Vísir - 26.11.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 26.11.1938, Blaðsíða 3
V I S í R Áætlun H. t. Eimsklpatélags Islands 1939. Ferdum skipanna verður liagad á sama liátt og í ár. Áætlunin er í öllum aðalatrið- um sú sama og á yfirstandandi ári en þá var liorfið frá að sigla skipunum eftir ákveðnum viku- dögum. } Hamborgarferðir byrja með því að „Goðafoss“ fer þaðan þ. 4. janúar um Aust- firði, eins og venjulega, til Reykjavikur. Næstu ferð fer e.s. „Dettifoss“ frá Hamborg 23. janúar, en þetta skip fer i flokk- unaraðgerð eftir komu sína til Hamborgar um áramótin. E.s. „Goðafoss“ og „Dettifoss“ halda svo uppi Hamborgarferðum alt árið með um hálfsmánaðar ferðum og fara samtals 22 ferð- ir eða einni ferð fleiri en 1938, en það ár fór „Goðafoss“ einni ferð færra, vegna flokkunarað- gerðar og var „Selfoss“ því lát- inn fara eina ferð frá Hamborg, svo samtals verða þá ferðirnar þaðan jafnmargar. < Kaupmannahafnarferðum er eins og áður lialdið uppi með „GulIfoss“ og „Brúarfoss“ og fer „Brúarfoss‘ fyrstu ferð frá Kaupmannaliöfn þ. 6. janúar. „Gullfoss“ því næst þ. 18. janú- ar o. s. frv. En um það leyti sem „Brúarfoss“ fer í kjötferð í febrúar verður „Dettifoss“ lát- inn fara frá Hamborg yfir Kaupmannahöfn 4. mars beint til Reykjavíkur. „Brúarfoss“ fer í flokkunaraðgerð eftir komu sína til Kaupmannahafn- ar úr kjötferðinni þ. 12. mars og byrjar svo aftur reglubundn- ar ferðir frá Kaupmannahöfn þ. 28. mars. Frá því seinni hluta júní-mánaðar fram á liaust er „Brúarfoss“ ætlað, eins og á yfirstandandi ári, að koma við í Grimsby á útleið, í stað Leith, og er þetta gert, eins og áður, vegna útflulnings á frystum fiski. Tvær kjötferðir til Lon- don eru áætlaðar með „Brúar- íossf seinni hluta ársins, er þá „Goðafoss“ ællað að lialda uppi Kaupmannahafnarferðum þessi tvö skipti. Fer skipið um Kaup- mannahöfn frá Hamborg beint til Reykjavikur. „Brúarfoss“ og „Gullfoss“ fara jafnmargar ferðir og á yfirstandandi ári, „Gullfoss“ 12 en „Brúarfoss“ 10 ferðir. „Selfoss“ og „Lagarfoss“ sigla að öllu leyti eins á árinu 1939 og á yfirstandandi ári, þó fer „Selfoss“ ekld til Hamborg- ar en verður látinn fara áætlun- arferðir frá Leith og Hull um það leyti sem „Brúarfoss“ er í kjötferðum og hinar reglu- hundnu siglingar frá ]>essum stöðum að öðrum kosti féllu niður. Viðvíkjandi strandferðum, þá hefir „Goðafoss“ verið látinn fara einni ferð fleira um Sauð- árkrók á leið til Reykjavíkur frá Akureyri. Eins hefir „Brúar- foss“ verið látinn koma við á Húsavík í september og er þetta hvorttveggja eftir áskorun að- ila á þessum stöðum. Jafnframt hefir „Gullfoss“ verið látinn koma við á Patreksfirði og Bíldudal í suðurleið í júlí og september, en seinni hluta ái's- ins er ferðum „Gullfoss“ þann- ig bagað að komið er við í norð- urleið á höfnum á Breiðafirði og Vestfjörðum, með það fyrir augum að skipið sé útlosað þeg- ar til ísafjarðar kemur ef flutn- ingsvon væri fyrir hendi um ]>etta leyti árs frá Norðurland- inu, en þessar ráðstafanir hafa sætt umkvörtunum af hendi Patreksfirðinga sem ekki fá þá að þeirra dóini nægilega marg- ar ferðir beint til Reykjavíkur. Alls eru farnar á árinu 63 ferðir en 62 árið 1938 og skipt- ast þær þannig á skipin: 1939: 1938: Gullfoss .......... 12 12 Brúarfoss ......... 10 10 ! Goðafoss . . . . 11 10 Dettifoss . . . . 11 11 Lagarfoss 8 8 Selfoss . . . . 11 11 Minninprorð um Guðmund E. Guðmundsson f. 16. mars 1917, fórst með b.v. Ólafi 2. nóv. 1938. „Nú árið er liðið i aldanna skaut“. Þitt æfiár er liðið. Svo stutt, svo stutt. „En livers er að minnast og hvað er það þá, sem helst skal i minningu geyma“. Við sem þektum þig gleym- um þér aldrei. Þú ert í huga okkar sem ímjmd þess besta sem prýða má æslcumann. Lík- amlegt atgjörfi var þér gefið í rikum mæli, geðstilli og hug- prýði. Hver er það, sem þekli þig, sem ekki man þig brosandi glaðan og viðmótsþýðan, hvar og livenær sem var? Það var glaðlyndið sem einkendi þig öðr- um mönnum fremur, þó þú þektir erfiði og strit lífsins í að sjá veikburða foreldrum þínum fyrir heimilisþörfum, og oft fleirum. En það var þín æðsta gleði að gleðja. Hver stund var notuð til starfa og afla fanga, sem þú sóttir síðan þú varst barn og alt til hinstu stundar. — Stundarinnar, sem við eigum svo erfitt með að trúa að sé komin. Þitt lif sé horfið héðan. Okkur finst fórn- in svo stór. „Drottinn gaf og drottinn tók“, og það er huggun okkar vina þinna, að drottinn tók. Sál þin er lijá guði þó lík- ami þinn hvíli i skauti hins kaldlynda Ægis. Við, vinir þinir, sem eftir lifum finnum sárt til þess að við eigum á bak að sjá góðum drengjum. En það finnur hver einn, þegar höggið er svo nærri honum að hann missír sinn besta vin. En hvað eru þeir elcki margir nú, sem hafa mist sinn besta vin. Svo sviplega, alla í einu. Öll Eiga íslendingar að flytjast til Nýja-Sjálands? Þyngsti dómupinn um stjórn- avhestti og ástandid í landinu Það hefir vakið mikla athygli, að heyrst hefir að Nýja Sjáland æskir eftir innflutningi Norðurálfubúa, og munu ýmsir Islend- ingar hyggja gott til glóðarinnar. Eru það aðallega ungir menn og ævintýragjarnir, sem hér hafa ekki nægilegt olnbogarúm, er hyggjast að yfirgefa land og þjóð og leita til annara álfa að fé og frama. Það er Nýja-Sjáland, sem eru œvintýraeyjarnar í augum þessara manna, og þótt furðulega litlar upplýsingar liggi fyrir, er þegar í undirbúningi stofnun útflytjendafélags. Um það skal engu spáð, fyr en á reynir, hvort nokkuð verð- ur af þessari ráðagerð, en eins og málið horfir nú við, eru ekki litlar líkur fyrir að ísland verði enn einu sinni á bak að sjá hópi ungra manna, sem ættu að byggja landið upp. ísland er hálfnumið land, skilyrði mikil þjóðin má harma góða drengi sem gáfu henni líf sitt. Eg sjálfur og við öll, sem minnumst þin, Gummi minn, höfum þér svo margt að þakka, að eg kem ekki tilfiimingum mínum í orð, nema ef það væri eitt orð: Alt. Allir, sem þektu þig hafa aldrei annars að minn- ast en góðs. Því er það eitt, sem- bærist inst í liuga okkar, einhver máttvana kend í söknuðinum sem líkist bæn, og við biðjum öll um alsælan eilífan hústað sál þinni í guði. Það er huggun- in eftir magnlaust strið vonar- I innar um að við sæjum þig lif- ] andi aftur. Vonarinnar sem , hrást. Bænin og trúin á miskunn- semi þess algóða er græðari saknaðarsáranna okkar. Við vitum það líka, vinur minn, að gleði þín var í trúnni á guð þinn, og svo var starf þitt alt, j kærleikur. Minning þín er mér j ógleymanlegur fjársjóður. j Minning um sannan dreng. — IVertu heill og sæll i drotni að ei- lífu, minn góði vinur — og þið allir félagar. Þinn vinur G. og verkefni ótæmandi, og ættu því að vera nóg olnbogarúm fyrir þessa útflytjendur í land- inu sjálfu. Það hefir oft og einatt verið á ]>að bent í blöðum Sjálfstæð- isflokksins, að vegna uppi- vöðslusemi socialista og skipu- lagningarheimsku þeirra og framóknarmanna, mundi líða að því, að alt athafnalíf legðist í dróma, og hefir þegar mikið áunnist i þvi efni. Mestan liluta ársins gengur hér hópur manna atvinnulaus, — fær ekkert verk- efni hjá öðrum, — og fær ekki að hefjast handa sjálfur vegna allskyns liamla, sem meina hon- um það. i Menn vita það alment, að það er tilgangslaust að hefjast handa um framkvæmdir, þegar böðlulsexi stjórnarinnar vofir rfir liöfði þeirra, —- þegar þeir eiga von á þvi, að alt verði af þeim tekið og allri ágóðavon er því svift í burtu. Ef að hin „dauða hendi“ stjórnarinnar héldur áfram uppteknum liætti, er ekki annað sjáanlegt, en að við landauðn liggi. En er ekki kominn tími til að afstýra frekari vandræðum af u ppteknum st j ómarháttum, þegar svo er komið, að atvinnu- lífið er í rústum og fjöldimánna i er reiðubúinn lil að flýja land sitt vegna þessa vandræða- • ástands? Syndabikarinn er þeg- ar fyltur, þótt hausinn verði ekki bitinn af skömminni með þvi að landflótti hefjist. Á þvi leikur enginn vafl, og£ ]>að hefir verið sannað, aS hér i landi getur búið menningar- þjóð og barist áfram til bjartarl. framtíðar. Þessi þjóð hefir gold- ið ýms afhroð. og þau svo stór- feld, aðmikill hluti hennar lief- ir fallið eða horfið Iandinu til fulls, og ef svo heldur áfram^, eru ekki miklar líkur til að það verði reist úr rústum, sem þegar er hrunið. íslendingar elska frelsið og hafa gert það frá upphafi vega. Þess vegna bygðist þetta land. En ef lialdið verður áfram að leggja fjötra um fætur og Iielsl um háls þjóðariimar, er eðlilegt að einstaklingarnir leiti til anur ara landa að þeim skilyrðum, sem hér eru ekki fyrír hendi. Enginn dómur er þyngrf yfír núverandi ástandi og núverandi' stjórnarháttúm, en þessi áhug* unga fólksins fyrir því að flýja land, og leggja liér allar árar i bát, og það getur vel farið sv<v ef útflutningur hefst á anna?5 borð, að liann verði miklu stór- feldari en menn gera sér nú i hugarlund. Slíkur útflutningur fólksins mundi aftur hafa þaar afleiðingar að óhægra værs um alla endurreisn í íslensku þjóðlífi og gæti leitt til fullrar tortímingar, ef mikið kvæði atL Það er örþrifaráð, að flýja iand, og að þvi ættu engir aö liverfa, fyr en séð er hvort frds- ið verður endurheimt og upp- byggingarstarfsemi hafin, en sé það svo, að loku sé fyrir það skotið, að frelsis verði notið, er það mannlegt. að leita þess á öðrum stöðum. BcejaP fréttír Messur á morgun. 1 dómkirkjunni: kl. ii, sr. Frið- rik Hallgrímsson, kl. 2, sr. Sigur- jón Árnason, kl. 5, sr. Bjarni Jóns- son. 1 Laugarnesskóla: kl. 5, sr. Garð- ar Svavarsson. 1 fríkirkjunni: kl. 2, sr. Hálfdau Helgason. Barnaguðsþjónustur: í Laugar- ness og Skerjafjarðarskólum kl. jó og í Betaníu kk 3. ur og myrða saklaust fólk, snerist ]>eim hugur, sem áður höfðu hneigst að friðsainlegu samkomulagi við Japani. Menn gerbreyttu afstöðu sinni til þeirra. Kína hafði mist í liend- ur þeirra einhvern frjósamasta hluta lands síns, en ofan á þetta bættist, að framkoma japanskra hermanna í garð almennings varð slík, að meðal allra stétla þjóðarinnar vöknuðu menn til baráttu gegn þeim. Enda þótt framkoma Japana hafi verið sví- virðilegri og ótrúlegri í Nan- king en nokkursslaðar annars- staðar, er fréttaritarinn sann- færður um, að það er meðferð japanskra liernianna á almenn- ingi hvarvetna, sem varð mönn- um livatning til þess að spyma á móti broddunum. Þessi hvatn- ing náði tökum á mönnum — og hún hafði ekki gripið menn alment fyrr en nú. „Verri en ræningjar“. Kinverjar eru menn friðsamir og sanngjarnir. Þeir vilja ná samkomulagi sem fyrst í livers kyns deilum, til þess að menn geti stundað störf sín í friði. Þeir hafa komist að raun um, að tilgangslaust er að reyna að liafa áhrif á Japani til þess að koma sanngjarnlega fram. Um mör,g undangengin ár hafa ræn- ingjaflokkar vaðið uppi í liéruð- um Norður-Kína og pólitisk spilling var mikil hvarvetna. I liéraði þvi, sem fréttaritarinn hefir átt heima um mörg ár, óðu ræningjar uppi haustið 1937, og komu svo illa fram, að engin dæmi voru til þar áður. Margir íhúanna sögðu, að ef Japanir kæmi og héldi uppi friði og reglu, skyldi þeir vera velkomn- ir. Menn mundu hafa fagnað því, ef þeir hefði hrakið ræn- ingjana á brott, og friðað land- íð. Japanir hertóku þetla hérað í febrúarmánuði síðastliðnum. Eftir nokkura daga sögðu menn að verstu ræningjar, sem þeir hefði liaft kynni af, liefði verið góðmenni samanbornir við jap- önsku hermennina. Það er alkunnugt, að fyrstu dagana eftir að japanskir her- menn taka einhverja borg eða þorp, eru kinverskar stúllvur svívirtar af liermönnunum. En þeir gera fleira ilt af sér en að svívirða konur. Hinar litlu eig- ur íhúanna eru teknar og eyði- lagðar af ásettu ráði — af skemdarfýsn og hefnigirni. í mörgum borgum er varla nokk- urt hús, þar sem nokkurir hus- munir sjást, af því að japönskia hermennirnir hafa hrotið þá og notað sem eldivið. I flestum slíkum húsum notaði heimilis- fólkið kol eða eldivið til npp- hitunar og eldamensku. Það bauðst til þess að útvega her- mönnunum eldsneyti. En þeir sögðu að það væri óþarft, því að húsgögnin væri þurr og þaðí logaði vel í þeim. NiðurL O-rimdarædi japanskra hermanna i Norður-Kína Japanskir hermenn í Norður-Kína koma fram af hinni mestu grimd gagnvart almenningi í Norður-Kína. Hefir hin óheyri- lega framkoma hermannanna haft þau áhrif á Kínverja, að þeir hafa sannfœrst um, að Japanir séu fjandmenn þeirra, og þeir Kínverjar sem áður voru Chiang Kai-shek fjandsamlegir styðja hann nú. 1 eftirfarandi grein, sem birt var í Manchester Guardian, frá fréttaritara þess í Norður-Kína, er sagt frá hermdarverkum Japana í Norður-Kína og hver áhrif þau hafa haft á íbúana. — IIANKOW, ein af mestu borgum Kína, við Jangtze-fljót. — Hankow féll fvrir skömmu í hendur Japana~ við slíkum spurningum manna liljóta að grundvallast að nokk- uru á hernaðarlegum og fjár- hagslegum staðreyndum, en hér verður reynt að skýra l>etta á grundvelli athugana, sem fréttaritarinn liefir sjálfur gert, beggja megin víglínunnar. Það er alment viðurkent í Kina, að sameiginleg mótspyrna og vörn Kinverja gegn Japön- um liófst eftir töku Nanking- borgar. Margir Iiægfara leiðtog- ar kínversku þjóðarinnar kunna að bafa verið reiðubúnir til þess að ræða frið við Japani, þegar Nanking var fallin, ef japanski herinn, sem tók borg- ina herskildi, hefði komið þang- að skipulega og reynt að lialda uppi lögum og reglu. En þegar mönnum varð ljóst, að Japanir, eftir töku hins frjósama Yang- tzedals, tóku til að ræna og rupla í Nanking, svivirða kon- CHIANG -SIJEK. Margir vinir Kinverja, í Aust- ur-Asiu og víðar, furða sig mjög á hversu þrautseigir Kínverjar hafa reynst i vörninni gegn Japönum. Menn hljóta að spyrja sjálfa sig þeirrar spurningar, hvernig svo megi vera, að þeir sé svo seigir í vörninni, og hugsa um, liversu lengi þeir geti baldið áfram að verjast. Svörin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.