Vísir - 10.03.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 10.03.1939, Blaðsíða 2
2 VISÍ R Föstudaginn 10. mars 1939, VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 VerS 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Kviksögur Kommúnista. að hefir verið sagt frá því hér í blöðum, að birst hafi í ensku blaði nokkuru kynjasög- ur miklar um „starfsemi Þjóð- verja á íslandi“. Er það haft eftir blaði þessu, að Þjóðverjar „muni hafa mikinn liug á því, að eignast kafbáta og flugvéla- stöðvar“ hér á landi, og sé, með þetta fyrir augum, „unnið al- varlega að því að koma á nas- istastjórn“ í landinu, „annað- hvort á friðsamlegan liátt eða með vopnaðri uppreisn“, og vit- að sé, „að þýskum vopnum hafi verið smyglað inn í landið“ í þvi skyni! í forystugrein, í blaði komm- únista í gær, er lieitið á allar „helgar vættir“, þ. e. a. s. „vinstri öflin“ í landinu og „alla frjálslynda menn“ að taka nú höndum saman, „án tillits til stjórnmálaskoðana“, til þess að verja lýðræðið og reka af hönd- um sér „myrkravöld nasism- ans“. „Við vilum, með fullri vissu“, segir blaðið „að skipu- lagsbundin starfsemi fer liér fram, sem að því. miðar, að brjóta niður lýðræðið og þing- ræðið(!), við vitum að til þess er liugsað að beita vopnavaldi, við viturn að á bak við þessa starfsemi stendur erlent stór- veldi, sem liefir hér í sinni þjónustu fjölda manna, bæði íslenska og erlenda“! Það dylst nú engum, að hvorttveggja muni af sama tog- anum spunnið, vaðall komm- únistablaðsins íslenska um hina „skipulagsbundnu starf- semi“, „sem að því miðar,/að brjóta niður lýðræðið“, og „reifari“ enska blaðsins, um „fyrirætlanir“ Þjóðverja um að „koma á nasistastjórn“ hér á landi og um vopnasmygl þeii’ra. Það þarf í engar grafgötur að fara um það, hvaðan enska blaðið hafi þann „fróðleik“ sinn- Blað kommúnistamia is- lensku hefir sagt það alt áður, sém enska blaðið er nú að fræða lesendur sína um. En úr þvi að kommúnistablaðið þykist „vita“ þetta alt, þá er rétt, að aðstandendum blaðsins verði gefið tækifæri til þess að gera það opinbert, hverjir þeir menn eru, íslenskir og erlendir, sem hafa með höndum Iandráða- starfsemi þá, sem blaðið segir að hér sé rekin. Hér skal nú hinsvegar engin dul á það dregin, að mestar hk- ur virðast til þess, að þessi söguburður kommúnista, bæði „heima og erlendis“, um yfir- vofandi nasista-uppreisn hér á landi, og um „skipulagsbundna starfsemi“ íslenskra og erlendra manna, er miði að því að koma hér á nasistastjórn, „með vopnavaldi“, ef á þurfi að lialda, muni hafinn einmitt nú í ákveðnum tilgangi og engan veginn af þeim sökum, að sögumennirnir óttist að til nokkurs slíks muni draga. Eins og kunnugt er, keppa kommúnistar að því marki, að koma hér á „alþýðufylkingar- stjórn“ eins og Spánverjar 1936. Þeir hafa nú um skeið verið „með lífið í lúkunum“ út af því, að svo kynni að fara, að mynduð yrði „þjóðstjóm“, með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Nú þykjast þeir liafa hlerað það, að þær ráðagerðir muni vera að fara út um þúfur, og ætla sér því að reyna að „hamra meðan jiárnið er heitt“, og koma „alþýðufylkingunni“ á í snatri. Þess vegna dregur nú blað þeirra alla „einlæga unn- endur lýðræðisins“, þ. e. a. s. framsóknarmenn og „Skjald- byrginga“ fyrir „dómstól heil- brigðrar skynsemi, og reynir að sýna þeim fram á, að „samein- ingarstefna“ Socialistaflokksins sé hvergi nærri eins ægileg og af sé látið. Og í foryslugrein blaðsins í gær, er svo „samein- ingarstefnan“ krufin til mergj- ar í stultu máli og reynt að sníða af henni mestu vankant- ana. Eins og menn muna, fóru sameiningar-samningar Al- þýðuflokksins og kommúnista á Alþýðusambandsþinginu 1937 út um þúfur fyrir þá sök, að kommúnistar vildu ekki fallast á það, að stefnuskrá hins sam- einaða flokks yrði bygð á grundvelli „laga og þingræðis“. Kommúnistar töluðu þá með stökustu fyrirlitningu um hið „borgaralega þingræði“ og sögðu að ekki kæmi til mála, að . noklcurt tillit yrði tekið til þess, þegar að því kæmi, að „social- isminn“ tæki völdin. En nú kemst blað þeirra svo að orði um þetta, að allir íslenskir so- cialistar eigi að vera í einum flokki, sem „lýsi skýrt yfir því, að hann vilji að valdataka so- cialismans fari friðsamlega fram, þ. e. á grundvelli þeirra laga, sem núverandi þjóðskipu- lag hefir sett sér.“ — En þegar kommúnistar þann- ig hafa gengist undir það að hlíta „lögum og þingræði“ í hvívetna og annarsvegar eru „myrkravöld nasismans“ og enskt blað segir að yfirvofandi sé „vopnuð uppreisn“ í landinu — hvað geta þá „einlægir unn- endur lýðræðisins“ gert annað en að taka höndum saman við kommúnista ? FERÐABÆKUR VILHJÁLMS STEFÁNSSONAR 18. hefti af Ferðabókum Vil- hjálms Stefánssonar í útgáfu Ársæls Árnasonar er nýkomið út og er það framhald af Heimskautslöndin unaðslegu, III. bindi. Er hér framhald af kapitulanum um Norðurströnd Bankseyjar, þar næst „Wilkins yfirgefur leiðangurinn“, „Inn á óþekt svæði“, „Við finnum Meigheneyju“ o. s. frv. Heftið er bráðskemtilegt eins og hin fyrri og hefir mikinn fróðleik að geyma. SELVEIÐAR í HVÍTAHAFI GANGA VEL. Fyrstu fregnir, sem borist hafa af selveiðiskipunum í Hvítahafi benda til þess, að veiði muni verða göð. — NRP. Chamberlain boðar stórveldaráðstefnu nm afimnrmii<irmólin rJrst verðnr reJnt að nasainkomn- UIU alVU|JUUual UlClllU. laginmtakmOrkon vlgbfiiaðar í lofti EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Lundúnablöðin í morgun ræða um það, að Cham- berlain hafi í hyggju að kalla saman stór- veldaráðstefnu um afvopnunarmálin. Allir stjórnmálafréttaritarar helstu blaðanna gera þetta að umtalsefni, en einna nánast er frá þessu skýrt í Daily Mail, sem hyggur, að fyrst verði gerð gangskör að því, að ná samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar í lofti. Mörg blaðanna ræða ítarlega stefnu Chamberlains í þessum málum, hversu hann hafi altaf stefnt að því marki, að vinna að friðinum, og benda á, að vegna þess, að Bretland sé nú orðið hernaðarlega sterkt fyrir, hafi stjórnin betri aðstöðu til þess að láta til sín taka og hafa forgöngu í þessum málum — allsherjar samkomulagi um afvopnun. Ennfremur gera blöðin að umtalsefni hin mikilvægu og al- vöruþrungnu ummæli Chamberlains á dögunum, er hann lýsti þeirri skoðun sinni, að ef Evrópuþjóðimar haldi áfram að verja jafnmiklu fé til vígbúnaðar og þær nú gera, hljóti afleiðingin óhjákvæmilega að verða sú,'að vígbúnaðurinn leiði til allsherj- ar gjaldþrots. Ákafir bardagar í Madrid við kommúnista, sem Fáðast á matvælaflutninga— lestir til borgariimar. — Fjöldi strokumanna úr lýövel dislierii- um leitar á náðir Franeo. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Það er m jög erfitt eins og stendur, að gera sér fylli- lega grein fyrir því, sem er að gerast í Madrid, en víst er, að Mia ja hershöfðing ja veitist miklu erfiðara að br jóta mótspyrnu kommúnista, en sagt hefir verið í tilkynn- ingum varnarráðsins undangengin dægur. Nú er álitið, að þess sé að eins skaint að bíða, að Franco haldi með her sinn inn í borgina, enda eru lýðveldissinnar farnir að svíkjast undan merkjum og flýja yfir í víglínu Francos og biðja um grið. Ef það hepnast, að fá stórveldin til þess að taka þátt í ráðstefnu um afvopnun verður afleiðingin að allra dómi sú, að ófriðarhættan líður hjá, að minsta kosti þar til séð verður hver árangur verður af slíkri ráðstefnu. Það eru að sjálfsögðu uppi getgátur um, hvort einræðis- herrarnir muni tilleiðanlegir til þess að taka þátt í slíkri ráð- stefnu, en ýmsir ætla, að þeir muni ekki fráhverfir því, ef hægt yrði að leiða helstu vanda- mál álfunnar til lykta um leið og samkomulag yrði gert um afvopnun, en Daily Mail segir, að margir ráherranna í bresku stjórninni telji óhjákvæmilegt að taka vandamál þjóðanna, er leitt geta til styrjalda, til úr- lausnar um leið. Daily Mail seg- ir, að bresku ráðherrarnir sum- ir séu komnir á þá skoðun, að sá tími nálgist, að taka verði nýlendukröf- urnar til meðferðar og yrði samkomulag um ný- lendurnar að vera hluti af allsherjarsamkomulagi þ ví, sem gert yrðii til þess að tryggja friðinn í heimin- um. United Press. ili að hlutleysissamningum til tryggingar friðinum í heimin- um í hálfa eða heila öld, ef gengið yrði frá allsherjar sam- komulagi um vandamál álf- unnar, en einn mikilvægasti liður þessa samkomulags yrði sá, að Þýskaland fengi nýlendur sínar aftur. Hafin verður allsherjar bar- átta um alt þýska ríkið til stuðn- ings áætluninni. Gert er ráð fyi-ir, að 1) Bretar og Frakkar af- neiti þeirri lýgi, sem stað- fest er í Versalasamningun- um, að Þjóðverjar séu ekki liæfir til þess að hafa stjórn nýlendna með liöndum, en þetta var grundvöllur sá, sem afhending nýlendn- anna bygðist á. Hitler lítur svo á, að vegna þjóðarlieiðurs Þjóðverja verði að kveða niður þessa skoðun, að Þjóðverjar séu ekki færir um, að stjórna nýlendum, og hann mun gera það að höfuð- skilyrði að þessari skoðun verði opinherlega hafnað af hinum stórveldunum. Fregnir frá útvarpsstöðinni í Lissabon herma, að þjóðernis- sinnar skýri frá því i tilkynningum sínum, að þúsundir manna liafi fallið í götubardögum í Madrid í gær (fimtudag). Harðastir voru götubardagarnir í gærkveldi, og voru liðhlaupar úr lýð- veldishernum farnir að flýja lil vígstöðva þjóðernissinna í nánd við háskólaborgina, en þar segjast þjóðernissinnar heyra stöð- uga skolliríð í borginni, vélbyssuskothríð, sprengingar og enn- fremur, áð barist sé með liandsprengjum. Stórskotaliðssveilir Njliaja og flugsveitir liafa lialdið uppi skot- liríð á þau hverfi, sem kommúnistar liafa komið sér fyrir í og hefir orðið gífurlegt tjón á húsum og götum í þessum borgar- hlutum og manntjón vafalaust hroðalegt. Kommúnistar hafa ráðist á flutningalestir á leið til Madrid með matvæli og aðrar nauð- synjar. Fjölda margir kommúnistar hafa verið handteknir og leiddir fyrir herrétt. United Press. 2) Bretland og Frakkland viðurkenni rétt Þýskalands til nýlendna vegna þarf- anna að fá nauðsynleg hrá- efni. Telur Hitler Þýskaland eiga óvéfengjanlegan rétt í þessu efni og telur ónauðsynlegt að karpa um þennan rétt- Ef Frakkland og Bretland viður- kenna þessar kröfur hafa þau raunverulega þar með viður- kent rétt Þýskalands lil sinna fyrri nýlendna. 3) Nýlenduskifting verði tekin til meðferðar og Þýskalandi fengnar nýlend- ur aftur. Þessi þriðji liður er þannig orðaður, að Hitler gefur i skyn, að hann sé fús til þess að fall- ast á, þegar réttindi Þýskalands til nýlendna sinna hafa verið viðurkend, að semja um skift- ingu nýlendnana, og þannig ef til vill taka einliverjar aðrar ný- lendur i stað þeirra, sem Þjóð- verjar áttu fyrir striðið- Ef samkomulag næðist um, að Þýskaland fengi til dæmis einhverjar aðrar nýlendur i stað Tanganyika og þýsku suð- vestur-Afríku mundi draga úr mótspyrnunni gegn því í bresk- um löndum, að Þýskaland fengi nýlendur aftur. Hifl vill trygilfl hallrar aldar Irið, e( pjciverjar íá nviendur siiiar. Daily Express skýrir frá því, að Hitler hafi átt langar við- ræður við sérfræðinga sína í stjómmálum og nýlendumálum og hafi Hitler gengið frá áætl- un í þremur liðum, sem hann gerir sér vonir um, að af leiði, að honum auðnist að endur- reisa nýlenduveldi Þýskalands, án þess að efna til styrjaldar- Blaðið kveðst hafa fengið upplýsingar um áætlun þessa frá háttsettum embættsimanni í Wilhelmsstrasse, og sam- kvæmt þeim upplýsingum hefir Hitler tekið stefnubreytingu, sem mun reynast mjög örlaga- rík. Hitler er reiðubúinn til þess að fallast á takmörkun vígbún- aðar og að Þýskaland gerist að- TEKST CHAMBERLAIN AÐ AFSTÝRA ÓFRIÐI. Samkvæmt skeytum, sem birt eru í blaðinu í dag áformar Chamberlain að kalla saman afvopn- unarráðstefnu lil ]>ess að afstýra heimsstyrjöld þeirri, sem menn óttast að hrjótist út í vor eða sum- ar. — „Styrjöld brýst út í vor“ — að áliti Kennedy, sendiherra Bandaríkjanna í London og William C. Bullitt, sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi. Ræddu þeir við hermálanefndir þjóðþingsins um þessi mál. Frá vinstri: Andrew J. May, þingm. frá Kenfucky, Morris Sheppard, þingm. frá Tex- as, Bullitt og Kennedy.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.