Vísir - 10.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 10.10.1938, Blaðsíða 2
2 VlSIR Mánudagfinn 10. október 1938 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Heilindi. LÞÝÐ ÖBLAÐJjÐ, á laugar- daginn, er að reyna að breiða yfir ósigurinn, sem flokksmenn þess biðu í verka- mannafélaginu „Dagsbrún“ 4 fundi sem haldinn var í félag- inu daginn áður og kennir „ó- heilindum“ sjálfstæðismanna um. Dagsbrúnarfundur þessi átti fyrst og fremst að vera undir- búningsfundur undir Alþýðu- sambandsþingið, sem liáð verð- ur nú á næstunni, og lagði for- maður félagsins, Héðinn Valdi- marsson, fyrir fundinn tillögu um að skora á fulltrúa félags- ins á því þingi að beita sér fyrir því, „að Alþýðusambandinu verði í haust breytt í fag- legt samband,skipulagslega óháð pólitískum flokkum og með fullu lýðræði, þar sem allir félagsmenn hafa jafnan kosningarrétt og kjörgengi til allra trúnað- arstarfa“. Tillaga þessi var samþykt á fundinum með yfirgnæfandi meirililuta atkvæða. Af skiljan- legum ástæðum hefir Alþýðu- blaðinu þótt betur fara á því, að láta þess ógetið í frásögu sinni af fundinum hver afdrif tillög- unnar hafi orðið. En í þess stað teygir blaðið langan lopa um „bandalag“, sem myndað hafi verið milli meirihluta Dags- brúnarstjórnarinnar og „ihalds- óg nasistafélagsins Óðins“, til þess að tryggja samþykt tillög- unnar á fundinum. 1 grein á fyrstu síðu blaðsins, með fyrirsögninni: „ílialdsmenn og nasistar í opinberu banda- íagi í Dagsbrún", er sagt frá þvi, áð „nasistinn Sigurður Hall- dórsson, formaður Óðins“ hafi „ljóstrað“ því upp, að þess hefði verið farið á leit, að félagið Óð- inn sem heild „stæði með kommúnistum í átökum innan Dagsbrúnar um skipulagsbreyt- ingu á Alþýðusambandi fs- lands“, á þá leið, sem samþykt var á fundinum. Og hefði S. H. „lýst því yfir“ á fundinum, að hann hefði svarað þeirri mála- leitun á þá leið og því eina, „að hann og aðrir sjálfstæðisþenkj- andi verkamenn í Dagsbrún myndu fylgja tillögunni, enda væri krafan um fullkomið „lýð- ræði“ innan verkalýðshreyfing- arinnar runnin frá Sjálfstæðis- flokknum. Þannig er það þá vaxið, þetta hneykslanlega „bandalag í- haldsmanna og nasista” við kommúnistana í Dagsbrún, að formaður Óðins hefir tjáð er- indreka meirihluta Dagsbrúnar- stjórnarinnar „að hann og aðr- ir“ sjálfstæðismenn í félaginu myndu fylgja stefnu Sjálfstæð- isflokksins í skipulagsmálum verkalýðshreyfingarinnar. Það kann nú vel að vera, að Alþýðuflokkurinn geti með nokkurum rétti áfelst kommún- ista fyrir þessi lýðræðis-vixl- spor þeirra í skipulagsmálum verkalýðshreyfingarinnar. Og að sjálfsögðu myndu kommún- istar gjalda mjög varhuga við því, að stíga slík spor, ef það væru þeir, en ekki alþýðuflokks- mennirnir, sem hefðu yfirhönd- ina í verkalýðssamtökunum í svipinn. En jafn sjálfsagt er það, að sjálfstæðismenn liljóta að fylgja lýðræðisstefnunni jafnt i þessum málum sem öðr- um. Hinsvegar liggur það í augum uppi, að þó að skipulagi Alþýðusambandsins yrði breytt í það horf, að það yrði „óháð póli- tískumflokkum og með fullu lýðræði, þar sem allir félags- menn liafa jafnan kosningarrétt og kjörgengi til allra trúnaðar- starfa“, þá þyrftu kommúnistar engan veginn fyrir þá sök að ná yfirliöndinni í því, og síður en svo. Stjórn Alþýðusambands- ins ætti þá að verða skipuð mönnum úr öllum flokkum og enginn einn flokkur gæti haft þar yfirhöndina. Væri alþýðu- flokksmönnunum þá jafn heim- ilt að leita bandalags við sjálf- stæðismennina og kommúnist- unum. Mundi þá væntanlega hvoruga skorta til þess „heil- indi“, eða svo reyndist það að minsta kosti í Neskaupstað eft- ir bæjarstjórnarkosningarnar síðustu. En þar varð það úr að lokuin, að alþýðuflokksmenn- irnir urðu hlutskarpari. Ðrengur finst þar meðvit- undarlaus á laugardags- kveld og reiðhjól hans 1 þremur hlutum. Um kl. 6 síðastliðið laugar- dagskveld fanst drengur liggjr andi meðyitundarlaus á vega- mótum Baldursgötu og Laufás- vegar. Lá reiðhjól hans í þrem- ur lilutum á götunni. Stúlku bar þarna að og rétt á eftir Eggert Kristjánsson stór- kaupmann og ók hann með drenginn á Landspítalann. Kom í Ijós þar, að hann hafði fengið heilahristing og meiðst allmikið á höfði. Drengurinn heitir Guðjón Sigurjónsson og á heima á Bergistaðastræti 50 A. Rannsóknarlögreglan hefir slys þetta til rannsóknar. Að svo stöddu verður ekkert fullyrt um hvernig slys þetta hefir vilj- að til, en athugun á hjólinu hefir leitt í Ijós, að stýrisásinn hefir brotnað. Slysið á fatnsendahæS. Vísir átti tal við yfirhjúkrun- arkonuna á sjúkrahúsi Hvíta- bandsins í morgun og spurðist fyrir um líðan Kristínar Bjöms- dóttur, er slasaðist í talsstöðinni á Vatnsendaliæð á laugardag- inn. Kvað yfirhjúkrunarkonan líðan Kristínar vera mjög sæmilega. Hafði hún verið hita- laus í morgun. Bretar senda 5000 manna herlið til þess að bæla niðnr nppreistina í Palestinu. Breskt keplið og lögregla bepst við apabiskar piddapa- sveitir. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Margra mánaða tilraunir Breta til þess að bæla niður óeirðirnar í Palestina hafa ekki náð til- gangi sínum. Óeirðir og hermdarverk hafa færst í vöxt, þrátt fyrir sífelt auknar ráðstafanir til þess að reyna að hindra slíkt. Og seinustu tvær til þrjár vikurnar hefir verið um svo miklar uppreistartilraun- ir að ræða, að eigi verður annað séð en að óaldarflokks- mönnum aukist stöðugt fylgi, tíu komi í stað hvers eins sem handtekinn er eða fellur. Hefir lent í allstórum orustum, þar sem bresk lögregla og herlið, stutt flug- liði, hefir barist við arabískar riddarasveitir. Nú hefir breska stjórnin ákveðið að láta til skarar skríða og senda svo mikinn herafla til landsins, að allur mótþrói verði bældur niður sem fljótast. Nýlendumálaráðuneytið tilkynnir, að til viðbótar því herliði, sem nú er í Palestina, hafi verið sendir þangað 5000 hermenn, til þess að aðstoða við að bæla niður uppreistar- tilraunirnar. Hafa Bretar þar þá 20.000 manna her og 6000 vopnaða, breska lögreglumenn að auki, og hyggur Sir Charles Tagart, að þessi herafli muni nægja til þess að bæla niður upp- reistartilraunirnar og friða landið fyrir næstu jól. Gert er ráð fyrir, að herlög verði látin ganga í gildi um land alt og að ýmsar aðrar sérstakar ráðstafanir verði gerðar. Framtíðarskipulag- í Palestina er nú til íhugunar. Skýrsla Palestinanefndarinnar er brátt væntanleg. Engin fullnaðar- ákvörðun verður tekin fyrr en stjórnin hefir haft hana til at- hugunar og verða tillögur stjórnarinnar lagðar fyrir þingið, samkvæmt loforði Malcolm MacDonalds nýlendumálaráðherra, fyrir hönd stjórnarinnar. En stjórnin hefir nú, að því er United Press hefir fregnað, til alvarlegrar íhugunar tillögur stjórnar- innar í Irak um hversu friði skuli komið á í Palestina. Hefir utanríkismálaráðherra Irak, Taufik al Suwaidi, sem nú er staddur í London, samið tillögurnar. Leggur hann til, að 1) 2) 3) 4) 5) Innflutningur Gyðinga til Palestina verði stöðvaður. Stofnað verði sjálfstætt ríki í Palestina, samningsbund- ið Bretlandi. Hin breska stjórn í Palestina verði og lögð niður og innlendri stjórn komið á laggimar. Bretar ábyrgist, að allir þegnar Palestina njóti jafnréttis, að því er tekur til stjórnmála, trúarbragða og borgara- legra réttinda yfirleitt. Ráðstafanir verði teknar, sem tryggja hernaðarlega að- stöðu Breta í Palestina, með öryggi' Bretaveldis fyrir augum. United Press. Italir senda fótgöngu- lid heim frá Spánl, - en enga hernaöarsérfpæðinga eða flugmenn, London, 10. okt. — FÚ. Blað sem er málgagn stjórn- arinnar í Róm birtir í gær til- lcynningu, þar sem segir að fót- göngulið ítala, sem barist hafi á Spáni í meira en 18 mánuði, muni verða flutt heim. Því er bætt við, að þetta sé það mesta sem ítalska stjórnin fáist til að samþykkja í þeim efnum. Um flugmenn og liernaðarsérfræð- inga er ekki talað, en það er kunnugt að fjöldi ítalskra flug- manna er á Ebróvígstöðvunum. Ennfremur segir í yfirlýsing- unni, að þessi ákvörðun ítölsku stjórnarinnar sé ekki nein und- anlátssemi, heldur séu þessir menn kallaðir heim af því að Franco sé raunverulega búinn að vínna styrjöldina. Loks er frá því skýrt, að samkomulag hafi orðið um þetta milh Fran- cos og ítölsku stjórnarinnar löngu áður en fundurinn var í Múnchen. Tala þessara her- manna er 10.000. Flugvélar uppreistarmanna gerðu árásir á margar spænsk- ar borgir um helgina. 1 loftárás á Barcelona á laugardagskvöld voru 60 manns drepnir, en ekki kunnugt um manntjón í árásum sem gerðar voru í gær. Tíu flug- vélar réðust á Valencia í gær og eyðilögðu nokkurar byggingar, þær skutu einng á járnbrautar- lest. Á höfninni í Valencia kviknaði í ensku skipi „Bram- hill“ og í Barcelona kom sprengja á breskt skip. Á Ebrovígstöðvunum standa yfir miklar orustur. 300 ÁRA AFMÆLI átti málflutningsmannafélagið danska nú fyrir nokkuru, og var þess minst m. a. með samkomu í hátíðasal háskólans í Ivaup- mannahöfn. Var Kristján konungur X. viðstaddur athöfnina. Sést liann hér á myndinni er liann kom til háskólans og Óslcar Fich málflutningsmaður við hæstarétt og formaður málflutn- ingsmannafélagsins býður hann velkominn. Fimtugur Tómas Tómasson framk væmdastj óri, Tómas Tómasson framkv.stj. varð fimtugur í gær, en hann er einn af mestu athafnamönn- um þessa bæjar og brautryðj- andi á sviði ölgerðarinnar hér á landi. Hefir hann verið eig- andi og siðar forstjóri ölgerðar- innar Egill Skallagrímsson um langt skeið, og hefir hún dafn- 'að svo vel undir stjórn hans, að hún mun vera eitthvert stærsta iðnaðarfyrirtæki hér á landi. Með rekstri verksmiðjunnar liefir Tómas Tómasson sýnt það, að hér á landi munu vera hin ágætustu skilyrði til ölgerð- ar, þótt þau sé eigi að fullu not- uð vegna gildandi lagaákvæða í því efni. Tómas Tómasson er vinsæll maður hjá ölluin, sem hann þekkja. Hann er enn á léttasta skeiði og stórhuga sem fyr, og má því vænta mikilla starfa frá hans hendi í þágu þjóðfélagsins ef alt er með feldu; Fjðrleikskeppni Golfklúbbsios. Golfklúhbur íslands háði fjórleikskepni í gær, en henni hafði verið frestað, og átti hún upphaflega að fara fram hinn 18. september s.l. Fjórleiks- kepninni er þannig fyrir kom- ið að tveir og tveir leika saman, en forgjöf var veitt að þessu sinni, miðuð við æfingu kepp- enda. 32 meðlimir félagsins tóku þátt í kepninni og voru þeirra á meðal ýmsir nýliðar, sem æf- ingar hafa byrjað í sumar, en ennfremur tók Rube Arneson golfkennari félagsins þátt í kepninni, og var þetta fyrsta kepni hans hér á landi. Leikar fóru svo að fyrstu verðlaun hlutu og urðú jafnir þeir Rube Arneson og Ásgrím- ur Sigfússon, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson og Magnús Víg- Iundsson. Önnur verðlaun hlutu og urðu einnig jafnir þeir Hall- dór Hansen og Sigurður Jóns<- BOÐHLAUPSDAGURINN ER Á SUNNUDAGINN. Boðhlaupdagur Vísis og í. R. R. verður á sunnudaginn, — en allur undirbúningur er miðaður við, það, að verði ó- fært veður þann dag,þá verð- ur hlaupinu frestað til vors. Mikill áhugi er meðal alls almennings vegna þessarar nýlundu og allir, sem til hef- ir verið leitað um aðstoð eða verið boðin þátttaka, hafa fagnað því, að stofnað hefir verið til þessa dags. Þátttakendur í hlaupunum verða öll knattspyrnufélögin, svo og Háskólinn, Mentaskól- inn, Iðnskólinn, Gagnfræða- skólarnir báðir og að öllum líkindum einnig Kennara- skólinn og Verslunarskólinn. Sumir skólanna munu jafn- vel keppa í fleiri en einum aldursflokki. Auk þess fer fram knatt- spyrnukappleikur milli knatt- spyrnumanna í 1. fl. Er lekki fullráðið, hvernið leiknum verður hagað, EN HANN VERÐUR EINNIG NÝ- LUNDA HÉR 1 BÆ. Sé þeir meðtaldir, er heyja þann Ieik, verða þátttakend- ur f öllum kepnum MILLI ÁTTATÍU OG NÍUTÍU. son, Gunnlaugur Einarsson og Guido Bernhöft. Fó r kepnin ágætlega fram, og var liin ánægjulegasta, enda var veður mjög gott. Golfklúbhurinn hefir í liyggju að stofna til nýrrar kepni, þar sem tveir foringjar verða vald- ir, er kjósa sér lið, þannig að háð verði einskonar bænda- glíma, en ekki mun að fullu á- kveðið hvenær sú kepni verður látin fara fram. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 18.—24. sept (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálshólga 72 (87). Kvefsótt 114 (103). Gigtsótt 4 (3). Iðrakvef 22 (2). Kvef- lungnabólga 5 (0). Taksótt 2 (0). Skarlatssótt 2 (1). Mænu- sótt 0 (2). Ristill 0 (2). Hlaupa- bóla 4 (0). Munnangur 1 (0). Mannslát 3 (3). — Landlæknis- skrifstofan. — (FB).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.