Vísir - 13.10.1938, Síða 2

Vísir - 13.10.1938, Síða 2
VlSIR ¥»*"•** V Heriög gengin í gildi i Rutheniu. Ungverskir nppivððsiomeEn koma í höpnm yflr landðmærm myrðandi og rænand!. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Herlög eru gengin í gildi í Rutheniu, í suðaustur- hluta Tékkóslóvakíu, vegna uppivöðslu ung- verskra æsingamanna. Horfurnar hafa verið býsna alvarlegar undangengin dægur á landamærum Ungverjalands og Tékkóslóvakíu. Hafa verið miklar óeirðir á sumum stöðum og virðist orsökin sú, að ung- verskir æsingamenn vaða þar uppi og stofna til óeirða. Það eru kröfumar um, að Ungverjaland fái Rutheniu, sem valda æsingunum, enda þótt ýmsir Ungverjar sé mótfallnir því, að Ungverjar geri of víðtækar kröfur. Þeir segja, að Ungverjum sé hentast, að fá að eins þau héruð þar sem Ungverjar eru í meirihluta og vilja fara friðsamlega að öllu. En við borð hefir legið, að slitnaði með öllu upp úr samkomulagsumleitunum í Kamárno, en þar taka nokkurir Slóvakar þátt í samningaum- leitunum fyrir hönd Tékkóslóvakíu og nú einnig fulltrúar frá Rutheniu. Samkomulagsumleitanir héldu áfram í gær, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, en horfur eru ekki taldar á, að Slóvakar gangi að öllum kröfum Ungverja, enda væri með því gengið á snið við sjálfsákvörðunarréttindi Ruthena. laOfoFd Rússa um hernað- aplegan sfuduiug einskis víföí* Stadliæíiiigap Wintertons lávarös. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Winterton lávarður flutti ræðu í Horesham í gærkveldi og endurtók fyrri ummæli sín þess efnis, að Rússar hefði engin ákveðin loforð gefið um hernaðarlegan stuðning, ef ráðist hefði verið á Tékkóslóvakíu. Rússneskir herforingjar hefði ekki rætt við herstjórnina í Tékkóslóvakíu, af tveimur ástæðum: 1) Rússar hefði aðeins getað aðstoðað Tékka með því, að ráðast á Pólland. 2) Handtökur og aftökur f jölda margra rússneskra herfor- ingja hefði veikt Rússland stórkostlega mikið — og sé ekki tekið djúpt í árinni, þótt þetta sé fullyrt. United Press. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Unglingafræðslan á Isafirði. Síðastliðið vor sagði Lúðvíg Guðmundsson upp störfum, sem skólastjóri Gagnfræðaskól- ans á ísafirði og fluttist hingað til Reylcjavíkur. Hafði hann haft stjórn skólans á hendi um alllangt skeið og farist hún vel úr höndum, og báru Isfirðingar til hans fult traust sem skóla- stjói-a. Nokkru eftir að staðan losn- aði komu upp raddir um það, að Hannibal nokkur Valdimars- son hefði fullan hug á að ná í stöðuna, eh Hannibal liefir um langt skeið verið einn af mestu æsingamönnum á ísafirði, þann- ig að lítil líkindi gátu talist til, að almenningur gæti borið til hans það traust, sem skólastjóri gagnfræðaskólans ætti að hafa, ef vel væri. Annar umækjandi um stöð- una var Haraldur Leósson kennari, sem starfað hafði und- ir stjórn Lúðvígs Guðmunds- sonar, og getið sér hið besta orð og miklar vinsældir, bæði hjá bæjarbúum alment, en þó einkum nemendum þeim, sem skólann höfðu sótt. Þegar skólanefnd lcom á fund hinn 17. september sl. lágu um- sóknir þessara tveggja manna fyrir. Tveir skólanefndarmanna, þeir sira Sigurgeir Sigurðsson og Jón Auðunn Jónsson mæltu eindregið með umsókn Harald- ar Leóssonar, og lét Jón Auð- unn bóka mótmæli sin gegn þvi, að komið gæti til mála að veita Hannibal stöðuna, með þvi að ahnenningur treysti honum ekki, enda væri það svo, að margir drægju það á langinn, að innrita börn sin i skólann, þar til séð yrði hver umsækjanda myndi verða settur skólastjóri. Socialistarnir drógu það ekki i efa, að Hannibal hefði ekki traust almennings, vegna póli- tískra afskifta hans og æsinga- starfsemi, en gátu þess hinsveg- ar, að hann myndi liætta póli- tískum afskiftum, ef hann fengi stöðuna. Hannibal hefir verið um nokkurt skeið ritstjóri Skut- uls, og ált sæti i bæjarstjórn á vegum socialista og töldu full- trúar þeirra í skólanefndinni, að hann myndi láta af ritstjórninni strax er staðan væri fengin, en ekkert létu þeir uppi um það, hvort hann myndi láta af störf- um í bæjarstjórninni. Þegar málið kom fræðslu- málastjórninni í hendur leit liún í náð til Hannibals og setti hann skólastjóra, án þess að taka tillit til kunnáttu hans eða fyrri starfa, og mat að engu unnin störf Haraldar Leósson- ar í þágu skólans. Hannibal hefir nú látið af rit- stjórn Skutuls og hefir hún ver- ið fengin Guðmundi pófessor Hagalin i hendur, og nú á Hannibal að hafa fengið frið- þægingu fyrri synda, vegna póli- tískra afskifta hans, með ráð- stöfun þessari. Ekkert hefir þó um það frétst að Hannibal hafi dregið sig i lilé að öðru leyti og mun hann skipa sæti sitt í bæjarstjórn sem fyr óátalið af flokksmönnum sínum. Annars er það af Hannibal að segja, að svo virðist sem innræt- ið hafi að engu breyst, þrátt íyrir hina óverðskulduðu upp- hefð lians frá hendi fræðslu- málastjórnarinnar. Mætti hann nýlega á fundi, sem Sigfús Sig- urlijartarson boðaði til í ísa- fjarðarkaupstað og gekk þar berserksgang, og var af ýmsum talið að hann hefði orðið sér þar til lítils sóma. Um það skal engu spáð, hver framtið skólans verður undir handleiðslu Hannibals, en ósk- andi er, að hún verði góð, þann- ig að syndir fræðlumálastjórn- arinnar bitni ekki á börnum þeim og unglingum, sem skól- anum kann að verða trúað fyr- ir. Þessi ráðstöfun fræðslumála- stjórnarinnar réttlætir þó þá slcoðun, sem lialdið hefir verið fram, að nauðsyn beri til, að liún lierði allverulega á þeim kröfum, sem gera beri til þeirra manna, sem hún felur forsjá slikra fræðslustofnana, bæði hvað þekkingu og mannlcosti snertir, þannig að unglingarnir standi ekki gersamlega varnar- lausir gegn óverjandi ráðstöfun. um frá hendi þessara ráða- manna. Barnafræðslan í landinu hef- ir nú verið skipulögð þannig, að lágmarkskröfur eru gerðar til kennara um kunnáttu til starfs- ins, en um unglingafræðsluna er alt öðru máli að gegna. Þar geta þeir menn, sem engin skil- yrði hafa til að vera barnakenn- arar orðið jafnvel skólastjórar, og shkum vankunnandi mönn- um mun það oft og einatt engan veginn kært að fá sér liæfari menn sér við hlið. Leiðir það aftur til þess, að engin trygging er fyrir þvi, að skólarnir hafi yfir sæmilegu kennaraliði að ráða, einkum þegar fræðslu- málastjórnin hefir sýnt það að hún lætur sig þetta litlu skifta, en hyggur þeim mun meir að þvi áð draga fram hlut social- ista og kommúnista. Droknun. Það slys vildi til i Sandgerði síðastliðið sunnudagskvöld kl. 19, að 8 ára gamall drengur lijólaði fram af bryggju og drukknaði. Enginn var viðstaddur er slysið vildi til, en menn, sem voru á báti skamt þaðan, komu að og fundu drenginn örendan á floti við bryggjuna. — Lifg- unartilraunir voru þegar gerðar og læknir sóttur, en allar til- raunir reyndust árangurslausar. —- Drengurinn hét Eggert Sig- urðsson, sonur Sigurðar Odds- sonar að Aðalhóli i Sandgerði. Boðhlaupsdagur Vísis og Í.R.R. Lesíð íþróttasíðuna á morgun. Kappdrætti Haustmarkaðsins. 1 happdrætti Haustmarkaðs K. F. U. M. og K. komu upp þessi númer: Hægindastóll 1685, málverk 4770, 1 tonn kol 4693, kaffistell 3995, 10 daga dvöl í Vatnaskógi 2617, 25 kr. í peningum 3466, 20 kr. í pen- ingum 65, 10 kr. i peningum 4252, 10 kr. í peningum 585, 10 kr. í peningum 356. Boðhlaupsdagur Vísis og f.R.R. Lesið fþróttasíðuna á morgun. Varðarfélagið. Munið fund Yarðarfélagsins í kvöld. Ungverjar og Pólverjar hafa með undirróðri og æsingum reynt að hafa áhrif á Ruthena. Styðja Pólverjar kröfur Ung- verja í von um, að þeir fái Rutheniu, en þá mundu landa- mæri Ungverjalands og Pól- lands ná saman. Æsingarnar út af þessum málum hafa leitt til mestu óaldar í landamærahér- uðunum í Rutheniu. Ungverskir æsingamenn koma í hópum yfir landamærin frá Ungverjalandi. Árásir eru gerðar á friðsama borgara, morð framin og rán, og víða fara flokkar uppivöðslumanna um hús og aðrar eignir manna og láta greipar sópa. Öryggi al- mennings er ekkert. Verst er á- statt í Makacevo-héraði og hefir héraðstjórnin í Rutheniu fyrir- skipað, að herlög skuíi ganga í gtldi þar þegar í stað. Samskonar ráðstafanir verða gerðar í öðrum héruðunt Rut- heniu, ef framhald verður á morðum, ránum og gripdeild- um. ÓEIRÐir í PÓLLANDI. Fregn frá Varsjá hermir, að í gærkveldi hafi slegið í óeirð- ir í Suður-Póllandi, milli Ukran- íumanna og Pólverja. Voru livorutveggja í kröfugöngu, aðrir til þess að mótmæla inn- limun Rutheníu í Ungverjaland, hinir til þess að krefjast henn- ar. í óeirðum þessurn var einn maður drepinn, en margir særð- ust. I fregn frá Prag segir að stjórnin þar vinni nú fyrst og frernst að þvi, að fá landamær- in ákveðin og því næst að ýms- um fjárhagsmálum. Enda sé ríldnu mikil þörf á að ná við- skiftasamningi við Þýskaland. Svalkovsky utanríkismálaráð- lierra, fjármálaráðherrann, landbúnaðarmálaráðherrann og verslunarmálaráðherrann fara allir til Berlínar í dag í þessum erindum. Ef viðræður þeirra við þýska stjónmálamenn ganga að óskurn, eru sumir sem gera sér i hugarlund, að Þýskaland mundi láta sér nægja þau hér- uð, sem það hefir þegar fengið, og að þjóðaratkvæðagreisla verði látin niður falla. Alþjóða- nefndin í Berlín hefir frestað fundum sínum, þangað til þess- urn viðræðum er lokið. Kort yfir hin nýju landamæri Tékkóslóvakíu koniu til London í gær. Landamærunum er þar liagað að mestu leyti í samræmi við Godesberg-kröfur Hitlers og Þýskalandi afhent land langt umfram það, sem fólst í hinum ensk-frönsku tillögum. Ein al- varlegasta breytingin, sem gerð hefir verið frá því, sem frönsku og bresku stjórninni hafði kom- ið saman um, er það, að landa- mærahna Þýskalands er sveigð í áttina til Pragar norður af borginni, svo að landamærin eru aðeins 20 enskar milur frá borginni. Á korti þessu eru einnig mörkuð þau svæði, sem þjóðaratkvæðagreiðsla er ráð- gerð á, og verður því enn að breyta kortinu, ef að hún fer fram. (FÚ.) Æsingar gegn Gyðingum í Slóvakíu. Nýja stjórnin i Slóvaldu hef- ir svift fjölda tékkneskra manna embættum, einkum við skóla landsins. I sambandi við bann kommúnistaflokksins hefir fjöldi kommúnista verið hand- teknir. Æsingar gegn Gyðingum fær- astí í vöxt í Slóvakíu. María Markao: Söngskemíim í Gamla Bíó. Það er orðið langt síðan að við Reykvíkingar höfum átt kost á að heyra ungfrú Maríu Markan syngja, nema af liljóm- plötum, en söngur hennar á hljómplötur hefir verið með þeim ágætum, að hún getur þakkað því að húsfyllir var hjá henni i fyrradag. Við vitum að María Markan hefir sungið við göðan orðstir í óperum í Þýskalandi, og er ráðin til að syngja við Kgl. óperuna í Kaupmannahöfn í vetur. Hún hefir mikla og glæsilega sópranrödd, tindrandi bjarta, og vel skólaða. Á þessari söngskemtun hennar gafst okkur tækifæri til að kynnast söng hennar frá tveim hliðum, þ. e. a. s. sem ljóðsöngkonu eða lconsertsöngvara og sem óp- erusöngkonu. Þetta fer ekki á- valt saman hjá söngvurum. Síður en svo. Mikill meiri hluti söngskrárinnar var helgaður ljóðsöngvum, og enda þótt ung- frúin sýndi það, að hún er vel heirna á þessu sviði, þá leyndi það sér ekki, að bún er meiri sem óperusöngkona. Hin mikla rödd liennar fær fyrst notið sín í óperuaríum. Sá Ijóður var á flutningi ljóðsöngvanna, einlc- um þeim íslensku, að samvinn- an milli hennar og undirleikar- ans var ekki eins góð og við hefðum kosið, enda er hann út- lendingur, Carl F. Weiszliappel, og fanst mér undirleikur hans í þessum lögum nokkuð utan- garna, en annars er liann lið- tækur píanóleikari. Samvinnan milli söngvarans og undirleik- arans þarf að vera þannig, að flutningur lagsins verði listræn lieild. Söngkonan fékk ágætar við- tökur og rigndi blómunum yfir Iiana. B. A. Dollar — 4-67^4 100 ríkismörk — 187.14 — fr. frankar — 12.56 — belgur — 79.06 — sv. frankar — 106.10 — finsk mörk ...... — 9-93 — gyllini — 25379 — télckósl. krónur ,. — 16.43 / sænskar krónur .. — 114-31 — norskar krónur . , — 111.44 — danskar krónur .. — IOO.Oö Boðhlaupsdagur Vísis og í.R.R. Lesið íþróttasíðuna á morgun. United Press. 1 Á LANDAMÆRUM TÉKKÖSLÓVAKÍU voru gerðar 'ýnisar varúðarráðstafanir, er ófriðarliættan var mest, og enn eru viða varnar- garðar, þar sem vegir mætast við landamærin og víðar. Myndin hér að ofan er frá landa- mærastöð við ungversku landamærin, þar sem alt logar í óeirðum, eins og hermt er i skeyt- um í blaðinu í dag.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.