Vísir - 17.11.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 17.11.1938, Blaðsíða 3
V 1 S I K Gunnar Thoroddsen: Átökin í verkalýðssamtökunum og afstaða sjálfstæðisflokksins til þeirra. Erindi flutt á fundi Heimdallar í gærkvöldi. Atburðir þeir og átök, sem orðið hafa á þessu ári innan verkalýðssamtakanna, eru fyllilega þess verð, að Sjálfstæðis- menn geri sér grein fyrir þeim, og veiti þeim fyllstu athygli. Þessi átök hafa gefið mér tilefni til ýmissa hugleiðinga, sem eg vildi að nokkuru gera hér að umtalsefni. — Stéttir og stéttabarátta. Hverl þjóðfélag skiftist í margar slétíir, eftír atvinnu manna og þjóðfélagsaðstöðu. Stéttaskiftingin í þjóðfélaginu er ólijákvæmileg, nauðsynleg og jafnvel nytsamleg. Verkaskift- ingin stafar af þróun atvinnu- veganna, og þvi meiri framför- um og stakkaskiftum, sem at- vinnuvegimir taka, því meiri Iilýtur verkaskiftingin og þar með stéttaskiftingin í þjóðfé- laginu að verða. Þetta er öhjá- kvæmilegt lögjmál, hæði hér á landi og annarsstaðar. En af þessari ólijákvæmilegu nauðsyn, að þjóðfélagið skiftist i stéttir eftir atvinnu manna, hafa sumir stjórnmálaflokkar og sljómmálastefnur dregið þá ályktun, að milli þessara stétta hljóti altaf að vera óhrúanlegt djúp, og þeirra í milli eigi að standa hvíldarlaus o.g látlaus barátta. Það er fyrst og fremst socialisminn, kommúnisminn, Marxisminn, sem heldur þessari kenningu fram. Hinn svo kall aði „visindalegi socialismi“ er bygður á þeirri kenningu, að i þjóðfélaginu eigi að ríkja hin harðasta o,g miskunnarlausasta stéttabarátta, þar sem ein Stétt berst gegn annari, uns sú ötéttin, sem verkamennirnir til- heyra, nær ýfirráðum, og hægt er að stofna þjoðfélag með „al- ræði öreiganna“, eins og það er orðað á rnáli kommúnista. Á gi'undvelli stéttaskiftingar og stéttabaráttú hafa svo allir íslensku stjórnmálaflokkarnir bygt tilveru sína og starf, — allir nema einn, — Sjálfstæðis- flokkurinn. Kommúnistar og Alþýðuflokksmenn þykjast vera málsvarar og fulltrúar verka- mannastéttarinnar fyrst og fremst, og kjörorð þeirra er stélt gegn stétt. Framsóknar- flókleurinn lieldur þvi fram, að liann sé fyrst o,g fremst stéttar- flokkur hændanna, vilji berjast fyrir þeirra hagsmunum. Á síð- ustu árum hefir þvi að vísu stundum verið haldið fram af stjórnarflokkunum, að þeir séu ekki lengur stéttarflokkar, held- ur frjálslyndir flokkar, sem vilji herjast fyrir umbótum á kjör- um allra stétta í þjóðfélaginu. Það vita nú reyndar allir, sem nolckuð fylgjast með í stjórn- málum, að þetta er ekki rétt. Þessir flokkar eru stéttarflokk- ar og liafa einskorðað baráttu sína hvor við sína stétt. Til að rokstyðja þetta enn frekar má henda á ummæli framkvæmdar- stjóra Alþýðuflokksins, Jónasar Guðmundssonar, í Alþýðublað- inu 1. nóvember síðastliðinn. Þar ræðir hann um samstarf Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksíns, barmar sér mjög yfir þeim snurðum, er sé á þeirri samvinnu, og segir svo á þessa lund: „Samstarf tveggja stjórnmálaflokka, sem hvor um sig er fyrst og fremst flokkuv ákveðinnar stéttar í þjóðfélag- inu, hlýtur að verða erfitt á köflum.“ Með þessu er fyllilega viðurkent, að Framsóknarflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn séu fyrst og fremst stéttarfloklcar. Samstarf stéttanna nauðsynlegt. Það þarf nú ekki langrar at- hugunar við, til þess að hver sæmilega viti horinn maður hljóti að sjá og skilja, að í okk- ar fámenna og fátæka þjóðfé- lagi er það ekki að eins rangt, heldur stórkostlega háskalegt fyrir þjóðina í heild, að prédika þannig baráttu og strið stétt- anna, liverrar gegn annari. í okkar fámenna þjóðfélagi er það sérstök og knýjandi nauð- syn, að stéttirnar vinni sain- an að heill þjóðarinnar, vegna þess, hve atvinnuvegir okkar íslendinga eru nátengdir og hagsmunir þeirra samtvinn- aðir. Yið skulum taka landhún- aðinn og sjávarútveginn, þessa tvo höfuðalvinnuvegi lands- manna, og sjá hvernig þeirra viðhorf er hvors til annars. Nú er svo komið, að markaður fyr- ir megin liluta af íslenskum landbúnaðarafurðum er við sjó- inn. Fyrir landbúnaðinn er það því hið mesta hagsmunamál, að 1 sjávarútveginum vegni vel, því ( , að ef sjávarútveginum vegnar j illa, þannig að þeir, sem á hon- j um lifa, hafa minna til að kaupa fyrir, þá er það augljóst mál, að marköðtir þrengist fyrir landbúnaðarafurðirnar, og lægra verð fæst fyrir þær. Alveg er það eins um sjávarútveginn, að þeim, sem hann stunda, er það mikið hagsmunamál, að landbúnaðinum vegnivel, því að ef landbúnaðurinn her sig eklci, ' þá er liætt við, að bændur og Ijúalið flosni upp af jörðum sín- um og leiti á mölina, til þess að keppa þar við verkamenn og sjómenn um atvinnu. Það er því augljóst mál, að fyrir liáða þessa höfuðatvinnuvegi og þá menn, sem þá stunda, er það hið stærsta liagsmunamál, að þeir báðir beri sig. Eða tökum stétt- ir, sem vinna að sama atvinnu- vegi, t. d. útgerðarmanninn, sjó- manninn og verkamanninn, sem allir lifa á útgerð sama báts eða sama togara. Kommúnistar lialda því fram, að þessar stéttir eigi að berjast hatramri baráttu hver móti annari, og að þeirra i hagsmunir séu svo andstæðir, að þá sé ómögulegt að sam- ræma. En er það ekki fyrst og fremst sameiginlegt hagsmuna- mál allra þessara manna, að lit- gerð bátsins eða skipsins gangj vel, að vel aflist, að útgerðin beri sig og henni sé ekki íþyngt með sköttmn og álögum og alls- konar höftum og liömlum? Jú, vitaskuld er það sameigjnlegt hagsmunamál allra þessara manna. Og sá hagsmunaágrein- ingur, seni upp kann að koma á milli þeirra, um skifting af- rakstursins, hefir ekki nema ör- litla þýðingu á móti því stór- kostlega sameiginlega áhuga- rnáli, að útgerðin beri sig, og að alt sé til þess gert af hálfu rik- isvaldsins. Þannig er sama, hvort litið er á viðhorf aðalatvinnuveganna hvors til annars, eða á liinar einstöku stéttir, sem vinna að sama atvinnuvegi. Allsstaðar verður sama niðurstaðan. Það er rangt og skaðlegt, að æsa stéttirnar tij baráttu og haturs, Gunnar Thoroddsen. það er sameiginlegt áhugamál þeirra allra, að þeir atvinnuveg- ir, sem þeir vinna við, gangi vel, — og ekki að eins það, held- u r líka, að öðrum atvinnuvegum þjóðarinnar samtímis vcgni vel. En á þeirri falskenningu og fjarstæðu, að stéttirnár eigi að berjast hver gegn annari, hafa allir aðrir stjórnmálaflokkar en Sjálfstæðisflokkurinn bygt til- veru sína og alla slarfshætti. Allir liafa þeir verið nægilega þröngsýnir til þess að híta sig i boðskap stéttabaráttunnar. Sjálfstæðisflolíkurinn einn hef- ir haft nægilegt víðsýni og frjálslyndi til þess að koma auga á þá staðreynd, að það sé þjóð- arheildinni og liverri einstakri stétt fyrri bestu, að þær vinni allar saman, að reynt sé að gera friðsamlega út um þeirra á- greining og hagsmunastríð, og forðast að draga taum .emnar stéltar eða atvinnuvegar í þjóð- félagjnu á kostnað annara. I þessu felst reginmunur á stefnu og starfsháttum Sjálf- stæðisflokksins. Þetta greinir hann gjörsamlega frá hinum stjórnmálaflokkunum, frá stétt- larflokkunum, og þetta er í raun- inni hans stærsta aðalsmark. Það má vafalaust fullyrða, að allar þær stéttir, sem nú starfa í þessu þjóðfélagi eru nauðsyn- legar fyrir þjóðarheildina. Ilvort sem það eru sjómenn, verkamenn, útgerðarmenn, iðn- aðarmenn, hændur eða vershm- arstéttin. Það eru að eins tvær stéttir í þessu landi, sem algjör- lega eru óþarfar og þarf að út- rýma. Það er atvinnuleysingja- stéttin, sem stjórnarfloklcarnir hafa skapað, og það er bitlinga- stéttin, sem stjórnarflokkarnir liafa líka slcapað. Atvinnustéttirnar allar eiga rélt á, að til þeirra sé tekið tillit og þeim sýnd full virðing og velvild. Ein þessara hauð synlegu stétta eru verkamanna- stéttin. Það er þessi stélt, sem með striti handarinnar ber uppi þýðingarmikla framleiðshistarf- semi, og á sinn þátt í því, að skapa þau geysilegu verðmæti, sem sjórinn umhverfis landið leggur í hendur þjóðinni. t þeim orðum, sem eg mun liér mæla sem inngang að um- ræðum, ætlaði eg sérstaklega að víkja að þessari stétt — verka- mannastéttinni — og jafnframt að viðliorfi Sjálfstæðisflokks- ins til þeirrar stéttar, hagsmuna- málum hennar, stéttarsamtök- um og skipulagi þeirra. Aðalhagsmunamál verkamanna. Ef þið, góðir áheyrendur, spyrjið verkamenn að þvi, livað sé þeirra slærsta áhuga- og hagsmunamál, þá býst eg við að þið fáið oftast það sama svar, eins og eg, að það sé stöðug vinna. Verkamenn eru farnir að skilja það, að aðalatriðið í þeirra hagsmunabaráttu er ekki að þoka upp kaupinu um nokkra aura um tímann, ef eng- in trvgging cr fyrir stöðugri vinnu. Þeirra stærsta hags- munamál er að vinna sé stöðug, þannig að árskaupið verði sem mest. En hver stefnan og hvaða stjórnmálaflokkur mundi þá verða líklegastur til þess að skapa verkamönnum stöðuga atvinnu ? Reynslan af socialismanum. Yið liöfum nú liaft socialism- ann ríkjandi hér í valdasessi um ellefu ára skeið, hann hefir ver- ið framlcvæmdur að meira og minna leyti, í formi rikisrekstr- ar, einkasala og einokunar og margvíslegra afskifta hins opin- bera. Armur socialismans hefir verið teygður yfir alla atvinnu- vegi þessa lands. Hver liefir orð- ið árangurinn? Árangurinn hef- ii orðið sá, að atvinnuvegirnir, bæði til lands og sjávar, eru reknir með tapi ár frá ári, að atvinnulífinu liefir stöð- ugt farið hnignandi, að at- vinnuleysið, sem var óþekt fyrirbrigði áður en stjórn- arflokkarnir komust til valda, er nú orðið liið geigvænlegasta böl hins íslenska þjóðfélags. Þetta stafar af tvennu. Fyrst og' fremst af því, að socialisminn, og sú þjóðfélags- og atvinnu- pólitík, sem stj órnarflokkarnir hafa beitt á undanförnum ár- um, er röng, og lilýtur altaf að leiða til niðurdreps og hrörnun- ar fyrir atvinnuvegina. Það er reynsla og' lögmál, sem ekki verður fram lijá gengið,að þjóð- nýting alvinnuveganna lamar þá driffjöður, sem verið hefir og verða mun aðal-lyftistöng allra framfara. Ilún dregur úr sjálfsbjargarviðleitninni og á- byrgðartilfinningunni. Social- isminn hlýtur alt af að verða til þess, að draga úr framleiðslu- unni, þar með að lama atvinnu- vegina og auka örbirgð og at- vinnuleysi í landinu. En ástandið eins og nú er staf- ar ekki af þvi einu, að social- isminn er röng stefna í þjóðfé- lagsmálum, það stafar einnig af því, að stjórnarflokkarnir liafa ekki liaft vit á þvi„ að velja hina hæfustu menn til forustu. Úr ágöllum socialisma og ríkisrekstrar hefði nokkuð mátt bæta með því, að forustan á liverju sviði væri falin þeim mönnum, sem voru liæfastir til og höfðu mesta reynslu. — Maður skyldi ætla, að social- istar hefðu gert það, til að sýna ágæti stefnunnar. En ann- aðhvort skorti þá til þess vits- muni, eða þeir féllu fyrir þeirri freistingu að velja eftir pólitik, en ekki hæfileikum. Þegar Fiskimálanefnd var stofnuð, sem á að hafa yfirstjórn allra fiskimála og markaðsleita fyrir íslenskan sjávarútveg, þá var forustan ekki falin manni eða mönnum, sem liöfðu mesta reynslu og þekkingu á því sviði, og höfðu helgað útveginum starfskrafta sína, heldur er þar til forustu valinn maður, sem aldrei hafði nálægt sjávarútvegi komið, að öðru leyli en því, að selja sjómönnum olíu. Sjónarmið Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisstefnan byggir sitt þjóðskipulag og sina atvinnu- pólitík á alt öðrum sjónarmið- um. Ilún veit það, að sá grund völlur, sem altaf hefir skapað allar framfarir í heiminum, er einstaklingsframtakið. Ekki svo að skilja, að Sjálf- stæðimenn vilji, eins og and- Frá Eins og kunnugt er lesendum blaða i Reykjavík, var fyrsla leikriti félagsins á j>essu leikári ekki vel tekið af leikdómurum. Var því ftindið margt til for- áttu, rneðal annars það, að efni þess væri veigaltið og meðferð- inni áfátt. Þessir dómar blað- anna höfðu þau álirif, að leik- urinn vár illa sóttur og var að- eins skamma bríð á leiksviði. Var þá liorfið að því ráði að efna lil leiksýningar, sem var með j>eim hætti, að leikritið var sér- staklega valið með liliðsjón af því, hve vel það var ritað, efni þess þrungjð af innsæi í mann- legar sálir, og brugðið upp mynd af hvei’sdagslegum inönn- um í verulegu öngþveiti hörm- unganna. Auk þess var leikrit- inu þannig háttað, að með öllu var ógerlegt að sýna það, nema svo tækist með framsetningtma að af bæri. Dagblöð bæjarins hafa öll —- að einu undanskildu — metið þetta djarfa tiltæki félgsins og farið um meðferð leiksins þeim orðum, að lofsamlegri heildar- umrnæli liafa naumast fallið í garð íslenskra leikara á seinni árum, en þau er viðhöfð hafa verið um leik frú Soffíu Guð- laugsdóttur og hr. Indriða Waage í þetta sinn. En nú virðist — eftir tvær leiksýningar — sem venjulegir leikliúsgestir ætli að láta jietta fara fram hjá sér án þess að sjá það. Oss þykir þetta svo illa farið, að vér höfum ákveðið að sýna leik þennan án cndurgjalds næstkomandi fimtudag. Ætti með því móti að fást úr því skorið, hvort framvegis verði ekki unt að halda hér uppi leik- starfsemi, er reist væri á bók- mentalegum og leiklistarlegum grunni. Þrátt fyrir kröfur ýmsra um bókmentalegt val á leikritum hefir sífelt komið betur og betur í ljós, að þegar stæðingarnir lialda stundum fram ,láta alt skeika að sköpuðu, láta alt reka á reiðanum en ríkis- valdið eigi að sitja auðum hönd- um og hafast ekkert að. Þetta er algjörlega rangt. Við iSjálfstæðismenn álítum, að rik- isvaldið eigi að hafa sitt á- kveðna lilutverk. Það lilutverk á ekki að vera það, að banna ein- staklingum að leggja í athafnir, ekki aðhefta þáog íþyngja þeim með tollum, sköttum,álögum og með svipu ríkisrekstrar og hafta reidda vfir höfði þeirra. Við á- lítum, að hlutverk ríkisvaldsins sé algjörlega það gagnstæða. Það á að örfa einstaklingana og stýrkja þá til sérhvers atvinnu- reksturs, sem getur orðið þjóð- inni til heilla. Þetta hafa Sjálfstæðismenn sýnt meðal aimars með þeim fjölmörgu umbótatillögum, sem þeir hafa borið fram.á síðustu árum til viðreisnar sjávarútveg- inum; en þær hafa fengið hinar kúldalegustu móttökur lijá stjórnarflokkunum og lítið eitt af þeim komist fram, og það sem afgreitt liefir verið, hefir verið meira og minna afbakað og afskræmt, þannig að til lítils gagns hefir orðið. (Niðurl. á morgun). Hrogn. Af söltuðum hrognum voru í okt. fluttar út 16 tn. fyrir 1200 kr., en á tímabilinu jan.—okt. 19580 tn. að verðmæti 734.460 kr. Á sama tíma í fyrra nam þessi útflutning- ur 20.261 tn. fyrir kr. 774.900. valið er vandaðast er áliugj al- mennings minstur. En með þvi að nú hefir sva til tekist, aS ágætt val heíir fallið saman viffi lofsamleg unnnæli leikdómarai um .meðferð leikaranna, virðist tækifærið einkar hentugt tiS þess að fá úr þvi skorið, hvort | hverfa eigi af þeirri braut, sens Leikélagið liefir verið á undad- arin ár, að velja ávalt að minstai kosti helming leikritanna eftír ágæti þeirra sjálfra. Hverjum, sem óskar aS- göngumiða, er heimilt að vitjja jieirra, meðan þeir endast, í að- göngumiðasöluna í Iðnó i dag, 17. þ. m„ kl. 1—7, án endur*- gjalds. Stjórn Leikfélagsins. Fundup Heimdallap. Fundur var haldinn í félag- inu Heimdalli í gærkveldi og var það fyrsti fundur á vetrin- um. Gumiar Tlioroddsen hóf um- ræður og flutti snjallt erindi um átökin i verkalýðssamtök- unum og afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til þeirra, en erindi lians birtist hér í blaðinu í dag og á morgun. Er hér um svo> þýðingarmikið mál að ræða og örlagaríkt, að allir þeir, sem á- huga hafa fyrir þjóðmála’faar- áttunni ættu að kynna sér erindi Gunnars, með því að þar er við- horfi Sjálfstæðisflokksins til deilumálanna lýst rnjög glögg- lega. Umræður urðu nokkrar nm málið og töluðu þeir Lúther Hróbjartsson, Jóliann G. MöIIer og Kristján Guðlaugsson. Fundurinn stóð til kl. rúm- lega 11 og var fundarhúsið fullskipað. Togararnir. Snorri goði kom frá Englandi í nótt. — Bélgaum kom af veið- um í nótt með 3000 körfur og lagði af stað áleiðis til Englands í nxorgun. 1.0.0.F 5 = 120111781 2 = Veðrið í morgun.. 1 Reykjavík 1 stig, heitast: í gær 10 stig, kaldast i nótt 1 stig, tír- koma í gær og nótt 11.9 mm. Heit- ast á landinu í morgun 5 stig, í Vestmanuaeyjum, á- Siglunesi og Hólum í Hornafirði, kaldast 1 stig, liéi', á Sandi og Fagurhólsmýri. — Yfirlit: Lægð fyrir austan IsIandS og önnur yfir Grænlandi, báðar á hreyfingu í austur. Horfur: Suð- vesturland til Vestfjarða: Hægviðrí í dag, en sennilega vaxandi suð- austan í nótt og úrkoma.. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. GoSafoss kemur til Hull kl. 5 í dag. Brúarfoss er á leiS til Grimsby. Dettifoss og Sel- foss eru í Reykjavík. Lagarfoss vav á Þórshöfn i gæ'r. Leiðrétting. 1 farþegalistanum meS Dettifossi frá útlöndum í fyrrakvöld og birt- ur var í Vísi í gær, stóÖ m. a. Arn- björg Gunnlaugsson, en átti að vera A rnbj ön 1 Gu nnlaugsso 11. 50 ára afrnæli átti í gær Bjarni ÞórSarsorf, Laugaveg 66, starfsma'ður hjá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.