Vísir - 14.02.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 14.02.1939, Blaðsíða 4
VlSIR í bhmm fræga vetraríþróttastaÖ, St. Moritz í Sviss, eru menn byrj- aSír aÖ reyna nýtt farartæki, er ka.lla snætti skí'Sahest (sbr. hjól- íiest), því þar koma skíÖi í stað JhjóJa* en annars situr maður þar á Eiáu sætij svipaÖ og á reiÖhjóli. -¥■ Þrír stúdeníar ræcldu um hjóna- bandiÖ. I „HvaÖ er hjónaband á þýsku?“ I gpyr éinn þeirra. „Die Ehe,“ svaraÖi annar, sem var máffræÖingur. • „Það er stutt og' laggott“, sagÖi sá þriðji. „Það hlýtur aÖ vera stytt.“ ,dÞað er það líka“, svaraM mál- fræðingurinn. „Það eru upphafs- stafirnir úr latnesku setningunni: Errare humanum est, sem þýðir: AS hrasa er mannlegt.“ Hockheed-verksmiðjurnar í Los Angcles í Banadríkjunutn, eiga aÖ framleiða 200 sprengjuflugvélar fyrir Breta. Þeim er flogiÖ til New York, en þaðan fluttar á skipum yfir hafið. ÞaÖ kostar hvorki tneira né minna en 1000 stpd., að flytja hverja flugvél frá New York til Englands. I bænum Enkliuizen stappaði nijög nærri, að einn slátrarinn þar -yrði gjaldþrota, af þeirri einföldu ástæðu, að hann láuaði svo mikið út, en fékk lítið borgað. Hann tók þá það ágæta ráð, að ákrifa lista yfir alla skuldunauta ‘sína, ásamt upphæðinni, sem þeir jskulduðu, og stilti síðan listanum upp í búðargluggatm hjá sér, þar sem hver og einn gat lesið hann. f»etta snjallræði dugði — fólkið vildi sem skjótast fá nafn sitt skráð ■af listanum, og fjárhagur slátrar- .ans er að komast í gott horf aftur. * I Ameríku hafa um langt skeið verið haldnir dansleikir til ágóða • fyrir fýrirtæki eða góðgerðastofn- anir. Minstur hluti ágóðans kemur ,inn í inngangseyrinum, heldur fæst aðaltekjustofninn með því, aðkven- fólkið selur karlmönnunum hvern 'dans, og lætur ágóðan renua í sam- -eigínlegan sjóð. Nú hefir þessi aðferð ver.ið ±ek- 1 in upp í París, eti þó í nokkuð breyttri mynd. Á dögunum var Tialdinn dansleikur í hinu alþekta fé- • lagi „Brotnir vængir“, sem berst . fyrir bættum kjörum flugmanna- ekkna — og dansleikurinn var hald - inn til ágóða fyrir þær. Tekjurnar aflaði félagið á þann hátt, að stúlkurnar, sem voru á dansleiknum, seldu kossa. Ódýrustu kossarnir voru seldir á 100 franka pr. sekúndu, en hækkuðu svo eft- ir • fegurð og tign kvennanna og Þrentmy n dastofu n LEIFTUR ■ . býr ti! 1. f/okks prent- 1 rnýndir fyrir lægsta ver<). | Hafn. 17. Sími 5379. . 1,11 Saumtvmni hvítur og svartur, *nr, 36 og 40. cSilkitvinni. •Simi 2285. Grettisgölu 57. .Vjálsgötu 106. — Njálsgötu 14. Pemanent ki*ullup VELLA, með rafmagni. SORÉN, án rafmagns. Hðrgreið slnst. Perla Bergstaðastræti 1. Sími 3895. komúst upp í 16.000 franka pr. sekúndu. Þar hefir líklega verið gerður greinarmunur á vinnukonukossum og öðruvísikonukossum. Njósnir fyrir Þjdóverja 1 Frakklandl. Oslo, 13. febr. Komist hefir upp um miklar njósnir fyrir Þjóðverja í Frakk- landi. Tveir þýskir blaðamenn liafa verið handteknir og 15 þýskir fréttaritarar. Hefir þeim öllnm verið vísað úr landi. Þeir liafa fengið 6 daga frest. NRP— FB. Aðalfnndnr í Matsveína- og veit- ingaþj ónafélaginu. Matsveina- og veitingaþjóna- félag íslands hélt aðalfund sinn í fyrrakveld. Þessir menn skipa stjórn félagsins nú: Janus Halldórsson form., Henry Hansen varaform., Pét- ur Daníelsson gjaldkeri, Herh. Petersen ritari, Jóli. Viggó Egg- ertsson meðstjórnandi. Vara- stjórn: Viggó Björnsson, Helgi Rosenberg, Axel Mogensen, Ól- afur Jóhannesson. Endurskoð- endur: Steingr. Guðmundsson og Guðm. H. Guðmundsson. Þá var og kosin á fundinum 3ja manna undirhúningsnefnd, er undirbúi samning við hótel- eigendur. f nefndinni eiga sæti: Steingr., Jóh., Janus og Hjörtur Nielsen. Þetta er í fyrsta skifti, sem nefnd er kosin í félaginu til slikra samningá. Mlýindi í Noregi. Oslo, 13. febú. Undanfarna daga hafa verið lilýindi sem snemma vors í suð- urhluta Noregs. Fjöldi fólks fór frá Oslo í gær til þess að lyfta sér upp, en þó elcki til skíða- ferða. NRP—FB. ðvissar horfar á Spðni hafa áhrif á kauphall- arriðskifti \ Oslo, 13. fehr. Á kauphöllinni í Oslo gætti þess mjög vikuna sem leið, að óvissa var ríkjandi vegna þess, Jiversu horfir í Spánarmálunum. Frekar lítil viðkifti voru gerð og verðlagsbreytingar fremur litlar. IJlutahréf hvalveiðifélaga hækkuðu lieldur, vegna fregna, sem gefa vonir um hækkandi verð á hvallýsi. NRP—FB. Ný *prengjutil~ rædi i Bretlandi. Oslo, 13. febr. Ný sprengjutilræði voru gerð í Bretlandi í gær af írskum of- stækismönnum.Sprengja sprakk í farþegaskipinu St. David, en á því voru um 1000 farþegar. — Önnur sprengja sprakk fyrir utan rafmagnsstöð. Ekkert manntjón varð. NRP—FB. | Árni Sveinsson | Árni Sveipsson, fyrrum kaup- maður á ísafirði, er horinn til moldar hér í dag, en hann and- aðist 8. febr. s.l. eftir langvar- andi vanheilsu, rúmlega áttræð- ur, fæddur að Mýrhúsum í Eyrarsveit 27. maí 1858. Árni iSveinsson var alkunnur maður og vann flest af störfum sínum á Yesturlandi, um langt skeið einn af mestu og víðsýnustu at- liafnamönnum fjórðungsins, og lagði gjörfa hönd á margt. Hann var hagur maður og list- elskur og fróðleiksfús og hag- sýnn framkvæmdamaður í senn. Þess vegna kom liann svo viða við í störfum sínum og hratt mörgu nytsamlegu í fram- kvæmd. Hann lærði ungur trésmíði lijá Jakob Sveinssyni, hér í Reykjavík, og stundaði síðan í 5 ár húsasmíði á Flateyri og seinna smíðar á ísafirði og var þar einn af stofnendum Iðnað- armannafélagins. Hann var vandvirkur maður og smekkvis. Lengi síðan greip hann oft í smíðar og gerði ýmsa laglega gripi. Hugur lians hneigðist einnig snemma í aðrar áttir og haustið 1887 fór hann utan og gekk í verslunarskóla Wiréns í Kaup- mannahöfn. Næsta ár fór hann að versla á ísafirði og gerðist brátt umsvifamikill atvinnurek- andi, j>ótt liaim byrjaði í smá- um stíl. Auk verslunar sinnar átti hann um skeið og gerði út Frá heimsmeistaramót- inn í Zskopane. HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Á SKÍÐUM liófst í Zakopane s.l. sunnudag. Var þá kept í brekkulilaupi fyr- ir konur og karla. — Fyrir kon- ur var vegalengdin 3200 m. og var fallið 700 m. Þjóðverjar tóku þar öll verðlaunin 3, en sig- urvegari varð hin fræga Cristl Cranz, á 3 mín. 25.4 sek. 2. Lisa Resch 3:29.1, og 3. Helga Gödl á 3:40.7. Laila Schou Nielsen frá Noregi varð 10., en May Nilsson frá Svíþjóð sú 13. — í kepninni fyrir karla var vega- lengdin 3600 m. og fallið 800 m. Þar sigi-aði Gustaf Lantsch- ner, Þýskal., á 3:24.0, 2. Josef Jenewein, Þýskal., og 3. Moli- tor, Sviss. Svíinn Hans Hans- son varð 9. (féll) og Norðmað- urinn Kristoffer Berg varð 12. í gær fór fram kepni í 4x10 km. skíðaboðgöngunni. Úrslit urðu þessi: 1. Finnland ....... 2:08.35 2. Svíþjóð ........ 2:09.43 3. Italía ......... 2:13.48 4. Noregur ........ 2:13.55 5. Sviss .......... 2:15.43 6. Þýskaland ...... 2:16.33 Botnvðrpaveiðar Norð- manna ræddar á Úðalsþinginn. Oslo, 13. febr. Óðalsþingið hefir undanfarna daga haft til meðferðar frum- varp til Iaga um botnvörpuveið ar. Mowinckel hefir borið fram tillögu um að hámark smálesta- tölu botnvörpuskipa verði hækk- uð úr 50 til 100 smál. Vegna um- ræðunnar um hásætisræðuna og fjárlögin, sem liefst á morgun, hefir umræðunni um hotn- vörpuveiðarnar verið frestað. — NRP—FB. sex skip, þrjá kúttera og þrjú minni þilskip. Seinna fluttist hann til Reykjavíkur og varð forstjóri klæðaverksmiðjunnar Nýja Iðunn. Þó að hann liætti að mestu sjálfstæðum fram- kvæmdum og atvinnurekstri um stríðslokin var hann sivinn- andi einnig eftir það og fram á síðasta ár, og vann þá aðallega skrifstofustörf, lengst hjá Raf- veitunni. Auk þessa, sem nú var talið, féksf Árni Sveinsson við margt fleira. Einu sinni var hann org- anisti i Holtskirkju og stofnaði söngfloklca, fyrst á Flateyri og síðan á ísafirði og hafði einu sinni 50 manns í einu í söng- kenslu, því hann var söngfróð- ur og söngelskur. Hann stofn- aði líka Leikfélag ísafjarðar, og var lengi leiðheinandi Jiess. Um skeið var hann einnig kennari og einn af þeim fyrstu, sem henti á nauðsyn þess, að skól- arnir leiðheindu í heimilisiðn- aði. Hann var um nokkur ár skólastjóri Iðnskólans á Isa- firði. Hann beitti sér fyrir stofnun hókasafns og lestrarfé lags Önfirðinga. Hann hafði snemma hug á þjóðmálum og stofnaði ásamt Jóni Kjærnested málfundafé- lagið „Hinir 12“ á Isafirði (1883). Hann var einnig einn aðalmaður hinnar vestfirsku lireyfingar, sem var undanfari þjóðliðsins. Hann varð snemma áhrifamaður i héraðsmálum, í hreppsnefnd í Önundarfirði og í hæjarstjórn ísafjarðar í 18 ár. Þar var hann aðalhvatamaður þess, að vatnsveita var lögð og sá um verkið, og sem vega- nefndarformaður hafði liann umsjón með mestallri gatna- gerð bæjarins. Hann var einn- ig einn af stofnendum Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna á ísafirði og var í fleiri nefnd um og félögum. Fyrri kona hans var Guðrún Brynjólfsdóttir frá Hjarðardal í Önundarfirði (d. 1934). Þau áttu 5 börn, Nikolina dóttir þeirra er dáin, en á lífi eru: Ragnar yfirlögregluþjónn i Winnipeg, Lára, kona Stein- gríms rafmagnsstjóra Jónsson- ar, Brynjólfur lögfræðingur og Árni kaupmaður í Vöruhúsinu. Síð:ari kona Árna er Jóhanna Gísladóttir. Þannig var Árni Sveinsson eftirtektarverður fulltrúi fyr- ir tímabilið kringum síðustu aldamót, með umbótaáhuga þess, stórhug og ýmislegri framkvæmdaviðleitni. Hann var einn af forgöngumönnum síns héraðs með bjartsýni og fjölþætta hæfileika. Hans verð- ur þvi lengi minst vestur þar og af öðrum þeim, sem þektu störf lians og hæfileika. V. Þ. G. Bæjar fréttír Veðrið í morgun. 1 Reykjavik 5 st., heitast í gær 7 st., kaldast í nótt 3 st. Úrkoma í gær 7.1 nim. Sólskin 0.0 stl Heit- ast á landínu \ morgun 9 st., á Dalatanga og Fagradal; kaldast 1 st., í Kvígindisdal og Grímsey. — Yf irlit: Lægð um 900 km. suðvest- ur af Islandi á hreyfingu norðaust- ur. Önnur fyrir norðan land á norð- austurleið. — Horfur: Suðvestur- land og Faxaflói: Hvass suðaust - an og rigning í dag, en hægari suð- vestan með skúrum eða éljum í nótt. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til'Kaupmanna- hafnar frá Leith. Goðafœs fer frá Hull í dag áleiðis til Vestmanna- eyja. Brúarfoss fer vestur og norð- ur um land annað kvöld. Selfoss fer frá Vestmannaeyjum áleiðis til Rvíkur í dag. Slökkviliðið var kvatt í gær inn á Lokastíg 22. Hafði kviknað þar út frá strau- járni, en það var um það bil búið að slökkva eldinn, er slökkviliðið kom. Skemdir urðu ekki nema á bekk, sem straujárnið stóð á. Hátíðleg sálumessa fyrir Píusi páfa XI., fer fram í Kristskirkju, Landakoti, næstkom- andi fimtudagsmorgun kl. 10. Jóliann Þorkelsson, héraðslæknir frá Akureyri, er ný- kominn hingað til bæjarins. Dvel- ur hann hér í nokkra daga. Guðjón Jónsson, kaupmaður á Hólmavík, er stadd- ur hér í bænum. Vinnur hann að ýmsum áhugamálum héraðs síns, meðan hann dvelur hér. Frá Siglufirði • barst sú frétt i gær, að eitt lik hefði rekið af vélbátnum „Þeng- ill“. Líkur benda á, að það sé af Sigurði Jónatanssyni, vélamanni. 1 dag verður farið frá Siglufirði og leitað á fjörum, þar sem líklegast þykir, að líkin geti hafa rekið. Eldur í vélbát. 1 fyrrinótt kom upp eldur í vél- bátnum „Frigg“ í Vestmannaeyj- um. Höfðu skipverjar yfirgefið bát- inn um fjögur-leytið í fyrradag, en komu aftur í hann um kl. 4 í fyrri- nótt. Var þá eldur kominn í bátinn og logaði hann að framan. Skemd- ir urðu allmiklar, m. a. var mastrið nærri brunnið sundur. — Benda allar líkur til, að hér sé um íkveikju af jnannavöldum að ræða, Hafa slikar íkveikjur átt sér áður stað í Eyjum, en aldrei orðið upplýst hver eða hverir valdir voru að verki. Aðalfundur Sveinafélags múrara var haldinn síðastliðinn sunnu- dag. Hófst fundurinn á því, að for- maður mintist Einars heitins Finns- sonar, sem var fyrsti formaður, og var formaður þess 10 fyrstu árin, sem félagið starfaði. Risu fundar- menn úr sætum sírium til að heiðra minningu hins látna brautryðjanda. í stjórn voru kosnir: Guðjón Bene- dilctsson, formaður (endurkosinn), Guðni Egilsson varaform. (end- urk.), Ásmundur Ólason, ritari. Þorgeir Þórðarson, féhirðir félags- sjóðs nr. 1 (endurk.), Ársæll Jóns- son, féhirðir félagssjóðs nr. 2. Varðarfélagið heldur fund í Varðarhúsinu kl. 8J4 í kvöld. Jón Pálmason frá Akri hefur umræðúr um fjármálahorfur þjóðarinnar. Jóni eru fjármálin al- veg sérstaklega kunnug, þar eð hann er endurskoðandi landsreikn- inganna, og mun margan Reykvík- inginn fýsa að hlusta á framsögu- ræðu hans í kvöld. Fundur í Verkamannafél. „HIíf“, i Hafnarfirði, sem haldinn var síðastl. sunnudag, lýsti sig sam- þykkan gerðum stjórnar félagsins með 117 atkv. gegn 48, að reka eft: irtalda 12 menn úr félaginu, fyrir þá sök, að þeir væru atvinnurek- endur: Kjartan Ólafsson, Björn Jóhannesson, Emil Jónsson, Guðm. Gissurarson, Ásgeir G. Stefánsson, Valdemar Long, Guðjón Gunnars- son, Guðmund Jónasson, Þórodd Hreinsson, Hafstein Björnsson, Pétur Jónasson og Jens Davíðsson. Næturlæknir: Gisli Pálsson, Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður í Ingólfs- og Laugavegs apótekum. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.20 Erindi Búnaðarfélags- ins: Um nautgriparækt (Páll Zóp- hóníasson ráðunautur). 20.15 Er- indi: Frá Kína og Kínverjum (Ól- afur Ólafsson kristniboði). 20.40 Létt lög. 20.45 Fræðsluflokkur: Sníkjudýr, V. (Ámi Friðriksson fiskifræðingur). 21.15 Symfóniu- tónleikar (plötur) : a) Píanó-kvin- tett i Es-dúr, eftir Schumann. 2150 Fréttaágrip. 21.55 Symfóníu-tónleik- ar (plötur) : b) Symfónía í d-moll, eftir César Frank. iTAIRAf-fSJNDI®1] ARMBANDSÚR tapaðist á Lokastíg. Finnandi vinsamlega béðinn að skila því i búðina á Kárastíg 1. (204 PENINGABUDDA með 12 kr. tapaðist i suðausturhænum á laugardaginn. Vinsamlegast skilist á Bergstaðastræti 39, í kjallarann. (209 FUNDUR í sl. Einingin ann- að kvöld. Inntaka nýn-a félaga. Embættismenn st. Frón heim- sækja. (199 MINERVU-fundur á morgun, miðvikudag, kl. 8V2. Hagnefnd- aratriði: Br. Ólafur Friðriksson: Einsöngur. Str. Margrét Jóns- dóttir: Upplestur. Fleira. Kaffi. ÍÞAKA. Fundur i kvöld. 'Br. Haraldur Norðdahl flytur er- indi. (194 KHOSNÆffll HEFI hæð til leigu 14. maí i nýju húsi i austurbænum, 3 her- bergi, eldhús og bað. Aðeins ró- legt fólk kemur til greina. Til- boð merkt „15“ sendist Visi fyr- ir 18. þ. m. (196 1 STÓRT herbergi eða tvö minni og eldhús óskast 1. mars eða síðar. Tilboð merkt „Litið“ sendist afgr. Vísis. (202 HERBERGI með húsgögnum og síma, sem næst miðbænum, óskast nú þegar um óákveðinn tíma. A. v. á. (208 2 HERBERGI og eldhús með nýtisku þægindum óskast 15. mars. Tilboð, rnerkt: „Mars“ leggst á afgr. blaðsins. (161 SIÐPRÚÐAN duglegan dreng 14—15 ára vantar mig nú þeg- ar. Gísli Ólafsson, bakari, Berg- staðastræti 48. (197 MIG vantar stúlku, bamgóða, liðlega. Mætti jafnvel vera eft- irmiðdagsstúlka. Hringbraut 61. (210 LÁTIÐ gera við úr og klukk- ur hjá Haraldi Hagan, Austur- stræti 3. Sími 3890. (1 ÍKÁIIPSIGUPUKÍ SEXANT til sölu. Til sýnis i Gleraugnabúðinni, Laugavegi 2. (198 FALLEG betristofu-húsgögn til sölu ódýrt. A. v. á. (200 BAÐKER, stórt, til sölu. — Uppl. i síma 4743. (201 VANDAÐ Henkel-orgel til sölu með tækifærisverði, simi 3637 kk 9—5.___________(203 RAFSUÐUPLATA, ein- eða tvíhólfa, óskast keypt eða leigð um tveggja mánaða tíma. Uppl. i síma 4954. (205 NOTAÐUR fatnaður á meðal- mann, einnig frakkar á ungling til sölu. Vörubúðin, Laugavegi 53. (207 KAUPI striga og strigaaf- klippur næstu daga frá 4—6. Lindargötu 41 B. (211 KAUPUM FLÖSKUR, soyu- glös, whiskypela, bóndósir. — Sækjum heim. — Sími 5333. Flöskuversl. Hafnarstræti 21. (178 ULLARTUSKUR og ull, allar tegundir, kaupir Afgr. Álafoss, Þingholtsstr. 2. (347 ÍSLENSK FRÍMERKI kaupir ávalt hæsta verði Gísli Sigur- Iijörnsson, Austurstræti 12 (áð- ur afgr. Vísis). (147 SEUUM allskonar húsgögn lægsta verði.Notuð húsgögn tek- in í viðskiftum. A— Ódýra Hús- gagnabúðin, Klapparstíg 11. — Sími 3309. (195

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.