Vísir - 25.08.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 25.08.1938, Blaðsíða 3
VISIR UiHtii í itksiri jfis u sii, a itti liisii ÉH lí. Afgpeiðsla iiji um gengnp skoftuF ep á Alllmargir símanotendur hafa komið að máli við Vísi og borið fram kvartanir yfirþví,að afgreiðsla frá liendi bæjarsím- ans á breytingum eða flutningi síma gengi mjög seint og væri símnotendum til mikilla óþæg- inda. Einkum liefir kveðið mjög að þessum seinagangi i þessum mánuði, eftir að ýmsum af starfsmönnum símans hefir verið sagt upp störfum, að því er virðist til þess að draga úr reksturskostnaði símans. Þegar þess er gætt, live óeðli- lega hár taxti gildir um breyt- ingar allar, svo sem flutning á símtækjum og innlagningu nýrra síma liér í bænum, virð- ast símnotendur eiga fulla sann- girniskröfu á því, að beiðnum þeirra um breytingar, lagfær- ingar og nýja síma verði sint greiðlega, þannig að þeir þurfi ekki að bíða dögum eða vikum saman eftir slíkri afgreiðslu. Eins og mönnum er kunnug't, hefir undanfarið verið unnið að því að stækka bæjarsímakerfið hér í Reykjavilc og auka það um þriðjung, eða úr 4000 núm- erum og upp í 6000 númer, en auk þess fara flutningatímar i hönd, og virðist þvi mjög hæp- in ráðslöfun frá hendi stjórn- enda símans að segja upp mörg- um starfsmönnum, sem unnið hafa frá bæjarsimanum um langt skeið og ávalt hafa haft nægileg verkefni. Símnotendur eiga fulla sann- gimiskröfu á þvi, að þeir fái greiða afgreiðslu' mála sinna, og ekki verður mönnum talin trú um það, að síminn tapi á þeim verkum, sem i hans þágu eru unnin og simnotendurnir verða að greiða. Seinagangur ú ;af-^ greiðslu frá liendi bæjarsímans getur bakað mönnum mikil ó- þægindi, sem enganveginn eru réttlætanleg, miðað við hið háa afnotagjald, sem simnotendum er gjört að greiða, og þess verð- ur að gæta, að réttur neytend- anna er skilyrðislaus, en réttur símans sem einokunar og stór- gróðafyrirtækis öllu vafasam- ari. Hlutverk símans ætti fyrst og fremst að vera það, að greiða fyrir örum viðskiftum manna á meðal, miðaðí við almanna heill og ríkisþarfir, og hjá sím- anum verða að gilda þær al- mennu viðskiftareglur, að rétt- bæjapsíman- of seint og póstfi&ólfum. ur notendanna sé að fullu virt- ur. — Það verður því að vænta þess, að stjórnendur símans taki þetta mál til atliugunar, og leysi það á þann liátt, að allir megi vel við una, en á þeirri úrlausn má enginn dráttur verða. Þá liafa ýmsir vakið máls á því við blaðið, að nú væri svo komið, að ekki væri unt að fá pósthólf leigt, en fjöldi beiðna lægi fyrir um slíka leigu. Þótt afgreiðsla pósts megi lieita greið og í góðu lagi, geta verið mikil þægindi að því, einkum fyrir menn, sem einhver við- skifti liafa eða verslun reka, að fá bréf !sín strax eftir komu skipanna og geta gengið að þeim í pósthólfunum. Til þess að ráða hót á þessu ætti ekki að þurfa að leggja mikið fé í sölurnar, og það fé, sem í þetta yrði lagt, myndi væntanlega gefa sæmilegan arð, þannig að hér er að eins um breytingu að ræði til liagræðis fyrir þá menn, sem einhver við- slcifti liafa með liöndum. Má því vænta að mál þetta verði tekið lil athugunar af hlutaðeigendum, og að úr þvi verði einnig leyst á viðunandi hátt. E. V. GORDON háskólakennari látinn. Times bh'ti þ. 1. þ. m. fregn um andlát E. V. Gordons, kenn- ara við háslcólann i Manchester frá árinu 1931. Hann andaðist 29. júlí, 42 ára að aldri. Hann var fæddur í British Columbia og hlaut mentun sína í Victoria College, B. C., McGill hákóla og University College í Oxford. — Hann var í kanadiska hernum í heimsstyrjöldinni. Árið 1922 varð hann fyrirlesari við Leeds háskóla og prófessor i ensku þremur árum síðar. Hann var sæmdur íslensku Fálkaorðunni og var heiðursfélagi Bókmenta- félagsins. Meðal rita hans eru „Introduction to Old Norse“, „The Battle of Maldon“ og Gagnfræðaskðlinn í Reykjavík. Skýrsla um starfsemi Gagn- fræðaskólans í Reykjavík fyrir skólaárið 1937—38 er nýkomin út. — Fimm manna skólanefnd hef- ir yfirumsjón slcólans, en að öðru leyti fellur yfirstjórn hans undir kenslumálaráðuneytið. I skólanefndinni eru þessir menn: Iiannes Jónsson dýra- læknir, formaður, Bogi Ólafs- son adjunkt, Einar Magnússon kennari, Guðni Jónsson kennari og Hallbjörn Hallbjörnsson prentari. Að þessu sinni nutu 236 nem- endur kenslu í skólanum, þar af 50 nemendur í þriðja bekk, 63 nemendur í 2. bekk, en í 1. bekk voru 123 nemendur og var bekknum skift i 4 deildir. Nokkrir nemendur 2. og 3. bekkjar tóku þátt í námskeiði í íslensku, stærðfræði, eðlisfræði og jarðfræði til undirbúnings undir gagnfræðapróf i Menta- skólanum, en það námskeið var utan hinnar reglulegu stunda- skrár skólans, en haldið á hans kostnað. Fastir kennarar voru: Ingimar Jónsson skólastjóri, Árni Guðnason cand. mag. skip- aður af rikisstjórninni, og Sveinbjörn Sigurjónsson mag- ister og Eriðrik Ásmundsson Brekkan rithöfundur, ráðnir af skólanefnd. Stundakennarai' voru: Einar Magnússon, Sigur- karl Stefánsson, Þorsteinn Eg- ilsson, Guðgeir Jóhannson, Jón Á. Gissurarson, Þorleifur Þórð- arson, Þórunn Pétursdóttii', Vignir Andrésson, Björn Björnsson, Þórarinn J. Einars- son, Sigriður Pétursdóttir og Snjólaug Lúðvígsdóttir. Námsgi'einar voru: íslenska, danska, enska, þýska, stærð- fræði, saga, félagsfræði, landa- fræði náttúrufræði lieilsufræði, eðlisfræði, bókfærsla, vélritun, teiknun, saumar, smíðar og leikfimi. „Scandinavian Archaelogy“. — Sama blað birtir 3. ágúst vin- samleg ummæli um prófessor Gordon eftir dr. A. J. Harrop, fulltrúa liáskólans á Nýja Sjá- landi. Getur hann m. a. hins mikla áliuga lians fyrir íslandi og íslenskum fræðum. (FB.) EVR|ÓPUMEISTARAMÓTIÐ t SUNDI. Myndin sýnir dönsku þátttalcendurna í sundmcistaramótinu, en þeir gátu sér hinn besta orð- stir. Ragnhild Hveger er fjórða frá vinstri. Tiikynning frá ráðuneyti forsætisráðherra um styrkveitingar úr náms- sjóðum. Úthlutun námsslyrkja úr Snorrasjóði 1930 hefir nú farið fram í áttunda sinn. Alls hár- ust ráðuneytinu 20 styrkum- sóknir. Styrkþegar urðu þessir: Hólmfríður Jónsdóttir, stúd- ent, frá Hofteigi i Ilörgárdal, til náms i sögu og tungumálum við háskólann i Oslo, fram- haldsstyrkur kr. 600,00. Sigurður Egill Ingimundar- son, stúdent úi- Reykjavik, til náms í efnafræði1 við verkfræð- ingaháskólann í Þrándheimi, framhaldsstyrkur kr. 800,00. Gunnar H. Olafsson, stúdent frá ísafirði, til náms í bygging- arlist við háskólann í Þránd- heimi, framhaldsstyrkur kr. 800,00. Baldur Bjarnason, stúdent úr Reykjavík, til sögu- og landa- fræðináms við háskólann i Oslo, framhaldsstyrkur kr. 500,00. Bjarni Fanndal, búfræðingur, frá Stokkalilöðum í Eyjafirði, til búnaðarnáms við Statens smábrukslærerskole, framlialds- styrkur lu’. 450,00. Jóhann Jónasson, stúdent, frá Öxney, til landbúnaðarnáms í Noregi, framlialdsstyrkur kr. 600,00. Edwald B. Malmquist, frá Stuðlum í Reyðarfirði, til land- búnaðarnáms i Noregi, fram- haldsstyrkur lcr. 450,00. Júlíana Guðjónsdóttir, frá Hólmavík, til vefnaðarnáms í Noregi kr. 300,00. Svanborg Sæmundsdóttir, frá Aratungu í Steingrimsfirði, til vefnaðarnáms í Noregi lcr. 300. Rögnvaldur Þorláksson, stúd- ent, til náms í byggingarfræði við háskólann i Þrándheimi kr. 800,00. Úthlutað hefir verið náms- styrk úr styrktarsjóði til Svi- þjóðarferða. Bárust ráðuneytiriu. sjö styrk- umsóknir. Styrkinn, kr. 180,00, lilaut Askell Löve, phil. stud., til náms í efnafræði við háskól- ann i Lundi. Loks hefir verið útlilutað námsstyrk úr Kanadasjóði. Bár- ust ráðuneytinu tvær umsóknir um styi'k. Hlaut annar um- sækjandinn, Jakob Sigurðsson, stúdent, frá Veðramóti í Skaga- firði, námsstyrlcinn, að upphæð 800 dollara — til náms i fisk- iðnfræði við háskólann i Tor- onto, Kanada, og er þetta fram- haldsstyrkur. (FB.) Síldveiðarnar. Frá Djúpavílc var símað í morgun, að þar væri bjartviðri og 12 stiga hiti. Síld er sögð um allan sjó. Surprise kom i nótt með 300 tn. og Hilmir með um 600 mál, og verður eitthvað af því saltað . Siglufirði í morgun. t gær og morgun hefir verið feikna mikil síld útaf Siglufirði. Afar mörg skip komu í gær- kvöldi með síld til söltunar, flest með 200—400 tunnur. í morgun liafa mörg skip komið inn með slatta, nokkur skip hafa lagt upp í bræðslu smáslatta. — Þráinn. iBBSBBHBKBBSEIBHBiaiB VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Slysfarir og öryggisleysi. Blaðinu þafa þegar borist allmörg bréf, sem einkend eru með orðunum: „Hvað ber á góma?“ — Hér er eitt þeirra: Herra ritstj. Fyrir nokkrum árum fór eg í bifreið víða um landið, alla leið frá Markarfljóti vestur um Holtavörðuheiði og svo austur eftir Norðurlandi, suður fjöll, til Seyðisfjarðar og Reyðar- fjarðar. -—- Á ferðalagi þessu sannfærðist eg m. a. um einn stórhættulegan galla á vegunum. Hann var sá, að nær þvi hvergi er hlaðinn eða steyptur vai’nargarður þar sem beygjur eru á vegunum, hversu hættulegar sem þær eru. Beygjur þessar eru oft við ár og vötn, svo og framarlega á snar- bröttum brekkum, sumstaðar klettum. — Eg liefi farið nokk- uð með bifreiðum i Noregi og Svíþjóð og enda þótt vegir séu þar breiðari og betri en hér, eru þó slíkir öryggisgarðar afar víða fram með vegum þar — og alstaðar, þar sem sérstaklega er hættulegt að aka út af. — Eg ritaði þá smágrein um þetta mál og sendi blaði hér, en hún var ekki birt. Eg geri ráð fyrir, að bending mín hefði lieldur ekki verið tekin til greina, þótt greinarkornið hefði komið. — En ætli liið liræði- lega slvs við Tungufljót gæti ekki vakið menn til umhugsun- ar? Eg hefi oft farið þann veg, og aldrei óhræddi*'. Á slikum stöðum, þar sem smábilun a hemli, stýri eða vél, eða smá- vegis klaufaskapur ökumanns- ins er sem leið út i opinn dauð- ann, virðist ekki þurfa neinn vegamálastjóra eða verkfi'æð- ing til þess að sjá, að garð þarf að gera á vegarbrúninni til þess að ekki sé stórhættulegt að aka eftir veginum. Þess verður sennilega ekM langt að bíða að stórslys bern aftur að höndum, og hver verð- ur fyrir þvi, eg eða þú? Allir ættu að geta verið sant- mála um það, að kref jast verð- ur þess af vegam álas tj órninni, að hún verji nokkrum tugum þúsunda af fé því, sem veitt er til vegabóta, til þess að byggja öryggisgarða fram með vegun- um, á liættulegustu stöðunum. Það verður heldur að láta annað sitja á hakanum. Eg hefi aldreí orðið samferða neinum fullvita manni í bíl, sem ekki er á sama máli og eg um þetta. — Eg veit að vegamálastjóri er maður velviljaður og dugandl. En mörgum virðist ofmikið kapp lagt á, að lengja vegina án þess að hugsa um að gera þá sæmilega örugga. Þetta verður að breytast. Að lokum: Bifreiðar era liættuleg tæki ef þær eru ekki í lagi og ekki i höndum gætinnai og æfðra ökumanna. Það er betra að vera heima en nota lé- legan bíl og óvanan ökumann á okkar hræðilegu vegleysum. — Þ. Bcbíof fréttír Veðrið í morgun. 1 Reykjavík io st., heitast í gær 13, kaldast í nótt 8 st. Úrkoma í gær 3.6 mm. Heitast á landinu í morgun 12 st., Dalatanga og Fagra- dal; kaldast 6 st., Horni, Grímsey og Kjörvogi. — Yfirlit: Grunn lægð skamt suður af S.-Grænlandi á hægri hreyfingu i norðaustur. — Horfur: Suðvesturland: Sunnan og suðaustan gola og úrkomulítiÖ í dag, en kaldi og rigning öðru hverju í nótt. Norðurland, norðausturland:. Hægviðri í dag, en gengur í sunn- an eða suðaustan átt í nótt. Létt- ir til. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. Goðafoss kemur til Vestmannaeyja kl. 11 í fyrra- málið. Brúarfoss er í Stykkishólmi. Dettifoss er i Grimsby. Selfoss er á leið til Aberdeen. Höfnin. Geir og Jupiter fóru á veiðar í gær. Lyra fór til Akraness og Keflavíkur í gær. Kom aftur í gær- kveldi. Enski togarinn Kópanes kom í morgun. Ljósatími bifreiða og annara ökutækja, er frá kl. 9 að kveldi til kl. 4 að morgni. Nýtt met í hástökki. Sigurður Sigurðsson frá Vest- mannaeyjum, sem nú er genginn i 1. R., stökk 1.85 m. i hástökki i gær, en met hans var 1.825 m- Var Sigurður að æfa sig, er hann setti metið, sem vafalaust fæst staðfest, þar eð löglegir dómarar voru við- staddir og mældu hæðina. Reyndi Sigurður að stökkva 1.90 og mun- aði mjög litlu í tvö skifti að það tækist. „Sara lærir mannasiði", heitir bráðskemtileg sænsk kvik- mynd, er Nýja Bíó sýnir um þess- ar mundir. Aðalhlutverkin leika Tutta Rolf, Hákan Westergren o.fl. „Rándýr stórborgarinnar‘“ heitir spennandi amerísk saka- málamynd, sem nú er sýnd í Gamla Bíó. Aðalhlutverkin leika Akiro Tamiroff, Claire Trevor o. fL Vestmannæyingar keptu við Víking i gærkveldi og sigruðu með 4: o. Hafa þeir þá sigrað öll félögin hér, nema K.R, Þór. og Týr i Vestmannaeyjum, keptu nýlega um Framhornið. Týr bar sigur úr býtum með 3 :1. St. Æskan nr. 1 fer í berjaför að Krókstjöra á sunnudag. Þátttakendur verða aíl gefa sig f ram í sima. 5224 fyrir. há- degi á laugardag. Meistaramót í.S.f. hefir verið freistað unv einn dag, Átti það að hefjast á laugardag, en. verður frestað til sunnudags.. Næturlæknir. Grímur Magnússon, Hringbraut 202, simi 3974. — Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. Til fátæku ekkjunnar með börnin tvö: 2 kr. frá konts. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 2 kr. frá N. N.» 5 kr. frá Margréti, kr. 6.50 frá N. N., 1 kr. frá Jónasi.. Gengið í dag. Sterlingspund kr. 22.15 Dollar — 4-5434 100 ríkismörk — 182.14 — fr. frankar — 12.51 — belgur — 76.68 — sv. frankar — 104.22 — finsk mörk — 9-93 — gyllini — 248.89 — tékkósl. krónur .. — 15-9® — sænskar krónur .. — 114-36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 aðeins LoftuPc

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.