Vísir - 02.09.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 02.09.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VlSIR BAGBLAS Útgefandi: ■LAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Kitetjóri: Kristján Guðlaugsson. Bkrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. JGengið inn frá Ingólfsstræti). Sinar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Anglýsingastjóri 2834 YerB 2 krónur á mánuði. Lansasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Breytt viðhorf. h bæjarstjórnarfundinum i gær urðu enn nokkurar umræður um hitaveitumálið. Málið var að vísu ekki á dag- skrá, en formaður Alþýðu- flokksins, Stefán Jóh. Stefáns- son, sem ekki var á síðasta fundi, þegar málið var til um- ræðu, vildi ekki láta það „hjá hða“ að þessu sinni, að leggja orð í belg um málið, úr því að hann var nú viðlátinn, og vakti því umræður um það á ný. Síefán átti nú líka að vísu á- kveðið hlutverk af hendi að leysa í málinu, sem ekki hefir verið talið að þyidi langa bið, en það var að flytja fyrir hönd flokks síns tillögu þá um frest- un á framkvæmd hitaveitunnar, sem flokksbróðir hans, þessi eini, sem viðstaddur var á bæj- arstjórnarfundinum á dögun- um, hafði boðað, að flokkurinn mundi bera fram. Og að sjálf- sögðu þurfti Stefán að gera grein fyrir þeirri tillögu í langri framsöguræðu og merkilegri. Duldist það heldur engum, að Stefáni mundi þykja ræða sín ah-merkileg, þó að lítið væri á því að græða, sem liann sagði, og enginn „græddi“ þó minna á því en Alþýðuflokkurinn. Og um það var ræða hans að vísu merkileg, að honum tókst all- vel að snúa því öllu í villu, sem Alþýðublaðið hefir verið að fjasa um hitaveitumálið nú að undanförnu og flokksbróðir hans lagði til málanna á bæjar- stjórnarfundinum á dögunum. Aðal-uppistaðan í síðustu skrifum Alþýðublaðsins um hitaveitumálið hefir verið sú, að það séu verkfræðingar bæj- arins, sem hafi „eyðilagt“ mál- ið. Sænski verkfræðingurinn liafi „umturnað“ svo áætlunum þeirra um hitaveituna, að þar hafi ekki staðið steinn yfir steini, og fyrir þá sök hafi ekki tekist að fá lánið til hitaveit- unnar í Svíþjóð. Og það var tíka einmitt þetta, sem hinn ein- manalegi flokksbróðir Stefáns Jólianns á síðasta bæjarstjóm- arfundi var svo álcaflega „sann- færður um“, að liefði riðið mál- inu að fullu í Svíþjóð! En hvað sagði nú Stefán Jó- liann um þetta á bæjarstjórnar- fundinum í gær? Hann sagði, að tillögur sænska verkfræðingsins um til- liögunina á framkvæmd hita- veitunnar væru að vísu nokkuð á aðra leið en frumtillögur bæj - arverkfræðinganna, en um það væri „ekkert að segja“! Hann lét svo um mælt að einmitt þannig væri það einatt um slík- ar stór framkvæmdir sem hita- veituna, að um þær væri gerðar nýjar og nýjar tillögur og áætl- anir þar til loks að heppilegasta niðurstaða væri fengin. Og sem dæmis um þetta, væri skemst að minnast Sogsvirkjunarinnar, sem að lokum hefði verið fram- kværnd með alt öðrum hætti en í fyrstu liefði verið ráðgert. — En af þessu er það þá líka ljóst, að alt moldviðrið, sem Alþýðu- blaðið hefir verið að þyrla upp um „umturnunina“ á áætlunum bæjarverkfræðingana um hita- veituna er helber vitleysa og blekkingar. Og „sannfæring“ Jóns Axels Pétursonar um hina raunverulegu ástæðu til synjun- arinnar um lánið til liitaveit- unnar er fokin út í veður og vind! Af þessu má sjá, að ræða Stefáns Jóhanns muni að vísu liafa verið allmerkileg, þó óvist sé að honum hafi verið það full- Ijóst sjálfum, fyrir liverra hluta sakir hún var merkilegust. Tilaga sú, sem hann flutti um frestun á frekari aðgerðum í hitaveitumálinu, þar til rann- sókn hefði verið framkvæmd á öðrum jarðhitasvæðum en á Reykjum, þótti hinsvegar ekki svo merkileg, að henni bæri nokkuð að sinna. Hún var feld og er engin ástæða til að orð- lengja um hana að þessu sinni. VestmannaeflDBar vilja koma á flugsamgöngiun milli Iðntts og Eyja. Aflmargir menn í Vestmannaeyj- um stofnuSu félag meS sér síðast- liðinn sunnudag með því markmiði, að koma á fót flugsamgöngum milli Eyja og. lands. Framkvæmdanefnd var kosin til þess að hrinda af stað rannsóknum á skilyrðum til þessa. I nefndinni hlutu sæti þeir Hall- dór Guðjónsson kennari, Hinrik Jónsson bæjarstjóri og Kristján Linnet bæjarfógeti. Mikill áhugi er fyrir þessu máli meðal Vestmann- eyinga. (FÚ). Síldveidin glæðist. í nótt komu til Djúpavíkur Tryggvd gamli með 500 mál í bræðslu og 230 tn. í salt og Karlsefni með 638 mál. Hann leggur af stað suður í kvöld. Hilmir kom með 120 tn. í salt, Huginn I. með 70 tn. og Málm- ey með um 200 mál í bræðslu. Veður er gott, lygnt og stilt. Veiði heldur að glæðast aftur. Til Siglufjarðar hafa borist 5000 mál bræðslusíldar, segir i FÚ.-fregn í gær. Saltaðar hafa verið 436 tn., þar af að eins 1049 herpinótasíld. Til Hjalteyrar voru komin í (gær 200.160 mál (í fyrra á sama tíma 178.796), en til Hesteyr- ar 31.875 (í fyrra 69.103 mál). ÚTFLUTNINGUR SÍLDAR. Goðafoss og Lagarfoss hlóðu í gær síld lil Þýzkalands. E.s. Tempo tók síld til Svíþjóðar. E.s.Marz fór frá Siglufirði í gær með 3300 tn. síldar á Ameriku- markað — þar af 2700 tunnur af matjessíld. — í Seyðisfirði haaf þrjú færeysk skip Iagt á land 1725 mál siklar til bræðslu. FÚ. Garðyrkjusýningin var opnuð kl. 2 e. h. í Markaðs- skálánum. Eysteinn Jónsson ráð- herra setti sýninguna. 1 miðjum skálanum er eftirlíking af skrúð- garði með gosbrunni. Yfirleitt er i smekklega frá öllu gengið. Sýning- arinnar verður nánar getið á morg- un. ; Henlein hefir fariö tii fundar viö Hitler í Berchtesgaden. Helstu leiðtogar nazista ræða deilu- málin í Tékkoslovakin og mnnn ákvarðanir þeirra fljótlega verða knnnar. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Henlein, leiðtogi Súdeta, fór til Berchtesgaden, síðdegis í gær, til þess að ráðgast við Hitler og ýmsa helstu menn nazista aðra. Það hafði komist á kreik orðrómur um það, að Hen- lein mundi ræða við Hitler um næstu helgi, og vakti því fregnin um það, að hann væri lagður af stað, hina mestu athygli. Umræður þær, sem fram fara í Berchtes- gaden, eru að allra dómi hinar mikilvægustu, og þess er beðið með óþreyju um heim allan, hvaða ákvarðanir þar verða teknar. Felst Hitler á að Súdetar semji við Tékka — gangi að tillögunum um kantónufyrirkomu- lag eða krefst hann þess, að Súdetar haldi til streitu öllum sínum kröfum? Undir ákvörðun Hitlers er það komið hvort friður ríkir eða styrjöld verður háð, því að það er litlum vafa bundið, að Súdetar muni hlýða skipunum Hitlers. Það er ljóst af bresku blöðunum í morgun, að þau gera sér nokkurar vonir um, að árangurinn af viðræð- unum verði sá að Súdetar geti tekið tilboði Pragstjórn- arinnar. Blöðin segja, að í rauninni hafi Henlein farið til fundar við Hitler, fyrir tilmæli Runcimans lávarðs, til þess að bera fram við hann tilmæli um, að fallast á það, að Súdetar samþykki tillögur Pragstjórnarinnar um kantónufyrirkomulag, sem grundvöll til þess að hefja á skipulegar og reglubundnar samkomulagsumleitanir um slíkt fyrirkomulag. Gera menn sér vonir um, að Hitler fallist á, að Súdetar geri þetta, þó samþykt þeirra verði sennilega með einhverjum fyrirvara. Göring, Göbbels og Hess eru komnir til Obersalz- burg, til þess að taka þátt í viðræðum Hitlers og Hen- leins. United Press. Franska stjórnin ræð> ir ^jármálin og horf- urnar í Tékkoslovakiu EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Báðherrafundur hófst í París í morgun og var Lebrun ríkisfor- seti í forsæti. Talið er, að aðal- umræðuefnið verði fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1939, en það er nú nærri búið að ljúka við að ganga frá því. Einnig er búist við, að Tékkóslóvakíu- málin beri á góma, en breski sendiherr- ann í París og Bonnet utanríkismálaráð- herra ræddu þau mál í gær. United Press. LEBRUN, „MaðuFÍnn med svörtu gpímuna^. Bliicher marskálkur, yfirfor- ingi Asíuliers Rússa, er oft lcall- aður i erlendum blöðum hinn dularfulli maður rauða hersins, þótt störf hans liafi ekki verið unnin með mikilli leynd. Frá upphafi liefir hann verið mjög fjandsamlegur Japönum og hefir hann unnið gegn þeim á allan hátt frá þvi er byltingin í Rússlandi fór fram. Hefir liann víða komið fram þar, sem eitthvað hefir verið unnið þeim til óþurftar, t. d. í Kína, þar sem hann hefir starfað undir nafninu Ga-lin hershöfðingi, en á öðrum stöðum hefir liann notað ýms gervinöfn og er af til ra EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Egipska stjórnin hefir sent herliðsflokk, um 100 menn, til landamæra Palestinu, til styrkt- ar varðliði, sem þar er fyrir. Orsökin er sú, segir í fregn frá Kairo, að óaldarflokkar vaði uppi á landamærunum og vinni mörg hermdarverk. M. a. réð- ust þeir á járnbrautarstöð og kveiktu í henni. United Press. Bretar og Þjóðverjar samtimls að flotaæflng- nm á Norðnrsjö, Oslo, 1. sept. Þýska ríkisstjórnin hefir lil- kynt bresku stjórninni, að hún hafi ákveðið að halda flotaæf- ingar í Norðursjó i septemher. í seinustu viku tilkynti hreska stjórnin Þjóðverjum, að breski heimaflotinn yrði að æfingum í september í Norðursjó. — Verða líklega biáðir flotarnir að æfing- um í Norðursjó um sama leyli. NRP. — FB. Dp. Euwe og Eliskases skákmeistapar. Kaupmannahöfn. FÚ. Kepninni unx skákmeistai’a- tign i Hollandi er nú lokið og varð dr. Euwe skákmeistai’i Hafði liann níu vinninga af ell- efu gerlegum. Næstur að vinn ingatölu varð Cortlever. Reynd- ist hann dr. Euwe skæðurkeppi- nautur, þvi að hann hafði átta vinninga. Kepninni um skákmeistai’a- tign í Þýskalandi er einnig lok- ið. Skákmeistari varð Eliskases, sem hafði 12% vinning af 15 gerlegum. Næstir að vinninga- tölu voru Kieninger, fyi’rver- andi skákmeistari Þýskalands, og Michel, hvör með 10 vinn- inga. Á næstkomandi ári verðnr liaklið alþjóða-skákmót i Bue- nos Aires. Þátttaka virðist ætla að verða enn meiri en á seinasta alþjóðaskákmóti, sem haklið var í Stokkhólmi. Átján þjóðir hafa þegar til- kynt þátttöku sína í alþjóða- skákmótinu í Buenos Aires, og eru þeirra meðal Svíar, Banda- rkjamenn, Pólverjar, Júgóslav- ar og Tékkar. BLÚCHER MARSKÁLKUR. öllum talið að nafnið Blucher sé eitt af þeim. Þessi grunur manna er lieldur ekki talinn með öllu ástæðulaus, ef æfisaga hans, sem hirt hefir verið í Moskva, er tekin til athugunar. Þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið i borgarastyrjöld- inni var liann kallaður „Maður- inn með svörtu grímuna“. Ef! liann átti von á að sjá fanga eða útlendinga, brá hann grímunni altaf upp. Kunnátta hans i her- málum og aðferðir þær, sem liann notaði strax í upphafi hentu til þess, að liann væri ekki óvanur hernaði, og var alt önnur en búast mátti við af ó- lærðuni námumanni frá Sam- ara, eins og hann var talinn vera. Þýskur flóttamaður. Menn hafa getið sér þess til, og margt virðist styrkja þá get- gátu, meðal annars kunnátta hans í hernaðarfræði, að Blúc- her marskálkur liafi áður verið liðsforingi i her Mið-Evrópu- ríkjanna, sem strauk úr hern- um árið 1917. Hafa ýmsir þóst þekkja liann og talið liann vera Titz major, sem var liáttsettur foringi í lierforingjaráðinu austurríska, en hvarf í heims- styxjöldinni og var talið hann hefði gerst njósnari í Rússlandi. Aðrir hafa getið þess til, að liann væri tékkneskurfangi,sem setið hefði áður í rússnesku fangelsi, dæmdur fyrir glæp. Blucher marskálkur lætur ekkert uppi um það hver hann sé, eða hvað á daga lians hafi drifið, en eitt er vist, að eins og sakir standa, er liann næsti maður Yoi'oshiloff að völdum innan rauða liersins, og dugn- áður lians og herstjórnarliæfi- leikar eru viðurkendir af her- málasérfræðinguni um allau heim. aðeins Loftup. Ilitler heilsar verkamönnum, sem eru að vinna við bygging- ar á svæði því við Niirnherg, þar sem flokksþingin eru háð. Á flokksþinginu í næsta mánuði verður tekin fullnaðarákvörðun um afstöðuna til Tékkóslóvaldu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.