Vísir - 07.02.1939, Side 3

Vísir - 07.02.1939, Side 3
VISIR Þátttaka Islands í heims- sýningunni í New York. Greinargerð frá sýningarneMinni og lýsing á tilhðgnn íslanðsdeildar sýningar innar. Niðurl. Beggja megin við kortið er raðað stórum, vönduðum ljós- myndum, jafnframt því, sem veggflölurinn er notaður til þess að skýra á sem einfaldastan og greinilegastan liátt, hvernig komist verður til Islands og livernig skipakosti landsmanna sé háttað. Fvrir neðan kortið og myndir þær, sem getið hefir ver- ið um, verður komið fyrir sér- stökum útbúnaði, þar sem menn geta horft á minni myndir við alveg sérstök lýsingarskilyrði. Auk þess er niðri í skálanum setustofa, til livíldar fyrir sýn- ingargesti. Verður reynt að koma þar fyrir nýtísku íslensk- um húsgögnum og láta stofuna bera svip af íslepskum salar- kynnum á vorum tímum. Á veggjunum verða íslensk mál- verk til skreytingar og önnur ís'- lensk veggskreyting. Andspænis sýningunni á land- inu sem ferðamannalandi er bogadreginn veggur, sem not- aður verður til að sýna Reykja- vik og verklegar framkvæmdir hæjarins. Verður Sogsvirkjunin sýnd þar og ennfremur hin fyr- irhugaða hitaveita, enda er það tilgangur heimssýningarinnar, að sýna einnig framtiðina, eða eins og' isýningarst|jórnin i Bandaríkj ununi orðar það: „The World of To-morrow“. Á miðjum þessum vegg er iioga- mynd af Reykjavíkurbæ. IVeir stigar liggja upp á sval- irnar, sinn i hvorum enda húss- ins. I>egar upp kemur, ef geng- ið er upp vallarmegin, kemur maður fyrst að herbergi, sem verður komið fyrir sem hólca- herbergi. Herbergi þetta verður útbúið í forníslenskum hað- stofustil, og húsgögn þar mni smíðuð og útskorin hér heima i fornum stíl, klædd islenskum dúk. Á veggnum, sem blasir við marnii, þegar inn er komið, verða bóltaskápar, alsettir vönduðum og merkum ís- lenskum bókum, er dr. Halldór Hermannsson hefir góðfúslega lofað að lána úr bókasafni dr. Fiske. Ennfremur verða þar sýndar allar handritaútgáfurn- ar, sem Levin & Munksgaard og Háskóli íslands góðfúslega lána. Fyrir miðju, þegar inn er komið, er yfir bókaskáp komið fyrir mynd Einars Jóns- sonar: Einbúanum i Atlants- hafi. Sill hvorum megin tillilið- ar verða tvær litíar hogamyndir, er sýna Snorra Sturluson að sagnritun, og kvöldvöku í sveit. Nú taka við 3 sýningarbásar. Þann fyrsta á að nota til að kynna stjórnskipun landsins frá upphafi og fram til vorra tíma. Þar verður styfta Ingólfs, eftir Einar Jónsson, mynd af Al- þingi hinu forna á Þingvöllum, mynd af Alþingishátíðinni og loks af þinghúsinu að utan og innan, ef til vill af fundi i sam- einuðu Alþingi o. fl. Yerða þar jafnframt sýndir helstu merkis- viðhurðir i sögu vorri. Næsti hásinn verður helgað- ur mentun þjóðarinnar og menningu. Verður þar stór bogamynd af háskólahverfinu í Reykjavík og myndir af skólum og skólafólki frá barnaskóla upp i háskóla. Verður þar með línuritum og myndum reynt að skýra frá starfsemi helstu menningarstofnana þjóðarinn- ar, svo sem þjóðkirkju og út- varps, hóka- og blaðaútgáfu. I fyrsta básnum á svölunum verður svo fyrir komið mynd- um og línuritum um heilbrigð- ismál þjóðarinnar, heilsufar, i- þróttalíf og félagslíf. Verður þar sýndur Landsspitalinn, herkla- íiælin, sundhöllin i Reykjavik að utan og innan og fólk að ýmsum íþróttum. Framhald af þessum hás er stór veggflötur, og verður þar fyrir komið nýju litteiknuðu landabréfi af íslandi. Er það 2Vá meter á hreidd. Kort þella er gert af Geodætisk Institut i Kaupmannahöfn, eftir fyrirsögn Geirs G. Zoéga vega- málastjóra. Verða þar sýndir allir vegir á íslandi, brýr, sima- linur, vitar, kirkjur, skólar og helstu merkisstaðir við sjó og í sveit. Landabréf þetta er skýrt með litlínum. Framan við básana og sitt hvoru megin við hókaherbergið koma 4 súlur, og verða þær 1,6 —2 m. háar. Þar verða þessi listaverk: „Móðir jörð“ og „Glíma“ eftir Einar Jónsson, og „Sæmundur á selnum“ og „Vík- ingurinn“ eftir Ásmund Sveins- son. Þarna fyrir framan básana við bandriðið á svölunum verða sæti. Eru þau andspænis kvik- inyndatjöldunum og eru ætluð þeim sýningargestum, sem vilja staldra við og liorfa á íslands- kvikmyndina. Samskonar sæti verða og niðri. Vörusýningunni verður þann veg fyrir komið, að sýningar- munirnir verða í sérstökum skápum. Eru 3 stórir skápar niðri, 2 á miðju gólfi, en 1 á veggnum á milli landbúnaðar- og sjávarútvegssýningarinnar. I þessum skápum verða sýndar landbúnaðar- og sjávarútvegsaf- urðir svo sem föng eru á og smekkvísi leyfir. Auk þess eru 5 smærri skápar við stigann, og verða þar sýndir einstakir list- munir og listsmiði, eftir okkar bestu liagleiks- og listamenn. Nokkur úrvalsmálverk verða flutt vestur lil skreytingar, og er þeim ætlaður staður á tveim stórum veggjum, auk þess sem málverk verða einnig, eins og að framan getur, i setustofunni. Framan á svalarhrúninni verður 30 m. löng mynd af fjallatindum íslands, sem ýmist rísa tærir og tignarlegir úr hafi eða teygja sig upp úr skýjum. Á þcssi mynd að tákna íslemka fjallasýn. Litir verða svart, hvítt og silfur og túlkun lands og lita fáguð, en kröftug. Viðsvegar um skálann verða settar höggmyndir eftir íslenska listamenn. Ennfremur verða sýnd model af húsum, t. d. þjóð- leikhúsinu, háskólanum o. fl., slcipum, veiðarfærum, og mjög vönduð líkön af öllum lielstu nytjafiskum landsins i eðlilegri stærð, mótuð erlendis eftir fisk- um, er sendir hafa verið héðan að lieiman, liraðfrystir. Einnig eru sýndir i skáp út- stoppaðir íslenskir fuglar, þ. á. m. örn, fálki, æðarfugl, rjúpa o. fl. — Á mörgum veggjurp sýning- arskálans verða allskonar hag- fræði^eg línurit, er skýra frá högum þjóðarinnar, verslun, iðnaði og öðrum atvinnugrein- um og atvinnuháttum. Lýsing hússins er sVo fyrir komið, að öllum Ijósaútbúnaði verður leynt og notuð óbein lýs- ing. í skálanum eru aðeins tveir langgluggar, einn á livorri hlið, og eru þeir fyrir ofan inngang- inn og ná upp undir þak. Frímerkjasýning verður einn- ig sérstaldega útbúin, og verða þar sýnd öll frímerki, sem gef- in liafa veriö út á íslandi. Hefir póststjórnin góðfúslega lofað að lána þau, og í þessu sambandi má geta þess, að gefin verða út sérstölc frímerki vegna þátttöku vorrar i heimssýningunni, enda gefa margar aðrar þjóðir út slík frímerki, svo sem Frakkar, Tékkóslóvakar, Brasilíumenn o. fl. Eins og getið hefir verið um hér að framan, er lil þess ætl- cst, að sýnd verði íslands-kvik- mynd daglega, á þeim timum dags, er reynslan sker úr, að hest hentar. Kvikmynd þessi er mjófilma, þótt allmikill hluti hennar hafi verið tekinn sem breiðfilma. Nú er komið til New York mjög mikið efni i þessa íslensku kvikmynd, sem verið er að vinna úr og setja saman. Til þess er ætlast, að kvikmynd- in gefi allítarlega lýsingu á liöf- uðatvinnuvegum og lifnaðar- Iiáttum landsmanna og landinu sjálfu, Að tilhlutun ýmissa stofnana, sem sérstaklega eru tengdar sjávarútveginum, hefir verið tekin mörg þúsund metra filma af öllum greinum sjávar- útvegsins. Þetta er hreiðfilma, en sérstökum hluta hennar verður breytt i mjófilmu, þann- ig, að eftir sýninguna eiga að vera til tvær ágætar sjávarút- vegsfilmur örrnur breiðfilma og liin mjófilma. Er ætlast til jiess, að breiðfilman, sem full- gerð verði vestra, verði síðan sýnd sérstaklega í kvikmynda- búsum víðsvegar um heim. Þá hefir einnig verið tekin mjög ítarleg filma af landbún- aðinum (mjófilma), sem einn- ig verður sýnd síðar og víðar sem sjálfstæð filma, en jafn- framt þessu hefir verið ferðast víðsvegar um ísland til þess að ná myndum úr þjóðlífinu og af fegurstu og einkennilegustu náttúrfyrirbærum. Allmikill hluti af þessu efni liefir verið tekinn á litfilmu, sem ]iegar eru fregnir af, að hefir tekist sér- staklega vel. Þá hefir og flota- málaráðuneytið danska sýnt þá góðvild að leyfa, að notað vrði á sýningunni alt, sem óskað yrði eftir úr filmu, sem Orlogskap- tajn A. M. Dam tók hér í sumar. Englendingur einn, sem ferð- aðist um landið þvert og endi- langt i sumár, The Hon. Marlc Watson, og tók hér litaða mjó- filmu, hefir einnig verið svo vingjarnlegur að leyfa, að þessi filma yrði notuð á heimssýning- unni. . Af þessu er auðsætt, að úr mjög miklu efni er að velja, og að ástæða er til að ætla, að kvikmyndin, sem sýnd verður á sýningunni, verði bæði fræð- andi og ánægjuleg. Einn þáttur starfsins í sam- handi við sýninguna liefir ]>að verið að semja riftjerðii' á ensku máli um: 1) Island sem ferða- maniialand, 2) Sögu þess, stjórnskipulag og stjórnarfar, 3) Fiskveiðar, 4) Landbúnað, 5) Verslun, 6) Iðnað, 7) Siglingar, 8) Heilhrigðismál, 9) Menta- mál, 10) Þjóðfélagsmál (a. Samvinnumál; h. Tryggingar- mál). Óráðið er enn, hvort ritgerð- ir þessar koma út sem sérstök hók eða verða gefnar út í bækl- ingum, eða hvorttveggja. Jafnframt verður gefinn út auglýsingahældingur, þar sem þeim, sem lagt liafa fé fram til sýningarinnar, verður gefinn Aostur á þvi gegn greiðslu að auglýsa fyrirtæki sín. Þá hefir sýningarráð fest kaup á 1000 eintökum af bók- inni „ísland í myndum“, sem ísafoldarprentsmiðja gaf út. Verður þetta ný útgáfa, aukin og endurbætt. Bókin verður seld sýningargestum. Það fyrirkomulag hefir verið ákveðið, að sérliver þjóð, sem þátt tekur í sýningunni, skuli liafa einn dag' til umráða til þess að velcja athygli á sér og halda þátttökuna liátíðlega. Vér höf- um valið 17. júní sem vorn dag og teljum það heppilegt, bæði vegna vænlanlegra ferðamanna héðan að lieiman, og sérstak- lega vegna þess, að Vestur-ís- lendingum niun sá tími lientug- ur til að sækja sýninguna. Það er enn óráðið, hvaða tilhögun vér höfum á þessum degi, en það má telja víst, að útvarpið verði aðallega tekið í þjónustu dagsins, og verða þá væntanlega menn bæði héðán að lieiman og eins Vestur-íslendingar fengnir til að flytja ávörp og ræður, jafnframt þvi, sem islenslc liljómlist verður flutt svo sem föng eru frekast á, en liér eins og á öðrum sviðum takmarkast framkvæmdir okkar tilfinnan- lega af fjárskortinum. Af þessum sökum er einnig óhjákvæmilegt að lcosta sem allra minstu til fólkshalds á sýningunni. Þó verður ekki lijá þvi komist að hafa 8 stúlkur og 2 karlmenn auk næturvarðar sem fast starfsfólk, er skiftist á að gæta sýningarskálans, sem verður opinn frá kl. 10 f. h. til kl. 11 e. h. Þótt oss hafi borist þær fregnir, að kostur muni verða á íslensku starfsfólki, sem búsett er vestan hafs, gegn dvalar- kostnaði einum, þá er að sjálf- sögðu æskilegt, að nokkur liluti starfsfólksins1 komi héðan, en þess verður þó því aðeins kost- ur, að völ sé á færu fólki, sem sjálft er tilbúið að greiða far- gjald sitt háðar leiðir. Verður síðar tilkynt í blöðunum nánar um þetta atriði. Það er ekki beinlínis i verka- hring sýningai'stjórnar að sjá þeim Islendingum, er óska að sækja sýninguna, fvrir fari vest- ur um haf, en það mál hefir þó verið talsvert athugað við Eim- skipafélag íslands og ýms erlend skipafélög, en framkvæmdir eru erfiðar vegna gjaldeyris- skorts. Verður síðar skýrt frá þessu máli. Eins og sjá má af framan- skráðu, verða fjölmargir eigu legir muni, sem beinlínis verða til vegna sýningarinnar. Um bogamyndirnar, sem mikið verður stuðst við á sýningunni, er það að segja, að þær verða þannig gerðar, að það má flytja þær hrott að lokinni sýniiigunni og nota þær síðar, ef vér skyld- um taka þátt i fleiri sýningum erlendis eða koma upp sýningu liér lieima. Allir munirnir, sem sýningarstjórnin lætur gera, verða eign ríkisins að lokinni sýningu. Þó er ætlast til þess, að Leifsstyttan verði eftir vestra í eign Vestur-íslendinga, enda liafa þeir aðallega lagt fram fé til að láta steypa liana. Styttan af Þorfinni karlsefni er hins- vegar kostuð af Reykjavíkurhæ og verður flutt liingað heim að lokinni sýningu og aflient liæn- um. Þannig verður þá sýningu vorri fyrir komið sem heild og í einstökum atri'ðum. Það er vitanlega erfitl að lýsa þessu með orðum einum, en myndirn- ar gefa nokkru frekari og fyllri skýringu. Eins og fyrr var sagt, veld- ur fjárskorturinn oss miklum erfiðleikum, þvi að vitanlega væri æskilegt að hafa sýning- una fullkomnari og iburðar- meiri. En vér höfuni leitast við að sýna einkenni lands vors, fegurð þess og tign, lifnaðar- liætti og atvinnuhætti þjóðar- innar á sannan, óbrotinn og eðlilegan liátt. Hvernig tekst að gefa liinum mörgu væntanlegu sýningargestum rétta og vin- samlega hugmynd um vora fá- mennu og fjarlægu þjóð og svifta hurt þeim röngu hug- myndum, sem hinar erlendu þjóðir kunna að liafa um oss1, verður dómur reynslunnar að skera úr. En það má öllum vera ljóst, að jafnframt því, sem þátttaka vor í sýningunni er djarft spor frá vorri hálfu, er það og geysi þýðingarmikið fyr- ir þjóðlíf vort og atvinnuvegi. Vér vonum það, að sýning vor geti orðið þjóðinni til sóma, en þess liljóta allir góðir Islending- ar að óska. Reykjavík, febrúar 1939. F. h. sýningarráðs Thor Thors formaður. Steingrímur Steinþórsson ritari. F. b. framkvæmdastjórnar Haraldur Árnason. Ragnar E. Kvaran. Aövörun til bílstjóra. Fyrsta febrúar s.l. fór eg af Lækjartorgi í Reykjavík kl. 2 s.d. með Sogamýrarbilnum. — Ætlaði eg og fór með bilnum upp að Kringlumýrar-afleggjar- anum. Þegar eg fór út úr biln- um á norður-vegbrúninni, komu fveir bilar á móti okkur austan veginn, hílar, sem fóru lijá Lækjarhvammi og vestur veg- imi. Bílstjórinn sagði við mig: Varið yður á þessum bilum, því Iiann vissi að eg ætlaði að ganga upp Kringlumýrar-afleggjarann. Eg sagði: Eg stend kyr á með- an. En þegar eg var að sleppa orðinu, og stóð kyr í sömu spor- um, og billinn, sem flutti mig, var að fara af stað, kemur bíll vestan vegimi — hefir verið á eftir — og rekst á hægri hand- legg minn með þeim ofsá hraða, að eg riðaði á beinunum og var rétt fallin niður. Hándleggurinn hrotnaði ekki, þó ótrúlegt sé, en bólgnaði mikið, því liöggið var afar snöggt og með þeim leift- ur liraða, að eg sá ekkert frá mér, en aðrir sáu livað þarna gerðist. Eg' ætla ekki að klaga þennan ógætna bilstjóra, en svona slys um bábjarta daga, í ágætu veðri á beinum og góðum vegi geta ekki viljað til nema fyrir framúrskarandi ógætni bílstjóranna. Eg álít skyldu mína að vara þá við þeirri ó- gætni, sem getur kostað fólk lif og limi. I. P. liuÉiffi breiQis! fit i Dilasýsli. Mæðiveikin breiðist ut í Dala- sýslu þótt ýmsar varúðarráð- stafanir hafi verið gerffar fll þess að tef ja útbreiðslu hennar, og er fé þegar tekiff að fallð í öllum hreppum .sýslannar, nema í Skarðs- og KlofningS- hreppi. I Hörðudal hefir veikínnar orðið vart, en þó er hairn sér- staklega afgirtur að mesfu, en f öðrum hreppum eru mikll hrögð að veikinni. Veikín er skæðust í Haukadal, Miðdölum og Laxárdal og í Ilvammsveit gætir hennar einnig noldcuð. 1, Saurhæjarlireppi er hún komlia upp á Kleifum, en annarssfaðar ekki svo vitað sé. Hafa bænduir reynt að gæta allrar varúðar viS gæslu fjárins, I. d. slátraS ölla fé, sem komið hefir frá réttnm i sýktum svæðum, og virðist það hafa dregið nokkuð úr út- breiðslu veikinnar einkum vest- ast í Dalasýslu, þar sem sam- göngur eru tregari. Bændur i Dölum eru rnjög kvíðandi fyrir framtíðinni, þar sem sýslan er þannig sett, að héraðsbúar lifa aðallega á sauS- fjárrækt. Þýskir háskófa- fyrirlestrar. Þýski sendiherrann við Has- skólann Wolf-Rottkay, byrjar fyrirlestraflokk sinn „Eine Reise durch die deufscheis Gaue“, i Háskólanum miðviku- dagskvöld 8, febrúar kl. 8.. Fjalla fyrirlestrarnir um héruS (Gaue) Þýskalands (aS Austur- ríki og Súdetahéruðunum méS- töldum), og verður aðalein- kennum héraðanna Iýst með fjölda ljósmynda af landi og þjóð. Efni fyrsta fyrirlestursins: „Der Rhein vón der Quelle bis zur Miindung.*4 Oripir ur leid~ augnrsskipi Amundsens. Oslo 6. febrúar. Leed ræðismaður í London liefir sent Fram-nefndiniil norsku marga gripi, sem voru i liinu fræga leiðangursskípi Amundsens, „Maud“. NRP—Flk, Franskur togfarí r ekst a blin dsker Oslo 6. fehrúar. Franskur togari, Marc Achille fórst s.l. láugardag suðvestur af LJtsira. Togari jiessi er frá Bou- logne. Rakst liann á blindsker og björguðu norskír fisklmeniE áhöfninni, 22 manns. Togarinn var á leið til Hvítahafs, til fisk- veiða. NRP—FB. • Stðrsildf eiðarnar I Noreyi. Oslo 6. felii'úar. Stórsíldarveiðarnar við Vest- ur-Noreg hafa gengið vel og er aflimi orðinn meiri en í í'yrm um sama leyti. í síðustu viku: nam aflinn 690.800 hektolitrum.. en er samtals 1.723.500 lil. NRP FB.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.