Vísir - 17.09.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 17.09.1938, Blaðsíða 3
V ISIR Erlendis tíðkast það mjög, að haldnir eru sérstakir boð- hlaupadagar, þar sem félög, skólar og ýmsar stofnanir leiða saman hlaupagarpa sína. Þátttaka er æfinlega mikil í þessum mótum, þar sem nálega eingöngu fara fram boðhlaup, en knattspyrnufélögin leika iðulega einn leik, til tilbreytingar og fara ekki fram á að fá neinn hluta af hagnaði dagsins, sem allur er látinn renna til starfsemi í frjálsum íþróttum. Standa blöðin erlendis framarlega í undirbúningi þessara daga, sem og ýmsu öðru er að íþróttum lýtur. VÍSIR hefir því ákveðið, í samráði við Garðar S. Gíslason, þjálfara, að gangast fyrir slík- um boðlilaupadegi og gefur fyrsta bikaiánn til kepninnar. Verður liann farandbikar og kept um hann á vorin, en auk þess fá allir þátttakendur í sveitinni, sem sigrar, btinn bik- ar til eignar. Auk þess hefir Carl D. Tulinius & Co. h.f. á- kveðið að gefa bikar, er aðrir flokkar keppa um hinn sama dag, og munu smábikarar einn- ig fylgja honum. Ætti fleiri að fara að dæmi þeirra þar eð um 4—6 mismunandi hlaup getur verið að ræða. VÍSIS-bikarinn er ætlaður eingöngu til kepni milli luiatt- spyrnufélaganna og séu boð- hlaupararnir allir virkir knatt- spyrnumenn í I. fl., A- eða B- liði og hafi þeir kept eða keppi með félaginu á árinu sem hlaup- ið fer fram. T. d. mætti þá keppa í 5x200 m. hlaupi, en sú vegarlengd mun vera mjög mátuleg fyrir menn, sem ekki æfa beinlínis lilaup, en þó eru í nokkurri æfingu. Hefir verið minst á þetta mál við ýmsa menn, er framarlega standa í knattspyrnufélögunum og hafa þeir allir tekið þvi vel og fundist það vel til fallið, að koma á svona degi. Fast fyrirkomulag hefir enn ekki verið ákveðið, en auðvitað verður strax leitað samvinnu við knattspyrnufélögin. K. R. R. og 1. R. R. og jafnvel skólana og aðra væntanlega þátttakend- ur, um alla tilhögun, vegalengd- ir o. þ. h. Verður væntanlega ekkert því til fyrirstöðu, að þetta nái fram að ganga. Þá væri einnig æskilegt, að knattspymufélögin fengist til að keppa einn leik til tilbreytni, enda þótt það sé engum vafa bundið, að j>essi boðhlaupsdag- ur muni verða einna vinsælasti íþróttaviðhurður ársins, þegar bann verður kominn í fast horf. Til þess að hrinda þessu í framkvæmd strax, er ætlunin að láta fyrsta boðhlaupsdaginn verða þegar í haust, og væri óskandi, að hægt væri að ná samkomulagi um það við knatí- spyrnufélögin og skólana, svo að keppnin færi fram í lok þessa mánaðar. Er þá grundvöllurinn lagður og auðveldara að hafa boðlilaupadaginn að vori enn fjölbreyttari. Er síðan ætlunin að verja öll- um ágóðanum af þessum degi til styrktar frjálsum íþróttum. Allir bátar í Hrísey eru hættir herpinóta- veiðum. Andvirði afla var frá 20 -—Ó4 þúsund krónur á bát, og há- setahlutur frá 400 til 1400 krónur. Bátarnir veiða nú flestir sild í rek- net og afla vel. Mikil síld hefir sést vaða úti fyrir Eyjafirði þessa daga. — Línuveiðarinn Andey lagði út á þorskveiðar í gær. — Dettifoss lestar í kvöld 800 tunnur af rnatjes- síld í Hrísey. (FÚ.). Hós til sðln. Allmörg liús hefi eg verið beðinn að selja. Gerið svo vel og tala við mig, ef þér viljið kaupa hús. Það get- ur borgað sig. Tek hús í umboðssölu. PÉTUR JAKOBSSON Kárastíg 12. Sími 4492. Viðtalstími kl. 11—12 og 6—7 daglega. Gamanvisnr þær, sem búist var við að gerð- ar yrðu upptækar, verða seldar ó götunum í dag (laugardag). .Söludrengir, komið í Hafnar- stræti 16. Fyrírliggjandi mikið úrval af nýtísku KAMBOARNSDÚKUM og FRAKKAEFNUM. V erksmið jusalan: GEFJUN — IÐUNN, Aðalstræti. Helgi Magnnsson & Co. Hafnarstræti 19. Höfum fengið NITENS hinar margeftirspurðu rafmagns- perur.-- ! Lýsa best, kosta minst, endast lengst. Verð: aðeins 85 aurar fyrir algeng- ustu stærðirnar.------- Fjallkonu-gljávaxið hefir ávalt líkað prýðilega, en fátt er svo gott, að eigi megi betra verða. Nú er það nýlega endurbætt og mun því vera landsins besti gólfgljái. Þau eiga því ekki síður við nú en áður, þessi ummæli húsmæðra: Fallega' glansa, gólfin, þega r bónað er með FJALLKONU-GLJÁVAXINU (fæst i gulum og hvítum lit). Hárvötn og ilmvötn frá Áfengisverslun ríkisins eru mjög tientugai* tæki- færisgjaflp AUSTUR Kvöldskóli K.F.D.M: tekur til starfa 1. október. — Umsóknir afhendist 1 Versl. Vísi, á Laugavegi 1, og sem lætur allar upplýsfc- að Hveragerði og Ölvesá til Stokkseyrar og Eyrarbakka í dag kl. 10 l/2 > kl. 6, kl. 7 l/z síðd. Á morgun, sunnudag, kl. 10/2 kl. V/2, kl. 6, kl.7i/2. Kvöldferð að austan kl. 9 eins og venjulega um helgar. m NORÐUR alla mánudaga, þriðjudaga, fimtudaga. til og frá AKUREYRI. Til Þingvalla alla daga oft á dag. Gullfoss og Geysir Hin velþekta skemtiferð um Grafning til Gullfoss og Geysis verður farin á morgun kl. 9 árd.— Síðasta ferð á þessu sumri. Að Eiði allan daginn á morgun.- Sími 1580. STEINDÓR. ingar i té. Simar 3555 og 4700. Tilkynning. Hérmeð tilkynnist heiðruðum viðskiftavinum, að eg hefi selt frú Sigríði Helgadóttur verslun mína. Vona eg að þeir láti verslunina njóta framvegis viðskifta sinna og sama trausts og þeir hafa sýnt henni áður- Hljóðfæraverslun K. Viðar. KATRÍN VIÐABL Samkvæmt framanrituðu hefi eg keypt Hljóðfæra- verslun Katrínar Viðar og rek hana framvegis undlr mínu nafni, á sama stað og áður. Vona eg að fá að njóta framvegis trausts og viðskifta allra viðskiftavina verslunarinnar. SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR. Kensla » ■ ■ •—« fyrir börn og fullorðna. ENSKA: ÞÝSKA: ODDNÝ E. SEN. ELISABETH GÖHLSDORF- Byrjar 1. október. Fjólugötu 23. ------ Til 1. okt. til viðtals í síma 3172. - SMAS0LUVERB á rafmagnsperum algengustu gerðom. Perustærð: 15 Dlm 15 watt eða minni 25 Dlm 25 watt 40 Dlm 40 watt 60 watt 65 Dlm 75 watt 100 Dlm 100 watt 125 Dlm 150 Dlm 150 watt 200 watt 300 watt Verð pr. stykki: Osram perur ítalskar pernr kr. 1.00 — 1.00 kr. 0.85 — 1.00 _ 1.00 — 0.85 — 1.25 — 1.25 — 1.10 — 1.60 — 1.40 — 1.60 — 2.00 — 1.75 — 2;oo — 2.75 —2.15 — 2.75 — 3.00 — 4.00 — 3.10 — 5.50 — 4.10 _ 8.00 — 5.60 ‘ Raftækjaeinkasala rikisins. SOOÖtXKSOOeCiOOOOOOOOÖOOÖOOeOCOÖOOOOOOOÖOOOCOOÖOÍXKíOOOOC Aðalfundur FasteignalánafÉlags Islands verður haldinn þriðjudagiun 18. október n. k. í Kaupþingssalnum. STJÓRNIN. 50OCOOCOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCOOOOOOOCOOOOOOCOOOOO< ioooca

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.