Vísir - 18.07.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 18.07.1938, Blaðsíða 3
Flugsýningin á Sandskeiðinu í gær tokst ágætlega. Áhopfendm* munu tiafa ver- iö 5-6 þús* og gerðu allip góöan Fóm að sýningunni. Flugsýningin 'í gær tókst ágætlega. Enda þótt veður væri þungbúið hér í bænum, var jafnan sól á Sandskeiðinu. Hófst flugsýningin raunverulega yfir bænum um morguninn, er ís- lenskar flugvélar og ein þýsk með svifflugu í eftirdragi, svifu yfir bænum. Geysimikill mannfjöldi safnaðist saman efra, vafalaust um 5 þús. manns og höfðu bifreiðar hvergþnærri við að flytja fólk á milli. Kom þetta sér mjög illa er heim skyldi halda, því að þá varð fólk að bíða tímum saman eftir bílfari. Einhver smávegis óhöpp skeðu á veginum uppeftir vegna umferðarinnar, en ekk- ert alvarlegt slys. Efri myndin: Flngurnar í röð á Sandskeiðinu. Neðri myndin: Þegar Minimoa á að fara á loft. Dagskráin liófst ld. 3 og var fyrst hljóðfæraleikur. Siðan hélt Skúli Guðmundsson, sam- göngumálaráðherra, ræðu, en að þvi búnu hófust flugsýning- ar á því, að svifflugslíkön (mo- del) voru látin fljúga. tákönin, sem sýnd voru, voru tvö og er eitt félagið, sem að flugdeginum stóð, fyrir yngstu áhugamenn flughstarinnar og smíða þeir slík likön. Eru þau látin fljúga á þann hátt, að þeim er kastað með hendinni, en einnig mun vera liægt að skjóta þeim á loft með teygju. Flugu líkönin um 30 m. i loft upp i gær. Þá sýndu hyrjendur renniflug í skólarenniflugum. Voru þær ýmist hafnar á loft með teygju eða vindu.Þegar notuð er teygja er aðferðin sú að miðhlutalienn- ar er fest í stefni flugunnar, en menn laka endana og teygja á þeim, sem hægt er. Til þess, að flugan fari ekki of snemma af stað er þriðji flokkurinn, sem heldur i stél flugunnar, þangað til kominn er tími lil að láta hana renna af stað. Þá var sýnd skólarennifluga, sem Þjóðverjarnir höfðu með- ferðis liingað. Heitir sú tegund Zögling og er allmiklu full- komnari en þær, sem liér liafa verið smíðaðar. Var flugan dregin á loft með bifreiðavindu og var Leifur Grímsson í henni. Þegar hann var kominn íca.40 —50 m. hæð, slepti hann strengnum, er dró hann á loft og fór í stóran hring til vinstri og lenti rétt hjá þeim stað, er flugan var á, er hún var dregin á loft. Þá dró flugvélin tveggja manna svifflugu (Kranicli) á Joft og voru í henni Ludwig og ungur prentari, sem lék á lúð- ur fyrir áliorfendur meðan flug- an sveif yfir höfði þeirra. Þessu næst var Grunau Bahy svifflugan dregm á loft og var Ludwig við stjórn. Flaug liann í hring yfir Sandskeiðinu og lenti síðan við fyrirfram á- kveðið mark. Þá var Kranich-flugan dregin a loft á nýjan leik og ætlaði Ludwig nú að sýna listflug. Var flugan komin upp í um 7—800 m. hæð, þegar liún slepti strengnum úr flugvélinni og Ludwig byrjaði listflugið. Tók hann einum 10 sinnum það sem kallast á flugmáli „Looping tlie Loop“, sem er gert þannig, að flugunni er beint fast upp á við svo að hún fer alveg í lóðrétt- an hring. Auk þess velti liann flugunni á alla kanta og bylti til. En þess á milli heindi hann henni beint niður í áttina til á- horfenda og söng þá og livein í lienni, er hún jók hraðann. Var þetta afar tilkomumikil sjón og voru áliorfendur mjög hrifnir. Nú var bætt inn einu atriði á dagskráma: Vélflugan dró ívær svifflugur, Minimoa og Baby, á loft. Siðan flugu þær einn liring fastar saman, en er þæru voru á nýjan, leik yfir Sandskeiðinu og sneru, í vestur, Iétu Baumann og Springbock, sem voru í svifflugunum, drátt- dráttartaugarnar lausar og fóru í einn liring áður en þeir sett- ust. Þá kom síðasta atriði sýning- arfluganna. Fór Ludwig upp í vélflugunni og fór að sýna listir sínar aftur. Bjujaði liann á að fara í svonefnt „spin“, en það er þannig, að flugvélin stefnir beint niður og hringsnýst jafn- framt. Rétti liann liana síðan aftur og fór nú að „loopa“. Gerði liann það livað ef'tir ann- að, en þess á milli velti hann vélinni á allar hliðar, flaug á hliðinni o. þ. h. Er þessi flug- vél þó alls ekki ætíuð til list- flugs, til þess er ;hún of veik- bygð og hreyfillinn kraftlítill. Stóð’ þessi sýning í mn 10 mín. og heyrðist á meðan hvorki „hósti né stuna“ til áhorfenda- fjöldans, en er Ludwig ksnti var lostið upp fagnaðarópi og lion- um óspart klappað lof i lófa. Þegar þessu var lokið yar hafið hringflug fyrir almenn- ing og kostaði 10 kr. hvert 10 mín. flug. Munu um 38 manns hafa keypt .sér flugferð, en alls voru farin 50—60 flug, þvi að nokkrum var boðið. Voru tvær \élar notaðar við þetta, Blue Bird, sem er í íslendinga eign og þýska vélin. Auk þess var dregið i flughappdrættinu og komu upp þessi númer: 88, 91 og 120. Þegar sýningarnar voru bún- ar fór fóllc að búast lil heim- ferðar, en seint gekk að komast í bæinn ,eins og áður er sagt, vegna þess hve fáir vagnar voru í förum. I hvert skifti sem bill kom tómur upp á Sandskeið varð kapphláup um að koma*t i liann. Útvarp var á Sandskeiðinu og töluðu þeir til áhorfenda lu:. Renthe-Fink, sendilierra, Lud- wig flugkappi og Agnar Kofoed- Hansen, sem lýsti flugvélunum og sýningum þeirra. Guðbr. Magnússon og Helgi Hjörvar gáfu ahnenna lýsingu á sýningum og því, sem fram fór, en að þessu sinni var þess þó ekki getið í útvarpinu er hundur gekk eftir Sandskeiðinu, en venjulega fá þeir að fljóta með i lýsingum útvarpsins á útiskemtunum. Síldarliust Irá Horni til lanianess. Samkvæmt skeytum frá tog- urunum í morgun er gott veður fyrir Norðurlandi, en síldarlaust frá Horni til. Langaness. Síðastliðna viku var sáralítill afli og mun aflinn nú x/\ þess, sem hann var í fyrra um sama leyti. i I Einkaskeyti lil Vísis. Siglufirði í dag. I fyrrinótt og í gær komu til Ríkisverksmiðjanna hér 10 skip með samtals rúmlega tvö þús- und mál. Var sú síld að mestu leyti veidd á Skagagrunni i nótt og liafa þessi skip komið inn: Skagfirðingur með 600 mál, Snorri 450, Sigríður 100, Sæ- fari 300, Bára 450, Auðbjörn 550, Kári 250, Mars 150, Stella 400, Erna 300, Freyja, Rvik 400, Bjarki 200, Villi/Víðir 130. — Fleiri skip eru væntanleg. — í morgun er ágætt veður og lield- ur mikið af flotanum sig á Skagafirði, en ekki er vitað um veiðina í morgun. 17. júlí. FÚ. Til Siglufjarðar höfðu komið frá því um nónbil i gær til jafn- lengdar í dag nxu skip með sam- tals 2000 mál af sild. Sildin veiddist í Skagaficði í gæx\ Meg- inhluti veiðiflotans var i dag á Skagafirði og nokkur skip fengu í morgun dálitla veiði í vesianverðum firðinum, en ann- arsstaðar bafði ekki frést til síldar. — Allhvass norðvestan vindur var norðan lands í njorgun, en síðdegis norðaustan kaldi og veður kalt. i gær var óvenju fásótt þótt geslum fjölgaði er leið á dag- inn. Það, sem einkanlega harnl- aði mönnum að sækja skemtun- ina var skorlur á bifreiðum, enda var liann svo tilfinnanleg- ur að glímuflokkur Ármanns, sem ætlaði að sýna á skemtun- inni komst ekki á staðinn og féll því sá liður skemtunarinn- ar niður. Félagið Heimdallur stóð fyrir skemtuninni að þessu sinni. Hófst lxún með því að Axel Tulinius, einn af stjórn- endum félagsins, setti mótið með ræðu, en því næst töluðu þeir Tlior Thors og Jóhann Möller. Ræddi Thor um fullveld isliátíðina 1938 og 20 ára afrnæli islenska ríkisins, svo og sýning- una í New-York og þýðingu liennar fyrir Island, en Tlior er sem kunnugt er formaður und- irbúningsnefndar sýningarinnar af okkar hálfu. Jóhann Möller ræddi alment um þjóðnnálin og þá skyldu al- mennings, að vera vakandi í þeim efnum og nota sér álirifa- vald sitt í stjórnmálabaráttunni. Voru ræðurnar hinar ágætuslu, svo sem vænta mátti. Gunnar Björgvinsson skemti með eftii’hennum og því næst var dans stiginn fram eftir kveldi. BœtaP fréttír Edda 59387197 Veðrið í mogun. í Reykjavík 12 stig, heitast í gær 16, kaldast í nótt 9 sú Sólskin í gær 3.7 st. Heitast á landinu í morgun 12 stig (hér, Akureyri, Hólum í Hornafirði) kaldast 6 st. (Horni, Kjörvogi, Blönduósi o.v.). Yfirlit: Grunn læg'S fyrir suBvest- ad land á hægri hreyfingu í norð- austur. Horfur: Faxaflói: SuS- austan kaldi. Rigning. Noröur- land: Austan og suðaustan gola. Úrkomulaust. Skipafregnir. Gullfoss er í Leith, Goðafoss i Hamborg og Brúarfoss í Reykja- vík. Dettifoss var í morgun á ísa- firöi, Lagarfoss á Hofsós og Sel- foss á Siglufirði. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að Jónas Jónasson fyx’v. lögi’egluþjónn andaðist að lieimili sínu, Framnes- vegi 19 að kveldi þess 17. þ. m. Ingveldur Guðmundsdóltii*. Súðin kom hingað árdegis í dag. Æfifélagi í. S. í. hefir nýlega gerst Egill Vil- hjálnisson, bifreiðasali, Reykjavik. Eru nú æfifélagar samhandsins 106 aS tölu. Þeir, sem kynnu aö vilja styrkja í. S. í., meö því aö gerast æfifélagar, eru vinsamlega beðnir aS láta forseta sambands- ins vita þaö, e‘Sa einhvern úr stjórninni. Ferðafélag íslands fer aðra 8 daga ferð norður a'ð Mývatni, Ásbyrgi og Dettifossi. Aðrir viSkomustaðir þeir sömu og í fyrri ferðinni. Lagt af sta'S á föstudagsmorgun 22. júlí (ekki laugardagsmorgun). Áskriftarlisti liggur frannni hjá Kr, Ó. Skag- fjörð, Túngötu 5, til kl. 6 á mið- TEOfANI Cícjarettur REYKTAR HVARVETNA vikudagskvöld og farmiðar teknir fyrir kl. 12 á fimtudag. í. R.-happdrættið. Á miðvikudag veröur dregið I happdrætti í. R. og eru því síðustu forvöð þessa dagana að fá sét\ miða. Styrkið gott málefni og kaupið miða! Esja er væntanleg frá Glasgow £ fyrramálið. B-liðsmótið. Leikirnir á laugardaginn fórtí þannig, að K. R. sigraði Víking með 2 :o, stóð 1 :o i hálfleik. Síðara leiknum, milli Fram og Vals, Iatik með sigri Vals með 3:1 og stóS 1 :i á hálfleik. í kvekl kl. 8 keppa Fram' og Víkingur, en kl. 8 annað kveld verður úrslitaleikurinn milli K. R. 0g Vals. útvarpið í kvöld: 19.10 Veðurfr. 19.20 Hljómplöt- ur: Vöggusöngvar. 19.50 Fréttir. 20.15 Sumarþættir (V.Þ. G.) 20.40 Hörpuleikur (frú Nanna Egilsd.). 21.05 Útvarpshljómsveitin leikur alþýðulög. ái.30 Hljómplötur: Kvartett, Op. 18, nr. 3, eítir Beet- hoven. 22.00 Dagskrárlok. NýkomiO: Skrár (ínní- og útidyra). Hurðarlaxnir m. kúlulegunr. Hurðarpumpur, fl. stærðir.. Smekklásar, fl. gerðir.. Hurðarhúnar (inní- og utidyra) Gluggajárn, galvs. Saurn, m. lengdir. Rúðugler, 3 og 4 mm. Leitið tilboða. Versl. B. H. Bjarnason aðeins Loftur, eítir. Nú helst kappblaupið um að ná í þá happdrættismiða sem eftir eru. Upplagið buið hjá gjaldkera happdrættisins. Verður lokið við að selja það sem eftir er hjá einstökum útsölumönnum. ÍÞRÓTTAFÉLAG REYKJAVÍKUR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.