Vísir - 27.09.1938, Page 2

Vísir - 27.09.1938, Page 2
V I S í R I DAGBLAB Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. ' Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hvernig erum vér staddir? E'lestar þjóðir í Evrópu her- 1 væðast og búa sig undir styrjöld. Eftir viku getur hafist. ógurlegasti hildarleikur, sem heimurinn hefir nokkurntima séð. Enginn getur spáð um það hvaða straumhvörfum nýr ó- friður muni valda í verslun og viðskiftum milli þjóðanna. Þótt svona horfi, stoðar ekki að æðrast. Fyrir íslensku þjóð- ina er ekki annað að gera en að taka með stillingu og karl- mensku því sem að höndum ber. Þeim verður aldrei ráða- fáft, sem ekki láta hugfallast. Það er óþarfi fyrir almenning að fara nú þegar að gera ráð fyrir því að skortur verði hér á ýmsum lífsnauðsynjum, ef ófriður skellur á. Matvælafram- leiðsla í landinu er mikil og engin ástæða til að ætla, að ekki náist í mjölvöru, kaffi, sykur og aðrar nauðsynjar, sem flytja þarf frá útlöndum. Menn eiga því að sýna fulla stillingu. en ekki hræðslu og staðfestu- leysi, með því að viða að sér matvælum í stórum stíl eins og hungursneyð væri yfirvofandi. Menn verða að gæta þess, að þær matvælabirgðir sem til eru í Iandinu eru ætlaðar öMum landsmönnum og það getm’ valdið skorti í svipinn, ef marg- ir taka upp þá aðferð, sem telj- ast verður óliæfa eins og sakir standa, að safna að sér matar- birgðum, meira en góðu hófi gegnir. Þjóðin er eins og skip- verjar á sömu skútunni. Eitt verður yfir hana alla að ganga. Það sem þjóðinni er mest nauðsyn, ef til styrjaldar kem- ur, er að geta notið forystu og reynslu sinna bestu manna. Henni er nauðsyn að þjóðar- hagsmunir séu settir ofar flokkshagsmunum. Henni er nauðsyn að samviskusemi og víðsýni komi í slað þröngsýni og eiginliagsmunastreitu, sem nú á sér stað í mörgum grein- um ríkisrekstursins. Einokun- ar og rikisrekstrarhugmyndir sósíalismans hafa sýrt allan hugsunarhátt ráðandi manna í stjórnarflokkunum, svo að nú eru allar pólitískar fram- kvæmdir miðaðar við sívaxandi afskifti og yfirráð liins opinbera í öllum greinum. En liið liættulegasta er þó það, að til að stjórna hinum pólitísku stofnunum eru oft settir menn sem ekki eru störf- unum vaxnir, eða slikir þver- brestir eru á dagfari þeirra og háttum, að valda mundi al- þjóðarhneyksli ef borið væri fram i dagsljósið. Fyrir slílca menn er eklci liolt að temja sér óbilgirni og frekju í skjóli hins pólitiska meirihlutavalds. Það verður ekki þolað til lengdar. Það leikur ekki á tveim tung- um, að þjóðin er illa búin undir Evrópu-styrjöld. En örðugast er þó landsmönnum, ef þeir eiga að taka á móti öllum erf- iðleikum, sem slyrjöld flytur í kjölfari sínu, undir handleiðslu þeirra mánna, sem nú fara með stjórn. Hinn reynslulausi fjiár- málaráðherra landsins hefir stýrt og stýrir enn fjármálum og viðskiftum þjóðarinnar í átlina til fullkomins öngþveit- is. Ástandið í þessum málum hefir farið versnandi undan- farin ár og það fer enn versn- andi ef haldið er áfram á sömu braut. Stjórnin á fjármálunum undanfarin þrjú ár hefir verið þjóðinni dýr. En þjóðinni er óhætt að hiðja forsjónina ásjár ef liinn sami fjármálaráðherra lá að leiða hana á styrjaldar- tímum. Það yrði vonlítil bar- átta. Flýtti sép í dönskutíma - - ók á mann. Rélt eftir liádegisbilið í gær ók unglingspiltur á hjólliesti á aldraðan mann á móts við húsið Túngötu 3 og skrámaðist niað- urinn á höfði og fékk heila- hristing. Valtýr Albertsson, læknir, hefir lækningastofu sína í liúsinu nr. 3 og var maðurinn, Guðm. Ólafsson, Bárugötu 33, fluttur þangað fyrst. Pilturinn, sem ók á manninn, er 14 ára gamall og sagði hann sjónarvottum að slysinu, hvað hann liéti og hvar liann átti heima, en þeir gleymdu því. Var drengurinn á leið í dönskutíma, var orðinn nokkuð seinn fyrir og var að flýta sér. Leit hann til hliðar rétt sem snöggvast á leið niður brekkuna, en er hann leit við aftur var maðurinn kominn út á götuna svo nærri honum, að ekki var hægt að forðast árekstur. íKKliskapDlÉar Mrn. Mikill fjöldi var samankom- inn á íþróttavellinum á sunnud. til þess að sjá afmæliskappleika Víkings við K. R. (Old Boys) og Val. — Kl. 2 hófst leikurinn milli „old boys-flokka“ Víkings og K. R. og var kept í 15 mín. á hvort mark. Lauk leiknum með jafntefli, 2:2. — Voru margir þessara „gömlu drengja‘“ hinir knáustu ennþá, en aðrir voru farnir að hlaupa í spik og stirðna og var óspart ldegið að þeim og hinum skringilegu til- hurðum þeirra. Síðara leiknum lauk með sigri Vals, 2:1 og áttu þó Vík- ingar mjög mikið í leiknum. Vantaði þá þó ýmsa bestu menn sína, svo sem Gunnar Hannes- son, Hauk Óskarsson og Ólaf Jónsson. Val vantaði Hermann, Frímann og Guðm. Sigurðsson. Fyrra hálfleik áttu Víkingar undan vindi að sækja en tókst ekki að setja mark í þeim hálf- leik. Selti Ingólfur Isebarn markið fyrir Vikinga, er hann hafði sótt fram með knöttinn upp að markinu. Annan laugardag halda Vik- ingar upp á afmæli félags síns með hófi að Hótel Borg. aðelbs LoftuPr Chambeplain reynir eim að miðla málum. — Ekki öll sund lokuð til friósamlegpap lausnar þótt útlitið sé ískyggilegt. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Chamberlain hefir gert enn þá eina tilraun til þess að bjarga friðinum í álfunni með því að gefa út yfirlýsingu kl. 12 y2 í nótt í tilefni af ræðu Hitlers. í yfirlýsingu sinni leggur Chamberlain áherslu á það, að England og Frakkland muni líta á það sem siðferðilega skyldu sína að vernda og hrinda í fram- kvæmd tillögum þeirra um lausn deilanna í Tékkósló- vakíu, þannig að fullnægjandi en friðsamleg lausn ná- ist á þeim. Til þess að svo megi verða, án þess að til alvarlegra árekstra komi, verði Þýskaland að fallast á tillögurnar og þau skilyrði að landamærunum verði breytt samkvæmt friðsamlegum samningaleiðum, en ekki með ofbeldi. Chamberlain lýsti yfir því, að hann myndi ekki hætta við tilraunir sínar til þess að finna friðsamlega lausn deilanna, enda væri það ótrúlegt og óskiljanlegt, að Evrópuþjóðirnar, sem allar þráðu frið innbyrðis, færu að ráðast í blóðuga styrj- öld til þess eins að jafna deilumál, sem unt væri að leysa á annan og betri hátt, og þegar hefði náðst samkomulag um í öllum meginatriðum. í ræðu sinni í gær lýsti Hitler yfir því að krafa um innlimun Súdetahéraðanna í hið þýska ríki væri síðasta krafa til landa, sem Þjóðverjar myndu gera innan Evrópu, en innlimun þess- ara héraða skyldi ná fram að ganga, og Benes, forseti Tékkó- slóvakíu, hefði nú aðeins um það tvent að velja, að slaka til gagnvart kröfum Þjóðverja og treysta þannig friðinn í álfunni, eða þá að styrjöld brytist út fyrir aðgerðir hans. Morgunblöðin í Englandi taka ræðu Hitlers til athugunar og eru á einu máli um það, að Hitler hafi ekki með ræðu sinni lokað öllum sundum til frið- samlegrar lausnar þessara vandamála né áframhaldandi samninga um þau, en hinsvegar liafi ræðan ekki aukið á þær vonir manna að friðsamleg lausn myndi takast. London Daily Herald kemst svo að orði, að nú standi Ev- rópa á glötunarbarmi og ömur- legur harmleikur hlasi við aug- um. Til þess að bjarga friðinum í álfunni séu aðeins fjórir dagar til umráða, en úr því fái styrj- öldin tímann i sina þjónustu. Upp úr samningaumleitunum, sem bíða kynnu til friðarins sé að nokkru leyti slitnað, en á allri stjórnmálavisku þurfi nú á að halda, til þess að koma í veg fyrir að ófriður brjótist út, ef unt sé ennþá að koma í veg fyrir það með því að tryggja réttlæti og heiður allra aðila. Tímes leggur hinsvegar á- lierslu á það, að ef svo skyldi til takast að ófriður hrytist út inn- an Evrópu, þá verði eklci unt að skella sökinni á Benes heldur sé þar Hitler einum um að kenna. Breska ráðuneytið situr stöð- EINKASKEYTI TIL VÍSIS London, kl. 11.30. Samkvæmt opinberri til- kynningu flytur Chamberlain ræðu í kvöld kl. 8 (enskur tími) í fundarsal ríkisstjórnT arinnar og verður ræðunni útvarpað. Frá París er símað að for- vextir hafi verið hækkaðir ( um 3% frá og með deginum í dag að telja. United Press. ugt ó fundum, en æsingar all- miklar eru rikjandi meðal al- mennings út af þessum málum. Hefir einkum borið á því í grend við Downing Street, en lögreglan hefir skakkað leikirm og haldið uppi fullri reglu. United Press. Uppskera l SvfþjöP. Samkvæmt nýbirtum skýrslum sænsku Hagstofunnar er búist við að hveitiuppskeran í Svi- þjóð verði meiri í ár en nokk- uru sinni, eða 690.000 smál., en hún var 579.000 smál. í fyrra. Uppskera af vetrarrúgi verður að líkindum 10.000 smál. minni, en heyafli um 5.950.000 smál., eða 100.000 smál. minni en í Hertogafrúin af Atholl situr á þingi, sem fulltrúi fyr- ir íhaldsflolckinn breslca, og er mjög áhrifamikil innan floklcs síns og á þingi. Frúin er mjög andstæð undanlátsstefnu Chamberlains, og vítti m. a. þá linlcend hans, aö þola þaö aö þýskar fallbyssur ógnuöu frá ströndum Algier hinu fræga vígi Gíbraltar. Mermirnir, sem heimurinn horfir á. CHAMBERLAIN. HITLER. Skotgrafir í skemti- görðum í London. EINKASKEYTI TIL YlSIS. London í morgun. Unnið er kappsamlega að því í Englandi að gera ýmsar öryggisráðstafanir til verndar borgurunum gegn yfirvofandi ófriði. Hefir gasgrímum verið út- hlutað um alt landið og loftvarnarsveitum hefir verið skipað að hverfa til stöðva sinna, en eins og getið hefir verið um í skeytum hér í blaðinu haf a virki með strönd- um landsins verið mjög treyst að undanförnu og nýjar loftvarnarbyssur verið teknar í notkun, sem þykja taka öllum slíkum byssum fram á margan hátt. í London hefir verið unnið að því, af hinu mesta kappi í alla nótt, að grafa skotgrafir í skemtigörðum borgarinnar, hlaða upp sandpokagarða, byggingum til verndar, en gasgrímum hefir verið úthlutað um alla borgina og almenningi kend notkun þeirra. United Press. Prjónlessýningin í Reykjavík. í ráði er að stofna til al- mennrar sýningar í Reykjavík á íslensku prjónlesi og bandi um mánaðamótin nóvember og desember næstkomandi. Hefir ríkisstjórn íslands og Samhand heimilisiðnaðarfélag- anna heitið nokkurum f járstyrk til hennar. Tilgangur sýningar þessarar er að fá stofn til fyrirmynda fyrir ákvæðisvöru í prjónlesi, handunnu og vélunnu, af þeim vörutegundum, sem hér segir: Sokkum, vetlingum, peysum, vestum, smásjölum, treflum, nærfatnaði o. fl. Er óskað, að sýningarmun- irnir séu í algengum stærðum og helst að hver tegund sé í þrem stærðum. Gott væri, að söjmu litbrigðí og prjón væri t. d. á kvenbelgvetlingi og smá- trefli eða þríhyrnu, karlmanns- skíðapeysu, sokkum og belg- vetlingum o. s. frv. Þó eru auð- vitað einstakir hlutir af þessum tegundum kærkomnir. Ennfremur er óskað eftir mismunandi smágerðu og grófu þelbandi, og lireinu tog- bandi, rokkspunnu og vél- spunnu, í sauðalitum og jurta- litum. Hverjum prjónuðum sýning- armun skal fylgja liönk af bandinu í honum og lckið fram, livort hann er hand- eða vél- unninn, eða ef hvorttveggja, þá að hve miklu leyti. Þá skal og tekið fram lykkjufjöldi filjar, stærð prjóna, söluverð hlutar- ins, nafn vinnanda og heimilis- fang. Burðargjald þeirra muna, sem ekki seljast, vcrður endur- greitt. Munirnir eru vátrygðir frá þeim degi, sem þeir eru settir í póstinn. Sýningarmunirnir þurfa að vera komnir til Reykjavíkur f síðasta Iagi um 20. nóvember. Utagáskrift Prjónlessýningin í Reykjavík 1938. Anna Ásmundsdóttir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.