Vísir - 22.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 22.12.1938, Blaðsíða 2
V I S 1 R Uppreistartilraunir gegn Franco og vídtælc njósnastapfsemi* Yfipfopiogjas* í hepnum tekn- ip af lífi í tiundpadatali. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Frá Hendaye í Frakklandi er símað, að fregnir berist stöðugt yfir landamærin frá Spáni um ókyrð og jafnvel byltingartilraunir í þeim hluta Spánar, sem Franco ræður yfir. Stjórnin í Burgos hefir kannast við, að komist hafi upp um mjög víðtæka njósnarastarfsemi, og var þeirri starfsemi allri beint gegn Franco og stjórn hans. Uppreistartilraun gegn Franco var bæld niður í Burgos þ. 2. desember og ívoru þá 765 menn hand- teknir, þeirra meðal margir yfirforingjar í her hans. í San Sebastian voru tvö hundruð menn handteknir, allir yfirforingjar úr hern- um. Allir foringjar úr hern- um, sem þátt tóku í njósn- unum hafa verið skotnir, og margir f Ieiri. Ógerlegt er að svo stöddu að spá neinu um hversu víðtækar afleiðingar þessi 1 óánægja muni hafa, en það er talið, að Franco hafi orð- ið að fresta sókn, sem ráð- gert var fyrir nokkuru, vegna þessarar óánægju og uppreistartilrauna. Fregnum um það sem er að gerast, er revnt að halda leyndu og því verður ekki vitað með neinni vissu hvort Franco hefir tekist að bæla niður uppreistartilraunirnar að fullu eða ekki. Ýmsar getgátur liafa komið fram í sambandi við það, að pakki með liernaðarlegum skjölum fanst í tösku bresks vara- ræðismanns, er bann var á leið frá Spáni, yfir landamærin til Frakklands. Ekki er talið, að hann hafi verið í vitorði með sam- særismönnum, lieldur hafi pakkanum verið laumað í lösku hans. Innihélt liann liernaðarleg leyndarmál varðandi herstjórn Franco — af sumum talið varðandi sókn, sem til stóð að gera, en með vissu verður ekki um þetta vitað eins og stendur. FRANCO. Chamberbin etdunkipe eggnr að llk- iudnm stjðrn slra í jannar ð hreiö- ara grundvelii en áíur. Eden mun taka sæti i stjórninni. EINKASKEYTl TIL VlSIS. London, í morgun. Það er nú alment búist við því, — þrátt fyrir það, að Chamberlain gæfi mönnum í skyn í ræðu á þingi, að ekki væri mikið leggjandi upp úr ummælum blað- anna um tvístring innan stjórnarinnar — að hann neyðist til þess að taka til greina gagnrýni aðstoðarráðherranna, að minsta kosti að einhverju leyti, og endurskipuleggja stjóm sína, ef til vill á breiðari grundvelli en áður. Hverjar ákvarð- anir Chamberlain tekur er þó mikið undir því komið hver ár- angur verður af Rómaborgarviðræðum hans og Mussolini. Fyrir nokkuru gerði United Press að umtalsefni í skeyti líkum- ar fyrir því, að Anthony Eden fyrrverandi utanríkismálaráð- herra, fengi sæti í stjóminni á ný, en þær líkur þykja nú hafa við enn meiri rök að styðjast en þá. Lundúnadagblöðin Daily Express og Daily Mail skýra nú frá því í dag, að sterkar líkur sé fyrir því, að Eden fái sæti í stjóm- inni þegar hún verður endúrskipulögð í janúar. Stjórnmálamenn telja, að Eden muni fúsari til þess að taka sæti í stjórninni. ef hún verður endur- skipulögð á víðari grundvelli en hún nú hvílir á, en einna líklegast þykir, að Chamberlain muni snúa sér að slíkri endurskipulagningu eftir Rómaborgar- förina. VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sf m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. ímyndun? AÐ er kunnara en frá þurfi að segja, að það var ræða forsætisráðherrans 1. desem- ber, sem umræðurnar um „þjóðstjórnina“ spunnust út af. í ræðu þessari hélt náðherrann því fram, að brýn nauðsyn væri orðin á því, að hetri samvinna tækist með stjórnmálaflokkun- um í landinu, en verið hefði að undanförnu. „Hin liálfblindu stéttasjónarmið, liið miskvmar- lausa stríð milli flokkanna“ hefði „glapið okkur yfirsýn um þörf lieildarinnar“, en slíkt leiddi „hverja þjóð til glötun- ar“, þegar til lengdar léti. Það má að sjálfsögðu deila um það, hvort í rauninni hafi verið nokkur ástæða til þess að ætla, að ráðherranum væri nokkur alvara um þetta, eða hvort ummæli hans bæri ekki fyrst og fremst að skilja sem umvöndun við andstæðinga Framsóknarflokksins. En hvað sem því kann að líða, þá var sá skilningur alment lagður í orð ráðhen-ans, að hann teldi það æskilegt, að flokkarnir semdu frið með sér og tækju höndum saman um það, að ráða fram úr þeim örðugleikúm, sem nú steðjuðu að landi og þjóð. Það verður nú ekki annað sagt, en að þessum friðarboð- skap ráðherrans hafi verið sæmilega tekið af aðalandstæð- ingaflokki hans, Sjálfstæðis- flokknum. Nokkuð öðru máli virtist, að minsta Icosti í fyrstu, að gegna um samherja hans í Alþýðuflokknum. Alþýðublað- ið tók ræðunni þegar í stað mjög fálega, svo að ekki sé sterkara að orði kveðið. Það hnej-kslaðist mjög á ummælum ráðherrans um „hin hálfhlindu stéttasjónarmið“, og var al- gerlega mótfallið þjóðstjórnar- hugmyndinni. Nú virðist að vísu nokkur hreyting vera orð- in ó þessu „á yfirborðinu“, en þó dylst það engum að heldur, að Alþýðuflokknum mundi það kærast, að alt skraf um „þjóð- stjórn“ væri hið bráðasta látið niður falla. Alþýðublaðið hefir nú uin hrið lagt mikla stund á það, að leiða Framsóknarflokknum það fyrir sjónir, hvílika óvirðingu hlöð Sjálfstæðismanna hafi gert honum, með þvi að krefjast þess,semófrávíkjanlegs skilyrð- is fyrir samvinnu við hann um þjóðstjóm, að liann breyti al- gerlega um stefnu og „taki upp stefnu Sjálfstæðisflokksins“. Segir blaðið í gær, að í þessu efni hagi Sjálfstæðisflokkurinn sér gagnvart Framsóknar- flokknum alveg eins og komm- únistar hafi gert gagnvart Al- þýðuflolíknum. Árum saman liafi kommúnistar liaft þá har- dagaaðferð gagnvart Alþýðu- flokknum, „að hjóða lionum sýknt og heilagt upp á sam- fylkingu“, en með þeim skilyrð- um, að hún væri gerð á komm- únistiskum grundvelli, svo að algerlega væri fyrir það girt, að hún gæli tekist. Með sama hætti hjóði sjálfstæðismenn „nú Framsóknarflokknum svo að segja daglega upp á einskonar samfylkingu um þjóðstjórnar- myndun“, en með því skilyrði, að liann taki upp stefnu Sjálf- stæðisflokksins. En vitanlega detti Sjálfstæðisflokknum ekki í hug að Framsóknarflokkurinn taki slíku tilboði! -— Við ]>etta er nú að eins eitt að athuga, sem að vísu er þó ekki allsendis óverulegt atriði, en það er, að Sjálfstæðisflokkurinn liefir ekk- ert tilboð gert Framsóknaí*- flokknum um þjóðstjórnar- myndun. Ef um nokkurt tilhoð um þjóðstjórnarmyndun er að ræða, þá er það úr einhverri annari átt komið. Og sennilega á sú hugmjmd nokkuð langt í land. Þpíp menn handteknir. Lögreglan hefir liandsamað mennina, sem brutust inn í veit- ingastofuna á Skólavörðustíg 3, þ. 11 þ. m. Forsprakkinn er tvítugur, en annar lieldur eldri maður var í vitorði með hon- um. Þá hefir lögreglan einnig handsamað 18 ára pilt fyrir inn- brotið í rakarastofuna í Aðal- stræti aðfaranótt s.l. sunnu- dgs. Iiefir hann ekki gerst hrot- legur áður, svo að lögreglunni sé kunnugt. [lotasaiiDr milli Iretlands 09 Itoriur- landa. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Flotamálasamningur milli Bretlands annarsvegar og Dan- merkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands hinsvegar, var undir- skrifaður í breska utanríkis- málaráðuneytinu í gær. Skrif- uðu utanríkismálaráðherra og flotamálaráðherra undir hann fyrir Bretlands hönd, en sendi- herrar Norðurlandaríkjanna fyrir þeirra hönd. Með samningsgerð þessari fallast Norðurlönd á skilmála Lundúna flotamálasamþyktar- frá 1936, meðal annars um gagnkvæmar upplýsingar um á- formaða herskipasmíði. United Press. Stoyadinovitch biðst lausnar. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Stoyadinovitch forsætisráð- herra í Júgóslavíu hefir beðist lausnar fj’rir sig og ráðuneyti sitt. Er það gert í samræmi við gildandi venjur þegar kosningar hafa farið fram. Stjórnarflokkarnir fengu glæsilegan meirihluta í þing- kosningunum og vafalaust verður Stoyadinovitch falið að mynda stjórn á ný. United Press. Daily Express telur uppreist- artilraunirnar í her Francos stafa af ágreiningi milli carlista og falangista. Mikil óánægja er ríkjandi í liði Francos yfir íhlut- un ftala og Þjóðverja. Þrátt fjTÍr að stjórnin ber til baka, að um uppreistartilraunir Umræðnrnar um fjár- lögin f franska þinginn. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fulltrúadeild franska þjóð- þingsins hefir samþykt út- gjaldaliði fjárlagafrumvarpsins, en þeir nema samtals 66 mil- jörðum og 321 miljón franka. Umræður hafa staðið yfir frá því síðdegis í gær um tekjulið- ina, og er í umræðunum komið mikið inn á viðreisnar löggjöf stjórnariimar. Þegar hefir verið samþykt hækkun á launum starfsmanna hins opinbera. —- Nemur hækkunin 1 miljarða og 800.000 franka. Daladier forsætisráðherra hefir ákveðið að fara til Tunis í jólaleyfinu, eins og liann boð- aði fyrir nokkuru, er deilurnar stóðu sem hæst milli ítala og Frakka. United Press. sé að ræða, ætla menn víst, að um mjög alvarlega misklíð hafi verið að ræða og að fregnirnar hafi við rök að styrðjast. Öá- nægjan er sögð hafa komið mjög áberandi í Ijós í Zaragossa og Pamplona, auk þeirra staða, sem fyr var getið. Höfnin. Belgaum og Skallagrímur komu frá Englandi í gær, Arinbjörn hers- ir og Kári i nótt. Skallagrímur fór á vei'Öar í gær aítur. Munið aÖ kaupa blindra-kértin. Allur á- góði af þeim fer til jólaglaðnings fyrir blinda. United Press. Sum hresku blaðanna gera ráð fjrir því, svo sem Daily Telegraph og Times, að Anthony Eden verði samveldismálaráð- herra, en því embætti gegnir nú Malcolm MacDonald, ásamt ný- lendumálaráðherraembættinu. Sum bresku blöðin krefjast þess, að Eden verði falin á hend- ur stjórn þjóðvarnarmálanná, sem Sir John Anderson var falið að gegna fyrir nokkuru. I frönskum blöðum er litið svo á, að misklíðin milli Edens og Chamberlains sé úr sögunni. London 22. des. FÚ. Anthony Eden flutti stutta út- varpsræðu í gærkveldi og talaði þar um þær afar vinsælu við- tökur, sem liann og kona lians hefðu fengið meðan stóð á hinni stuttu lieimsókn þeirra til Bandaríkjanna. Hann sagði, að það væri rnjög erfitt fyrir sig, að skýra frá því til lilýtar, hve innilegar þær viðtökur hefðu verið og öll sú gestrisni, sem þeim var sýnd. Þá sagði Eden, að hann hefði aldrei farið neina ferð, sem liefði verið sér eins lærdómsrik og lil eins mikillar ' uppörfunar. Næturlæknir: Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Næturvörður í Lauga- vegs apóteki og Ingólfs apóteki. Þjdðverjar gramir Bretiim. Mikil óánægja kemur fram j’fir því í þýskum hlöðum, að Bretar liafa ákveðið að veita Kínverjum lán, að upphæð 500 þúsund ■ sterlingspund. Segja hlöðin, að Bretar sé með þessu að styðja Kína í styrjöldinni. — Geta þau um vegalagninguna í Burma í þessu sambandi og segja, að þær sé gerðar til þess að koma hergögnum til Kína. j ' NEYÐIN Á SPÁNI. Það var tilkynt í gær- kveldi af utanríkismálaráð- herra Bandaríkjanna, að Bandaríkjastjórn mundi senda hálfa miljón mæla af hveiti á hverjum mánuði í næstu sex mánuði til Spánar. Segir ráðherrann að hroða- legar fregnir hafi komið um skort og sjúkdóma frá Spáni. Hann skorar ennfremur á önnur ríki að gera það sem þau geti til þess að draga úr neyð fólksins á Spáni, og svo framarlega sem þær hafi ekki matvæli að senda, þá að enda peninga. Ameríski Rauði krossinn mun sjá um útbýtingu þessa hveitis. SPÆNSKIR HERMENN brjótast dfram í fjall-lendi að vetrartagi. Klæðleysi og matvælaslcortur er nú til- finnanlegur á Spáni, eink- um í þeim landshlutum, sem enn híta Barcelona-stiórn- inni. IIÉ/M United Press.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.