Vísir - 02.03.1939, Síða 3

Vísir - 02.03.1939, Síða 3
VISIR Carl D Tulinius: Nauðsyn á umræðum um sam- bandslögin og uppsögn þeirra. Nokkrar athugasemdir við grein Ragnars E. Kvaran. í ágústmánuði síðastliðnum skrifaði eg grein í Vísi um „Sam- bandslögin og uppsögn þeirra“, í þeirri von, að sú grein mætti verða til þess að útrýma því mikla tómlæti, sem ríkir um þetta mál á opinberum vettvangi, og skoraði eg á þá menn, sem kunnastir eru þessum málum, að inna af hendi þá borgaralegu skyldu sína, að kynna málið fyrir kjósendum landsins í tíma, áður en þeir ættu að greiða atkvæði um það, jafnframt því sem þaði yrði þá einnig alment rætt opinberlega. —---------------- Eg hafði gert mér vonir um, að þessari áskorun yrði vel tek- ið, enda þótt liún kæmi úr hópi hinna óhreyttu kjósenda, en eg varð vonsvikinn. Það gladdi mig þvi, er Ragnar landkynnir Kvaran, nú hálfu ári síðar sker sig einnig úr hópn- um og gerir sömu kröfur. („Samhandssáttmálinn og árið 1940“, Alþhl. Í4. og 15. þ. m.). Við Kvaran erum einnig sam- mála um það, að aulc þessara sérþekliingarmanna er nauð- synlegt, að við, hinir óbreyttu kjósendur, einnig ræðum þessi mál, hver eftir sinni getu og lcunnugleika, og ætla eg nú gagnkvæmt að verða við áskor- un Kvarans og ræða málið nokk- uð við hann, sem einn kjósandi við annan. Franskur inaður sagði eitt siim, er þjóð hans var í miklum vanda stödd, að til þess að frelsa hana þyrfti mann með kalt höf- uð og lieitt hjarta. Og þetta á ekld frekar við um Frakka en aðrar þjóðir, þ. á m. oss íslend- inga. Og mér er það fullkom- lega ljóst, að þetta mál verður að leysa með köldu höfði, en mér er það einnig Ijóst, að eng- in mál, er snerta heiður og vel- ferð ættjarðar manna, verða leyst af mönnum, sem ekki bera heitt hjarta í hrjósti. Sjálfstæð- ismál þjóðanna byggjast ekki á stærðfræðilegum grundvelli ein- um, fremur en þau hyggjast á tilfinningunum einum, enda þótt þau eigi að vera, og séu, öllum öðrum stjórnmálum fremur tilfinningamál. Það er ekki hægt að reikna dæmið rétt, nema báðir þessir liðir séu tekn- ir til greina. Eg er að visu sann- færður um það, að þetta dæmi, sem vér eigum nú að fara að reikna, myndi fá jákvæða lausn einnig án allra tilfinninga, svo einfalt er það, en það er kraftur tilfinnmganna, sem á að veita því þann sigur, sem slíkur mál- staður á skilið, og hann fæst ekki, nema borgaramir fylgi málunum fram af allri sálu sinni. Hr. Ragnar Kvaran telur i grein sinni fram 3 aðalatriði, er liann byggir á: í fyrsta lagi vík- ur haim að því, að á fullVekls- daginn síðastliðiim hafi eigi komið fram hjá neinum flokks- foringjanna skýlaus afstaða til sjálfstæðismálsins, öðrum en formanni Sjálfstæðisflokksins, Ólafi Thors, í öðru lagi, að for- sætisráðherra, Hermann Jónas- son, hafi á þessum vettvangi varað við „yfirboði“ í sambandi við málið, og í þriðja lagi minn- ir hann á ummæli Gunnars Thoroddsen um það, hvað syni, Ólafsfirði, og 4 þús. frá Guðm. Br. Guðmundssyni, ísa- (irði. Auk þess fékk félagið margar smærri gjafir og áheit. Benedikt Sveinsson fyrv. al- þm. stjómaði fundinum af sinni alkunnu röggsemi. Fm. muni taka við eftir væntanlega uppsögn samhandssamningsins. Ræðir Kvaran um hinar ský- lausu yfirlýsingar allra flokks- foringja á Alþingi og síðar hina skýlausu, einróma samþykt Al- þingis um utanrikismálin, og kernst um þær svo að orði: „Ekki er grunlaust um, að til þessa liafi verið gripið frekar til þess að fá frið fyrir umræð- um um sambandsmálið, en af þvi að þingflokkarnir teldu þetta mál hugsað til nokkurrar hlítar.“ Með öðrum orðum, að þeir hafi gefið falska yfirlýs- ingu. Þá dregur Kvaran mjög í efa, að Sjálfstæðisflolckurinn fylgi þingflokki sinumaðmálum í þessum efnum, og getur sér- staklega um hann í þessu sam- bandi, vegna áréttingar Ólafs Thors á fullveldisdaginn. Það hefir nú jafnan komið fram i sögu þessarar þjóðar, að það er ekki almenningurinn í landinu, sem dregur úr hinum þjóðernis- legu réttlætiskröfmn, þegar úr þeim er dregið, heldur þvert á móti einstaklingar úr hópi þeirra manna, sem átt liafa við mótaðilann að etja fyrir hönd ahnennings, enda væri næst að ætla, að jafnaðarmaðurinn Ragnar Kveran léti sér meira ant um að verja einhverja aðra foringja fyrir flokki þeirra sjálfra, en Ólaf Thors fyrir flokki hans. En það liggur næst að álykta, að hr. Ivvaran hafi ekki verið að verja flokksfor- ingja sinn og bandamanna- flokksins fyrir yfirlýsingar þeirra, lieldur sé ætlunin sú, að halda sem best opinni leið fyrir flokksforingjana til undanhalds, ef aðrir háttsettir menn innan flokkanna teldu yfirlýsingarnar fara í bága við skuldbindingar eða fyrirheit flokkanna út á við. Enda þótt þessi mál séu gjör- samlega áhrifalaus gagnvart öðrum flokkum en flolcki grein- arhöfundarins, þá gefa þau fult tilefni til slíkra ályktana sem að framan gi’einir, gagnvart lians eigin flokki. Hvað snertir Sjálfstæðjsflokkinn, þá tel eg ummæli þessi úr lausu lofti gripin. Það bendir vitanlega á festu og þjóðernislega hugsun, er formaður flokksins notar þennan vettvang til að undir- strika vilja flokks síns. Á hinn hóginn tel eg næsta litla ástæðu til þess að væna aðra flokka um fölsun í málflutningi, þótt þeir eigi staðfesti með stuttum milli- bilum, að þeir hafi talað sann- leika. Ummæli Hermanns Jónas- sonar forsætisráðherra, þar sem liann varar við yfirboði, eru ekki í samræmi við nýjársboð- skap hans, hvorki þar sem hann varar við tortryggni í garð and- stæðinga, né þar sem liann hvet- ur til samheldni um málið; ann- ars er þessi setning lians ngesta áhrifalaus. Þá kemur að þriðja atriðinu, livað taka skuli við eftir 1943. Það er nú alt önnur saga, því að sáttmáli vor við Dani, sem hér um ræðir, er milliríkjamál, en það, Iivort konungur vor hætti að ríkja hér er mál milli hans og vor, Dönum óviðkomandi, og má eigi blanda þessu tvennu saman. Þá kemur loks að utanríkis- málunum. Þar vill Kvaran láta einhvern sérstakan mann rann- saka livert gagn vér höfum haft af þvi, að Danir hafa farið með utanrikismál vor. Þetta starf ætti nú að vera auðunnið, án þess að setja til þess sérstakan ,,utanrikismálakynni“, þar sem vér höfum raunverulegt utan- ríkismálaráðuneyti, enda þótt af óskiljanlegum, eða að minsta kosti ófyrirgefanlegum ástæð- um, sé leynt hinu sanna í mál- inu. Einn ráðherrann er utan- ríkisráðherra. — Stefán Þor- varðarson er skrifstofustjóri í því ráðuneyti, og hefir ágæta reynslu að haki sér, og hinn þrautreyndi sendiherra vor Sveinn Björnsson hefir aðsetur i höfuðhorg dönsku utanrikis- málanna. Auk þess hefir, eins og hjá öðrum fullvalda þjóðum, í mörg ár setið sérstök þingkjör- in utanríkismálanefnd, sem sömu menn eru, að svo miklu leyti sem því verður við komið, látnir sitja í þing eftir þing og kjörtímabil eftir kjörtímabil. Það er óhugsandi, að það sé eigi í fullu samræmi við reynslu þessa kerfis, er alhr þingflokkar sameinuðust einróma um utan- ríkissámþyktina. En það ætti ekki einu sinn að vera nauðsyn á rannsókn á því út af fyrir sig, hvort utanríkismálum vorum sé hetur fyrir komið í vorum eigin höndum, en í höndum annars ríkis. Má þessu til staðfestingar nefna, að eldcert ríki jarðar, sem sjálft getur farið með utanríkis- mál sín, lætur annað ríki fara með þau. Það er svo margt, sem liér kemur til, fleira en það, sem í fljótu bragði liggur í augum uppi, svo sem það, að það eru fáar eða engar þjóðir, sem Is- lendingar og Danir hafa sömu afstöðu til viðskiftalega, og fjöldi þjóða, sem hvort landið um sig, en ekki löndin sameig- inlega, eiga í deilum við eða liafa vinsamlega sérstöðu til, og sjá allir, hverjar afleiðingar það getur liaft í þessu tilfelli. Sú skoðun Ragnars Kvaran má vel vera rétt, að það sé ým- islegt í samþandssáttmálanum, sem frá fagurfræðilegu sjónar- miði sé öðrum þjóðum til fyr- irmyndar, en það er tvennskon- ar aðstaða, hvort ein þjóð felur annari sjálfsforræði sitt, eða hvort fimm þjóðir mynda með sér gagnkvæmt bandalag um meðferð einhverra mála. Ef svo aðrar Norðurlandaþjóðir lita oss óliýru auga — eins og lxr. Kvaran óttast — vegna þess, að vér viljum ekki vera annari Norðurlandaþjóð háðir, fremur en t. d. Norðmenn vildu vera liáðir Svíum, þá verð eg nú að segja það, að eg tel minna um slíkt vert en hitt, að þjóðin njóti óskoraðs sjálfstæðis út á við, jafnt gagnvartNorðurianda- þjóðum sem öðrum. Enda hefi eg ekki trú á þessu óhýra augna- tilliti, — það yrði talið heimsku- legt og tilefnislílð. Það er annars orðið ærið þreytandi, þetta Norðurlandatal alt; hún hefir stígið oss til liöf- uðs, þessi nýja tíska Norður- landanna, að muna stöku sinn- um eftir oss íslendingum, svona inn á við. Öll Norðurlöndin eru orðin full af einhverjum Norð- urlandafræðingum, sem eltast við að sitja öll hugsanleg mót, sjálfum sér til ánægju, en eng- um öðrum. Hitt er það, að sjálf- sagt er að efla samvinnu við þessa frændur vora þegar um eittlivað raunverulegt og gagn- kvæmt er að ræða. Hr. Kvaran telur dönskum ut- anríkismálum það til liróss, og því til uppörfunar, að vér fel- um Dönum utanrikismál vor á- fram, live rótgróin og vel með farin þau séu, og hve mikla þýð- ingu það hafi fyrir Dani gagn- vart umheiminum. En ætli Danir væru þá ekki ^ ver á vegi staddir, ef þeir hefðu t. d. falið Englendingum eða Þjóðverjum þessi mál, og aldrei annast þau sjálfir? Og eiga ís- lendingar þá elcki, eftir því, að hyrja sem fyrst að skapa sér líka utanríkisaðstöðu og Danir hafa, eftir getu sinni? Hvílíkur hnekkir íslenskri verslun er að því, að Kaup- mannahöfn er út um heim talin sameiginleg- höfuðborg Dan. merkur og íslands, og þá jafn- framt í verslunarmálum, verður eigi með fáum orðum lýst, enda get eg eigi frekar um það atriði að sinni. Eg tek á ný undir þá ósk, að menn taki nú þegar upp opin- berar umræður um þessi mál. Þá mun eigi standa á því, að menn á öllum aldri, allra stétta og flokka, sameinist um að bera málið fram til glæsilegs sigurs, allir þeir, sem þrá hjarta fram- tíð þjóð sinni til handa, og þora að horfa beint fram, allir þeir, sem einu nafni geta nefnst vor- sálir á vegi þjóðarinnar mót vori og liækkandi sólu. 25.-—2.—1939. Knattspyrnan á Englandi. Á laugardag fóru svo leikar, sem hér segir: Birmingliam— Grimshy 1:1; Bolton—Iludd- ersfield 3:2; Charlton—Ports- mouth 3:3; Chelsea—Brent- ford 1:0; Leeds—Everton 1:2; Leicester—Aston Y. 1:1; Liver- pool—Wo lverli ain p to n 0:2; Manch. U.—Derhy Co. 1:1; Middlesbro’—Sunderland 3:0; Preston—Arsenal 2:1 og Stoke -—Blackpool 1:1. Auk þess fóru fram fjórir biðleikir í vikunni: Brentford—- Portsmouth (frestað frá 26. des.) 2:0 og þessir þrír frá 11. jan.: Bolton—Birmingham 2:0; Grimsby—Arsenal 2:1 og Wol- verhampton—Everton 7:0. — Þ. 15. febr. fór fram leikurinn Aston V.—Huddersfield 4:0. Næsta laugardag keppa Wol- verliampton (heima) og Ever- ton aftur, í bikarkepninni. Yerð- ur þá gaman að sjá hvernig fer. Nú er röðin þessi: Leikir Mörk Stig Everton 30 59- -37 42 Wolverh. W. 30 61- -22 40 Derby Co. 31 54- 38 39 Mjddlesbro’ 31 65—48 35. Bolton W. 30 55 -43 33 Charlton A. 29 50- -54 33 Stoke C. 30 52—51 32 Arsenal 30 35- -28 31 Aston V. 49 -40 30 Liverpool 30 46—48 30 Grimsby 31 42—49 30 Manch. U. 30 45 -47 29 Preston N. E. 28 40 -41 28 Súnderland 29 36 -43 28 Brentford 29 42—54 28 Leeds U. 29 45—53 27 Blackpool 29 37- -52 24 Huddersfield 30 43- -39 23 Leicester 29 34- 52 23 Portsmouth 29 27—49 23 Chelsea 28 37- -59 21 Birmingham 30 46—62 21 Mentaskölaleikurinn verður endurtekinn í kÝöld. Mentaskólanemendur endurtaka „Einkaritarann“ i kvöld í Iðnó. Leikurinn þykir með afbrigðum skemtilegur og þarf ekki að efa, að liúsfyllir verði. Á myndinni, sem þessum Iínum fylgir, eru allir leikendur á sviðinu. Fara nöfn leikendanna hér á eftir, talið frá hægri: Vilberg Skarpliéðinsson, Sigurður Jónsson, Sigurður Hannesson, Geirþrúður Sivertsen, Björgvin Sigurðs- son, Gunnlaug Hannesdóttir, Sigfús H. Guðnnmdsson, Sigrnn Helgadóttir, Guðlaugur Einarsson, Sigriður Theódórsdóttir, Benedikt Antonsson, Jón G. Bergmann. Höfnin. Lv. Sigrí'Öur kom inn í gærkveldi 1 morgun kom hingað þýskur tog- ari til a'ð leita sér viðgerðar„ Næturlæknir. Björgvin Flnnsson-, Garðastræfci 4, sími 2415, Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs. apóteld, Ljósatími bifreiða og annara ökutækja er nú (til 7. mars) frá kl. 6.05 að kveldi til kl. 7 35 að morgnL Guðl. Einarsson í hlutvk. „EinkaritaransT Bæjar iréWtr LO.O.F. 5 = 120328V- = 9 1 * * 4 * * * * 9 Veðrið í morgun. í Reykjavík 4 st., heitast í gær 4, kaldast í nótt -—1 st. Sólskin i gær 3.8 st. Heitast á landinu í gær 4 st., hér, í Eyjum og á Fagur- hólsmýri; kaldast —5 st., á Blöndu- ósi. — Yfirlit: Víðáttumikil lægð fyrir sunnan land, á hægri hreyf- ingu i norðaustur. — Horfur: Suð- vesturland: Hvass austan og norð- austan í dag, stormur undan Eyja- fjöllum, en lægir heldur í nótt. Sumstaðar dálítil rigning. Faxaflói, Breiðaf jörður: Allhvass norðaust- an. Úrkomulaust. Farfuglaþingið heldur áfram í kvöld í hátíðasal Mentaskólans. Vegna þess, hve mik- ið liggur fyrir þinginu, eru fulltrú- arnir mintir á, að mæta stundvis- lega klukkan 8. Hátíðasundmót K. R. Næsti liður í hátíðahöldum K.R. í tilefni 40 ára afmælisins, er há- tíðasundmótið, sem fer fram kl. 8/2 í Sundhöllinni. Keppendur eru 46. 13 frá Suudfél. Ægir, 13 frá Ármanni, 19 frá K.R. og einn frá U.M.F. Reykdæla. Kept verður í 7 sundgreinum, og auk þess verður nú í fyrstá sinn kept í dýfingum í Sundhöllinni. Margir fræknustu sundmenn bæjarins keppa á mótinu. Margt riianna verður áreiðanlega í sundhöllinni í kvöld. Súðin var á Súgandafirði í gærkveldi. Ivemur sennilega á laugardag. Knattspvrnufélagið Víkingur. Aðalfundur féjagsins verður hald- inn í Oddfellowhöllinni í kvöld kL 9. —- Er þess vænst, að' félagar f jölmenni. Revyan. AlfreÖ Andj'ésson er veikur uira þessar mundir ög hefir Brynjólfur Jóhannesson hlaupið í skarðið hjá revyunni og tekið að sér Iilutverk Bjargráðs Ráðþrots. Frithiof Hansen, forstjóri veiðarfæraverksmiðj- unnar Johan Hansen & Sönner, Bergen, er staddur hér í bænum og býr að Hótel Borg.. Theodór Mathiesen. læknir, kom frá Þýskalandi með Goðafossi síðast. Hefir hanií þar og í Danmörku, stundað framlialds- nám í eyrna-, nef- og hálssjúkdóm- um í 4j/2 ár. Theódór aum gegna læknisstörfum í Hafnarfírðí fyrir Bjarna Snæbjörnsson alþm., á með- an þingtíminn stendur yfir... Minningasjóður Landspftalans. Það hefir löngum verið til mik- illa óþæginda, að Landssíminn hefir ekki tekið á móti samúðarsfceytmn M.. L. gegnum síma, en nú verðnr breyting á þessu, eins og sést á eftirfarandí bréfi póst- og síma- málastjóra til sjóðsins : Til þaeg- inda fyrir sendendur samúðarsfaeyta Minningarsjóðs Landspítalans, verður í Rvik, írá 1. mars næstk., tekið á móti skeytunum í síma 1020 frá þeim, er þess óska, gegn venju- legu aukagjaldi, sem jafnframlt rennur til sjóðsins.“ Aðalfundur var haldinn í Bílasmiðafélagi Reykjavíkur 28. f. trr. f sjtóm voru kosnir: Tryggvi Árnason (form.), Þórir Kristinss; og Helgi Sigurðsson. Áheit á Hallgrirnskirkju í Saurbæ, afhent Vísi: 2 kr. frá ónefndum. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss var á Patreksfirði í morgun. Goðafoss var á Akranesi. Selfoss er á leiði til Antwerpen frá Siglufirði. Lagarfoss er væntanleg- ur til Djúpavogs í kvöld. Brúarfoss er á'leið til London. Dettifoss er í Kaupmannahöfn. Olympíunefndin efnir til sundmots í Sundhöllinni 30. þ. m. (sjá augl. í blaðinu í dag). Er þetta einnliður í undirbúningi væntanlegrar þátttöku íslenskra íþróttamanna í Olympíuleikunum í Helsingfors á næsta ári. Útvarpið í kvöld. ’Kl. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Siðfræðileg vandamál III. (Ágúsi H. Bjarnason, próf.). 20.40 EinT leikur á cello (Þórh. Árnason), 21.00 Frá útlöndum. 21.15 Útvarps- hljómsveitin Ieikur. 21.40 Hljóm- plötur: Andleg tónlist og síðar létj lög.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.