Vísir - 20.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 20.10.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S i m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ungiinga- fræðsla. IFÍSIR drap lítillega á það um ■ daginn, að fræðslumála- stjórnin liefði sett Hannibal Valdimarsson skólastjóra við Gagnfræðaskólann á Isafirði, án þess að hann hefði sérstaka verðleika til þess, og gengið fram hjá öðrum kennara við skólann, sem einnig hefði sótt um stöðuna. I Iiessu sambandi var á það bent, að nauðsyn bæri til að gerðar yrðu frekari kröfur til kennara, en verið hefði til þessa, enda væri það óþolandi að stjórnmálaskoðanir og flokks- hagsmunir væru Iátnir sitja í fyrirrúmi, þegar menn væru valdir til slíkra starfa. Alþýðublaðið hefir að sjálf- sögðu tekið upp þykkjuna fyrir Hannibal, og lirotið aðallega um það, að i grein Vísis var það lekið fram að socialistarnir hefðu lýst yfir þvi á skóla- nefndarfundi að Hannibal myndi hætta öllum afskiftum af stjórnmálum, ef honum yrði veitt staðan. Yfirlýsingu þessa gáfu þeir án sérstaks tilefnis og óumbeðið, og virðist því svo, sem þeir liafi litið svo á að hin pólitíska æsingastarfsemi Hanni- bals mælti í gegn þvi að lionum yrði veitt staðan. I grein Vísis var einnig á það bent, að Hanni- bal héldi áfram störfum sínum í bæjarstjóm Isafjarðarkaupstað- ar og hefði þannig ómerkt yfir- lýsingu formælenda sixma, sem hefðu lalið það aðalvinninginn að hann hætti pólitískri starf- semi sinni, ef hann fengi stöð- una og hefði hann þannig skot- ið þeiin ref fyrir rass. Vísir hefir ávalt litið svo á, að það væri rangt, að það sé að engu metið við menn er þeir hafa stundað störf sín með alúð og samviskusemi og blaðið leyf- ir sér að halda því fram, að því að eins leggi menn fram óskifta krafta sína, að j>eir eigi von á, að það verði metið að nokkru, en liitt dregur að sjálfsögðu úr mönnum, sjái þeir verk sin að engu metin. Aðalatriðið er hinsvegar það, að til þessa eru engar þær lág- markskröfur gerðar til kunn- áttu og mannkosta unglinga- kennara í landinu, sem eðlilegt væri, og gerðar eru t. d. til barnakennara. Þetta er óeðlilegt og stuðlar að því að ekki velj- ast hinir hæfustu menn til ungl- ingafræðslunnar, og fer þá oft frekar eftir pólitískum flokks- lit en öðrum hæfileikum til starfans. Þetta er það atriði, sem vert er að gefa gaum,ogþað má einkennilegt heita ef AI- þýðublaðið sér ástæðu til þess, eingöngu vegna Hannibals, að engar lágmarkskröfur séu gerð- ar til kennara við unglinga- skólana. Nú verður ekki um það deilt, að tilgangurinn með unglinga- fræðslunni í laridinu er sá, að gera ungmennin færari i lífs- baráttunni og veita þeim liald- góða fræðslu, sem þeim má að gagni koma. Fræðslunni er haldið uppi vegna unglinganna, en ekki sérstaklega vegna þeirra manna, sem unglingafræðsluna liafa með höndum, þótt svo virðist að stjórnarflokkarnir líti á það öðrum augum. Vísir lítur svo á, að fyrsta skilyrði fyrir því að unglinga- fræðslan sé sómasamleg og gefi ávöxt, sé það að hæfir kennarar veljist til starfans og ekki er unt að skilja það, að pólitískur floklcslitur eigi þar að vera öllu ráðandi, og Alþýðublaðið þarf ekki að ætla að það auki mikið á veg siim í augum almennings með því að halda fram slikum skoðunum. Við Islendingar höfum varið allmiklu fé til unglingafræðsl- unnar i landinu, og hlutfallslega miklu meira fé, en aðrar þjóðir hafa gert, en þessu fé er með öllu á glæ kastað, ef valdhöfun- um á að haldast það uppi, að gera unglingaskólana að t. d. kommúnistiskum útbreiðslu- stöðvum, eins og raun hefir orð- ið á. Sj óvátrygginga- félag íslands 20 ára. Sj óvátryggingaf élag íslands er 20 ára í dag, og rekur nú mesta tryggingarstarfsemi allra tryggingarfélaga liér á landi. Félagið er stofnað fyrir for- göngu Sveins Björnssonar sendiherra, en hann náði sam- starfi við Axel V. fulinius íjtv. sýslumann, sem hafði rek- ið tryggingarstarfsemi hér í hænum um nokkurt skeið, og varð Tulinius fyrsti fram- kvæmdastjóri félagsins og gegndi þeim meðan krafta lians naut við. Sjóvátryggingafélagið starf- aði eingöngu í fyrstu að sjóvá- tryggingum, en hefir smátt og smátt bætt við sig brunatrygg- ingum, líftryggingum og bif- reiða try gg i n gu m. Brunatrygg- ingardeild stofnaði félagið árið 1925, en líftryggingadeild hinn l. desember 1934. Hefir líf- tryggingastarfsemi félagsins aukist mjög ört, meðal annars við það að firmað Carl D. Tuli- nius & Co. h.f. lét af störfum fyrir liftryggingarfélagið Thule og hóf starfsemi fyrir Sjóvá- tryggingafélagið, og nokkru síðar seldi og afhenti Thule starfsemi sína hér á landi til fé- lagsins. Bifreiðatryggingardéild tók til starfa 1. janúar 1937 og yfir- tók félagið slíkar tryggingar „Danske Llyod“ sem þá hætti tryggingum hér. Frá því er Axel V. Tulinius hætti framkvæmdastjórastörf- um hjá félaginu hefir Brynj- ólfur Stefánsson gegnt fram- kvæmdastjórastörfum frá árinu 1933, en Brynjólfur er hagfræð- ingur og hefir fyrstur manna lagt sérstaka stund á trygginga- starfsemi í námi sínu. Stjórn félagsins skipa nú: Halldór Kr. Þorsteinsson for- maður, Lárus Fjeldsted, hrmfl,- m. , Hallgrímur Á. Tulinius stórkaupm., Aðalsteinn Krist- insson forstjóri og Guðmundur Ásbjörnsson kaupmaður. Hafa Afleins helgisvæði Möhammeðstrflarmanna í Jerúsalem í hðndum Araba. en Bretar hafa umkringt það. Breska herstjóru- in hefir komtst yfir kort af leynijarðgöngnm nr gamla horgarhlntannm. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Frá Jerúsalem er símað, að Bretar hafi nú á valdi sínu allan gamla borgarhlutann í Jerúsalem, nema Haram esh Sherif svæðið, sem er helgi- staður Móhammeðstrúarmanna, en Bretar virða helgi staðarins og forðast að láta koma til vopnaviðskifta þar. En þeir hafa umkringt svæðið og eru hvarvetna her- menn á verði við allar götur sem liggja að þessu svæði. Hefir herlið þetta vélbyssur, brynvarðar bifreiðar og önnur hergögn og er uppreistarmönnum þeim, sem leitað hafa hælis á Haram esh Sherifsvæðinu vart und- ankomu auðið. Það eru að vísu f jöldamörg jarðgöng úr þessum hluta borgarinnar út í hæðirnar fyrir utan borgina, og munu uppreistarmenn hafa gert sér vonir um að geta komist undan eftir leynijarðgöngunum. En nú hefir breska stjórnin komist yfir kort, sem fundist hefir í forn- minjasafninu, og sýnir það hvar leynijarðgöngin eru. Var herlið sent á alla staði úti í hæðunum, þar sem jarð- göngin enda, og verða Arabarnir handteknir jafnóðum 4 og þeir gera tilraun til þess að flýja þessa leið. Bálfarafélagi Islands hlotnast vegleg gjöf. Próf. dp. Knud Seeher sendlp Bálfatrafélaginu 5000 kp. til bálstofubyggingap. 19. október. — FB. ‘Dansk Ligbrændingsforening hefir gefið Bálfarafé- lagi Islands fimm þúsund krónur til byggingar bálstofu í Reykjavík og er tilkynning um þessa rausnarlegu gjöf komin frá próf. dr. Knud Secher, sem er formaður félagsins. Dansk Ligbrændingsforening hefir frá öndverðu lið- sint íslenska félaginu með ýmsu móti. Þessi kærkomna gjöf er snotur vottur um vinarþel ýmsra danskrai manna í okkar garð. (Tilk. frá Bálfarafélagi Islands. FB.). Yiðtal við dr. Gonnlaag Giaessen. Samkvæmt tilkynningu bresku herstjórnarinnar í gær- kveldi varð mjög lítið manntjón í gamla borgarhlutanum, er breska herliðið tók hann, og varð mótspyrnan miklu minni en búist hafði verið við. Þegar tilkynningin var gefin út var kunnugt, að níu Arabar hefði fallið en 13 særst, en tveir breskir lögreglumenn og einn hermaður særst. Uppreistarmennirnir á Haram esh Sherilsvæðinu hafa aðallega leitað skjóls í bænhúsum Mó- hammeðstrúarmanna. Taka gamla borgarhlutans mótspyrnulítið þykir benda til, að auðveldara verði en á horfð- ist, að bæla niður mótþróa Ar- aba, ef tekið er á málunum af festu og djörfung. Hafa Bretar sannfærst um, að annað, komi ekki að gagni, og verður haldið áfram að kveða niðúr allar upp- reislartilraunir, en mikið verk- efni bíður þar enn, því að Ar- abar hafa stór svæði í landinu á sínu valdi. United Press. BORIS BÚLGARÍUKONUNGUR var fyrir nokkuru á ferð í Berlín og lieilsaði þá upp á Hitler. Myndin er tekin í kanslarahöllinni. Kad fiámeníDkOD' nngnr fer í opin- bera heimsákn tl London. EINKASKEYTI TIL YÍSIS London, í morgun. Stjórnmálafréttaritari Daily Express skýrir frá því í dag, að Karl Rúmeníu- konungur sé væntanlegur í op- inbera heimsókn til London í lok nóvembermánaðar. allir þessir menn átt lengi sæti í stjórn félagsins og unnið mik- ið og þarft verk í þágu þess. Michael konungsefni verður væntanlega i ferð þessari með föður sínum. Munu þeir dvelj- ast í Englandi þrjá daga. United Press. Utlendingar í Frakklandi. Berlín, 20. okt. — FÚ. Franska stjórnin hefir gefið út tilskipun, sem gerir flótta- mönnum erfiðara að flytja til Frakklands en ,áður var. Út- lendingar mega þessu sam- kvæmt ekki flytjast til landsins, án þess að liafa fengið til þess leyfi frá utanríkismálaráðu- neytinu. Jafnframt hefir lög- reglan í París fengið skipun um að rannsaka hagi allra útlend- inga, er í horginni dveljast. Tíðindamaður Vísis hefir í til- efni af þessari veglegu gjöf far- ið á fund dr. Gunnlaugs Claess- en, formanns Bálfarafélags Is- lands, og beðið hann að segja lítið eitt nánara frá hinum höfð- inglega gefanda og bálfaramál- unum hér og erlendis. — Prófessor dr. Knud Secher, segir dr. Claessen, er formaður Dansk Ligbrændings-" forening og yfirlæknir Bispe- bjerg spítala. Hefir dr. Secher um mörg ár verið formaður hins danska félags. Er hann á- liugasamur maður og harðdug- legur, og þurft á því að halda, þar sem talsverð mótspyrna frá kirkju og yfirvöldum hefir ver- ið í Danmörku gegn bálfara- hreyfingunni. Menn hafa ekki viljað of mikið frjálsræði í þessum efnum. Samt er nú svo komið í Danmörku, að í Bál- farafélögunum eru yfir 100.000 melimir og í Kaupmannahöfn eru 16 bálstofur og 30 af hverj- um 100 likum eru hrend. Próf. dr. Knud. Secher hefir frá upphafi sýnt íslenska hál- farafélaginu mikla velvild og lijálpsemi. Bálfarafélagið hefir, sem kumiugt er, samband við Dansk Ligbrændingsforening. Bálfara- félagið tekur að sér áð senda út lík til hrenslu, en danska félag- ið annast um bálfarirnar að öllu leyti. — Verður það eigi dýrara að senda líkin út til brenslu en grafa þau hér? — Útkoman verður sú, að það verður öllu ódýrara að flytja líkin út til brenslu, þrátt fyrir flutning og allan tilkostn- að ytra. — Fara bálfarir í vöxt er- lendis ? — Þeim fer stöðugt fjölgandi og eru höfuðástæðurnar tvær. 1 fyrsta Iagi fellir nútímafólk sig æ betur við þessa meðferð á líkunum, lieldur en að grafa þau, og í öðru lagi fer þeim hæjarfélögum stöðugt fjölgandi sem sjá sér hag í þvi, að koma upp bálstofum fyrir eigin reikn- ing eða styðja bálfarafélög til þess, þar sem það er víða mikl- um erfiðleikum bundið að slækka slöðugt kirkjugarðana og það er einnig kostnaðarsamt og alt viðhald þeirra. — Iivernig eru horfumar með bálstofuna hér? — Það stefnir í rétta átt, en Próf., dr. Knud Secher. félagið liefir ekki enn séð sér fært að ráðast í að koma henni upp. Gjaldkeri félagsins, Björn Ólafsson stórkaupmaður, segir mér, að vænlanlega muni bygg- ingarsjóður félagsins verða um 30.000 kr. um næStu áramót. Fjár í byggingarsjóðinn er aflað með þrennu móti: Bæjar- sjóðs, ríkissjóðsframlögum og framlögum félagsins, en þessir þrír aðilar leggja jafnt í sjóðinn. Verður væntanlega framhald á því, uns bálstofan kemst upp. Bærinn hefir sem kunnugt er lagt til land undir hálstofuna á Sunnuhvolstúni. Erlendis er það bálstofunum mikill styrkur, að auðxnenn liafa gefið félögunum stórgjafir og hefir það flýtt fyrir því, að hál- stofur komist upp. í Noregi er nú verið að reisa 2 bálstofur, sem þannig eru til kornnar. Nú liefir Bálfarafélag Islapds feng- ið fyrstu stói-gjöfina og munar mikið um slíkar gjafir, en best verður framtíð félagsins borgið með því að njóta almennra vin- sælda og stuðnings. Félags- mönnum Bálfarafélagsins fer stöðugt fjölgandi. Þeir munu nú vera upp undir 600. Menií gerast félagar með því að greiða 10 kr. í eitt skifti fyrir öll — verða því ævifélagar — og kunna flestir ágætlega við það fyrirkomulag, þvi að mörgum er illa við árlegar innheimtur félagsgjalda. Félagsmenn njóta að sjálfsögðu ýmissa félags- réttinda. Bálfarafélagið var stofnað 1934 (í febrúar) og er það ekki hár aldur. Geta má þess, að reynslan erlendis hefir orðið sú, að nokkur ár líða frá félags- stofnun þar til bálstofa kemst upp. Hið sama verður upp á ten- ingnum hér, en stöðugt sækist nær markinu. 'jOI adelns Loftup.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.