Vísir - 26.11.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 26.11.1938, Blaðsíða 4
V IS IR Kveðja til ekknanna og annarra aðstandenda sem mistu ástvini sína á togaranum. Ólafi. !Ó, guð; Ó guð; þú ert hjálp vor og hlíf, þú ert huggun og kraftur í sorgum og þrautum. Ó g'iið l Ó Guð þú ert 1 jós vort og líf, |>ú ert leiðtoginn besti á ævinnar brautum. Vér skammsýnir menn ætíð skiljum svo fátt, vér skynjum það að eins, þú vilt oss hið besta. Þinn frelsandi kærleikur mikinn á mátt þú í myrkrinu lætur ei hjálp þína bresta. Ó heilagi guð veittu þreklitlum þrótt. Yér þreifum á miskunn frá hástóli þínum. I>að bh*tir, það birtir um niðdimma nótt og neyðinni léttir með helþunga sínum. Yér heyrum þig hvísla á kyrrlátri stund svo klökkvinn og harmurinn breytist í gleði. í>ú birtist sem verndari í vöku og blund, því vonglöð og hugrökk vér rísum af beði. Hjá þér er vort föðurland frelsari kær. Vér fögnum er útlegð á jörðunni þrýtur. Ó, drottinn; vor drottinn, æ, drag þú oss nær þínum dýrmæta krossi, sem helfjötra brýtur. Vér lémagna í faðminn þinn flýjum í trú og finnum þar alt sem að blessað oss getur. Með krossinum heilaga bygð er oss brú, sú brú mær til himins jafnt sumar og vetur. Nú birtist mér sýn, það er heilagur her, ;sem himnana fyllir með lofsöngva kliði. Hin himneska sveit yfir hafflötinn ber, heyrist kliður, sem líkur er vatnanna niði. Velkominn, velkominn, velkominn heim; það er vorboði eilífur frelsuðu hjarta. Þegar Ijúfustu tónarnir líða um geim feysist sálin úr fjötrum í himninum bjarta. Ó guð; ó guð þú ert hjálp vor og hlíf. þú ert huggun og kraftur í sorgum og þrautum. I hönd þína drottinn, vér leggjum vort líf, þá er létt af oss fargi á hérvistarbrautum. Vér skulum líta á handaverk hans, á himininn alsettur blikandi ljósum. Verður ei hátíð í hjarta hvers manns, ef himneska konunginn, drottinn vér kjósum? Hugrún. ‘Veðrið í morgun. í Reykjavík — 3 st.. heitast í gær 2, kaldast í nótt — 4 st. Úrkoma í gær og nótt 0.8 mm. Sólskin í gær 1.0 st. —■ Yfirlit: Lægð fyrir sunnan land og auStan. — Horfur: Suðvesturland til Breiðaf jarðar: Austan og norðaustan gola. Víðast jþurt og bjart veður. Sundhöllin. Ljóskastarakvöld í kvöld, kl. 5— 7 fyrir börn og kl. 8—10 fyrir full- | orðna. | Aflasölur. Max Pemberton seldi í Grimsby 1 á gær 1059 vættir fyrir 937 ster- ] lingspund og Egill Skallagrímsson ; í Hidl 1951 vætt fyrir 1435 stpd. Málfunðafélagið Oðinn heldur í kvöld skemtun með ! Itaffidrykkju í Túngötu 6. Nætnrlæknir í nótt. Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, ■símí 2234. Næturvörður í Lauga- vegs apóteki og Ingölfs apóteki. Friðarfélagið heldur opinn fund í Kaupþings- salnum í Eimskipafélagshúsinu mánudagskvöld 27. nóv. kl. 8ýý Fundarefni: F. Braae Hansen, frá lladerslev, flytur erindi um sambúð Dana og Þjóðverja í Suður-Jót- landi, og sýnir skuggamyndir. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir. Lá við slysi. I gærmorgun lá við slysi á Rauð- arárstíg. Var þar stór vörubifreið á leið suður götuna, þegar tvö börn á sleða komu þjótandi úr porti út á götuna 0g lentu á bifreiðinni miðri: Annað afturhjól bílsins fór yfir sleðann milli barnanna og féllu þau á götuna. Bílstjórinn bar þau inn í hús og hringdi á lögregluna. Flutti hún börnin á Landspítalann og voru þau skoðuð ]>ar, en höfðu ekkert meiðst. I fjársöfnun til kirknabygginga Frá G. B. kr. 500.00, frá Ingi- björgu Jensdóttur kr. 50.00 (afhent síra Bjarna Jónssyni). Farþegar með Gullfossi vestur og norður: Sighvatur Árnason, Einar Guðmundsson, Guðm. Þorsteinsson, Óskar Guð- mundsson, Hermann Ólafsson, Ás- björn Ólafsson, Gísli Bergsveinsson, Sigurður Kristjánsson, Kristján Sigurgeirsson, Bragi Guðmundsson, Jón Jóhannsson, Magnús Guð- mundsson, Jóhann Kristjánsson, Gunnar Ölafsson, Aðalsteinn Helga- son, Elín Elíasdóttir, Sigurbjörg Einarsdóttir, Þórhildur Karlsdóttir, Hansína Jónsdóttir, Þórdis Matthi- asdóttir, Margrét Arnfinnsdóttir, Guðmunda Jónsdóttir, Soffía Thor- oddsen, Sveinfríður Sigurðardóttir- ir, Jóhann Jónsson, Arnar O. Jóns- son, Einar Guðbjartsson, Einar Guðmundsson, Llannes Elíasson, Þorkell Ólafsson, Björn Þorgeirs- son, Sigurður Sveinbjörnsson. Jarðarför Böðvars Bjarkan fór fram 23. þ. m. að viðstöddu fjölmenni. Sr. Sig- urður Stefánsson flutti húskveðju og séra Friðrik Rafnar líkræðu í kirkju. -—; Börn úr efstu bekkjum barnaskólans stóðu í röðum beggja vegna Hafriarstrætis í ‘ nánd við Kaupvangstorg með islenska fána í höndum. Kennarar skólans báru kistuna á vþí svæði, en starfsmenn Iv.E.A. hinn hluta leiðar frá heim- ili að kirkju og frá kirkju til graf- ar. Bæjarstjórn Akureyrar bar kist- una í kirkju, en Oddfellowar úr kirkju og stóðu þeir heiðursvörð á meðan athöfnin fór þar fram. — (F.Ú.). Súðin var á Hvammstanga síðdegis í gær. Katla kom i gær frá höfnum úti á landi. Fer héðan til Ameríku, Happdrætti Sjálfstæðismanna. Iíaupið happdrættismiða strax í dag. Fást í flestum verslunum og hjá fjölda einstaklinga. Styrkið gott málefni! Náttúrufræðisfélagið hefir samkomu mánud. 28. þ. m., kl. 8.30 e. h. í Náttúrusögubekk Mentaskólans, Höfnin. Sementsskip er væntanlegt hing- að í dag. Eiði er skemtistaður allra Reykvík- inga! Dregið verður í happdrætti staðarins 1. desember. Hafið þér keypt miða? Ef ekki, þá gerið það strax í dag! Svifflugfélagið heldur dansleik í Oddfellowhús- inu annað kvöld. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.50 Fréttir. 20.15 Leikrit: Apakötturinn (Gunnþ. Halldórs- dóttir, Brynjólfur Jóhannesson, ; Gestur Pálsson, Sigr. Magnúsdótt- ir, Þorst. O. Stephensen). Kl. 22.50 Danslög frá skemtun Góðtemplara. Lélegasta hljómsveit bæjarins. Útvarpið á morgun. Kl. 9.45 Morguntónleikar (plöt- ur) : 12.00 Hádegisútvarp. 14.00 j Messa í Fríkirkjunni (sr. Hálfdan J. Helgason). 15.30 Miðdegistón- leikar: Ýms lög( (plötur). 17.20 Skákfræðsla Skáksambandsins. — 17.40 Útvarp til útlanda (24.52 m.). 18.30 Barnatími (Ólafur Friðriks- son, f. ritstj.). 19.20 Dansar úr symfóníum. 19.50 Fréttir. 20.15 Er- indi: Úr kínversku þjóðlífi (frú Oddný Sen). 20.40 Tónleikar Tón- listarskólans: Celló-sónata eftir J. Brahms (dr. Edelstein: celló, dr. Urbanitsch: píanó). 21.00 Upplest- ur: „Konungurinn á Stapa“, saga eftir Guðm. Friðjónsson (Sigurður Nordal prófessor). 21.20 Danslög. Helgadagslæknir. Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39, sími 2845. Til dómkirkjunnar. Frá N. N. kr. 100.00 (afh. frú Áslaugu Ágústsdóttur). Til nýrrar kirkju í Reykjavík: Kr. 100.00 frá J. B. (afhent síra Bjarna Jónssyni). SKERPUM skauta. Vélaverk- stæðið, Lindargötu 28. (509 REYKJAVlKUR elsta kem- iska fatahreinsunar- og við- gerðarverkstæði, breytir öllum fötum. Allskonar viðgerðir og pressun. Pressunarvélar eru ekki notaðar. Komið til fag- mannsins Rydelsborg klæð- skera, Laufásveg 25. Sími 3510. (287 LÁTIÐ okkur hreinsa og smyrja reiðbjól yðar og geyma það jTir veturinn. — örninn, Laugavegi 8 og 20 og Vestur- götu 5. (219 HEIMALITUN hepnast best úr Heitman’s litum. Hjörtur Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1. (188 ÁBYGGILEG unglingsstúlka, 15—16 ára, óskast til að gæta tveggja ára barns og lijálpa til í f búsi. Uppl. í síma 4551. (533 GENG í bús og sauma. Uppl. í síma 2501. (534 STÍÍLKA óskast Laugaveg 68, steinhúsið (miðhæð). (538 E1(ensla1 VÉLRITUNARKENSLA. Ce- cibe Helgason. Sími 3165, Við- talstími 12—1 og 7—8, (486 ItlOSNÆDll HERBERGI með húsgögnum óskast til leigu 1. des. — Upiil. 1370 á mánudag. (527 STÚLIÍA óskar eftir rúm- góðri stofu í miðbænum. Uppl. síma 2230. (529 NÝTÍSKU tveggja berbergja íbúð til leigu í vesturbænum um áramót. A. v. á. (514 2 GÓÐ herbergi með öllum þægindum og föstu fæði til leigu. Royal, Túngötu 6. (535 STÚLKA óskar eftir herbergi. Uppl. í síma 4714. (536 Y^FUNDÍK^TÍLKyNNINMk ST. FRAMTÍÐIN nr. 173. — Fundur á morgun kl. 8. — St. Morgunstjarnan nr. 11 heim- sækir. Inntaka nýrra félaga. -— Sameiginleg kaffidrykkja. Ein- söngur: Ólafur Friðriksson. — Ballet-dans: Sif Þórs. Innsækj- endur mæti ld. 8. Aðgöngumið- ar afhentir í Góðtemplarahús- inu eftir kl. 4 í dag. (539 llAPAt FIINDItl SL. LAUGARDAG fanst bögg- ull hjá „Pennanum“. — Vitjist i Sláturfélag Suðurlands. (528 TAPAST hefir tóbaksbauk- ur frá Ásvallagötu að hafnar- bakka. Skilist Ásvallagötu 16. (531 ÍKADPSKARIlJ FROSIN lifur. Hakkað ær- kjöt. Tólg. Rúllupylsur og kæfa. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnar- stræti 4, sími 1575. (480 ÍSLENSK FRlMERKI kaupir ávalt hæsta verði Gísli Sigur- björnsson, Austurstræti 12 (áð- ur afgr. Vísis). (1087 Fornsalan Hafnarstræíi 18 selur með sérstöku tækifæris- verði ný og notuð húsgögn og lítið notaða karlmannafatnaði. BESTA og ódýrasta smurða brauðið fáið þið á Laugavegi 44. —_____________(856 GAMALR BÆKUR, mynda- blöð og timarit kaupir Forn- bókabúðin Laugavejgi 63 (áður ,,Drífandi“)._____(526 GRASBÝLI sem næst R.vík óskast keypt. Tilboð, merkt: „Ræktun“, leggist inn á Vísi fyrir 29. þ. m. (530 TAURULLA, nýleg, til sölu. Sími 2895, (532 TIL SÖLU 2 stór barnarúm, stórt ferðakoffort, stand- grammófónn, tvihólfa „Voss“- . gastæki. — Málaravinnustofan Rankastræti 7 (hús J. B. & Co.) (541 iTHJQfNNINCAftl SALURINN á Laugavegi 44 er sérstaklega lientugur fyrir veislur og dans. (857 ZION, Bergslaðastræti 12 B. Á morgun barnasamkoma kl. 2 e. h. Almenn samkoma kl. 8 e. h. Hafnarfjörður, Linnetsstíg 2, samkoma kl 4 e. h. Allir vel- komnir. (537 BETANIA. — Samkoma á morgun kl. 8(4 síðd. Helgi Stef- ánsson talar. Allir velkomnir. Barnasamkoma kl. 3. (540 — Sögur í myndum fyrir börn.HRÓI HÖTTUR og menn hans. 230. HRINGURINN. — ÞaÖ er sagt, að Hrói höttur sé stoð og stytta smælingjanna? — Já, en þú ert of veikburða til að tala .. — Eg verÖ! Taktu hringinn af fingri rnér og fáðu hann í hendur manni þeim, sem nefndur er „svarti einbúinn". —- Hvar get eg haft uppi á honum ? — 1 nyrðri hluta skógarins, en fjandmenn eru alstaðar í fyrirsát. — Eg elska hætturnar meira en sjálfan mig. — Farðu nú, Hrói, áð- ur en f jandmennirnir koma aftur. Eg treysti .... UESTURINN GÆFUSAMI. 37 tveir stöðu í nokkurri fjarlægð úti við dyrnar, og gáfu honum auga og ræddu eitthvað sin á milli. „Enn — að eyða peningunum hans frænda amins, ha, Barnes?“ Martin staklc veskinu í vasa sinn. -,,Á Jiessari stundu er eg að nota mitt eigið ífé“, sagði hann. En Gerald liirti ekki um að deila um þetta. JKynnið mig“, sagði liann, — „hinum ungu meyjum — ekki vini yðar“. Hann gaf Percy Quilland hornauga og var auðséð, að lionum geðjaðist lítt að manninum. „Ilvað segið þér?“ spurði Percy og reis upp lij bálfs stórlega inóðgaður. Gerald benti honum að þegja. „Eg skal gefa mig að yður bráðum, maður sæ!l,“ sagði hann. „Eg vil, að þér komið með mér til forstjórans, Barnes, Vildi ekki hleypa mér inn, slciljið þér. Vikli svo til, að eg kom auga á yður. Þjónn, einn stól lil.“ Þjónninn hrevfði sig ekki úr sporum. For- stjórinn kom nú til þeirra. Hann leit til Martins eins og hann bæði liann aðstoðar og Martin kinkaði kolli lil hans. „Þessi heiðursmaður ábyrgist, að eg sé lieið- ursmaður,“ sagði Gerald. „Hann mælir með mér —“ „Þessi heiðursmaður er hér sjálfur sem gest- ur,“ sagði forstjórinn. „Mér þykir það leitt, herra minn, að eg verð að biðja yður að fara.“ „Ætlið þér að meina mér að setjast niður og drekka eitt glas með vinum mínum?“ „Það getur ekki orðið af ]>vi,“ sagði forstjór- inn. Reiður á svip sneri Gerald sér að Martin. „Barnes, livað segið þér —?“ „Eg held,“ sagði Marlin, „að þér ættuð að fara lieim, herra Garnham. „Heim? Hvers vegna?“ Martin hallaði sér að honum og hvíslaði: „Af því að þér eruð undir áhrifum.“ „Það er skrítið,” sagði Gerald og varð hugsi á svip, „en þér eruð þriðji maðurinn, sem segið ])etta við mig í kvöld. En þið farið villir vegar, þjónn, einn stól til.“ Martin sá, að lögi-egluþjónn var kominn inn í salinn. „Komið,“ sagði hann við Martin. „Við skulum tala við forstjórann á skrifstofu hans.“ Gerald lét sér það lynda, að Martin leiddi hann fram og er þeir komu að útgöngudyrunum, sagði hann: „Iívar er skrifstofan. Það var þar, sem —“ „Við skulum ekki óniáða liann frekara í kvöld,“ sagði Martin. „Eg ætla að fara heim með yður.‘ Martin tók nú þéttingsfast í handlegg hans og Gerald var kominn inn i bíl, áður en liann gat almennilega áttað sig á hvað var að gerast. Þegar Martin hafði komist að livar Gerald bjó gaf hann bílstjóranum fyrirskipun: „Dalgerry Chambers,“ sagði hann. „Þér eruð enginn séntilmaður, Barnes. Skilj- ið þér það, enginn séntilmaður.“ „Eg býst ekki við því,“ sagði Barnes. „Eg veit ekki hvað þér viljið vera að koma heim með mér. Eg kæri mig ekkert um, að þér komið heim með mér.“ „Eg hefi enga löngun til þess að koma yður heim. En einhver verður að gera það.“ „Ef j)ér hefðuð ekki verið að skifta yðm- af þessu væri eg farinn að dansa við þessa, sem sat hjá yður. Tja, það er hægðarleikur fyrir yður, að velja þær lagegustu, með peninga frænda míns í vasanum. Mig furðar annars á þvi, að þér skylduð ekki skila þeim aftur, fyrst hann drapst ekki.“ Martin svaraði engu. Og Gerald sofnaði. Þeg- ar að húsinit kom varð Martin að hrista hann til þess að vekja hann. „Komið upp og fáið eitt glas,“ sagði Gerald og þreifaði í buxnavösunum eftir útidyralykl- inum. Martin hjálpaði honum til að opna og kveikti fyrir hann í forstofunni. Varð hann þvi feginn, er þjónn kom út í forstofuna. „Komið með vín og glös, Mortin,“ sagði Ger- ald. ,Það er til reiðu, herra minn, á liliðarborð- inu,“ sagði þjónninn. Martin hristi liöfuðið og bjóst til að farft. „Eg verð að fara, Garnham sagði hann. „Góða nótt.“ Hann beið ekki eftir svari og fór inn í bílinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.