Vísir - 28.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 28.12.1938, Blaðsíða 2
VISÍR OAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Simar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sök bítur sekan. D laðið Frainsókn ræðir nokk- uð innflutning karakúlfjár- ins, og hverjir eigi sök á að svo óhönduglega hefir tiltekist, sem raun ber vitni. Getur blaðið þess að mæðiveikin, „berkla- bróðirinn“ og kýlapeslin fylgi í slóð karkúlfjárins og verði því ekki á móti mælt, og sé sök þeirra manna, sem að fjiárinn- flutningi þessum stóðu hin al- varlegasta, en þyngst hvíli á- byrgðin á herðum þeirra Páls Zophoníassonar og Hannesar dýralæknis Jónssonar, sem hafi verið sérfræðingar Búnaðarfé- lagsins og ríkisstjórnarinnar, enda hafi í öllu verið farið að þeirra ráðum að því er inn- flutning og einangrun fjárins snerti. Við íslendingar höfum öðlast sorglega reynslu af kynbótatil- raunum sauðfjár, sem stofriað hefir verið til af fákunnandi mönnum, sem hafa fjandskap- ast við alla sérþekkingu og fyr- irhyggju, og hefði verið ástæða til að gæta allrar varfærni í þessu máli, en hlaupa ekki út í óvissu að ráði manna, sem fyr- irfram var vitanlegt að höfðu engin skilyrði öðrum fremur til að dæma um öryggi eða örygg- isleysi í sambandi við ráðstaf- anir þessar. Það máttu alíir menn vita að fleiri eru pestirnar en fjárkláð- inn, og einnig hitt að íslenskur fjárstofn hefir verið einangrað- ur um aldir hér í Iandi, og hefir þvi minna mótstöðuafl gegn að- steðjandi sjúkdómum, en fé það, sem tekið hefir sjúkdóm- ana að erfðum eða átt við þá i baráttu í gegnum marga liði. Meðan Magnúsar Einarssonar dýralæknis naut við, varði hann landið erlendum búfjárpestum, og í ræðu og riti vakti hann varúð manna gegn öllu feigðar- flani í þessum efnum. Fyrir þetta hlaut hann þungar ókúrur frá „karakúl-sérfræðingunum“, sem ásökuðu hann fvrir að hann stæði gegn sjálfsögðum umbót- um í fjárræktarmálum, en það voru ekki þeir Páll Zophonías- son og Hannes Jónsson, sem öðrum fremur lögðu honum það til lasts. f þessu sambandi er einnig rétt að vekja á þvi athygli að frá því er sjúkdómar tóku að gera vart við sig í íslensku fé, sem rekja mátti til „Karakúl-hrút- anna“ hefir verið mjög hljótt nm þau mál í Tímanum, — blaði Framsóknarflokksins. Mæðiveikin hefir að vísu verið rædd þar nokkuð, en blaðið steinþagði í tvo mánuði eftir að „berklabróðurs“-sýkillinn hafði verið uppgötvaður og þess hafði verið getið í blöðum Sjálfstæð- isflokksins. Þar, sein hér er um blað að ræða, sem kennir sig við bændur, og þykist bera hag þeirra fyrir brjósti, mátti vænta þess, að það liefði strax krufið mál þetta til mergjar og beitt sér fyrir fullnægjandi ráðstöf- unum til umbóta, að svo miklu leyti, sem unt mátti teljast og cðlilegast gat heitið. — Þessa löngu þögn blaðsins undruðust margh’ og lögðu liana út sem ó- heilindi flokksins og blaðsins í vandamálum landbúnaðarins, en sannleikurinn mun vera sá, að þarna var hin vonda sam- viska að verki, og með þögn sinni viðurkendi blaðið að liinn svokallaði Framsóknarflokkur ætti þessi þrifalegu afkvæmi, — að þessir sjúkdómar væru gjöf flokksiús íslenskum landbúnaði til handa. Ef þetta er réttur skilningur mættu íslenskir bændur minn- ast þess, að gjafir liafa þeim gefnar verið, og þar eð „kara- kúl“-flokkurinn beitir enn þá sérfræðingum sínum í blöðum og útvarpi, — þeim hinum sömu og Framsókn ásakar um sauð- fjársjúkdómana, —- má ætla að haldið vei’ði áfram á óheilla- brautinni. En úr þvi svo er komið, sem komið er og ef einhverjum ein- staklingum má um það kenna sérstaklega, myndi mönnum ekki virðast það óeðlilegt, að þeir skipu'ðu engar uppliefðar- stöður sem sérfræðingar, eða væru ekki hafðir mjög á oddi af ráðaflokkunum, en það út af fyrir sig að menn þessir njóta sömu ástúðar og áður frá liendi framsóknar, felur í sér sönnun þess að flokkurinn tekur syndirnar á sínar herðar. Mun þar sannast hið fornkveðna: Sök bítur sekan. ¥. b. Gallfoss ðreglnn tll HornafjarSar með bilaða vél. V.b. Gullfoss, á leið frá Aust- fjörðum til Suð.urlands, varð fyrir vélarbilun í gær, og lagðist fyrir akkeri við Hrollaugseyjar. Vélbátur var sendur frá Horna- firði og dró hann v.b. Gullfoss þangað. Kl. um 2(4 í gær var hringt til Slysavarnafélagsins frá Hala í Austur-Skaftafellssýslu og sagt, að vélbátur væri austan- vert við Hrollaugseyjar og var þess getið til, að vél bátsins hefði bilað. Slysavarnafélagið hringdi til Hornafjarðar um kl. 4 og bað um að vélbátur yrði sendur á vettvang til þess að svipast eftir bátnum. Lagði v.b. Björgvin af stað þeirra erinda og var hann kominn að eyjunum kl. 9 í gær- kveldi. Lá v.b. GuIIfoss þar fyrir akkeri með bilaða vél og dró Björgvin liann til Hornafjarðar. Veður var gott, en öruggast þótti að bregða við þegar í stað og koina bátnum til hjálpar. Gjafir til Slysavarnafélags fslands. I rekstrarsjóÖ bj örgunarskipsins: Snæbjörn Ólafsson skipstjóri kr. 140.00, Vélbáturinn „Björgvin“ Ei- ríkur Tómasson, Grindavík, kr. 15.00, Lúther Grímsson kr. 5.00, GuÖm. Kr. GuÖmundsson kr. 5.00, Mona Magnúsdóttir kr. 2.00, Elín Sigurjónsdóttir kr. 2.00, Sverrir Briern kr. 5.00, Arnljótur Davíðs- son kr. 5.00, Einar Þorsteinsson kr. 5.00, Magnús Gu'Öbrandsson kr. 5.00, Sigurður Guðmundsson kr. 5.00, O. H. kr. 3.00. ÁtSur auglýst kr. 752.00. Nú samtals kr. 949.00. Kærar þakkir. — J.E.B. GOring fer á fund Mussoíiui, - þegar ChamberlsiD er komiun heim frá Rdmahorg. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Stjómmálafréttaritari Lundúnadagblaðsins Daily Telegraph birtir fregn um það í blaði sínu í dag, að Göring marskálkur muni fara til Rómaborgar í janúarlok í þeim tilgangi að ræða ný- lendukröfur ítala. Áður hafa borist fregnir um það, að hershöfðingjar Þýskalands ætti að vera við því búnir, að styðja kröfur Hitlers í febrúarmánuði næstkomandi. Hverjar hinar nýju kröfur em vita menn ekki með vissu, en af fregninni um hið fyrirhugaða ferðalag Görings þykir mega ráða, að Þjóðverjar muni ætla að styðja nýlendukröfur ítala. Búast menn því við traust- ari samvinnu en nokkuru sinni milli ítala og Þjóðverja og að miklar kröfur verði gerðar nokkurum vikum eft- ir áramót af Mússólíni og Hitler, hvorum um sig eða sameiginlega. Fréttaritari Daily Telegraph segir, að það sé fjölda margt sem bendi til þess, að Þjóðverjar ætli sér að styðja nýlendukröfur Mússólíni, og styðji þær raunverulega, þótt hyggilegast hafi þótt að hafa ekki hátt um þann stuðning. Telur stjórnmálafréttaritarinn, að Þjóðverjar muni styðja bæði kröfur ítala um Túnis og kröfur þeirra viðvikjandi hafnarborginni Djibouti i Franska Somalilandi og járnbrautinni þaðan til Addis Abeba, svo og muni þeir styðja kröfur þeirra viðvíkjandi Suez- skurðinum. í stað þessa styðja ítalir þá að sjálfsögðu kröfur þær, sem Hitler hefir gert um að öllum hinum gömlu nýlendum Þjóð- verja verði skilað aftur. En þótt tiltölulega hljótt hafi verið um þær kröfur rétt í bili er skamt síðan er þær voru á dagskrá, því að Hitler vék að þessum kröfum við Chamberlain í Þýskalands- ferðum lians og kvaðst mundu krefjast nýlendnanna, en það mál mundi þó ekki verða styrjaldarefni milli Breta og Þjóð- verja. Eftir það hefir málið verið rætt af miklu kappi, tekið til umræðu í breska þinginu o. s. frv., auk þess, sem það hefir verið mjög rætt og leitt til mótmæla í nýlendunum sjálfum. Mótspyrnan gegn Jiessuni kröfum er orðin svo megn, að mjög hefir dregið úr líkunum fyrir því, að þessum kröfum verði sint. En engum dettur í hug, að krafan verði látin niður falla af Þjóðverjum. Þykir það því athyglisverð frétt, sem Daily Tele- graph birtir í dag, um enn niánari samvinnu Þjóðverja og ítala í þessum málum. Og ekki vekur það minsta athygli, að viðræð- ur Mússólíni og Görings eru ráðgerðar í janúarlok — eða skömmu eftir að viðræðum þeirra Chamberlains og Mússólíni er lokið. En viðræður Görings og Mússólíni fara fram, segir fréttaritariim, í þeim liöfuðtilgangi, að samræma kröfur og stefnu ítala og Þjóðverja í nýlendumálunum. United Press. - segii? Daily Telegraph, Sókn Francos I Katalonín. Her hans hefir tekið 7000 fanga. EINKASKEYTI til VlSIS. London, í morgun. Samkvæmt fregn frá Burgos í morgun hafa hersveitir þjóð- ernissinna sótt fram 25 kílómetra — þar sem þeim hefir orðtð mest ágengt — frá því er sóknin hófst í síðastliðinni viku. Áður höfðu borjst fregiiir um, að hersveitirnar hefði sótt fram Iengst 30 kílómetra. í hinni opinberu tilkynningu segir, að her Francos sé kominn 15 kílómetra frá Burgell, þar sem sóknin byrjaði, Þjóðernissinnar héldu áfram sókn sinni á öllum vígstöðvum Kataloníu í gær. Samkvæmt opinberri tilkynningu hafa þeir alls tekið um 7000 fanga. í tilkynningu Barcelona-stjórnarinnar segir, að þjóðernissinnar hafi haldið áfram, sókn sinni allan daginn í gær af hinum mesta ákafa, en sókn þeirra hafi verið hrundið og hafi orðið hið mesta manntjón í liði þeirra. United Press. London 28. des. FÚ. Uppreistarmenn á Spáni til- kynna að þeir haldi sólcn sinni áfram og séu hvarvetna að vinna á. ítölsk blöð birta í því sambandi langar fregnir um hina frækilegu frámgöngu ítalskra hermanna á Spáni, og telja þeim sigrana að þakka, en stjórn uppreistarmanna, heldur því fram, að í liði henn- ar séu ítalir að eins 10% . Þremur breskum skipum var sökt í loftárásinni á Barcelona í gær fyrir utan Stancroft sem áður hefur verið skýrt frá. Gyðinganýlenda á Gnyana. Berlín, 28. des. — FÚ. Enskur stjórnmálamaður og liagfræðingur, Sir Arthur San- ter skrifar grein í íhaldsblaðið „Times“, þar sem hann leggur fram áætlun um stofnun Gyð- jnganýlendu í stórum stíl. Sting- ur liann upp á því, að Gyðing- um só fengin breska Guýana til innflutnings. Einnig telur hann, að franska og Hollenska Guy- ana komi til mála. IJeldur hann, að Gyðingavandamálið sé leys- anlegt á slíkum grundvelli. Telur hann að með sköpun slíkrar Gyðinga-nýlendu gæti Zð $ T - P R E U S S E N DEILURNAR UM MEMEL. Mynd þessi sýnir uppdrátt af Memel og eina stjórnarbygginguna þar í borg. Menn hafa óttast að undanförnu, að Hitler ætlaði að gera tilkall til Memel innan skannns, en nýlega fóru fram kosn- ingar í Memel og fengu nazistar 25 þingsæti af 29. Chamberlain svaraði skriflega syrirspurn, sem gerð var um Memel, í neðri málstofunni,, á þá leið (skv. FÚ.), að Hitler liefði lofað honum því í Berchtesgaden, að láta Memel og Memellandsvæði óhreyft meðan stjórnin í Lithauen virti Memel- sátlmálann. — Memel eða Klaipeda er við Eystrasalt, um 74 enskar mílur frá Köningsberg í Aust- ur-Prússlandi, en með sótlmála sem undirskrifaður var í mai 1924, vru yfirráð Memel fengin Lit- liauen í liendur, en Memel hefir takmarkaða sjálfstjórn og fjármálastjórn í eigin höndum. Memel hefir sitt eigið þing. Memelhéraðið er 1025 ferh.m. enskar að flatarmáli og íbúatala þess er 145.000 en Memelborgar 36.000. — Lithauar fengu Memel til þess að fá aðgang að sjó. Pólverjar nota höfnna nokkuð. Englandi bæst samveldisríki. eitt blómlegt Knattspyrnan Englandi. a Leikarnir á aðfangadag fóru allir fram, þrátt fyrir fannkyng- ina og urðu úrslit þessi: Aston Villa—Grimsby T. 0:2; Charl- ton—Bolton 2:1; Chelsea—Liv- erpool 4:1; Everton—Blackpool 4:0; Huddersfield—Brentford 1:2; Manch. U.—Middlesbrough 1:1; Portsmouth—Arsenal 0:0; Preston—Leeds 2:0; Stoke C.— Löicester 1:0; Sunderland— Birmingham 1:0 og Wolver- hampton—Derby 0:0. 2. í jólum var aftur kept, en þá varð að fresta þrem leikjum vegna fannkyngi: Arsenal— Charlton, Bolton—Preston og Brentford—Portsmouth. Hinir leikirnir fóru svo: Birmingham -—Middlesbrough 2:1; Black- pool—Huddersfield 1:1; Ever- ton—Derby 2:2; Grimsby— Wolverhampton 2:4; Leeds— Chelsea 1:1; Mancliester U.— Leicester 3:0; Stolce—Liver- pool 3:1 og Sunderland—Aston Villa 1:5. Loks var kept 3. jóladag og fóru þá leikar svo: Aston V.— Sunderland 1:1; Charlton A.— Arsenal 1:0; Chelsea—Leeds 2:2; Derby C.—Everton 2:1; Huddersfield—Blackpool 3:0; Leicester—Mancli. U. 1:1; Liv- erpool—Stoke C. 1:0; Middles- bro’—Birmingham 2:2; Ports- mouth—Brentford 2:2; Preston —Bolton 2:2 og W’hampton— Grimsby 5:0. Röðin er þá þessi: Leikii ■ Mörk Stig Derby Co. 23 44—26 33 Everton 22 46—24 30 W’hampton 22 38—17 27 Charlton A. 21 31—26 26 Liverpool 22 37—23 25 Middlesbro’ 22 46—36 24 Grimsby 22 32—34 23 Leeds U. 22 38—40 23 Aston V. 22 37—33 22 Stoke C. 22 31—39 21 Arsenal 21 24—21 20 Bolton W. 21 32—31 20 Mancli. U. 22 30—30 20 Sunderland 22 28—35 20 Portsmouth 21 23—32 20 Huddersfield 23 31—26 19 Preston 21 27—32 19 Blackpool 22 28—38 19 Chelsea 22 29—43 19 Leicester C. 23 27—41 18 Birmingham 23 36-^10 17 Brentford 21 28-44 17

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.