Vísir - 11.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 11.08.1938, Blaðsíða 2
VISIR VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. ^Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sf mar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Síðasta orðið? ft Iþýðublaðið sagði á dögun- “ um, að það væri að svo komnu „ekki ástæða til að á- fellast dómsmálaráðherra“, þó að hann hafi ekki fyrirskipað lögreglurannsókn út af útvarps- stjóramáhnu, því að „enn liggi ekkert fyrir, sem sýni, að hann hafi sagt sitt síðasta orð í þessu máli“. Ráðherrann hefir gripið „feg- ins hendi“ í þetta hálmstrá, og gefur nú fyllilega í skyn, í grein, sem hirtist í Tímadagblaðinu í gær, að hann kunni að eiga það eftir, að láta málið til sín taka, þó að síðar verði, ef ástæða þyk- ir til, að öllu vandlega athug- uðu, og segir þá „sitt síðasta orð“ í því, eins og Alþýðublaðið virðist gera sér vonir um. Jafnframt virðist ráðherrann hafa gert sér það Ijóst, að ekki muni ‘vanþörf á því, jafnvel þegar á þessu stigi málsins, að færa fram nokkura vörn fyrir þeirri afstöðu sinni, að hefjast ekki nú þegar handa um opin- bera rannsókn út af því. En mjög líkist sú vörn ráðlierrans því, að vera neyðarvörn. Það getur nú engum dulist, að forsætisráðherrann muni vera allvel ánægður með sjálfan sig yfirleitt. En þó „tekur það út yfir“, hvað ánægður hann er með frammistöðu sína í réttar- farsmálunum, og hefir liann ó- tæpt notað flokksblöð sín til þess að róma hana, fyrr og sið- ar, Hinsvegar fer ekki allskost- ar vel á þvi, hvernig liann, í þessari grein í Tímadagblaðinu í gær notar samanburð á stjórn þessara mála í sinni ráðherratíð og í tíð fyrirrennara síns og flokksforingja, Jónasar Jóns- sonar, til þess að gera sinn veg sem mestan, en Jónasar þá um leið sem minstan. „Það er í lófa lagið fyrir hvaða dómsmálaráðherra sem er“, segir ráðherrann í þessari gerin sinni, „að nota rannsókn- arvaldið þannig að hafa fleiri eða færri af andstæðingum sín- um undir raxmsókn lengri eða skemri tíma — láta rita |áróð- ursgreinar um rannsóknirnar, sem eru lítt viðunandi fyrir hina „kærðu“ — en láta síðan aldrei ganga dóm um málið til úrslita“. „Það er ekki hægt að neita því,“ heldur hann áfram, „að það var æði algengt áður en núverandi dómsmálaráð- herra (greinarhöf. sjálfur) tók við völdum (þ. e. í tíð J. J.) að „sakamálsrannsóknir“ af þess- ari tegund væri í gangi og æði oft margar jafnhliða, með við- eigandi blaðaskrifum (fram- sóknarblaðanna) og án nokk- urrar dómsniðurstöðu að lok- um“. Það er engu líkara, en að þessi ummæli væri tekin úr blöðum sjálfstæðismanna á fyrstu stjórnarárum Fram- sóknarflokksins, í dómsmála- ráðherratíð Jónasar Jónssonar, svo réttilega er ástandinu í rétt- arfarsmálunum á þeim iárum lýst. En það er langt seilst af Hermanni Jónassyni, að nota þetta til þess að gera sinn veg meiri, og má af því sjá, live lélegur lionum muni í rauninni þykja málstaður sinn í útvarps- stjóramálinu. Því að það eitt getur liann fært sér lil varnar í því máli, að hann vilji láta „víti Jónasar í réttarfarsmálun- um vera sér til vamaðar.“ Hinsvegar lieldur hann því enn fram, að meiðyrðamál út- varpsstjórans séu fullnægjandi trygging fyrir því, að réttlætinu verði fullnægt í máli hans, og opinber rannsókn á því sé ó- þörf. Og vel megi fara svo, að liann (dómsmálaráðherrann) eigi eftir að „segja sitt síðasta orð“ í því máli, ef þessi meið- yrðamál leiði í ljós „sekt“ út- varpsstjórans — En livað liefði ráðherrann gert, ef útvarps- stjórinn hefði ekkert meiðyrða- mál höfðað? Og livað ætlar hann að gera, ef útvarpsstjór- hin skyldi nú falla fná þessum málshöfðunum? Mönnum liefir slcilist, að ráðlierrann þykist ekki hafa fyrirskipað útvarps- stjóranum að höfða þessi meið- yrðamál, liann hafi livorlci talið sér það skylt né heimilt. Þess er þá heldur ekki að vænta, að hann telji sig bæran um að ganga eftir því, að útvarpsstjór- inn framfylgi liótunum sínum um þessar málshöfðanir. En livað ætlar ráðlierrami þá að gera, ef útvarpsstjórinn skyldi nú fara að dæmi Hermanns Jónassonar, þegar hann var lög- reglustjóri í Reykjavílc og lýsti því yfir, að liann ætlaði að höfða meiðyrðamál gegn blöð- um sjálfstæðismanna, liaustið 1932, en lét það svo alveg undir höfuð leggjast þegar á reyndi? Ætli það geti þá ekki dregist að liann „segi sitt siðasta orð“ í máli útvarpsstjórans og það jafnvel lengur en „fram i næsta mánuð“ eða alveg úr liömlu, þó að ekki sé gert ráð fyrir því í grein hans í Tímadagblaðinu í gær? Útvarpsstjóriim biður nm gjaf- sókn. Jónas Þorbergsson, út- varpsstjóri, sótti í gær um gjafsókn í málum þeim, sem hann ætlar að höfða jg-egn Jórunni Jónsdóttur og ritstjóra Vísis. Yill hann þannig sjálfur engu fé fórna til þess að sanna sak- leysi sitt. Grein um þetta efni kem- ur í Vísi á laugardag. Ný síidargaoga að hetjast. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. . . Siglufirði í morgun. Þessi skip konui í gær og í nótt og lögðu síld í bræðslu: Vopnahlé komst á. kl. 2 i nótt milli Rnssa ©g Japana. Samkonmlag náðist í gærkveldi miili Litvinoffs og Shigemitsn eftir langar nmræðnr. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Litvinov og Shigemutsu sátu sífelt á ráðstefnu í gærdag og hefir árangur orðið sá að þeir hafa komið sér saman um öll atriði til þess að vopnahlé geti hafist, án þess að önnurhvor þjóðin telji virðingu sinni misboðið. Skilyrðin fvrir að friður haldist eru þessi sem nú skulu nef nd: 1. Báðir aðilar hætti vopnaviðskiftum og skipi herjum sínum að halda kyrru fyrir frá því kl. 12 á fimtudag. (Er hér talinn Austur-Asíutími, en þeirra klukka er 10 klst. á undan Reykjavíkur- tíma. 2. Hersveitir Rússa og Japana láti fyrirberast á þeim stöðum, sem þeir höfðu á síðasta miðnætti eftir Austur-Asíutíma, þ. e. a. s. kl. 2 í gær eftir ís- landstíma. 3. Landamæranefnd verði sett á laggirnar og sé hún skipuð fjórum mönnum: Tveim Rússum, ein- um Japana og einum Mansjúkómanni og skuld- binda báðar þjóðir sig til að hlýta úrskurði þess- arar nefndar. Litvinov gerði það að tillögu sinni, að hinn margum- ræddi sáttmáli Kínverja og Rússa frá árinu 1866 verði lagður til grundvallar að störfum nefndarinnar og að hún notist við þau landabréf, sem Rússar telja sig hafa í fórum sínum frá þeim tíma. Shigemutsu vildi hins- vegar leggja annan sáttmála til grundvallar, en þá til- lögu hefir hann ekki komið með áður, en Litvinov gat ekki fallist á það. Shigemutsu mun senda þessar niðurstöður hið bráð- asta til Tokyo og lofar svari við þeim áður en langt um líður. Talsmaður utanríkismálaráðherrans í Tokyo hefir tilkynt United Press, að það sé rétt, að náðst hafi sam- komulag í Moskva út af Iandamæraskærunum. Afarerfitt er að fá sannar fregnir af skærunum eystra, því að blaðamönnum er bannað að koma á víg- stöðvarnar, en báðir telja sér sigurinn. Hitt er þó víst, að barist hefir verið af mikilli grimd og margt manna fallið af beggja hálfu. United Press. Frigg 400 mál, Auðbjörn 300, Kári 500, Höfrungur 200, Gull- loppur 450, Geir goði 500, Þor- geir goði 300, Harpa 400, Mars 400, Rifsnes 800, Pétursey 150, Keilir 800,Drífa500,Muninn300, Skúli fógeti 200, Gulltoppur 300, Ingólfur 200, Árni Árna- son 150„ Sæbjörn 600, Ilringur 700, Svanur 800, Frigg 270, Fylkir 500, Gunnbjörn 600 og Dagný 1500 mál. — Mest af síldinn hefir veiðst á Skjálfanda og við Mánáreyjar- Þráinn. Frá Djúpavík er símað í morgun, að þar sé gott veður, 10—11 stiga hiti. Þessi skip liafa lagt síld á land í gær og nótt: Huginn I 715 mál, Surprise 1888 mál, Tryggvi gamli 1484 mál og 236 tunnur í salt, Huginn III 700 mál, Karls- efni var að landa þegar símað var og var áætlað, að liann hefði um 1600 mál, Hannes ráðherra 2400 mál og Bjarki ca. 1000- Frést liefir til Hilmis og Garð- ars og höfðu þeir þá fengið 1600 mál (H.) og 2100 (G.). Ilafa þessi skip fcngið síldina við Vatnsnes, en eru að færa sig auslar, nær Blönduósi, þvi að hún er feitari þar. Djúpavíkurverksmiðjan er nú Bardagarnir vií Chang- ku-feng i gær harSari en nokknru sinni. London í morgun. Bardagarnir á Shang-ku-feng vígstöðvunum í gær hafa verið þeir mestu sem þar hafa orðið síðan styrjöldin byrjaði. Telja Rússar sig ekki einungis hafa lekið liæðir þær sem um hefir verið barist, heldur einnig far- ið inn á land Mansjúkó, og er þetta fyrsta viðurkenning af liálfu Rússa um það að þeir hafi farið út yfir rússneska grund. Japanir viðurkenna sókn Rússa á þessum slóðum og að skot- grafir þeirra sjálfra hafi verið eyðilagðar. (FC). búin að taka við 80 þús. málum, móts við 130 þúsund málum á sama tíma í fyrra. Menn eru þeirrar skoðunar nyrðra, að ný síldarganga sé að hefjast. Á Hjalteyri voru lönduð í gær 6—7000 mál, en í morgun biðu þar skip með um 10.000 mál. Meðal þeirra skipa, sem nú bíða, eru Gyllir og Gulltoppur, með fullfermi. ■UD Lafði Baden-Powell. Baden-Powell lávarður. Bresku skátarnir komu i dag og f irn til Þingvalla og Geysis. Baden Poweli lávarðup liggur rúm- fastur og vafasamt ad hann komi át land. Breska skátaskipið Orduna kom hingað um kl. 9'/2 eða nokkuru seinna en við hafði verið búist. Þegar er skipið var lagst á ytri höfninni, fór skátahöfðingi ís- lands, dr. Helgi Tómasson, hafnarstjóri og móttökunefnd skáta út í skipið, en á Steinbryggjunni skipuðu skátar sér í raðir, piltarnir öðrum megin, en stúlkurnar hinum megin, sitt hvoru megin á bryggjunni, og var breitt bil á milli, þar sem hinum ensku skátum var ætlað að ganga upp bryggjuna. Niðri á bryggjusporði beið Pétur borgarstjóri Halldórsson, til þess að bjóða skátana velkomna til Reykjavíkur. Eins og áður hefir verið getið hefir heilsa Baden-Powels lá- varðar verið svo bágborin að undanförnu, að vafasamt þótti, að hann gæti farið í þessa ferð. Það varð þó að ráði, að hann tæki þátt í ferðinni, en hann er enn lasinn, og er hann í rúminu í dag. Kl. um 11 komu þau í Iand lafði Baden-Powell og umboðs- maður Baden-Powells lávarðs, Percy Ewerett, ásamt fleiri skátaforingjum, í fylgd með dr. Helga Tómassyni, hafnarstjóra og móttökunefndinni. Á bryggjunni bauð Pétur Halldórsson borgarstjóri Iafði Baden-Powell velkomna til íslands og mann hennar og alla hina bresku skáta, með velvöldum orðum, en lafði Baden-Powell þakkaði og lét í Ijós ánægju sína yfir að fá tækifæri til þess að kynnast íslendingum. Islensku skátarnir heilsuðu nú bresku skátaforingjunum að skáta sið, sem gengU milli raðanna og heilsuðu íslensku skátunum með handabandi. Sumir skátanna fara austur að Geysi og Gullfossi og um 100 íslenskir skátar í fylgd með'þeim, sumir fara að eins að Kolvið- arhóli eða austur í Grafning og þaðan til Þingvalla. Á Þingvöll- um verða varðeldar í kvöld. Fréttaritari Yísis á Þingvöllum mun segja ítarlega frá varðeldunum 1 blaðinu á morgun. SamkomDlagsnm- leitanirnar í Tékkðsiðvakín. Berlín 11. ágúst. FÚ. Talið er, að viðræður þær, sem Chamberlain forsætisráð- herra átti í gær við Halifax lá- varð, hafi einkum og sér í lagi snúist um þjóðernamálin í Tékkóslóvakíu. Enska blaðið „Evening Stand- ards“ telur sig hafa fengið vit- neslcju um það, að Chamber- lain hafi þegar tekið á móti fyrstu skýrslu Runcimans lá- varðar, sem send var til Tékkó- slóvakíu nýlega til málamiðlun- ar. Dr. Ilodza forsætisráðherra Tékká, tók í gær á móti dr. Kundt og öðrum þingmönnum Henléinflokksins, og ræddust þeir við um hin alkunnu deilu- mál. Oslo, 10. ágúst. Er Bonnet fransld utanríkis- málaráðherrann og þýski sendi- herrann þar í borg ræddust við i gær, létu báðir i Ijós ósk um það, að árangur mætti verða sá af ferð Runcimans lávarðs tli Prag, að deila Pragstjórnarinn- ar og Sudelen-Þjóðverja leyst- ist, og1 jafnframt deilur við aðra þjóðernislega minnihluta i Iandinu. NRP. — FB. 9 blaðamenn og 2 flng- menn farast f flngslysi. London 11. ágúst. FÚ. I Ungverjalandi hrapaði flug- vél í gær og fórust 11 manns. Af þeim voru 9 blaðamenn, sem voru á leiðinni til Alþjóðaflug- málaráðstefnu, en hinir voru flugmenn. Talið er að orsök slyssins muni vera sú, að eld- ingu muni liafa slegið niður í flugvélina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.