Vísir - 05.01.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 05.01.1939, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLA9 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. FélagsprentsmiSjan h/f. Gengis- lækkun. U ÉR í bænum er nú ekki um ^ annaö meira rætt en það, hvort gengi krónunnar verði lækkað. Slíkt hefir að vísu oft verið rætt áður en aldrei hefir það Iegið svo ákveðið í loftinu og nú, að svo kunni að fara. Óvissan vekur óróa lijá mörg- um, þvi að gengisfall mimdi veita mörgum þungar búsifjar. Krafan um lækkun krónunn- ar stafar fyrst og fremst frá út_ vegsmönnum. Þeir munu allir líta svo á, að slík ráðstöfun sé nauðsynleg til þess að koma sjávarútveginum á réttan kjöl og fá reksturinn íil að bera sig. Þessar kröfur verða nú ákveðn- ari með degi hverjum, enda virðist nú ekki nema tvent liggja fyrir útveginum: að leggja árar i hát og setja ekki skipin á flot, eða finna ráð sem dugir til þess að útgerðin beri sig. Hér er ekki um annað að gera en að hrökkva eða stökkva. Fundur fisksölusamlagsins, sem frestað var í vetur, á að hefjast aftur 10. þessa mánaðar eða í miðri næstu viku. Fyrir þann tíma er gert ráð fyrir að milliþinganefnd í sjávarútvegs- málum birti tillögur þær er hún mun bera fram til viðreisnar útveginum. Verður því bráðlega úr því skorið hver leið verður farin í þessum málum, Þótt getgátur gangi nú fjöll- unum hærra um það, að útveg- inum eigi að bjarga með lækk- un krónunnar, þá getur Vísir fullyrt það, að ennþá hafa eng- ar ákvarðanir verið teknar um slika ráðstöfun. Ennþá eru all- ar fullyrðingar um þetta aðeins ágiskun, sem ekki styðst við neitt annað en þá trú, að engin önnur leið reynist fær til bjarg- ar. — Hins vegar geta atvikin kom- ist á hraða rás þegar jarðveg- urinn hefir verið vel undirbú- inn og ákvarðanir ef til vill teknar í skyndi um mikilvæg mál, sem þetta, er varðar af- komu hvers einasta manns í landinu. Allir eru á einu máli um það, að þjóðin verði að færa fórnir, ef með þarf, til að bjarga stærsta atvinnuvegi sínum frá hruni. En ef sú fórn verður færð, sem hér er gerð að um- talsefni, þá á þjóðin heimtingu á þvi að fá vissu fyrir, að fórn- in verði ekki færð fyrir gíg og útvegurinn standi eftir jafn ó- sjálfbjarga og áður. Allur almenningur i landinu mundi verða að taka afleiðing- um gengislækkunar að meira eða minna leyti með hækkuðu verði á erlendum vörum. Samt Ræöa hans fær góðar midip- tek:tip í breskum og fpdnsk- um blöðuxn. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Bresku blöðin Ijúka miklu lofsorði á ræðu þá, sem Roosevelt Bandaríkjaforseti flutti í gær síðdegis á þjóðþingi Bandaríkjanna hinu sjö- tugasta og sjötta. Eins og að vanda er þjóðþingið kem- ur saman flutti ríkisforsetinn því svo kallaðan ársboð- skap, þar sem hann gerir grein fyrir stefnu stjórnarinn- ar varðandi ýms þau mál, sem á döfinni eru, utan lands og innan. En af því, sem Roosevelt forseti gerði að um- talsefni að þessu sinni vöktu mesta athygli þau um- mæli hans, að víða hefði lýðræðið verið fótum traðkað, margskonar misrétti framið og samningshelgin óvirt, en Bandaríkjamenn myndi halda fast við hugsjónir sínar um lýðræði, einstaklingsfrelsi og trúbragðafrelsi, og yrði þjóðin að vera við því búin að verja hugsjónir sínar og heimili. Bresku blöðin líta á ummæli Roose- velts hér að lútandi sem stranga aðvörun til einræðis- ríkjanna. Daily Telegraph segir, ummæli Roosevelts bendi til, að Bandaríkin hafi tekið enn ákveðnari afstöðu til al- þjóðamálanna en áður. Blaðið Daily Herald segir, að ræða Roosevelts muni verka sem uppörvun og hvatning á hverja þá þjóð, sem þurfi uppörvunar og hvatningar með, en jafnframt sem aðvörun til þeirra, sem aðvörunar þurfi. ,rr- íí, . : Frakkneska blaðið Le Popu- Iairp fer þeim orðum um ræðu Roosevelts, að hann hafi flutt heiminum mikinn boðskap. Auk ummæla þeirra, sem að framan var að vikið, vöktu einna mesta athygli ummæli hans um hlutleysislögin svo kölluðu, en þau voru upphaf- lega sett til öryggis hlutleysi Bandaríkjanna — til þess að koma í veg fyrir að þau flækt- ust inn í styrjaldir, sem þau vildi engin afskifti af hafa, en í reyndinni hafa þau haft þau á_ hrif, að ágengnisþjóðunum hef- ir orðið gagn að, en þeim, sem fyrir ágengni hafa orðið, ógagn. Kvaðst Roosevelt myndi stinga upp á, réttlæti og friði til vernd- ar, að nokkurar brejdingar verði gerðar á þessum lögum. United Press. verður að ætla, að frjáls inn- flutningur, sem ólijákvæmilega hlyti að fylgja í kjölfar krónu- lækkunar, mundi liafa mikil á- hrif í þá átt að halda niðri verð- inu. Það væri barnaskapur að setja á gengislækkun án þess að upplausn haftanna fylgi á eftir. Þótt gengislækkun hlyti að valda mörgum mikilla örðug- leika, mundi engin stétt þjóðfé- lagsins eins hart leikin og versl- unarstéttin eða sá hluti hennar sem fæst við innflutninginn. Samkvæmt valdboði gjaldeyris. nefndar, vegna hins erfiða gjaldeyris-ástands, verða inn- flytjendur að kaupa flestar vör_ ur með 3—6 mánaða gjaldfresti. Aulc þess skulda þeir stórfé í er- lendri mynt fyrir kröfur sem ekki hafa fengist yfirfærðar. Á þennan hátt skulda innflytjend. ur fyrir allskonar nauðsynjar, sem þegar eru fluttar til lands- ins, að líkindum 15—20 miljón- ir króna í erlendum gjaldeyri, þegar öll kurl eru komin til grafar. Það er ekki nokkur sanngirni í því, að þessir aðilar taki á sig alt það stórkostlega tap, sem krónulækkun mundi valda, eingöngu vegna þess, að þeir hafa orðið að flytja nauð- synjar til landsins gegn ó- venjulega löngum gjaldfresti, vegna hins erfiða gjaldeyrisá- stands. Þeir munu ekki skorast undan að taka á sig byrðar að sínu leyti, sem aðrir landsmenn. En það má ekki í þessu efni leggja versluninni þann hurðar_ ás um öxl, sem hún fær eklci undir risið. Þáð, yrði að finna leið úr þeim vanda... Bankarnir og ríkissjóður hlytu og Tnikið afliroð að gjalda vegna gengislækkunár. ’Ekki er enn vitað hver afstaða bank- anna er til þessa máls, en af- drif þess hljóta að miklu leyti að fara eftir því, hvað þeir segja. Vel getur farið svo, að gengislækkunin verði aldrei annað en illur draumur, en best mun þó að vera viðbúinn hverju sem að höndum ber. Mæðiveikin í Borg- arfirði er f rénun. Veðurfar hefir verið ágætt í Borgarfirði í haust og það sem af er vetrfnum. jÞó gerði all- snarpan byl þann 30. s. 1. í efri hluta héraðsins Snjór er samt lítill sem enginn, þegar dregur nær sjó. Á nokkrum efstu bæj- um héraðsins hefir féð gengið úti fram undir jól. Hin illkynjaða fjárpest — mæðiveikin — sem til þessa hef- ir verið mesta áhyggjuefni borg_ firskra bænda, virðist vera í verulegri rénun, í þeim hrepp- unum, sem hún byrjaði fyrst að gera vart við sig í. Eru menn orðnir vongóðir um, að sá fjár_ stofn, sem nú er eftir, muni standast veikina — og ef svo er — benda allar Iikur til þess, að bændum takist á örfáum árum að rétta fjárstofn sinn við, því að á síðastliðnu hausti létu þeir öll gimbrarlömb lifa á því svæðinu sem veikin er í rénun. Skólahúsin í Reykholti og á Hvanneyri hafa verið endur- bætt í sumar, svo að nú rúma þau fleiri nemendur en áður, í Reykholti eru um 100 nemend- ur en á Hvanneyri um 60. Ljósatími bifreiða og annara ökutækja, er nú frá kl. 3.20 að kveldi til kl. 9.50 að morgni. to fraicos sækir eno In. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Samkvæmt opinberri til- kynningu, sem gefin var út i Burgos eru hersveitir þjóðernissinna komnar inn í útjaðra Borjas Blanca. Hefir þjóðernissinnum mið- að best áfram á þessum hluta vígstöðvanna undan- gengin dægur, en annar- staðar er sókn þeirra hæg- fara. United Press. ' Lelnsur UncolRS [llsirtbs. Oslo 4. jan. Frá Washington er símað, að leiðangur Lincolns Ellsworths sé kominn að meginísnum á suðurskautssvæðinu. — Flugvél var send frá leiðangursskipinu í gær til þess að leita að hentug- um stað fyrir aðalbækistöð og lendingarstað. Þaðan verða svo farnar rannsóknaflugferðir suð- ur yfir suðurheimskautslöndin. NRP. — FB. Uppreistarmenn á Spáni hafa tekið 45 smábaei. Oslo 4. jan. Uppreistarmenn á Spáni halda áfram sókn sinni, en mið- ar hægt víðast hvar. Á svæði því, sem þeir hafa náð á sitt vald eru 45 smábæir og þorp. NRP—FB. Sigurför Dalaáier og afstaða Þjóöverja til ítala og Frakka. Það vekur atliygli, að í þýsk- um blöðum er skrifað á þá leið, í tilefni af för Daladiers, að þótt Þjóðverjar vilji vernda ágæta sambúð ítala og Þjóð- verja, megi Þjóðverjar ekki gleyma yfirlýsingu þeirri, sem Frakkar og Þjóðverjar hafi undirskrifað um að varðveita friðinn sín á milli. Daladier hefir sent Lebrun Frakklandsforseta skeyti, bæði frá Korsíku og Tunis um hin- ar ágætu viðtökur, sem hann hafi fengið, og borið honum og Frakklandi kveðjur Korsíku og Tunis og soldánsins, og hef- ir forsetinn svarað með löngum skeytum, þar sem hann segir, að öll franska þjóðin sé hjart- anlega glöð yfir sigurför hans. Daladier ráðgerir að vera kominn til lieimilis síns í Or- ange þann 7. janúar, en þann 10. þ. m. verður þingið sett. ROOSEVELT I SKRIFSTOFU SINNI. Daladier á leið til Algier. Herlormgjalundur í Algier-borg á morgun. EINKASKEYTl TIL VÍSIS. London, í morgun. Daladier forsætisráðherra Frakka er nú kominn til Algier og bendir alt til, að honum muni verða fagnað þar af engu minni innileik en í Tunis. Þegar Daladier hafði lokið við að; skoða víggirðingar Frakka’í Gabes og við Iandamæri Tunis og Libyu var tilkynt, að hann mundi leggja af stað í dag í ferð sína til Algierborgar. Samkvæmt símfregn þaðan er verið að undir- búa komu Daladier til Algier af miklu kappi. Nogues, aðalher- foringi Frakka í Marokko, kom til Algier-borgar í morgun, loftleiðis frá Rabat. Þar verður haldin ráðstefna á föstudpg og taka þátt í hennr, auk Daladiers og Nogues herforingja, hélstu herforingja Frákka í Marokko, Tunis og Algier. United Press. DALADIER í HÓPI BLAÐAMANNA. (Algier er eilt af Norður-Af- j ríkulöndum þeim, sem lúta j stjórn Frakka. Það liggur að . Miðjarðarhafi og eru strand- : héruðin frjósöm, en er kemur lengra inn í landið eru sand- auðnir miklar. Algier er að flatarmáli 847.500 ferhyrnings- mílur enskar. Algier-borg er liöfuðborgin. íbúarnir lifa á á- vaxta-, hveili- og byggræktun o. s. frv. Ennfremur fiskveið- um. Námur eru nokkurar í Al- gier (járn aðallega). — Járn- brautir eru víða um landið og ágætir vegir. Frakkar liafa landstjóra í Algier og liafa þeir þar mikinn lier, meðal annara herdeilda hina frægu útlend- inga-herdeild. íbúatala Algier er 6.553.000 (1934). Innfæddu þjóðflokkarnir, sem byggja Al- gier eru aðallega Arabar og Berbar. — Með vaxandi fram- takssemi og auknum herafla ítala í Libyu, samfara því sem ítölsk blöð liafa haft í hótun- um við Frakka, þykir Frökk- um nauðsyn að liafa landvarn- irnar i sem bestu lagi í lönd- um sínum í Norður-Afríku, og þess vegna var eftirlitsferð Da- ladiers farin þangað, aulc þess sem hún á að sýna ítölum, að Frakkar sé ákveðnir í að varð- veila hin traustu tengsli milli Frakldands og annara landa, sem franski fáninn blaktir yfir. Hafa liinar innilégu undirtekt- ir, sem Daladier hefir fengið í yfirstandandi ferð sinni, eins. og hermt liefir verið í skeytum til Vísis, haft mikil álirif í ít- alí.u, og líklegt er, að þau áhrif komi einnig til greina, er þeir Cliamberlain og Halifax lá- varður ræða við Mussolini og Ciano greifa eftir fáa daga). Höfnin. Timburskip, Ophir, kom í gær til Völundar. Enskur togari, Fairway, kom í gærkveldi og tók fiskilóðs. Hilmir kom frá Englandi í nótt_ Kári kom af veiðum i morgun. Kolaskipið Stesse fór i morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.