Vísir - 19.09.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 19.09.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Á miðri leið. Hvort sem það verður nú úr, að för Chamberlains forsætis- ráðherra til Þýskalands, á fund Hitlers, beri þann árangur að lokum, að friðsamlegur endi verði bundinn á deilu Téklea og Þjóðverja, eða raunin verður önnur, þá virðist þessi för ráð- herrans hafa borið nokkurn ár- angur nú þegar. Það hefir verið sagt frá þvi, hvaða boð Hitler liafi boðið, Og þó að mikill vafi leiki á því, að sæst verði á þau boð, þá mun hinsvegar yfirleitt vera litið svo á, að þau hafi verið betri en búast mátti við. Og eins og Hit- ler hét Chamberlain því, að fara hálfa leið til móts við hann þeg- ar hann kæmi aftur til Þýska- lands, til þess að halda áfram viðræðunum um lausn deilunn- ar, þá má í rauninni segja, að hann hafi mætt honum á miðri leið í samkomulagsumleitunum lians. ' tfm það leyti sem Chamber- lain fór til Þýskalands, virtist sú krafa efst á baugi af hálfu Þjóðverja, að Sudetahéruðin í Tékkoslóvakíu yrðu skilyrðis- Iaust sameinuð Þýskalandi, án þess að nokkur atkvæðagreiðsla færi fram um það meðal íbú- anna. En samkvæmt fregnum, sem borist hafa af viðræðum þeirra Hitlers og Chamberlains, hefir Hitler fallist á,að atkvæða- greiðsla fari fram um þetta, og að að eins þau héruð verði sam- einuð Þýskalandi, „þar sem 80 gf hverjum íbúum eru Þjóð- verjar og krefjast sameiningar við Þýskaland“. En þar sem þýskir ibúar eru færri (eða færri krefjast sameiningar) en 80 af 100, verði komið á kant- ónufyrirkomulagi, að sviss- neskri fyrirmynd.eins og stjóm- in í Tékkoslóvakíu liefir þegar fallist á að gert yrði í öllum Súdetahéruðunum. Hér við bæt- ist svo fyrirheit af hálfu Þjóð- verja um að „ábyrgjast hlut- leysi (og sjálfstæði) Tékkosló- vakiu um alla framtið.4 Það hafði nú hinsvegar ver- ið gert ráð fyrir því, að það yrði aðalkrafa af hálfu Þjóð- verja, og ekki látið heita svo, sem það væri nokkurt sáttaboð, að þjóðaratkvæði yrði látið ganga um það i Sudetahéruðun- um, hvort þau skyldi sameinuð Þýskalandi, og felst því heldur engin tilslökun i þvi, af þeirra hálfu, þó að Hitler hafi nú „fall- ist á“, að slik atkvæðagreiðsla verði látin fara fram. En það hafði ekki verið búist við þvi, að þeir létu sér það nægja, að að eins þau héruð yrðu samein- uð Þýskalandi, þar sem 80 af hverjum 100 íbúum væru þýsk- ir eða krefðust sameiningar. Og þegar þess er gætt, hvernig „sjálfsákvörðunarrétti þjóð- anna“ var framfylgt gagnvart þeim af bandamönnum, eftir heimsstyrjöldina, þá var þess varla að vænta, að þeir sættu sig við það, og með því að á- kveða hundraðstöluna 80, má því, telja, að þeir mæti nú Bret- um og Frökkum vel á „miðri leið“. Hinsvegar sjást þess lítt merki, að Tékkar séu reiðubún- ir að fallast á nokkura mála- miðlun í þessu efni. Þeir vilja að svo komnu ekkert land láta af liendi, og fara að öllu svo að íáði sínu, sem þeir þykist hafa ráð Þjóðverja í hendi sér. Þeir virðast þegar liafa bælt niður óeirðirnar í Sudetahéruðunum „með harðri liendi“, og sent þangað mikið herlið. Þeir hafa „leyst upp“ og bannað stjórn- málasamtök Súdeta og jafnvel gefið fyrirskipanir um liand- töku leiðtoga þeirra. Og senni- legt er, að það sé einnig að þakka för Cliamberíains til Þýskalands, að Þjóðverjar hafa þó ekkert hafst að, sem ólijá- kvæmilega hlyti að leiða til styrjaldar. En Iiafa Þjdðverjar það ekki hinsvegar í hendi sér, að ná tak- marki sínu með öðrum hætti, en að ráðast á Tékka með her- valdi? Fregnir hafa borist um það, að þeir hafi gert ráðstafan- ir til þess að hefta alla vöru- flutninga til og frá Tékkosló- vakíu, um vatnaleiðir Þýska- lands. Og er þeim ekki hægðar- leikur, að þrengja svo að Tékk- um með þeim hætti, að þeir verði að liugsa betur ráð sitt, áður en öll sund lokist og til ófriðar þurfi að koma? Nytt málverk eftir Jön Stefánsson. Kliöfn. FÚ. Jón Stefánsson málari hefir dvalið í Danmörku að undan- förnu og hefir lagt seinustu hönd á nýtt og mikið málverk frá Islandi. Myndin er 4 metrar á lengd og þrír metrar á hæð og er gerð fyrir hinn mikla gilda- skála „Frascati“ við Ráðhús- torgið, en forstjóri gildaskálans leitaði til listmálara á Norður- löndum, nema Finnlanndi, eins frá hverju landi, til þess að mála myndir af fólki, sem situr við morgunverð undir beru lofti, í fögru umhverfi. Hinir málar- arnir, seni leitað var til, voru Per Krog, Noregi, Isak Grun- wald prófessor, Sviþjóð og Mog- ens Lorentzen, Danmörku. Myndirnar eru allar jafn stór- ar. Þær verða hengdar upp á veggi gildaskálans, en í miðj- unni verður höggmynd eftir finskan myndhöggvara. Málverk Jóns Stefánssonar var afhjúpað þ. 13. september. Það er af ferðamannahóp í án- ingarstað og eru fjöll í baksýn. Slys á Akureyri. SíSastliSinn föstudag vildi þaÖ slys til á Akureyri, þegar flutninga- skipiÖ Hop var aÖ afferma kol, aÖ Ludvig Brun, verkamaður, varÖ fyr ir kolakassa, er dreginn var eftir bryggjunni. Féll maÖurinn út af bryggjunni, og niður í bát, er þar lá. Lenti hann á þóftu, og brotnaði hún. Maðurinn siðubrotnaði, en meiðslin eru ekki talin hættuleg. (F.Ú.). Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur hlutaveltu seint í þessum mánuði, og biður vinsamlegast fé- lagskonur að koma munum þeim, sem þær ætla að gefa, á skrifstofu Slysavarnafél. eða til nefndarinnar, helst fyrir næstk. fimtudag. >- YiDáttasamDiogar Rússa og Frakka flr sðgaDni. - -- Ræðor Hodza og Massolini EINKASKEYTI TIL VfSIS. London í morgun. Frönsku ráðheiTarnir Daladier og Bonnet héldu heim- Ieiðis með flugvél frá London í morgun, en í gær höfðu þeir setið á fundum með bresku ráðherrunum mestallan daginn, og er talið að náðst hafi samkomulag um tillögur til lausnar deilunni í Tékkóslóvakíu. Breska ráðuneytið kom saman á fund kl. 11 f. h. í dag til þess að ræða tillögur þessar, en þótt engin opinber tilkynning hafi verið gefin út um innihald þeirra er talið víst að þær muni ganga í þá átt að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli látin fram fara í Tékkóslóvakíu og þau héruð þar sem Sudeten-Þjóðverjar séu í algerum meiri- hluta skulu sameinuð Þýskalandi. Önnur héruð þar sem Súdetar fá helming atkvæða skulu fá sjálfstjórnarfyrirkomulag innan j hins tékkneska lýðveldis. Þegar úr því hefir þannig verið skorið með þjóðaratkvæði hver er vilji hinna einstöku héraða í þessu efni, skuli Bretland, Frakkland, Þýskaland og ef til vill Italía vernda og ábyrgjast Iandamæri Tékkóslóvakíu eins og þau verða ákveðin, þannig að engin breyting verði á þeim gjör. Tillögur þessar munu vera því skilyrði háðar að stjórnin í Prag fallist á þær, en almennt er talið mjög ósennilegt að stjórnin muni gera það og virðist ræða sú, sem Hodza for- sætisráðherra Tékkóslóvakíu hélt í gær styrkja það álit manna. Hodza lýsti yfir því í ræðu sinni í gær, að tékluieska stjórnin myndi ekki geta fallist á þá lausn deilunnar, að Sudeta- héruðin yrðu afhent Þjóðverj- um og hvatti menn til þess að vera við öllu búnir, ef til átaka þyrfti að koma. Fullyrti hann í ræðu sinni, að þjóðaratkvæði myndi ekki verða látið fram fara, enda væri það vitað, að Henlein hefði að baki sér al- gerðan minnihluta Sudeten- Þjóðverja, en sá minnluti hefði hafið uppreist gegn ríkisvald- inu, sem myndi verða bæld nið- ur, enda hefði tékkneska stjórn- in þegar gert ráðstafanir til þess eins og henni bæri skylda til. Ef svo skyldi fara, að tillög- ur Breta og Frakka næði fram að ganga, er talið sennilegt, að slik samvinna milli Þjóðverja og þessara tveggja þjóða, sem ráð er fyrir gert í tillögunum, muni leiða til þess, að vináttu- samningum Tékka og Rússa yrði slitið, en það myndi hafa viðtækar afleiðingar fyrir inn- byrðis afstöðu Mið-Evrópuríkj- anna og leiða til einangrunar Rússlands og draga úr áhrifum þess í stjórnmálum álfunnar. Mussolini hélt ræðu sína í gær í Triest, þá sem getið hefir verið um i skeytum undanfarið. Lýsti hann yfir því, að hann liti svo á, að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði fram að fara í Tékkosló- vakíu, þar sem öllum þjóðernis- minnihlutum yrði gefinn kostur á að ákveða hvort þeir vildu framvegis lúta tékkneskum lög- um eða hverfa undir yfirráð annara rikja, en Pólland og Ungverjaland hefðu þegar kraf- ist þess, að Pólverjum og Ung- verjum í Tékkoslóvakiu verði gefinn kostur á að greiða at- kvæði x þessu efni á sama hátt aðeiiss Loftur, og Sudeten-Þjóðverjum. Sagði Mussolini, að ef ekki yrði tekin skjót ákvörðun í þessu efni, myndi það geta haft hinar al- varlegustu afleiðingai', enda hefði Cliamberlain sýnt það, að liann teldi alls við þurfa til þess að bjarga friðinum í álfunni. Mussolini lýsti að lokum yfir þvi, að Ítalía hefði þegar á- kveðið hvaða afstöðu hún myndi taka, ef til styrjaldar kæmi, og það væri öllum heim- inum ljóst að hún myndi standa við hlið Þjóðverja i ófriði. United Press. Flugskilyrdi landflugvéla. Margir flugvellir á leiðinni til Akureyrar. Agnar Kofoed-Hensen flug- stjóri og Bei’gur Gíslason, full- trúi frá Reykjavík, hafa verið að leita flugvalla á leiðinni til Alcureyrar og skýra þeir svo frá för sinni norður: Við flugum frá Reykjavik um liádegi 15. sept. í landflugvél þeirri, er ríkisstjórn Islands og Flugmálafélagið keyptu í sum- ar af þýska svifflugleiðangrin- um. Skyldum við leita að flug- völlum á landleiðinni frá Reykjavík til Akureyrar, sam- kvæmt ósk samgöngumálaráð- herra. Við flugum yfir þjóðveg- unum, lenlum fyrst á Hvann- eyri, þá á Miðfjarðarbökkum, Stóru-Giljá, Flötum skamt fyrir vestan Blönduós, Gumisteins- stöðum i Langadal, Löngumýri, Víðivöllum við Stokkhólma og á tveim öðrum stöðum í sömu sveit. Eftir þriggja stunda flug Ientum við á túni Jakobs Karls- sonar við Akureyri. — Næsta dag var flugvallarannsóknunum haldið áfram í Skagafirði. Var lent á Víðivöllum, tveim öðrum stöðum nálægt Vallanesi, þá á Reynistað, Sauðárkróki og Hól- „PASSO ROMANO“. Þegar Mussolini kom í heimsókn til Berlínar og sá göngulag þýska hersins, varð hann svo hrifinn, að hann ákvað að láta italska herinn taka upp nýtt göngulag, sem hann síðar kall- aði „Passo Romano“. Hér á myndinni sést hann sjálfur beitá slíku göngulagi hermönnunum til fyrinnyndar. Golfmeistaramótið: Melgi Eipíksson sigradi Hallgrím Fr. Mallgpíms- son og liélt íslandsmeist aranaf’nbótinni. Golfmeistarakeppninni lauk í gær og fóru svo leikar í meist- araflokki, að Helgi Eiríksson vann Hallgrím Fr. Hallgríms- son eftir langa og stranga við- ureign. Leikur þeirra liófst ld. 9% árdegis og stóð til hádegis, en um í Hjaltadah Þaðan var flog- ið yfir Heljardalsheiði að Grund í Svarfaðardal, loks lent á ein- um stað i Skíðadal og síðan haldið til Akureyrar. — Að fenginni vissu fyrir þessum lendingastöðum , gerðum við þeim aðvart, Birni Eiríkssyni, flugmanni, og Albert Jóhanns- syni, sem er einn af eigendum flugvélarinnar Blue-Bird og hvöttum þá til þess að fljúga sömu leið. Komu þeir til Akur- eyrar á laugardag eftir tveggja stunda flug, en höfðu hvergi lent. Áður en þeir komu, höfð- um við einnig rannsakað flug- vallaskilyrði í Eyjafirði, lentum á Grund, Melgerðismelum og Möðruvöllum. Að þvi loknu var flogið yfir Akureyri í 3.800 mtr. hæð. — Flugvallaleit þessi er áframhald af rannsóknum, sem gerðar hafa verið sunnanlands, en þar hefir verið lent á átta stöðum á Rangái’völlum og Landeyjum. Einnig hefir verið flogið yfir Vestmannaeyjum, en þar hefir ekki verið hægt að lenda. (FÚ). liófst aftur að nýju kl. 1V2, e. h. og lauk honurn um kl. 4 síðd. Kepnin var 36 liolu kepni, en er 33 var náð var Helgi 4 hol- um á undan og hætti þá leikur- inn, með þvi að útséð var um úrslit hans. Þær Herdís Guðmundsdóttir og Jólianna Pétursdóttir keptu einnig til úrslita og sigraði Her- dís þannig, að liún var 9 holum á undan og 8 voru eftir, en þetta var einnig 36 holu képni. Veður var mjög slæmt, rign- ing og hvassviði'i, og mun það bæði hafa háð lceppendunum nokkuð, þótt leikur þeirra væri ágætur, en einnig dró veðrið úr allri aðsókn áhorfenda, en ef veður hefði verið sæmilegt hefði orðið margt um manninn á golfvellinum, með þvi að á- hugi fyrir þessari skemtilegu íþrótt er mjög mikill í bænum og fer vaxandi. 1. verðlaun í meistai’aflokki er silfurbikar gefinn af Levers Brothers í Port Sunlight, en 2, verðlaun áletraður silfurpen- ingur. 1. verðlaun í flokki kvenna er silfurbikar gefinn af Magnúsi Kjaran, en 2. verðlaun áleti’aður silfurpeningur. í 1. flokki karla fór fram meistarakepni á laugardag, en þar keptu til úrslita Sigurður Jónsson og Ólafur Gíslason og sigi’aði Sigurður. Verðlaun í 1. fl. eru áletraðir silfurpeningar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.