Vísir - 23.07.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 23.07.1938, Blaðsíða 2
V I S I R Þjoðveæf &i* beita séi? fyi»iF fpiðsamiegpi lausn deilo— mála álfnnnaFi EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Daily Mail birtir fregn um það í morgun, aS ÞjóS- verjar muni að öllum líkindum leggja það til, að fjórveldaráðstefna verði haldin í London til þess að leysa deilumál Sudeten-Þjóðverja og Tékka, ef samkomulagsumleitanir Henleins og Pragstjórnarinnar fara út um þúfur. í þessari ráðstefnu mundu þá taka þátt Bretar, Frakkar, ítalir og Þjóðverjar, í því augna- miði að gera tilraun til þess að leysa vandann, og leggja nýjar tillögur fyrir stjórnina í Prag. Blaðið bætir því við, að Þjóðverjar líti svo á, að ef halda þyrfti slíka ráðstefnu og málamiðlun hennar gengi að óskum, bæri að halda áfram á þessari braut, og leitast við að jafna önnur deilumál, erfið úrlausnar, sem lengi hafa spilt sambúð Evrópuþjóða og gert framtíðarhorfur ótryggari. United Press. Gustaf Adolf krönprins heldur heimleiðis. Roosevelt heimsækir Svíþjóð. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Sænski krónprinsinn, Gustav Adolf, lagði af stað heimleiðis á skipinu Gripsholm laust eftir mið- nætti síðastliðið. Gustav Adolf fór vestur um haf ásamt konu sinni og syni, Bertil prins, til þess að vera viðstaddur hátíðahöld í tilefni af 300 ára landnámi Svía í Bandaríkjunum. Veiktist hann hastarlega á leið vestur, á skipinu Kungs- Mikill fögnuður í Bretlandi út af Frakklandsför konungshjónanna. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgunv Þegar bresku konungshjónin komu heim frá Frakk- landi í gærkveldi var svo mikið um dýrðir, að því verður helst líkt við hátíðahöldin, sem fram fóru, er Georg VI. var krýndur til konungs. Þegar kon- ungshjónin voru komin til Buckinghamhaltar safnaðist þar saman feikna mannfjöldi og linti ekki fagnaðaróp- unum, fyrr en konungshjónin komu fram á svalirnar, ásamt dætrum sínum, prinsessunum Elisabeth og Mar- gareth Rose. Almenn ánægja er ríkjandi í Bretlandi yfir Frakklands- för konungshjónanna. United Press. London, 22. júlí. — FtJ» Bretakonungur hefir sent Lebrun, Frakklandsforseta, kveðju- orðsendingu og þakkar honum og allri frönsku þjóðinni hinar hjartanlegu og stórkostlegu viðtökur, sem „við munum aldrei gleyma,‘ segir konungur, „og við erum af hjarta þakklát fyrir“. Eggert Gudmundsson listmálari opnar mál— verkasýningu í dag. Eggert Guðmundsson listmálari, sem nú hefir dvalist nærri ár- langt hér heima, eftir að hafa dvalið að mestu leyti erlendis upp undir 10 ár, opnaði í dag sýningu á málverkum og teikning- um, í húsinu nr. 43 við Skólavöruðstíg, þar sem Kristján heitinn Magnússon hafði sýningarskála sinn og vinnustofu. holm, en er nú á batavegi. Kom Bertil prins fram fyrir hans hönd vegna veikindanna. Gustav Adolf krónprins og Roosevelt Bandaríkjaforseti áttu tal saman í Washing- ton og ákvað Roosevelt þá að heimsækja Svíþjóð eftir forsetakosningarnar næstu. Únited Press. GUSTAV ADOLF, krónprins Svia. — Myndin tekin á Kungsholm við brottför- ina frá Stokkhólmi. ,Lending“, „Rjúpur” o. fl. o"g VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti'). Sinar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Lánstraustið. E'ftir að kuunugt varð um ^ það, hver árangurinn varð af Iánsumleitunum rikisstjórn- arinnar erlendis, virðist svo í svip, sem stjórnarliðið rumsk- aði eitthvað við því, að ekki mundi alt með feldu um fjár- reiður þjóðarinnar út á við og Iánstraust hennar erlendis. — Þótti þetta mjög að vonum, og ekki síður vel farið, ef valdliöf- unum auðnaðist að átta sig á þvi, hvar komið væri í þessum efnum, enda mundi þess því að eins nokkur von, að reynt yrði að ráða bót á ástandinu. En þetta hefir þó snúist á annan veg. I stað þess að reyna nú eft- ir megni að halda augunum opnum fyrir erfiðleikunum, sem að steðja, virðast „vöku- menn“ þjóðarinnar ætla að leggja alt kapp á það, að telja sér sjálfum og öllum almenn- ingi trú um það, að ekkert sé að óttast og aldrei hafi þjóðin notið slíks trausts erlendis sem nú. Stjórnarblöðin býsnast nú yfir því dag eftir dag, hve fá- víslega sé talað um það í blöð- um sjálfstæðismanna, að láns- traust þjóðarinnar erlendis sé á þrotum, og þvi einu sé um að kenna, að hitaveitulánið hafi ekki fengist. Og vissulega hljóta menn að geta látið sér skiljast það, hvílík endemis fjarstæða það sé, að nokkuð geti bagað lánstraust þjóðarinnar, þegar þess er igætt, að á síðustu 3—4 mánuðunum hafi verið fengin 5 lán erlendis handa ríkinu eða með ríkisábyrgð, er nemi sam- tals nálega 6 miljónum króna. Og í gær eru þessi 5 lán talin fram í Alþýðublaðinu, svo að enginn þurfi að efast um að rélt sé frá sagt um þetta. Útvegs- bankinn hefir fengið 1100 þús. kr., ríkissjóður (bráðabirgða- lán) 2215 þús., AkurejTarbær 1700 þús., Síldarverksmiðjurn- ar 600 þús. og Reykjavíkurhöfn (án rikisáb.) 204 þús. Og blaðið „klykkir út“ með því, að allar þessar stofnanir hafi fengið þau Ián sem þær þurftu! En þurfti i’íkissjóður þá ekki að fá riema rúml. 2 milj., þó að hann bæði um 12? Eða igerir blaðið það að gamni sínu, að Ijúga þannig til um þetta, þó að það megi vita það, að hvert ein- asta mannsbarn veit, að það sanna í málinu er, að ríkissjóði var synjað um það lán, sem hann bað um, en úrlausnin sem hann fékk, var veitt til þess að hann gæti staðið í skilum á „mest aðkallandi greiðslum“ sínum til lánveitandans sjálfs, og þó að eins að nafninu til. Um liin lánin er þetta að segja: Lán Útvegsbankans mun vera viðskiftalán, til eins árs, eða svo, sem á að borgast með andvirði afurða sem til falla á árinu og bankinn fær umráð yfir, og sama máli mun að gegna um lán Síldarverk- smiðjanna. Lán Reykjavíkur- hafnar, sem tæplega verður sagt að komi þessi máli við, er eingöngu vörulán. En Akureyr- arlánið er það eina sem nokkuð nálgast það að vera sambæri- legt við hitaveitulánið. Hins- vegar er það i rauninni nokk- urskonar samskotalán, sem veitt er til lcaupa á efni til raf- magnsveitu Akureyrar, og eiga þar hlut að máli samtals 7 dönsk fyrirtæki. — Af því láni mun ekki einn eyrir verða flutt- ur til landsins, en þeim hluta þess, sem verður afgangs efnis- kaupunum, varið til greiðslu á inneignum danskra fyrirtækja hér í bönkunum. Og um efnis- kaupin skýrði Sigurður Jónas- son svo frá á síðasta bæjar- stjórnarfundi, að þau væru með þeim kjörum, að alt efnið til virkjunarinnar væri reiknað með 150 þús. krónum hærra verði, en það væri selt í frjáls- um viðskiftum. Nemur sá mis- munur á verðinu um 9% af lánsupphæðinni, svo að „raun- verulegir“ vextir af þessu láni eru ekki all-litlu hærri en talið er. Því fer þannig allfjarri, að þessar lántökur beri þess vott, að lánsh’aust þjóðarinnar sé í besta lagi. Tveggja miljóna lán- ið, sem ríkisstjórnin fékk í stað 12 miljónanna, sem heðið var um, er ótvíræður vottur um glatað lánstraust. Og ef það er rétt, sem Sigurður Jónasson fullyrðir um Akureyrarlánið, þá er það að minsta kosti ekki sem glæsilegastur vottur um lánstraust þjóðarinnar. Enda mjög óvíst að Alþýðublaðið hefði verið „upp með sér af því, ef borgarstjórinn hefði fengið lán til hitaveitunnar með svip- uðum kjörum. SfldarafliDn virðist vera að glæðast. Mikil sild hefir sést á tniQanuin. EINKASKEYTI TIL V í S I S . Siglufirði i morgun. I gær og í nótt lögðu þessi skip afla sinn í bræðslu: fshjörn 200 mál, Gulltoppur 150, Sjöfn 100, Óðinn og Ófeigur 70, Snorri 10, Þórir 100, Vestri 50, Stella 300, Eldborg 100, Gloria 150, Freyja 224. Saltað var af tveimur skip- um í gær, Gloria 174 tunnur, Maí 14 tn. Veður var ekki gott síðastliðinn sólarhring, en vitað er um nokkur skip, sem fengu síld á Skagafirði. Við Mánáreyj- ar sást í gærkveldi allmikil síld, en ilt að eiga við liana þar. í morgun kl. 8 voru liásetar af mörgum skipum i hátum við Langanes. Þar sást mikil síld, en var ljónstygg og er ófrétt um afla þar. Þráinn. FÚ. í gær. f nótt komu fjögur skip til Siglufjarðar með 780 mál í bræðslu. Sama og engin sölt- unarsild hefir komið þangað síðan um nónbil í gær. í dag er þoka og rigning víðast hvar á veiðisvæðinu. f gærdag og nótt voru saltaðar í Siglufirði sam- tals 2435 tunnur síldar, þar af 94 tunnur sykursaltaðar, en hitt var grófsaltað. Fitumagn Skagafjarðarsíldar var mælt á rannsóknastofu ríkisverksmiðj- anna í fyrradag og reyndist 16,9 af hundraði. MIKIL SÍLD Á VOPNAFIRÐI. Úr Seyðisfirði er símað í gær: Vélbátarnir Valþór og Trausti sáu i gær mikla síld i Vopna- firði og út af Glettinganesi. — (FÚ). Tiðindamaður Visis leit þar inn í morgun og var Eggert þá að ganga frá öllu, en sýningin var opnuð kl. 1. „Þér hafið sýnt víða erlendis á undanförnum árum?“ spyr tíðindamaðurinn. „Fyrst sýndi eg í Kaup- mannahöfn fyrir 4 árum og þaðan fór eg til London og næsta vor (1935) í sömu ferð á heimleið sýndi eg í Edinborg, en næsta haust hafði eg sýningu í Leeds, í boði háskólans þar í horg. Sama haust sýndi eg sömu málverk og teikningar í listaháskólanum Bradford sam- kvæmt boði skólans. Eftir það fór eg lieim og vann að nýrri sýningu, sem eg hélt vorið 1936 í London. Þaðan fór eg eftir misseri og hafði sýningu i Ála- horg á vegum Listafélagsins þar. Á lieimleið í fyrra vor sýndi eg í Kaupmannahöfn á Charlottenborg“. „Selduð þér margar myndir á þessum sýningum?“ „Eg hefi selt mikið af mynd- um. Á sýningunum í Leeds og Bradford, þar sem eg sýndi 56 rnyndir, seldi eg 48 málverk og teikningar. Sala á málverk- um mínum hefir gengið vel síð- an eg sýndi þar og það hefir gert mér kleift að ferðast og lialda áfram sýningum“. „Er mikið af nýjum myndum á sýningu yðar nú?‘ „Eg sýni nú 20 málverk, sem eg hefi ekki sýnt áður — en því miður hefir mér ekki unnist tími til að fullgera þau öll“. „En eldri myndir?“ „Hinar myndirnar liafa flest- ar verið sýndar hér áður, nema teikningar, um 15—20. Af mál- verkunum, sem eg hefi sýnt er- lendis, og fengið hafa ágæta dóma, má nefna „Bátur á sjó“, svo er andlitsmyndasafnið (af íslensku fólki), sem einnig var sýnt erlendis“. Vísir vill hvetja alla listelsk- andi menn og konur til þess að skoða sýningu þessa ágæta lista- manns. Myndirnar eru með miklum ágætum og munu vekja milda athygli, aulc þeirra, sem nefndar liafa verið, t. d. stórt málverk af Gullfossi, nýj- asta málverk Eggerts, og mál- verk af Einari Jónssyni, hvor- ugt fullgert, „Eftirleit“, „Bakka- hræður“, „Við sauðahúsin” (í smíðum), „Harðindi“, „Landi- legudagur“, „Morgunn við Þing- vallavatn“ o. m. fl. Herskipið „Emden" væntanlegt til Reykjavíknr. Samkvæmt símfregnum. sem Daily Telegraph birti fyrir nokkuru, lagði beitiskipið Emd- en af stað frá Wilhehnshaven þ, 26. júlí í leiðangur til ýmissa landa. Áformuð er viðkoma í Noregi, á íslandi, Spáni, Grikk- landi og ýmsum öðrum Mið- jarðai’hafslöndum. Skipið er ekki væntanlegt heim til Þýska- lands fyrr en laust fyrir jól. — (FB.) Happdrætti I. R. 6 614 Dregið var í morgun hjá lög- manni í bílhappdrætti 1. R. og kom upp miði nr. 6614.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.