Vísir - 10.09.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 10.09.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hver græðir? Ví hefir verið lýst yfir af for- vígismönnum „neytenda- samtakanna'“ í iandinu, að nú væri það þau, sem réðu verð- laginu á aðfluttum neysluvarn- ingi landsmanna. Þykir formæl- endum samtaka þessara mikil framför að þessu og hrósa þeir mjög happi yfir þvi, að tekist hafi þannig að brjóta „heild- salaokrið“ og yfirgang lcaup- sýslumannanna á bak aftur. En einhvernveginn finst þeim þó, að ekki sé nóg að giert í þessum efnum og þeir sjá miklum of- sjónum yfir „gróðanum", sem kaupsýslumennirnir fái af versl- unarrekstri sínum, sem þeir verða að reka í samkepni við neytendasamtökin, og þeim er því skamtaður gróðinn af. I grein, sem nýlega birtist í einu af hlöðum neytendasam- takanna, er þess krafist, að kaupsýslumennirnir verði taf- arlaust sviftir þessum „gróða“, með þeim hætti, að þeim verði synjað um allan innflutning. Nú skilst mönnum, að það sé einmitt höfu'ðkostur neyt- endasamtakanna, að þau selji félagsmönnum nauðsynjar þeirra með „kostnaðarverði“, eða án frekari „álagningar“ en minst verði komist af með, svo að verslunarreksturinn geti bor- ið sig. En svo mjög sem hlaðið hefir verið undir neytendasam- tökin, með þeirri framkvæmd innflutningshaftanna, sem við- gengist hefir síðustu árin, og sí- felt er verið að gera þeim hag- feldari, en jafnframt gerir kaup- sýslumönnunum samkepnina við þau erfiðari, þá mætti það nú furðulegt heita, ef ekki væri frekar tap en gróði á verslunar- rekstri kaupsýslumannanna. En ef um gróða er að ræða, þá er auðsætt, að sá gróði mundi ekki renna í vasa neytendanna, þó að kaupsýslumennirnir yrðu sviftir honum og neytendasam- tökin fengi alla verslunina í sín- ar hendur. Gróðinn hlyti með öðrum orðum að stafa af því, að kaupsýslumennirnir reki versl- un sína af meiri hagsýni, en neytendunumsjálfum eða „sam- tökum“ þeirra er gefin. Þessi gróði kaupsýslumannanna væri i rauninni „fundið fé“, sem ldyti að lýnast um leið og verslunar- rekstur þeirra yrði fenginn neyt- endasamtökunum í hendur. Nú segir þetta sama blað neytendasamtakanna, að þessi „gróði“ kaupsýslumannanna muni nema 4 miljónum króna árlega. Og blaðið heimtar það af miklum ákafa, að kaupsýslu- mennimir verði sviftir þessum ofsalega „gróða“, þó að það kosti það, að honum verði al- gerlega tortímt eða „kastað í sjóinn“, hara að kaupsýslu- mennirnir njóti lians ekki. — En hver mundi græða á þvi? „Neytendurnir“ mundu eldc- ert græða á því, því að verðlag- ið á nauðsynjum þeirra lijá „neytendasamtökunum“ yrði það samt eftir sem áður, nema þá að það kynni að hækka, af því að ekki væri þá um neina samkepni að ræða. t Hinsvegar yrðu þj óðar tekj urnar þeirri * uppliæð minni árlega, sem þessi verslunargróði kaupsýslumann- anna nemur, livort sem það eru nú 4 miljónir eða eitthvað jafn- vel töluvert minna. — En eins og kunnugt er, þá hefir þessi fjögra miljóna króna verslunar- ágóði kaupmannanna eða heild- salanna aldrei verið annað en blekking, sem upphaflega var bygð á rangri tilvitnun í skýrsl- ur þær hinar frægu, sem samd- ar voru og gefnar út af „skipu- lagsnefnd atvinnumála“, sem kölluð var Rauðka, meðan hún var og hét! Jens B. Waage fyrverandi bankastjóri andaðist á heimili sínu í morg- un eftir langa vanheilsu. Þessa merka manns verður getið síðar hér i hlaðinu. Haustmót II. fl. K.R. og Vaiur keppa um úrslitin i kvöld kl. 5,30 Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins í 2. flokki fer fram í dag kl. 5.30. Mót þetta hefir staðið yfir nú að undanförnu og hafa flestir leik- irnir veri'ð mjög spennandi, því að sum félögin hafa verið mjög jöfn. En þó virðist sem K.R. hafi einna sterkasta liðinu á að skipa, því það hefir unnið Fram með 1—- o og Víking með 6—0. En Valur gert jafntefli við Víking með 1—1 og unnið Frarn með 2—1. Getur K.R. því unnið mótið á jafntefli, en Valur verður að vinna K.R. til að vinna mótið. Má því búast við mjög spennandi leik í dag, milli hinna skæðu keppinauta K.R. og Vals. Að undanförnum leikjum hef- ir ekki verið seldur aðgangur, en að úrslitaleiknum verður aðgangur seldur, sama verði og tiðkast hefir. Skipun Félagsdóms. Vinnulöggjöfin gengur í gildi í dag og er Félagsdómur, sem starfa skal samkvæmt henni, nú nærri fullskipaður. Er hann skipaður fimm mönnum, og til- nefnir Hæstiréttur tvo og þrjá til vara en atvinnumálaráðherra velur síðan einn þeirra og 3 að auki, en Vinnuveitendafélagið og Alþýðusambandið sinn hvor. Hæstirétlur hefir þegar til- nefnt menn af sinni hálfu og eru þeir: Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, sem verður formaður dómsins og Gunnlaug Briem, fulltrúa í atvinnumála- ráðuneytinu, en til vara Isleif Árnason, próf. og Sigtr. Klem- ensson, cand. juris. Einn þessara þriggja mun at- vinnumálaráðherra skipa í dóminn: Lárus Fjeldsted, hrm., Bjöm Steffensen, endurskoð- anda eða Sverri Þorbjörnsson, hagfræðing. Alþýðusambandið hefir til- nefnt Sigurjón Á. Ólafsson, alþm. og cand. juris. Sigurgeir Sigurjónsson til vara, en Vinnu- veitendafélagið hefir enn ekki tilnefnt neinn mann fyrir sina hönd. Ern Sodetar neyddir til að halda áfram samn- inganmleítnnnm vií tékkneskn stjórnina. EINKASIvEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Sendiherra Breta í Þýskalandi, sir Ne- ville Henderson, átti í gær viðræður við þá Ribb- entropp og Hitler ríkis- kanslara og mun hafa gert grein fyrir afstöðu þeirri, sem Bretar kunna að taka, ef til ófriðar dregur vegna deilanna í Tékkóslóvakíu. Að því er Daily Mail og Daily Express fullyrða nú í morgun liefir breska stjórn- in ákveðið að senda þýsku stjórninni orðsendingu þar sem gerð er nákvæm og formleg grein fyrir þvi, að Bretar muni ekki sitja hjá, ef stríð skyldi brjótast út milli Þjóðverja og Tékka og verður orðsending þessi afhent þýsku stjórninni á venjulegan „diplomatisk- an“ hátt. HITLER, kunni að hafa. Sudetar muni aldrei ganga að öðrum samn- ingum, en þeim, sem tryggir þeirn hið fylsta jafnrétti og at- hafnafrelsi í þeirra eigin héruð- um. United Press. HENDERSON. Hitler ríkiskanslari mun hafa ákveðið að helga sig einvörð- ungu afskiftum af deilumálun- um í Tékkóslóvakíu, og munu þeir Henderson sendiherra og Hitler ræðast við að nýju mjög bráðlega, en að því loknu er búist við að Hitler taki endan- Iegar ákvarðanir um þá stefnu og þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegt að gera, til þess að rétta hlut Sudeten- Þjóðverja. Fregnir frá Nurnberg herma, að svo sé almennt litið á í Þýskalandi, að fréttir þær, sem borist hafa frá Prag, þess efnis að Sudetar vilji halda áfram samkomulagsumleitunum við tékknesku stjórnina séu vafa- samar, en séu sönnun þess að Tékkar reyni enn að beita yfir- gangi og þvinga þá til samkomu- Jags, en ef koma eigi í veg fyrir frekari æsingar og óeirðirí land- inu verði stjórnin enn að slá af kröfum sínum. Geri hún það ekki sé óhjákvæmilegt að til á- taka komi, sem ekki sé unt að sjá fyrir hvaða afleiðingar aðeÍBs Loftup, Kvðldskðti iLF.D.M. lekur til starfa 1. okt. næstk. og starfar til vetrarloka. Þessi kvöldskóli er orðinn bæjarbúum að góðu kunnur. Má ráða það af sívaxandi að- sókn að skólanum. Hafa um- ráðamenn skólans þess vegna verið að hæta deildum við hann undanfarin ár. Skólinn hefir nú ágætis liúsnæði í hinu nýja húsi K.F.U.M. Síðastl. vetur starfaði skólinn í 4 deildum, þrem byrjunar- deildum og einni framhalds- deild, og komust færri að en vildu. Er útlit fyrir, að skól- inn verði jafnvel enn betur sóttur í vetur. í skólanum fá piltar og stúlk- ur hagnýta og > fjölbreytta fræðslu fyrir ótrúlega lágt gjald. Námsgreinar eru: Is- lenska, danska, enska, þýska, kristin fræði, reikningur og bólcfærsla. Auk þess er lianda- vinna kend námsmeyjum. Við skólann er ekkert inntökupróf, en nemendur vei'ða að liafa lokið fullnaðarprófi barna- fræðslunnar. Þeir, sem vilja tryggja nem- endum skólavist, ættu að senda umsóknir sem fyrst, til Sigur- bjarnar Þorkelssonar í Versl. Vísi. Umsóknarfrestur er til 25. september. Á. ísfiskveiðar. Togararnir búast nú á ísfiskveið- ar og fara út hver af öðrum. — Hannes ráðherra fór í gær, en í dag fara Baldur og Kári. Auk þess hafa Hafnarf jarðartogararnir Sviði og Júní komið hingað og tekið ís. Togararnir veiða fyrir Þýskalands- markað. Útvarpið í kvöld. KI. 19.20 Hljómplötur: Létt sönglög. 20.15 Upplestur: „Og ár- in líða“ (sögukafli: Sig. Helgason). 20.45 Hljómplötur: a) Kvartett i f-moll eftir Haydn. b) Trio i e-dúr eftir Mozart. c) Kórsöngur. Bretar flytja tundur- spilladeild til Portland - - til þess ad vera vid öllu biinir, ef ófriður brýst út. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Morgunblöðin 1 London skýra frá því aÖ fjórða tundurspilladeild breska flotans, sem í eru tíu tundurspillar hafi komið til Portland í morgun, og er svo látið heita frá hendi hins opinbera, að þangað hafi skipin komið vegna flotaæfinganna, sem standa yfir þessa dagana, en sé í engu sambandi við þá atburði, sem nú eru að ske í alþjóðamálefnum. Almenningur lítur hinsvegar svo á, að hér sé um ör- yggisráðstöfun að ræða, ef svo skyldi til takast að ó- friður brytist út, enda er því haldið fram að mörg skip hafi komið að undanförnu til Portland með miklar ol- íubirgðir, sem þar verða geymdar til af nota fyrir breska Þarna eru að jafnaði geymd- ar feikna birgðir lianda hreska flotanum, sem hefir þama eina sína aðal bækistöð, og vekur það að vonum allmikla eftir- telct, að svo virðist sem verið sé að gera þar óvanalegar ráðstaf- anir. Mikil ókvrð er ríkjandi meðal breskra stjórnmálamanna, og liefir Chamberlain forsætisráð- hen’a átt viðtöl við ýmsa ráð- lierrana, en í dag hefir liann boðað Attlee, jafnaðarmanna- foringjann til fundar við sig, og er talið víst að þeir muni ræða um kröfur þær, sem þing verkalýðsfélaganna samþykti í Blackpool, og fullyrt er að breska þingið muni ekki verða kallað saman til fundahalda. United Press. Veðrið í morgvn. 1 Reykjaví,k 8 stig, heitast í gær 11 stig, kaldast í nótt 8 stig Úr- koma í gær 1.0 mm. Sólskin í 0.5 stundir. Heitast á landinu í morg- un 11 stig, á Dalatanga, kaldast 7 stig, í Grímsey. — Yfirlit: Lægðin fyrir vestan og norðan land fer minkandi. — Horfur: Suðvestur- land til Nor'ðurlands: Suðvestan og vestan kaldi. Smáskúrir, en bjart á milli. Norðausturland: SuSvestan og vestan kaldi. Bjartviðri. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Ljósifoss, Þrastalund- ur, Þingvellir, Laugarvatn, bílpóst- ur norður, Laxfoss til Borgarness. Til Rvíkur: Ljósifoss, Þrastalund- ur, Laugarvatn, Þingvellir, Akur- eyri, Garðsauki, Vík, Fagranes frá Akranesi, Laxfoss frá Borgarnesi, Dr. Alexandrine frá Akureyri. Á mánudag: Frá Rvík: Þrasta- lundur, Laugarvatn, Þingvellir, bíl- póstur norður, Fagranes til Akra- ness, Dr. Alexandrine til Færeyja og Kaupmannahafnar, Gullfoss til Leith óg Kaupmannahafnar, Detti- foss til Húsavíkur. — Til Rvíkur: Þrastalundur, Laugarvatn, Þing- vellir, Grímsness- og Biskups- tungnapóstar, bílpóstur að norðan, Fagranes frá Akranesi. Happdrætti Garðyrkjusýningarinnar. Eigandi miðans, sem upp kom í happdrætti garðyrkj usýningarinnar og sagt var frá í Vísi í gær, er Guðmundur Gíslason, Þórsg. 16 A. Er Guðmundur aðeins niu ára að aldri. Prentvilla slæddist inn í auglýsinguna frá Hárgreiðslustofu Kristínar Ingi- mundardóttur, Hafnarstræti 11. — Stóð í auglýsingunni, að símanúm- er væri 5294, en á að vera 5194. Messur á morgun. Kl. 11 í dómkirkjunni vígir bisk- up cand. theol. Sigurbjörn Einars- son. f fríkirkjunni kl. 5, síra Árni Sig- urðsson. f Laugarnesskóla kl. 2, síra Garð- ar Svavarsson. + Svavar 8. Svavars kaupmaður andaðist hér í bænum í gær. Var hann flestum Reykvíking- um kunnur og hafði fengist við kaupsýslu um langt skeið, en mun hafa verið heilsulítill síð- ustu árin. Helgidgslæknir á morgun: Björgvin Finnsson, Vesturgötu 41, sími 3940. Strandferðaskipin. Súðin fór í strandferð austur um í gærkvöldi. — Esja var á Þórs- höfn síðdegis í gær. K.R.-ingar þeir, sem vilja vinna að fullkomnun Skíðaskálans, eiga að mæta við K.R.-húsið kl. 9 í fyrramálið. Sér- staklega er áríðandi, að trésmiðir, sem hafa lofað að koma, geri það. Frá Strætisvögnunum. Vagninn, sem gengið hefir um Fossvog og Sogamýri í sumar, hættir ferðum frá og með mánu- deginum 12. þ. m. Næturlæknir í nótt: Eyþór Gunnarsson, Laugaveg 98, sími 2111. Næturvörður í Reykja- víkur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unni. Næturlæknir aðra nótt: Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Næturvörður næstu viku í Laugavegs apóteki og Ingólfs apó- teki. Skipafregnir. Gullfoss var á Súgandafirði í morgun. Goðafoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyjum. Brúarfoss fór frá Kaupmannahöfn kl. 7 í gærkvöldi. Dettifoss og Selfoss eru í Reykjavík. Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar. Veitið athygli ársþíngssamkomum Hjálpræðis- hersins, sem auglýstar eru á öðr- um stað í blaðinu. I dag er síð- astí dagur ársþingsins og ættu sem flestir að notfæra sér tækifærið til þess að sækja samkomurnar. — Úti- samkoman verður á Arnarhólstúni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.