Vísir - 14.02.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 14.02.1939, Blaðsíða 3
V I s I H H rádherra" sstrandadi i aiött sem leid vid Músarnes sl Sja.lavx&esi. Dimmviðri var og brim Skipshöfninni bjargað Togarinn Hannes ráðherra — á heimleið frá Bret- landi — strandaði laust eftir miðnætti síðastliðið á Músarnesi á Kjalarnesi. Var þoka og dimmviðri, en lygnt. Brim var talsvert. Er skerjótt þarna og brýtur tíðast á skerjum og er staðurinn hinn hættulegasti. Skipverjar náðu þegar talsambandi viðloftskeytastöðina í Reykjavík, sem þegar gerði Slysavarnafélaginu að- vart. Var talið að skipið heði strandað við Gróttu, en það var brátt leiðrétt, er skipsmenn höf ðu áttað sig á, að skipið var strandað á Músarnesi. Var þegar brugðið við um alla aðstoð, sem tiltækilegt var að veita. Ákveðið var að senda skip á vettvang, pg einnig fór björgunar- sveit landleiðis. Sæbjörg og Magni fara á strandstaðinn. Þannig atvikaðist, að í það mund er fregnin barst um það, að Hannes páðherra væri strand- aður, var björgunarskútan Sæ- björg nýkomin inn. Hafði hún farið til aðstoðar vélbátnum Gunnari Hámundarsyni úr Garðinum, en hann var með brotið stýri. Dró Sæbjörg hann liingað. Yar Sæbjörg þegar send upp eftir. Ennfremur Magni þegar hann var búinn að hita upp. Loks fóru þeir Jón E. Bergsveinsson, Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri Alliance og Guðm. Markússon skipstjóri upp eftir í bil með línubyssu og önnur björgunartæki. (Guðm. Markússon var ekki með skipið í þessari ferð lieldur stýrimað- urinn). Stöðugt talsamband var milli togarans og loftskeytastöðvar- innar fyrst í stað, en eftir hálfa klukkustund eða svo var kom- inn sjór í vélárrúm skipsins og slokknaði undir vélinni og tók fyrir loftskeytasambandð. Síðar tókst að koriia á sambandi með því að nota rafhlöður. Veður var gott, er björgunar- skipin komu á strandstaðinn, átt suðvestan og nærri logn en talsvert brim. Sæbjörg notar ljóskastarann. Þegar Sæbjörg kom upp eftir fór hún eins nálægt og forsvar- anlegt var, en eins og áður var getið er staðurinn stórhættuleg- ur, og þegar skip strandar á þessum slóðum, er vissulega mikil liætta á ferðum, uns björgun er lokið. Það mun hafa verið um klukkan tvö, sem Sæ- björg kom upp eftir. Um kl. 3 fóru þeir á Hannes ráðherra að búa sig til þess að setja út bát- inn. Kom Ijóskastarinn þá að góðum notum. Skipsmenn fóru í tveimur ferðum út í Sæbjörgu. Braut þá á öllum skerjum. En flutning- urinn gekk vel og komust skips- menn slysalaust út í Sæbjörgu. Varðskipið Ægir fer á vettvang. Varðskipið Ægir fór liéðan i nótt kl. ujn 4 en mun ekki hafa farið á strandstaðinn fyrr en með birtingu. 1 ! Viðtal við Ólaf Jónsson framkvæmarstj. Vísir átti stutt viðtal við Ólaf Jónsson framkvæmdarstjóra h. f. Alliance í dag og sagðist hann hafa nokkura von um, að takast mætti að ná skipinu út, ef veður yrði hagstætt. En þarna uppfná er ekki hægt að aðhafast neítt við björgun, nema í góðu veðri. „Það er mikill sjór i vélarúm- inu“, sagði Ólafur, „og kyndun- arplássinu. Lestar voru ekki opnaðar, en skipsmenn telja, að sjór muni hafa komist í þær. Hmsvegar var skipið þurt að framan siðast er eg frétti og lít- ill sjór í þvi að aftan.“ Um það bil og þetta viðtal fór fram var Ægir að koma ofan að. Hafði þá hvest heldur og varð ekkert aðhafst í björgunar- skyni. Sá ekki til lands fyrr en í birtingu af þilfari Hannesar ráðherra. Að þvi er Ólafur Jónsson sagði Visi, sáu skipsmenn ekki HANNES RÁÐHERBA. til lands sökum dimmviðris meðan þeir voru i togaranum — en hann strandaði úti fyrir Músarnesi alllangt, en þar eru sker og grynningar sem fyrr segir. Átján menn voru á skipinu og var Ingvar Loftsson með skipið í þessari ferð. Hannes ráðherra var gott og vandað skip og aflasælt og væri það mikið tjón, ef skipið næst ekki út. Hannes ráðherra var smíðaður i Beverley, Englandi, árið 1926 og er 445 smál. á stærð. JDigurn vér að senda úr- valsflokk íþröttamanna til New York? Sýningar Ármanns í gærkvöidi sýna, aö viö höíum kost gódan. uru kappi. Mun mörgum við- stöddum liafa flogið í hug, að ánægjulegt væri að sjá flokk ís- lenskra glimumanna, og helst fjölmennari en þennan, koma fram á Islandssýningunni i New York í vor á íslandsdeginum. Að sýningunni lokinni kvaddi flokkurinn með fánanum og var glímumönnum vel þökkuð frammistaðan. Þá hófst þriðji og að margra dómi besti þáttur sýningarinn- ar. Urvalsflokkur karla kom nú inn undir fána sínum óg sýndi leikfimi undir stjóni Jóns Þor- steinssonar. Voru sýndar hóp- æfingar, æfingar á slá, margs- konar stökk og fleira, og er hér skemst af að segja, að æfing- arnar vöktu svo mikla hrifni, að segjg mátti, að lófatakið lcvæði við frá þvi fimleika- menn komu inn í salinn. Má segja, að i flokki þessum séu fimleikamennirnir hver öðrum betri og æfðari, og sumir þeirra eru afburða snjallir leikfimis- menn. Þegar flokkurinn hafði Glímufélagið Ármann efndi í gærkveldi til leikfimi- og ! sýnt list sína gekk kvennaflokk- glímusýningar í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindar- j urinn inn undir fána sínum og röðuðu háðir flokkarnir sér upp, hver undir sínum fána og kvöddu gesti með fánunum, en Sigurjón Pétursson íþrótta- frömuður þakkaði gestunum fyrir komuna með stuttri en snjallri ræðu. Mintist hann á bið mikla og góða starf Ár- manns fyrir líkamsmeuninguna- í landinu og kvaðst þess full- viss, að allir þeir, sem viðstadd- ir væri, mvndi stuðla eftir megni að aukinni likamsmenn- ingu. götu í viðurvist margra góðra gesta. Meðal þeirra voru sendi- herrar og aðalræðismenn erlendra ríkja, meðlimir sýningarráðs í'slandsdeildar New York sýningarinnar o. m. fl. Tilgangurinn með sýningunni var að gefa hinum ágætu gestum tækfæri til þess að sjá hvers fimleikamenn og stúlkur og glímumenn Ár- manns eru megnugir — eftir tiltölulega skamman æfingatíma — en Ármann er nú sem kunnugt er, að æfa flokka undir utan- för — á fimleikamótið í Svíþjóð á sumri komanda. Sýningarnar hófust með því, að úrvals kvennaflokkur Ár- manns gekk inn í salinn undir fána sínum. Gengu hinar smekklegu búnu leikfimismeyj- ar léttilega og prúðmannlega og mátti þegar sjá, af göngu þeirra og hreyfingum, að þær höfðu þegar fengið góða þjálfun, og að méð enn frelcari æfingum mundu þær ná þeirri fullkonm- un sem nauðsynleg er, til þess að geta komið fram á erlendum vetlvangi þar sem helstu þjóðir álfunnar senda fram sína bestu flokka. Er Jens Guðbjörnsson, for- rnaður Ármanns, hafði boðið gesti velkomna, hófust æfing- arnar undir stjórn Jóns Þor- steinssonar íþróttakennara. — Vöklu æfingarnar óskifta að- dáun allra viðstaddra. Hópæf- ingarnar tókust prýðilega og samæfingin furðulega góð eftir ekki lengri tima, hreyfingarnar mjúkar og léttar. Æfingar á slá tókust yfirleitt afburða vel, fá- um urðu mistök á, en flestum var launað með lófataki áhorf- enda, og áttu það skilið. Áður en flokkuririn gekk út kvaddi bann með fánanum og var þökkuð frammistaðan með dynjandi lófataki. Að svo búnu gengu glímu- menn inn undir fána sínum og heilsuðu gestum. Glímurnar fóru vel og rösklega fram og var liðlega glímt og þó af nokk- flokkanna væri tiltölulega skammur -— þrír mánuðir. Eft- ir stöðugar æfingar um jafn- langan tínia má búast við mjög miklum framförum, og það er engum efa bundið, að þessir flokkar mundu sóma sér hið besta hvar sem væri, þar sem iþróttaflokkar annara þjóða koma saman, hver undir fána sinnar þjóðar. Má fagnaðarefni vera, að svo góðir flokkar, sem hér eru, fara á leikfimismótið í Svíþjóð, undir stjórn jafn . reynds kennara og þjálfara sem Jóns Þorsteinssonar. Það hefir miklu meiri þýð- ingu en menn alment gera sér Ijóst, að iþróttamenn vorir fari utan og komi fram með fána þjóðarinnar. En enn meiri þýðingu mundi það liafa ef oss mætti auðnast að senda flokk vaskra drengja til þess að sýna íslenska glímu — þjóðaríþrótt íslendinga — á Islendingadeginum á íslands- sýningunni. Og í rauninni er ékki ann- að sæmandi, en að flokk- ur íslenskra glímumanna komi fram á íslandsdegi sýningarinnar. Það er skylt að þjóðaríþrótt íslendinga verði sýnd þar, og vafalaust mætti koma því svo fyrir, að í flokki þeirra íþrótta- manna, sem valdir væri, væri bæði leikfimismenn góðir og glímumenn. Það var vikið að þvi eitt sinn í grein í Vísi, sem fyrstur ís- lenskra blaða vakti máls á því, hversu nauðsynlegt það væri þjóð vorri, að hefja þátttöku í alþjóðasýningum og birti marg- ar greinir um það efni, löngu áður en þátttakan í Heimssýn- ingunni komst á dagskrá — að í rauninni hefðum vér ekkert betra að sýna en þjóðina sjálfa, en hverjir væri betur til þess fallnir að koma fram fyrir gesti heimssýningarinnar en æsku- lýður landsins, framtið þjóðar- innar, með fána hins unga ís- lands? Vissulega væri æskilegast að bæði íslenskir iiiltar og stúlk- ur gæti komið þannig fram fyr- ir landsins hönd, en sennilega verður að þessu sinni ekki hægt að setja markið hærra en það, að sendur verði úrvalsflokkur glímu- og leikfimismanna. En það verður að gera. Sæmd þjóð- arinnar krefst þess. Og það væri lítill manndómsbragur á þvi, ef ekki væri hægt að ná saman því fé, sem til þess þarf. Vísir vill fastlega skora á alla góða menn, að stuðla að þvi, hver eftir sinni getu, að unnið verði að þvi af kappi, að úr- Valsflokkur glímumánna og leikfimismanna, verði sendur til New York i vor til þéss að sýria þar íslenska glímu og leikfimi 17. júni og oftar. Þjóðin á að setja stolt sitt í, að jietta verði gert. Það var tekið fram af for- manni Ármanns, er hann bauð gesti velkomna, að æfingatími roir OikKtr isii mmm og @kaftfelling— um fyrir aöstod> vi ð breska 8trand> menn. Gísli Sveinsson sýslumaður i Vík í Mýrdal hefir nýlega móttekið hréf raetS eiginliandar undirskrift Ilalifax lávarðar, utanríkismálaráðlierra Ifans Hátignar Bretakonnngs, með þakldæti bresku stjómar- innar fyrir meðferð strandmála og skipbrotsmanna undanfar- andi 20 ár, sem hann hefir verið sýslumaður Skaftafellssýslui. Þá er og einnig Skaftfellingum þakkað fvrir aðstoð þá og um- hyggju, sem þeir jafnan hafa sýnt breskum strandmönnum, en eins og kunnugt er Iiafa mörg bresk skip strandað þar við land á þessu tímabili. (FB.) KVENNAFLOKJvUR ÁRMANNS. Of margfar heit- ar maltidir? Oslo, 13. febr. Evang landlæknir hefir í við- tali við Vestfold ai’beiderblad gert að umtalsefni núverandi mataræði á skipum. Telur hann undir mörgum kringumstæðum ólieppilegt, að framreiddar séu 2—3 heitar máltiðir á dag, og beri að breyta til í samræmi við nútíma mataræðiskenningar. —- Það sé algjörlega skökk kenn- ing, að heilbrigði og Jircysti sé undir heitum mat kornin, og gildi þetta jafnt á hvalveiðun- um og yfirleitt þegar vinna sé stunduð í köldu loftslagi. NRP —FB. ,Bridgfe-klúhlmrc Rey kj avikur. Skemtun Stúdentafélagsins í gærkveldi. — Stúdentafélag Reykjavíknr hélt skemtun í gærkveldi og var þar úthlutað verðlaunumi þeim, sem veitt voru í bridge-kepjm- inni. 1. verðlaun var sfór og fagUT silfurbikar, farandbikar, sem lcept verður um framvegis, en auk þess fengu allir keppend- urnir i þeim flokki er bar sigra* úr býtum litla silfurbikara til eignar og voru þeir áletraðir. 2. verðlaun voru áletraðír papp- írshnífar úr silfri, en þriðjis verðlaun bókmerki. Formaður stiidentafélagsins, Ilörður Bjamason arkitekt, stjórnaði skemtuninni. Gat hann þess, að Stúdentafélág Reykjavikur myndi ckki efná til fleiri bridgekepna, enda væri eðlilegast að sérstakur félags- skapur hefði shkt með höndum framvegis. Stakk hann upp á finnn mönnum í nefnd til þess að undirbúa stofnun „Bridge- félags Reykjavikur“ og vora það þessir: Lárus Fjeldsted hrm., Tómas Jónsson borgar- ritari, Óskar Norðmann sfor- kaupmaður, Árni Snævar verk- fræðingur og Einar B. Guð- mundsson hrm. Þótt félagar úr Stúdentafélkgíi Reykjavikur beiti sér fýrir stofnun klúbbs þessa er bann að engu öðru leyti fengdur Stúdentafélaginu, og geta allir, sém þess óska, orðið meðlimir- hans. Ætlunin er að útvega klúbbnum stofnfé á þann Mft» að hæstu flokkarnir úr hridge- kepninni keppi innbyrðís og; selji aðgang að þeirri kepní. Máu búast þar við góðri aðsókn með því að margir eru bridge-unn,- endur í þessum bæ.. Að lokum gat formaður þess, að á næstunni biðu Stúdentafé- lags Reykjavikur mikil og merkileg viðfangsefni, sem fé- lagar þyrftu að fylkja sér um, og að skemtistarfsemi félagsins, eins og t. d. Bridgekeppni værl að eins liðir i þeirri viðleitní að tengja menn nánar starfsemi félagsins Vfirleitt, enda yrðia þeir, sem þannig væri sérstak- lega liaft fyrir, að styrkja einníg aðra starfsemi liess og fundar- höld. Skemtun Stúdentafélagsins í gærkveldi var mjög vel sótt og stóð hún til kl. 1% eftir miðnL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.