan er komin upp og félagið byrjar að starfrækja liana. Þá Iækkar jarðarfarar- kostnaðuiánn um leið. Þungi þess kostnaðar er bæjarfélag- inu bæði háski og háðung. Það er stórkostleg sparnaðarráð- stöfun fyrir Reykjavík að koma upp bálstofunni. Bæjarbúar verða að gera lier- ferð á hendur hinum gífurlega jarðarfararkostnaði. En það verður best gert með því að . stuðla vel og drengilega að byggingu bálstofunnar. Jafnvel þeir fáu, sem enn eru á móti bálförum, vinna sér og öðrum milcið gagn með því að styrkja þetta málefni og hjálpa þannig til að lækka kostnað við jarðar- farir. Það er krafa sem ekki má þagna fyr en úr er bætt. Útfararkostnaður hér verður að lækka. Gfsli Bjariasoi, lögfræðingur frá Steinnesi andaðist í nótt eftir stutta legu á Landspítalanum. Hans verður nánar getið síðar. Renmertsbjíniii særnd lieiínrsmerkjum. í samsæti því, sem haldið var í gærkveldi til heiðurs Reumerts-hjónunum, tilkynti atvinnumálaráðlierra, Skúli Guðmundsson, er hélt ræðu fyr- ir hönd ríkisstjórnarinnar, að konungur hefði samkvæmt til- lögu orðunefndar, sæmt Poul Reumert stórriddarakrossi Fálkaorðunnar með stjörnu og frú Önnu Borg-Reumert stór- riddarakrossi Fálkaorðunnar. Ragnar Kvaran stýrði samsæt- inu og ávarpaði heiðursgestina sérstaklega og þakkaði þeim hingaðkomuna og starf þeirra fyrir íslenska leiklist. Sigurður Nordal prófessor mælti fyrir minni frú Reumert og kven- þjóðarinnar, en Poul Reumert þakkaði góðar móttökur og góða viðkynningu við íslendinga. Frú Anna Borg-Reumert lýsti ánægju sinni yfir að koma hing- að heim til ættlands síns og bernskustöðva. Þá töluðu þeir próf. Ágúst H. Bjarnason og Ásm. P. Jóhanns- son, en þjóðsöngvar íslands og Danmerkur voru sungnir. Að loknu borðhaldi var dans stiginn fram eftir nóttu. Útvarpið á morgun: 9.45 Morguntónleikar: a) Sym- fónía nr. 8, h-moll, eftir Schubert; b) Píanókonsert nr. 2, f-moll, eft- ir Chopin (plötur). n.oo Messa í dómkirkjunni (síra Bjarni Jóns- son). 12.15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegistónleikar frá Hótel Borg. 15.30 Útvarp til útlanda (24.5201.). 19.10 VeSurfregnir. 19.20 IJljóm- plötur: Frægir fiðluleikarar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Hvernig bú- um vér að gamla fólkinu? (sira Árni SigurtSsson). 20.40 Hljóm- plötiir: Létt lög. 20.50 Leikrit: „ÁlfafeH", eftir Óskar Kjartans- son. (LeikiS af unglingum). 22.10 Ðanslög. 24.00 Dagskrárlok. Chamberlain kýs heldur að ögra almenn- ingsálitinu, en að hvika frá stefnu sinnl í utanríkismálum. I Stephan Strobl: BrottfintnlGsnr sjálfboEaMa frá Spáni hefst nú fiejjar. SkopmyndasýDing. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í París er það fullyrt að Frakkar séu reiðubúnir til að herða enn frekar á eftirliti við Pyreanelanda- mærin eða jafnvel loka þeim alveg, ef nauðsyn krefur, til þess að skapa viðunandi ástand í Spánarmálunum. Hlutleysisnefndin hefir lýst yfir því að hún sé því sam- þykk að brottflutningur erlendra sjálfboðaliða frá Spáni hef jist nú þegar og ekki sé beðið eftir skýrslum eða álitsgerðum frá undirnefndum hinna einstöku þjóða, sem mál þetta varðar. Samkvæmt rannsóknum þeim, sem þegar hafa farið fram berst mjög mikill fjöldi sjálfboðaliða á Spáni og hefir það síst verið orðum aukið í fréttum þeim, sem þaðan hafa borist að undanförnu, ög er sú fullyrðing Francos talin réttmæt, að mikill fjöldi hermanna og gnægðir skotfæra hafi verið flutt yfir frönsku landa- mærin til rauðliða á Spáni, undanfarnar vikur, og hafi þessi liðsauki bjargað þeim frá stórfeldum ósigri fyrir her þjóðernissinna. Árásirnar á erlend skip, — einkum bresk og frönsk, — halda enn þá áfram, en óvíst er enn þá til hvaða ráða verður gripið, þrátt fyrir gremju þá, sem ríkjandi er bæði í Englandi og Frakklapdi út af árásum þessum. Mme. Tabouis heldur því fram að Chamberlain hneig- ist helst að því að ögra almenningsálitinu og taka á sig alla áhættu, vegna árása þeirra, sem gerðar hafa verið á bresk skip í spönskum höfnum. Telur hún víst að bráðlega muni koma til átakaíbreska þinginu,ogmuni sósíalistar, frjálslyndir og nokkur hluti íhaldsmanna gera árás á Chamberlain og stjórnarstefnu hans, en hann sé við því búinn og vilji frekar verða fyrir slíkum andblæstri, en að hvika í nokkuru frá stefnu sinni í ut- anríkismálunum, sem mörkuð hefir verið með bresk- ítölsku samningunum. Unifced Press. Úlfar sækja í bygðir í Pól landi og verða mörgum mönnnm að bana. EINKASKEYTI TIL VlSIS London, f morgun. Frá Warsjá berast þær fréttir, að í Póllandi geysi hreinn úlfafaraldur, og hafi úlfarnir þegar orðið þremur börnum að bana og ennfremur drepið tvær konur. í héraðinu Polesiu eru úlfarnir sér- staklega ágengir, en þar hafa skógar verið ruddir og eyðilagðir mjög að undanf'örnu. Er talið mjög hættu- Iegt fyrir ferðamenn að fara þar um Iandið. Bændur eiga í miklum erfiðleikum með að vernda fénað sinn og hafa úlfarnir þegar valdið á honum miklu tjóni og sitja um hvert færi til að ná sér í bráð. SIGURÐUB JONASSON eins og Strobl sér liann. Eins og Vísir gat um í lok maímánaðar hefir alkunnur skopmyndateiknari, Stephan Strohl, komið liingað til lands til að eyða hér sumarfríi sínu, en jafnframt hefir liann varið tímanum til að teikna ýmsa mæta menn hér í bænum. Þeir, sem aðallega hafa orðið fyrir ijarðinu á honnm eru stjórn- málamenn, skáld og listamenn, prófessorar og aðrir þeir, sem orðið liafa á vegi listamanns- ins, en liann hefir ekki setið auðum höndum frá því er hann kom hingað, með ])ví að nú lief- ir hann tilbúnar til sýningar 50 til 100 myndir, sem allar eru furðulega sérkennilegar. Listamaðurinn hefir ákveðið að gefa Reykvíkingum kost á að sjá myndir þessar, áður en liann fer héðan af landi, og opn- ar hann sýningu á morgun í húsgagnaverslun Kristjáns Sig- geirssonar að Laugavegi 13 liér í hænum. Sýning þessi verður einstök í sinni röð og verður án efa mjög fjölsótt. Hefir listamaður- inn í hyggju, ef því verður við komið, að teikna alla gesti, sem á sýningnna koma og láta þá fá smámynd af sér endurgjalds- Iaust er þeir yfirgefa sýning- una, og það leikur lítill vafi á að Itann getur afkastað því, mnð því að vissan og flýtirinn er furðn mikill. Reykvíkingar mnnu hafa gaman af þessari sýningu, en enginni verður fyrir vonbrigð- um, ér þangað kemur. Tvísýnt um líf faFþega* Vegna þessa ástands hafa stjórnarvöldin boðið út miklum mannsafla til þess að friða Iandið fyrir úlfun- um, og reka þá af höndum sér, og eru úlfaveiðarnar þegar hafnar. Munu fleiri menn taka þátt í úlfaveið- unum en nokkru sinni hefir þekst fyr, allt frá æfðum hermönnum til óreyndra unglinga. United Press. Loftárás á Alieaote. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. IMSKEYTI frá Valencia hermir að Þjóðernissinnar á Spáni hafi gert ítrekaðar á- rásir á bæinn Alicante á að- farnótt föstudags. Komu flug- vélar í stórhópum, flugu yfiri borgina og vörpuðu niður tund- urskeytum. Árásir þessar voru endurteknar hvað eftir annað um nöttina, en ollu ekki veru- legu manntjóni, með því að íbú- um borgarinnar tókst að bjarga sér í neðanjarðarhvelfinjgar, áð- ur en aðalárásirnar byrjuðu fyr- ir alvöru. Tundursprengjur þær, sem notaðar voru í árásinni voru ó- venju stórar og ollu miklu tjóni á húsum og mannvirkjum, en hinar skotheldu hvelfingar sak- aði ekki svo orð sé á gerandi. United Press. Það slys vildi til kl. 17.30 1 gærkveldi, að bifreiðin H. Ú. 17 frá Skagaströnd ólc á liandriðið á norðursporði Blöndubrúar og steyptist ofan í 7—8 metra djúpa kvos. — Samkvæmt lieimildum frá fréttaritara út- varpsins voru í bifreiðinni, aulc hifreiðarstjórans, Óskar Helga- son, kaupfélagsstjórinn á Skagaströnd, Gunnar Grímsson, kona lians, mágkona og tveggja ára gamalt harn hennar. Bif- reiðarstjórinn, barnið og móð- ir þess hlutu minni liáttar meiðsl, en lijónin slösuðust al- varlega, og voru þau flutt í sjúkraliúsið í Blönduósi. Kaup- félagsstjórinn síðubrotnaði, laskaðist í baki og hlaut fleiri meiðsl. Kona Iians slasaðist inn- vortis, svo að hana varð að skera upp í nótt, vegna blæðinga ofan til í kviðarholinu. Líðan beggja er slæm, en þó telur hér- aðslæknir kaupfélagsstjórann ekki í lifshættu. Staðhættir þar sem slysið vildi til eru þeir, að norðan við aðalbrúna yfir ána er önnur minni brú yfir farveg’, sem venjulega er þur. Bifreiðin snerist í loftinu, lenti fyrst eftir 5—6 metra fall á ldettastalli og valt síðan niður í gi-askvos, sem er tveim metrum neðar og lá þar á hliðinni. Bifreiðin er mölbrotin. Vél bifreiðarinnar var í ólagi, en að öðru leyti eru orsakir slyssins ókunnar. Sjónarvoltar, sem voru í nokkurri fjarlægð, töldu fyrst óhugsandi, að nokkur, sem í bifreiðinni var, gæti komist lífs af. (FÚ.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.