Vísir - 19.08.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 19.08.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti'). Sirar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Ver8 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan Ii/f. Truin á málstaðinn. AÐ er órói í lierbúðum rauðu fylkingarinnar, sem stafar af ótta, — ótta við það að trúin á málsstaðinn verði van- trúnni yfirsterkari. Það er vit- að að þeir menn, sem fremstir standa í þeirri fylkingu geta ekki stært sig af því, að þeir berjist fyrir heilögu málefni, og þeir geta Jjúist við því, að það komi þeim í koll meðal ann- ars á þann hátti að kjósendurnir snúi við þeim baki. Það var drepið á það hér í blaðinu, að núverandi formað- ur Framsóknarflokksins lýsti yfir því fyrir nokkrum árum, að siðalögmál Framsóknar væri það: að fyrir hvern einn sem „drepinn væri innan þess flokks skyldu tiu drepnir úr hópi and- stæðinganna“. Þegar jafnaðarmenn og Framsókn deila er það venju- lega viðkvæði Framsóknar, að ef socialistarnir verði ekki þæg- ir, þá skuli gert út af við ein- hvern floklcsmann þeirra, með því að nægar sakir séu á hend- ur honum, og socialistarnir þagna skyndilega. Rauða fylkingin á sér önnur lögmál, en það sem tilfært er að ofan. Eitt er svohljóðandi: „Öreigar eiga að fara í floldc- um og ræna öllu, sem þá vant- ar. Það á að hengja einn prest og einn dómara og sprengja upp einn banlca og eina kirkju í hegningarskyni við þjóðfélag- ið, í hvert skifti, sem glæpur er framinn. Hinn hreini glæpa- maður er heilagur og saklaus eins og dúfa. Hið hreinræktaða glæpamannseðli er æðsta stig mannlegrar fullkomnunar“. Þetta er fagnaðarhoðskapur socialista og kommúnista, sett- ur fram af gáfaðasta rithöfundi þeirra, sem hefir næmt auga fyrir veruleikanum og kann að túlka stefnumálin í fáum orð- um. Til áréttingar þvi, að þetta sé rétt lýsing á viðhorfum þess- ara flokka til þjóðfélagsins og vandamála þess, hafa flokkam- ir falið þessum rithöfundi að túllca stefnumál flokkanna fyr- ir þjóðinni í útvarpinu á sjálf- an fullveldisdaginn, en auk þess hefir lionum verið teflt fram í útvarpsumræðum í kosning- um, til þess að tala um fyrir þjóðinni og sannfæra hana um réttmæti þessa fagnaðarboð- skapar. Það er því engin furða þótt þessum mönnum komi það ein- kennilega fyrir sjónir, þegar sú rödd heyrist úr andstæðinga- herbúðunum, að nauðyn beri til að þjóðin sameinist í baráttunni fyrir tilveru sinni, að liún felli niður gamlar væringar, en setji sér það markmið að rélta við hag sinn og þjóðfélagsþegn- anna. Nú er það vilað, að allur al- menningur hefir elclci, enn sem komið er, öðlast trúna á þann fagnaðarhoðslcap, sem að ofan greinir, og í því liggur liættan fyrir foringjana, að menn snúi við þeim baki, þegar þeir liafa að þeim kenningum að hverfa, sem þeir geta barist fyrir í trú á réttan málstað. Ótti foringj- anna við að augu almennings opnist fyrir viðurstygð þeirrar niðurrifsbaráttu, sem háð liefir verið um langt skeið innan þessa þjóðfélags, er enganveg- inn ástæðuláus, en hann er einnig fyrirboði þess að upp- byggingaröflin verði niðurrifs- öflunum yfirsterkari. Sjálfstæðismenn geta verið þess fullvissir, að eftir því sem hærra lætur í herbúðum óttans, þeim mun meiri líkur eru til að flótti sé brostinn í fylking- arnar, og þá er aðeins þörf á að reka flóttann, til að tryggja sigur liins góða málefnis. Mossolíni helmsækir rambyggilegasta vigi ítala í Miðjarðarhafi. London Í8. ágúst. FÚ. Mussolini flaug árdegis í dag frá Rómaborg til Pantelleria- eyju í Miðjarðarhafi, um það bil miðja vegu milli Sikileyjar og Afríkustrandar. Ilafa ítalir viggirt eyju þessa mjög ram- lega og er hún nú talin einhver hest víggirta eyja í Miðjarðar- hafi. Vegna legu sinnar er eyj- an mjög milcilvæg frá hemað- arlegu sjónarmiði, þar sem lier- skip og flugvélar er þar hafa hækistöð sína standa vel að vígi til þess að gera árásir á slcip, sem fara um sundið milli Sikil- eyjar og' Afrílcu- Iiefir sú skoð- un komið fram hjá ýmsum, að ítalir mundu nú geta stöðvað allar siglingar um sundið, með- an þeir halda eyjunni. Mussolini fór þangað til þess að lita á vig- girðingarnar eigin augum. — Hann lagði af stað í dögun í þríhreyf la-árásarf lugvél m jög stórri og stjórnaði lienni sjálf- ur. Kom liann aftur til Róma- borgar laust fyrir hádegi og Jagði hann þá svo fyrir, að á- liöfnin skyldi fá tvöfalt lcaup. Dtgerðarfélfig í Bret- landl gagnrýna stefnn Chamberlains. London, 19. ágúst. FÚ. Fulltrúar 54 útgerðarfélaga í Englandi hafa sent Chamber- lain forsætisnáðherra bréf, þar sem þeir segjast ekki sjá hvað það eigi að þýða að skipa nefnd til þess að rannsaka árás- ir á bresk skip í spönslcum höfn- um, þegar vitað sé að árásirnar séu gerðar . af yfirlögðu ráði. Ennfremur segir í bréfinu að Chamberlain hafi skýrt þinginu frá því, að Franco hafi fallist á að borga skaðabætur. Hinsveg- ar hafi liann engar tryggingar sett fyrir þvi, að liann gerði það og þar við sitji. Þess vegna álíta skipaeigendur það ekkert annað en tímatöf að skipa slíka nefnd og liggi hitt nær að lcrefjast skaðabótanna. Bsnðarikin heita Csnaða stnðningi, ef ð það verði rððist. ROOSEVELT Á FERÐALAGI. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti er nú í vin- áttuheimsókn í Canada og hefir honum verið tek- ið með kostum og kynjum, enda nýtur hann hins mesta álits meðal Canadamanna og á þar miklum vin- sældum að fagna. í ræðu þeirri, sem Roosevelt flutti í gær, — fyrstu ræðunni, sem hann flutti eftir komuna til Canada —, hét hann Canadamönnum óbeinlínis stuðn- ingi Bandaríkjanna, ef þeir yrði að verja land sitt, af því að á það hefði verið ráðist. Kvaðst hann vona, að Bandaríkjamenn mundu ekki horfa á án þess að hafast eitthvað að, ef Canada væri í slíkri hættu. Þessum ummælum var tekið af miklum fögnuði. Lundúnablöðin í morgun birta ummæli Roosevelts með stórletruðum f yrirsögnum og ummæli hans eru eitt höfuðefni í ritstjórnargreinum dagblaðanna. Fréttaritari Daily Express í New York símar blaði sínu, að Bandaríkjamenn alment líti svo á, að Roosevelt hafi með þessum ummælum sínum viljað gefa í skyn, að ef til slíkra átaka mundi koma á ný sem í heimsstyrjöldinni 1914—1918 — mundu Bretar og Bandaríkjamenn aftur verða Bandamenn. United Press. Um ferðalag' og ræðu Roosevelts segir svo í FÚ-fregn í gær- kveldi: Franklin D. Roosevelt Bandarílcjaforseti kom íil Canada í dag í vináttuheimsókn. Fór hann fyrst til Kingston í Ontariofyllci, þar sem hann var gerður að heiðursdoktor háskólans þar í horg, Queens University. Við það tælcifæri flutti Roosevelt ræðu, sem var ú Ivarpað um Canada og Bandaríkin og endurvarpað víða um lönd. í ræðu þessari gerði hann horfur í alþjóðamólum að um- talsefni og liina góðu sambúð Bandaríkjamanna og Canada- manna, sem liann hvatti til þess að standa.saman og vinna fyrir friðinn í heiminum. „Þótt vér verðum fyrir vonbrigðum í þeirri viðleitni vorri“, sagði forsetinn, „munu Canada og Bandaríkin ávalt verða virki menningar og friðar.“ Roosevelt Bandarílcjaforseti er lagður af stað frá Kingston, Ontario, til Thousand Islands Bridge, yfir St. Lawrence-ána, en þar flytja þeir ræður, hann og Mackenzie King, forsætisráðherra Canada. Frá norræna þinpannamðt' inu í Stokkhðlmi. Á móti norrænna þingmanna í Stokkhólmi flutti Ásgeir Ás- geirsson fræðslumálastjóri fyr- irlestur í fyi-rakvöld um versl- unarmál íslendinga, og í gær gerði prófessor Magnús Jónsson í erindi grein fyrir þeim skerf, sem ísland hafði lagt til nor- rænnar viðskiftasamvinnu. Pró- fessor Magnús Jónsson sagði m. a., að ísland ætti nú í talsverð- um vandræðum vegna talcmark- aðs innflutnings. Aðalúlflutn- ingsafurðirnar væru landbúnað- arafurðir og fiskur og hefði það reynst alltorvelt, að finna þess- um vörum heppilega marlcaði, eftir að viðslciftakreppan færð- ist í aulcana. Þá taldi hann og að norræn samvinna við Island þyrfti að ýmsu leyti að færast í annað horf en verið hefði. í gær flutti verslunarmálaráð- herra Dana fyrirlestur um nor- ræna samvinnu, að því er snerti viðhorfið til alþjóðlegra við- slciftamála og taldi liana þegar liafa orðið að verulegu gagni fyrir Norðurlandaþjóðirnar. í dag flutti sænski verslunar- málanáðherrann erindi og enn- fremur dómsmálaráðherra Svía. Ennfremur flutti landsþings- maður Stein frá Danmörku er- indi í dag um norræna sam- vinnu í útvarpsmálum og öðr- um menningarmálum. í gær flutli framsögumaður sænsku nefndarinnar, sem hefir haft vinnudeilur til meðferðar, Breska stjórnin herðir á baráttunni gegn óald,- arfloklcum í Palestina. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. t Igær síðdegis sló í bardaga nálægt Akre í Palestinu, milli bresks herliðs og arabisks óaldarflokks, sem herliðið haf ði elt með aðstoð flugvéla. Fimtíu Arab- ar voru drepnir í bardaganum og tveir breskir hermenn. Að því er United Press hefir fregnað, er í ráði að grípa til mjög aukinna ráðstafana til þess að efla lög- regluliðið í Palestinu og herða sóknina gegn óaldar- flokkunum. Ennfremur verður haldið áfram af meira kappi en áður Ieit að vopna- og handsprengjubirgðum óaldarfokksmanna hvarvetna um landið og er talið, að brátt muni verða um mikinn árangur að ræða, þar sem Iögreglan hefir fengið ýmsar mikilvægar upplýsingar um slíka felustaði. Talið er að Maicolm MacDonald, nýlendumálaráð- herra, hafi sannfærst um það, er hann flaug til Pale- stinu um daginn og ráðgast við bresku yfirvöldin þar og yfirforingja Breta, að ekki mundi þýða annað en að herða sóknina gegn óaldarflokksmönnum og sann- færa þá um, að Bretar mundu bæla niður mótþróa þeirra, hvað sem það kostaði, til þess að koma á friði í Iandinu. United Press. Edouard Daíadier, f orsæiisráðherra Frakklands, krafðist þess af franska þing- inu, er hann tók við völdum, að það fæli honum einskonar einræðisvald í ýmsum málum, en aðslaðan var mjög 'erfið, er liann gerðist forsætisráðherra. Verlcföll breiddust óðfluga út um landið, en í París einni tóku 100.000 verkamenn þált \ í verkföilunum. Ikdadier krafðist einræðis stjórn sinni til lianda í innanríkis og utan- ríkismálum um þriggja máin- aða skeið. Frá því er Daladier tók við völdum, hefir verið ó-\ venjulega ! kgrt um frönsk stjórnmál. Daladier er talinn mikilhæfasti og „sterkasti", stjórnmátamaður Frakka. erindi um vinnudeilur og gerði grein fyrir tillögum, sem nefnd- in mundi leggja fram og sem miöaði að því að lcoma i veg fyrir ástæðulitlar vinnudeilur í framtiðinni. Taldi liann vonir um að tillögur nefndarinnar mundu verða samþyktar af verklýðsfélögunum. Fundurinn samþykti með mikilli hrifningu að taka hoði Ásgeirs Ásgeirssonar um það, að næsti norrænn þingmanna- fundur yrði haldinn í Reykja- vík árið 1940 og sömul. flutti Ásgeir Ásgeirsson í fundarlok þaklcarávarp af Iiendi fulltrú- anna til sænslcu stjórnarinnar og sænslcu þjóðarinnar fyrir hinar ástúðugu viðtökur, er fundurinn hefði hlolið. (FÚ. í gær). Daladier býðar ót her- liSi til ao hæla niBur verkfall. i London, 19. ágúst. FÚ. Daladier forsætisráðherra Fralcklands átti í dag viðræðu við yfirforingja hersins og verkamálaráðherrann. Snerist viðræðan um erfiðleikana í at- v vinnumálum og þó sérstaklega um verlcfall liafnarverlcamanna i Marseilles. Það er sagt að grip- ið lcunni að verða til þess að bjóða út lierliði til þess að sjá um að afgreiðsla við liöfnina geti gengið óliindruð. 1 RaDGlman ræðir viS Henleln. RUNCIMAN LÁVAPpUR. London, 19. ágúst. FÚ. Runciman lávarður átti í gær fyrsta fund sinn við Henlein foringja Sudetta. Ræddust þeir við í einrúmi síðar um daginn. Talaði Runciman og ráðunautar hans við helstu ráðunauta Hen- lein’s. í dag mun Runciman lá- varður eiga fund við forsætis- ráðlierra Téklcóslóvakíu, Dr. Hodza, og eftir þessa fundi er þess vænst að eittlivað taki að miða áfram með samningana milli Súdetta og tékkneslcu stjórnarinnar, en í þeim samn- ingum liefir ekkert miðað síðan á miðvikudag, er báðir aðilar ræddust við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.