Vísir - 08.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 08.07.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: Afgreiðsla 3100 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Bogalist sem brást. Dlöð þeirra Héðins Valdi- u marssonar og kommúnist- anna liafa öðru hvoru að und- anförnu tátið skína all-berlega í það, að þau líti svo á, að í ráuninni eigi andstæðingar „só- síalismans“ innan verkalýðs- samtakanna ekki að hafa at- kvæðisrétt urn málefni verka- lýðsfélaganna. Og af því að það hafi verið sjálfstæðismennirnir og jafnaðarmennirnir og fram- sóknarmennirnir i Dagshrún, sem ráðið hafi úrslitum í alls- lierjaratkvæðagreiðslunni, sem fram.fór innan félagsins nú fyr- ir skemstu, þá séu þau úrslit í rauninni að engu liafandi. í annan stað saka blöð þessi sjálfstæðismenn og blöð þeirra um það, að þau liafi stuðlað að því, að Alþýðuflokksmennirnir bæri sigur úr býtum i atkvæða- greiðslunni, með því að hvetja sjálfstæðismennina í félaginu til þess að greiða atkvæði á móti tillögum Dagsbrúnar- stjórnarinnar, og sletta sér þannig fram í mál, sem þeim kæmi ekkert-við! Hinsvegar þykjast bæði Héðinn og kommúnistar vera þvi eindregið fylgjandi, að „lýðræðið“ verði i fullum heiðri liaft innan verkalýðssamtak- anna. Þess vegna telja þeir líka brýna nauðsyn á því, að slíta Alþýðusambandið úr öllum tengslum við stjórnmálastarf- semi verkamanna., Hlutverk þess sé að fjalla um sameigin- leg hagsmunamál allra verka- manna, hvaða stjórnmála- stefnu sem þeir fylgi, og það eigi því að vera algerlega ó- pólitískur félagsskapur. Nú er það hinsvegar öllum augljóst, að barátta sú, sem nú stendur yfir innan verkalýðs- samtakanna, milli kommúnista, með aðstoð Héðins Valdimars- sonar, og alþýðuflokksmanna, er pólitísk harátta um völdin í Alþýðusambandinu. Og at- kvæðagreiðslan í Dagsbrún var einn þátturinn í þeirri baráttu. Sjálfstæðismennirnir í Dags- brún áttu að eins um það að velja, að fela annaðhvort kommúnislum eða Alþýðu- flokksmönnum að fara með umboð sitt á Alþýðusambands- þinginu, eða þá að afsala sér öllum áhrifum á meðferð mála á þinginu, sem að sjálfsögðu gat ekki komið til mála að þeir gerðu. Nú skilst mönnum, að kommúnistar séu ekki í mikl- um vafa um það, að Alþýðu- flokksmönnum og sjálfstæðis- mönnum beri nokkuru minna á milli í skoðunum yrfirleitt, en kommúnistum og sjálfstæðis- mönnum. Það mælti því ætla, að þeir hefðu ekki þurft að verða sem „steini Ioslnir“ yfir því, að sjálfstæðismennirnir i Dagsbrún skyldu heldur kjósa, að stvðja alþýðuflokksmenn- ina en þá Héðin og kommún- istana til valda í Alþýðusam- bandinu, þó að hvorugur kost- urinnn þætti góður. Hinsvegar er það .yfirdreps- skajiur einn af hálfu komniún- ista, er þeir láta svo sem þeir vilji slíta öll tengsli milli verka- lýðshreyfingarinnar, eða hags- munasamtaka verkamanna, og stjórnmálasamtaka þeirra. Ef svo væri í raun og veru, að þeir vildu slíta þessi tengsli, þá mætti þá algerlega einu gilda um það, hverjir færi með völd- in í Alþýðusambandinu, jafn- vel þó að það væru sjálfstæðis- menn. En með hjali sínu um ópólitískan fagfélagsska]) verlcamanna, hugðust þeir að ginna stjórnmálaandstæðinga sína innan verklýðssamtak- anna til þess að styðja sig til valda i Alþýðusambandinu. Sú „bogaIist“ hefir brugðist þeim hrapallega, enda kemur nú hinn sanni hugur þeirra í ljós, er þeir sjá hvað verða vill, eftir að sjálfstæðismennirnir í Dags- brún hafa með atkvæðum sín- um gert að engu vonir þeirra um að ná völdunum innan verkalýðshreyfingarinnar. Saii alitreiiiR íyrir IforOoríiidi. Einkaskeyti til Vísis. Siglufirði í morgun. I gær og nótt komu þessi skip til Siglufjarðar. Snorri 60 mál, Grótta 40, Fylkir og Gyllir 60, Dagný 130 mál. ÖH komu að austan. Þá komu þessi: Bjarnarey 400 mál, Geir goði 300, Þorsteinn 500, Olivette 300, Björn 350 og línveiðarinn Ereyja með 300 mál. Þessi skip komu öll með afla sinn frá Húnaflóa. Engin síld hefir fengist í morgun svo að vitað sé. Brynj- ar frá Ólafsfirði er að rekneta- veiðum úti fyrir á vegum Síld- arútvegsnefndar og sáú skip- verjar í nótt allmikið af síld stökkva, út af Siglufirði, en eng- in torfuskil sáust............ Þráinn. FÚ. í gær. Til Siglufjarðar liöfðu um nónhil í dag komið síðan í gær- kvöldi 4 slcip, með samtals 770 mál síldar — þar af vélsldpið Vébjörn með 600 mál. Hvergi hefir orðið síldarvart í dag svo teljandi sé — hórki austurfrá né vestur frá — en veiðiveður gott. Eitt skij) var síðdcgis í dag á leið til Siglufjarðar með 300 mál af síld, er veiddist í gær- kveldi. Til Djúpuvílcur komu í gær Tryggvi gamli með 430 mál og Hannes ráðherra með 270 mál. Síldin veiddist við Vatnsnes og Selsker. Töluverð áta hefir sést í flóanum, en síld veður lítið, og er það talið stafa af lculda, sem hefir verið undanfarið. Við vestanverðan Húnaflóa var veð- ur hlýtt og gott í dag. ENGIN HEIMSSÝNING í JAP- AN 1940. Oslo 7. júlí. Japanska stjórnin hefir á- kveðið að hætta við það áform að efna til heimssýningar í Jap- an 1940, vegna styrjaldarinnar í Kína. NRP—FB. lskyggilegar horfur í Palestina. Bresku yfirvöldin biðja um liðsauka þegar í stað. — Arabar frá Transjor- daníu gera tilraur? til þess að ráðast inn I landið. — Hermenn vopnaðip vélbyssum gæta opinberra bygginga í Haifa og Jerusalem. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Fregnir þær, sem berast frá Palestina eru hinar ískyggilegustu. Óeirðirnar halda áfram og hermdarverk, sprengikúlum og handsprengj- um er varpað á torgum og gatnamótum og ráðist á frið- sama borgara við vinnu sína. Hatrið milli Gyðinga og Araba magnast stöðugt og erfiðleikar Breta fara vax- andi. Samkvæmt seinustu fregnum frá Jerúsalem óttast menn, að til stórtíðinda dragi og eru yfirvöldin í öllum borgum Palestina að búa sig undir að koma í veg fyrir, að til bardaga í stórum stíl komi milli Gyðinga og Araba. í Jerúsalem og Haifa hefir verið komið fyrir vélbyssum á þökum opinberra bygginga og öðrum stöðum, sem mikilvægt er, að varðir sé. Jafnframt hafa bresku yfirvöldin í Palestina sent eindregna beiðni til London um það, að sendur verði mikill liðsauki til Palestina og verði það gert tafarlaust, þar sem horfurnar sé hinar ískyggilegustu. í gær var enn varpað sprengikúlum og skotið á borg- ara við störf sín. Til vopnaviðskifta kom á^andamærum Transjordan- íu og Palestina í gær, er 500 arabiskir riddarar gerðu tilraun til þess að fara yfir landamærin inn í Palestina. Breska landamæraliðið naut aðstoðar flugvéla, sém eltu uppi hina arabisku riddara og hröktu þá á flótta. Fimm Arabar voru drepnir, en margir særðust af vél- byssuskotum. Foringi Arabanna var handtekinn. Hin konunglega nefnd, sem vinnur að athugunum varðandi framtíðarskipulag Palestina er sem stendur að rannsaka nánar skilyrðin fyrir því, að Palestinu verði skift í tvö ríki, Gyðingaríki og Arabaríki, en milli þeirra verði hlutlaust svæði, sem Bretar verndi. Nefndin hefir boðað f jölda marga af leiðtogum Gyð- inga og Araba á sinn fund. Gerir nefndin sér vonir um, að geta lokið störfum í Palestina áður en langt líður. Fer svo aftur til Englands til þess að vinna úr gögnum sínum og skila lokaskýrslu. Yonast nefndin til þess að komast heim til Englands bráðlega. United Press. Mesta Hug'bát asmíði til hernadarþarfa, sem nokk- ur þjóð hefir ráðist í. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Daily Telegraph skýrir frá því í morgun, að flug- málaráðuneytið hafi tekið fullnaðarákvörðun um að hefja smíði á fjölda mörgum flugbát- um þegar í stað. Hafa verksmiðjurnar, sem eiga að smíða flugbátana, fengið fyrirskipanir um að byrja smíðina taf arlaust. Talið er, að aldrei hafi nokkur þjóð ráðist í smíði eins margra flugbáta í einu og Bretar nú. Andvirði flugbátanna nemur mörgum miljónum sterlingspunda. Flugbátarnir verða búnir vélbyssum og öllum nýj- ustu tækjum, m. a. tækjum, sem að eins breski flugher- inn hefir yfir að ráða og haldið hefir verið stranglega Ieyndum. í hverjum flugbát eru 4 Jireyflar. Eigi er kunnugt enn sem komið er hve marga flugbáta af þess- ari gerð stjórnin ætlar að Iáta smíða. United Press. London 8. júlí. FÚ. Ilinn frægi eyrnasjúkdóma- læknir í Vínarborg, dr. Neu- mann, kom í gær til Evian, á- samt fleiri Gyðingum frá Aust- urríki, til þess að leggja fyrir ráðstefnuna sem þar stendur yfir, beiðni um að aðstoða Gyð- inga til að koma sér fyrir utan Austurríkis og Þýskalands. Dr. SpæDska-stjórnin ásðknö nm bryðjavetk í Castellon London 8. júlí. FÚ. j Félagsskapur í Englandi, er nefnir sig „Vinir hins þjóðern- issinnaða Spánar“, hafa birt á- kæruskjal gegn spönsku stjórn- inni, og er það bygt á ræðu er Sir Henry Page-Croft flutti ný- lega í breska þinginu. Þar er })ví lialdið fram, að rétt áður en uppreistarmenn tóku Castel- lon, hafi stjórnarherinn látið það berast út, að uppreistar- lierinn væri lcominn inn í borg- ina, í því skyni, að sjá hverjir myndu fagna honnm. Hafi þá j um 2000 manns þust út á göt- urnar, og síðan hafi hand- sprengjum verið kastað í hóp- inn og skotið á liann úr vél- byssum, og hafi á þenna hátt nm 200 menn verið drepnir. Ennfremur eru stjórnarsinnar sakaðir í skjali þessu um í kveikjur í stórum stíl. Sir Hen- ry Page-Croft segir, að síðan hann flutti áminsta ræðu, hafi sér borist frá Castellon mörg skeyti til staðfestingar því, sem hann sagði. Allsherjarmót I.S.I. hefst á snnnndaginn. Eins og Vísir hefir áður skýrt frá, liefir sú nýhreytni verið tekin upp á þessu ári, að í stað þess að allslierjarmótið fari fram 17. júní og næstu daga, er ])ví frestað þangað til seinna, þ. e. a. s. þar til 10.—13. júlí, og fer það fram þá daga að þessu sinni. Að þessu sinni er kept í 20 greinum og erni þátttakendur í mótinu samtals 55 að tölu. En félögin, sem senda þátttakendur á mótið eru þessi: Knattspyrnu- félag Reykjavíkur (20 keppend- ur), Glímufélagið Ármann (20 keppendur), Iþróttafél. Reykja- víkur (4 keppendur), Knalt- spyrnufélag Vestmannaeyja (3 keppendur) og Fimleikafélag Ilafnarfjarðar (8 keppendur). Á sunnudag verður kept í l^essum greinum: 100 m. hlaupi, og eru þar 10 keppendur, kúlu- varpi (7 keppendur), 5000 m. hlaupi (8 keppendur), lang- stökki (7 keppendur) og 4x100 m. boðhlaupi. Þar keppa 5 sveit- ir, 2 frá Ármanni, 1 frá F. H. og 2 frá K. -R. Mótið á sunnu- dag hefst kl. 2 eftir liádegi. Á mánudag kl. 8ý2 síðdegis Iieldur mótið áfram og verður hyrjað á 110 in. grindalilaupi. Keppendur eru þar 4. Þá er kept í spjótkasti (8 keppendur), 400 m. hlaupi (10 kepp.), þrístökki (5 kepp.), sleggjukasti (6 kepp- endur) og 1500 m. hlaupi (11 keppendur). Á þriðjudagskveld er kept í þessum greinum: 200 m. hlaupi (9 kepp.), hástökki (8 kepp.), 800 m. hlaupi (12 kepp.), stang- arstökki (4 kepp.), 10 km. hlaupi (6 kepp.), kringlukasti (6 kepp.), 1000 m. (100—200— 300—400 m.) boðhlaupi (6 sveitir, 2 frá Á., 1 frá F. H., 1 frá I. R., 2 frá K. R.). Á miðvikudagskveld lýkur mótinu með 10 km. kappgöngu Neumann skýrði fréttaritara Reuters frá því, að hann liefði fengið samþykki yfirvaldanna í Vínarhorg til fararinnar, og að þau hefðu lofað samvinnu sinni. Samskonar sendinefnd er vænt- anleg frá Berlín. (8 kepp.) og fimtarþraut (6 kepp). Síðan verður dansleik- ur í Iðnó á eftir fyrir keppend- ur og starfsmenn og verða þar aflient. verðlaun. Er óvenjumikil þátttaka i allsherjarmótinu nú, einkum í sumum hlaupunum. Veldur þar að þetta er stigakepni og fá fé- Iögin stig fyrir fjóra fyrstu menn að marki, en það félag, sem fær hæsta stigatölu, verður sigurvegari á mótinu. Stigin reiknast þannig, að fyrsti mað- ur fær 7 st., annar fimm stig, þriðji 3 stig og fjórði 1 stig. Kept er um faraudbikar, sem Ármann gaf árið 1921 og er K. R. handhafi lians nú. Fiskútflutningur Norðmanna til Ítalíu. Kaupm.höfn 7. júlí. FÚ. Norska utanríkismálaráðu- neytið tilkynnir, að samkvæmt vöruskiftasamningi þeim, sem nýlega var gerður milli ítalíu og Noregs, en samningur þessi gildir til eins árs, verði útflutt- ar til Italíu 12 hundruð smálest- ir af hertum hútungi, en auk þess 6 þús. smálestir af hertum fiski, samkvæmt venjulegum kvóta og' þúsund smálestir, sem óútflutt var af því magni, er lieimilaður var útflutningur á í eldri samningum. Verðhækkun nemur 2 aurum á kg. Íbúaíala Kaupmannahafnar. Khöfn, 7. júlí. F,Ú. Samkv. útreikningi dönsku hagstofunnar er talið, að Kaup- niannahöfn með útborgum, þ. e. a. s. Kaupmannaliöfn, Fred- riksberg, Gentofte og aðrar út- borgir, muni liafa samtals um eina miljón íhúa, er manntalið fer fram í sumar, þar af sjálf Kaupmannahöfn 694.500, Fred- risherg 114.500, Gentofte 73.000 og hinar úthorgirnar 118.000. Um aldamótin hafði Kaup- mannahöfn með úthorgum 519.700 íbúa, þar af Káup- mannahöfn 400.600, Fredriks- herg 76.200, Gentofte 14.500 og hinar úthorgirnar 28.400.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.