Vísir - 08.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 08.10.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Friður fyrir öllu! ITndanfarnar vikur má heita, ^ að ekki hafi verið um ann- að rætt í heiminum en deiluna um Tékkóslóvakiu. Styrj- aldarinnar á Spáni og í Kína voru svo að segja gleymdar. Nú eru forlög Tékkóslóvakíu ákveðin og umræðumar um þá deilu í þann veginn að falla niður. Málið er „tekið út af dag- skrá“ og lieimurinn búinn að gleyma því láður en varir. Þáð hefir að sjálfsögðu vakið almennan fögnuð um öll lönd, að því varð afstýrt, að styrjöld risi út af þessari deilu. Og mest- ur er að sjálfsögðu fögnuður- inn í þeim löndum, sem mesta ófriðarhættan vofði yfir. Er jafnvel ekki vafamál, að það muni einnig eiga við um Tékkó- slóvakíu sjálfa, öðrum þræði að minsta kosti, svo mjög sem hún á þó um sárt að binda, sökum þeirra hörðu kosta, er hún hef- jr orðið að sætta sig við, tiP þess að ófriðnum yrði afstýrt. En það er augljóst, að þeim þjóðum öðrum, sem helst bar skylda til að gæta hagsmuna hennar, hef- ir þótt friðurinn vera fyrir öllu. Afskifti Breta og Frakka af þessari deilu hafa hlotið nokkuð misjafna dóma, og jafnvel með- al þeirra þjóða sjálfra. Það er þó ekki liægt að áfellast þá fyr- ir það, að þeir vildu unna Sú- detahéruðunum í Tékkóslóvak- íu að sameinast Þýskalandi. En það liafði verið búist við því, að atkvæða íbúanna yrði leitað um sameininguna. Og svo var sagt, að þeir Chamherlain og Hitler hefðu komið sér saman um það í fyrstu. En eftir aðra viðræðu þeirra, skýrirChamber- lain frá því í breska þinginu, að Hitler hefði alveg gengið á bak þeirra orða sinna, og kvaðst hann hafa spurt liann um það. hvað nú væri orðið um „sjálfs- ákvörðunarréttinn“ sem þeir hefðu rætt um áður. En Hitler hefði svarað því einu, að hann liefði ekki búist við þvi, að sam- komulag næðist á þeim grund- velli. Og nú hefði hann gert nýjar kröfur, sem ekki hefðu verið orðaðar áður og strikað alveg yfir sjálfsákvörðunarrétt- inn! Og í þessu sambandi Iét Chamberlain svo um mælt, aðef sýnt þætti, „að einhver þjóð hefði sett sér það markmið. að verða einnáð í heiminum í krafti óttans, mundum vér ekki telja lífið þess vert að lifa þvi, án þess að berjast fyrir því, sem oss er dýrmætast“! — En nú þykir mörgum sem Bretar og Frakkar hafi að lokum tekið þann kostinn, að reyna að „lifa lífinu“ við þessi skilyrði, fremur en að berjast. Þeð verður ekki betur séð, en að Þjóðverjar hafi fengið fram- gengt þeim „úrslitakostum“, sem Hitler bar fram á síðara fundi þeirra Chamberlains, í Godesberg, og þá voru taldir með öllu óaðgengilegir. Þeir voru í aðalatriðum þannig, að án þjóðaratkvæðis skyldu þau af Súdetahéruðunum sameinast Þýskalandi, þar sem fleiri en 150 af hverjum 100 íbúum væri þýskir, og skyldi farið um það eftir manntali frá 1919. í Mun- chen var samið um, að „al- þjóðanefnd“ skyldi ákveða um það, hvar atkvæðagreiðsla yrði látín fara fram um sameining- una, utan þeirra fjögra héraða, sem þegar var ákveðið að af- henda Þjóðverjum án atkvæða- greiðslu. Og nú hefir þessi „al- þjóðanefnd“ gert þá breytingu eina á þessu, að lagt skuli til grundvallar manntal, sem tekið var meðan öll þessi héruð lutu Austurríki, eða 1910, í stað manntalsins frá 1919. Og af því liefir leitt, að Tékkóslóvalda verður að láta af hendi héruð þar sem alt að 99 af hverjum 100 íbúum eru Tékkar! Og um „sjálfsákvörðunarrétt“ íbúanna spyr enginn. Forsætisráðherrar Breta og Frakka liafa verið „liyltir“ af þjóðum sínum fyrir það að af- stýra yfirvofandi styrjöld. Og þeir eru nú fastari í sessi en þeir liafa nokkuru sinni verið áður. Það er að sjálfsögðu fyrst og fremst fyrir þá sök, að þjóðir þeirra hafa talið það mest um vert, að komast lijá styrjöld. Friðurinn liefir verið þeim fyrir öllu. Og í þvi efni er vafalaust flestum þjóðum líkt farið — Þegar á reynir er það svo fátt, sein gerir „lífið ekki þess vert að lifa þvi“. Og það er, eins og svo vel hefir verið komist að orði í öðru sambandi: mannlegt að vísu, þó að ekki sé það mik- ilmannlegt. Þfsknr sendikennari Tlð háskólann í vetnr Þýski sendikennarinn Wolf- Bottkay byrjar fyrirlestra við Háskólann í næstu viku og er efni þeirra „mállýskur og rit- mál í Þýskalandi“. Lýsir hann einlcennum mállýskanna og sambandi þeirra við ritmálið. Hann kennir og stúdentum þýsku. Wolf-Rottkay stundaði nám við háskólann í Greifswald og hóf þar íslenskunám hjá dr. Eið Kvaran. 1 doktorsritgerð sinni lýsir Wolf-Rottkay hinu óslitna sambandi fornmálsins íslenska og nútímainálsins og meðvitund íslenskra rithöfunda á síðari öldum um það, eins og hún birt- ist í nútímabókmentum. Meðan Wolf-Rottkay hafði verk þetta í undirbúningi, dvaldist hann 3 sumur hér á landi. TOGARASKIPSTJÓRI D Æ M D U R. Þ .31. mrs s.l. tók varðskipið Ægir (skst. Jóh. P. Jónss).) tog- arann Seddon frá Grimsby að veiðum í landhelgi, í Garðsjó. Var skipstjórinn dæmdur í lög- reglurétti Reykjavíkur í 20.200 kr. sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt. Skipstjórinn, Fr. Rippin, áfrýjaði dóminum. Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í gær og var skipstjór- inn dæmdur í 21 þúsund króna sekt. auk kostnaðar. Sveinbjöm Jónsson hrm. var sækjandi málsins, en verjandi Theodór i Línídal. Blum hveturtil náinnar sam- Leou vinnu við Rússa. Heimsfriöurinn verður aldrei trygður með öðru móti EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. T alið er í París, að franska stjórnin muni þurfa að glíma við mikla erfiðleika á næstu mánuðum, meðal annars vegna þess að ávalt verða kröfurnar háværari um það, að megináhersla verði lögð á vinfengi við Rússa. Leon Blum ritar grein í gær í blað sitt „Popu- laire“ og krefst þess þar, að samningarnir við Rússa verði haldnir, og þeir auknir og endurbættir frá því, sem nú er, þannig, að algerð samvinna verði tekin upp milli þessara þjóða, í því augnamiði að tryggja heims- friðinn. Heldur Blum því fram, að aldrei muni takast að tryggja friðinn til fulls, nema því að eins að Rússar standi við hlið annara Evrópuþjóða í þeim málum, og átelur harðlega, að gengið hafi verið fram hjá þeim í samningunum í Miinchen. Hvetur hann til þess að Frakkar taki nú algera stefnubreytingu í þessum mál- um, til þess að treysta vinfengi sitt við Rússa. Ýms blöð átelja frönsku stjórnina einnig harðlega fyrir und- anlátssemi sína við Þjóðverja, og telja einnig að alþjóðanefnd, sem skipuð var til þess að hafa umsjón með afhendingu Súdet- en héraðanna, hafi gengið lengra í þessu efni en verjandi sé, þar sem ýms héraðanna hafi verið afhent Þjóðverjum án þess að atkvæðagreiðsla hafi verið látin þar fram fara eins og upp- haflega hafi verið ætlast til. United Press. Stórráfl fascistaflokksins ræflir ntanrfkismálin. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Stórráð fasistaflokksins kom saman að nýju í gærkveldi, en fyrir fundinum lá að ganga frá lagasetningu um kjör fasistafélaganna víðs- vegar um landið á fulltrúum, sem taka skulu sæti á þjóðfulltrúaþingi, sem sett verður á laggirnar. Fær þing þetta ráðgefandi vald í ýmsum málum, einkum þeim, sem varða störf og skipulagningu fasistaflokksins á Ítalíu. Stórráð fasistaflokksins mun halda fundum sínum áfram í dag, og verður aðallega rætt um utanríkismál, og hjn breyttu viðhorf innan álfunnar vegna þess sam- komulags, sem náðist um deilumálin í Miinchen. Er bú- ist við að stórráðið taki ákvarðanir viðvíkjandi Spánar- málunum, sérstaklega viðvíkjandi þeim ráðstöfunum sem gera þarf vegna héimflutnings sjálfboðaliðanna og framkvæmd bresk-ítalska samningsins. Hafa þeir Perth lávarður, sendiherra Breta í Rómaborg og Ciano greifi, utanríkismálaráðherra ítala, rætt þessi mál að undanförnu. United Press. Hr lorinoji Slivika ekki i sam- I*jódverjai» veita Typkjum lán til eflingap idnadi og vígbúnadi. EINKASKEYTI TIL VfSIS. London, í morgun. Frá Angora kemur sú fregn, að opinber tilkynn- ing hafi verið gefin út um það í Tyrklandi, að náðst hafi samkomulag milli Tyrkja og Þjóð- verja um mikilvæg viðskiftamál, og hafi Þjóðverjar gengið inn á að lána Tyrkjum alt að 150 miljónum rík- ismarka, í því augnamiði, að endurskipuleggja tyrk- neskan iðnað og vígbúnað. Talið er að samkomulag þetta hafi mikla þýðingu, einkum með tilliti til þess, að Bretar höf ðu lánað Tyrkj- um 10 miljónir sterlingspunda nú fyrir nokkuru í sama augnamiði. Er talið að lán þetta sé af Þjóðverja hálfu veitt til þess að auka áhrif sín í Litlu-Asíu, en þeirra hefir ékki gætt verulega frá því á heimsstyrjaldarár- unum, er Tyrkir börðust með Þjóðverjum. Fregnir frá Varsjá herma, að samkomulagið milli Tékka og Slóvaka sé enganveginn endan- legt og í Budapest er því haldið fram, að ákvarðanir for- ustumanna Slóvaka sé alls eklci í samræmi við vilja almennings, því Slóvakar vilja sameinast Ungverjalandi 'en njóta þó ein- livers sjálfforræðis. Sirovy hershöfðingi, sem nú er bæði forsætisráðherra og for- seti Téldcóslóvakíu. hefir gefið út opinbera tilkynningu til liers- ins, þar sem hann skorar á her- inn að sætta sig við ástandið og gera skyldu sina. Gleymið ekki, segir hann, að óeirðir og upp- þot kunna að verða notuð sem átylla fyrir ílilutun annara,. ríkja, sem gætu orðið ennþáí hættulegri, heldur en það, sem nú er að gerast. Samiiingarnir milli Ungverjalands og Tékko- slóvakíu munu hefjast á morg- un, og fara fram í einhverjtí þorpi á landamærunum. Bæði i Póllandi og Ungverja- landi hefir samkomulag Tékka og Slóvaka vakið megna óá- nægju. Vilja Ungverjar að Rut- henía verði lögð til Ungverja- lands, svo að landmæri Ung- verjalands og Póllands nái sam- an. FjO. Er þessi samningur Tyrkja og Þjóðverja talinn upp- haf að náinni samvinnu þessara þjóða í framtíðinni. United Press. Siys i tal- stöflinni á Vatnsenda. Kona verður fyrir há- spennuvírum, brennist á hálsi og baki, og er flutt í sjúkrahús. Klukkan um 1 varð slys í tal- stöðinni á Vatnsendahæð. Varð kona þar fyrir straum úr há- spennuvírum og misti þegar meðvitund. Lögreglunni í Reykjavík var þegar gert aðvart. Brá hún við og náði í lækni, Daníel Fjeld- sted, og fór með honum. á vett- vang. Jónas Sveinsson læknir var einnig beðinn að fara upp eftir cg kom hann þangað litlu síðar. Slysið hafði viljað þannig til, að er konan var að taka til og lireinsa, skreið hún undir grind- ur, en bak við þær var há- spennulína og stóð á tveimur skiltum á grindimii: „Há- spenna! Lífsliætta!“ Rak1 konan sig á háspennuleiðslu og misti þegar meðvitund, en raknaði allfljótt við. Við læknisskoðun kom í Ijós, að hún hafði brenst á hálsi og baki. Voru þegar gerði ráðstafanir til þess að konan væri flutt á sjúkrahús. Hún er ekki í lífshættu, og segja læknar, að hér hafi vissu- lega farið betur en á horfðist. Konan heitir Kristín Björns- dóttir og býr hjá dóttur sinni í Birkibæ við Suðurlandsbraut. Yíkingur. Afmælishátíð Víkings fer fram á Hótel Borg í kvöld og hefst kl. 7.30 mc’ð borðhaldi. Aðgöngumiðar eru seldir í suðuranddyrinu. Pantaðir seðlar eiga að sækjast fyrir ld. 4, verða annars kostar seldir öðrum. Þorsteinn iBjðrnsson, böndi, finst ðrendnr í Hafnarfirði- Þorsteinn Björnsson, bóndi í Straumfirði á Mýrum, sem áð- ur átti heirna á Hverfisgötu 33 í Hafnarfirði, fanst látinn klukkan átta í morgun á Hörðu- völlum í Hafnarfirði. Hjá hon- um fanst fjárbyssa, sem skot hafði hlaupið úr. Þorsteinn heitinn var áhuga- og dugnaðarmaður. Hann hafði um nokkur ár stundað búrekst- ur og verslun í Hafnarfirði, en s. 1. vetur keypti liann jörðina Straumfjörð á Mýrum og byrj- aði þar búskap í vor. Að því er Vísir hefir heyrt, liafði Þorsteinn heilinn áform- iað að fara með vélbát héðan heim til sín, í Straumfjörð, nú um lielgina, og liafa með sér kýr og fé, sem hann átti í Ilafn- arfirði. Þorsteinn liafði einnig til skamms tíma gert sér hinar bestu vonir um búrekstur sinn í Straumfirði, sem hann hóf af stórhug og dugnaði. En fyrir skömmu gerðist það, sem hann hafði hinar mestu áhyggjur af. Ilann átti talsverðar eignir i Hafnarfirði og voru þær seldar nýlega fyrir lágt verð, a. m. k., Jangt fyrir neðan það verð, sem liann taldi þær verðar. Krafa um sölu þessara eigna mun hafa komið frá mjólkursamlaginU, vegna ógreidds verðjöfnunar- gjalds, en eigi er hlaðinu kunn- ugt, að aðrar kröfur hafi verið gerðar um sölu eignarma. Þor- steinn sjálfur taldi, að hanri hefði verið hart leikinn í þess- um viðskiftum, bæði vegna þess, að hann leit svo á, að sér liefði eigi verið tilkynt um sölu eignanna svo sem vera bar og að slcylt hefði verið að auglýsa þær enn einn sinn áður en sala færi fram. Vísir fullyrðir að svo stöddu ekki hvort þetta liefir haft við rök að styðjast, en hitt er víst, að Þorsteinn heitinn liafði miklar áhyggjur seinustu dagana af þessu öllu og var að liugsa uin að leita aðstoðar lög- fræðinga, til þess að fá leiðrétt- ingu mála sinna, en afréð þó ekkert um það. Er það sviplegt hver orðið hafa örlög þessa dugnaðarmanns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.