Vísir - 24.03.1939, Síða 5

Vísir - 24.03.1939, Síða 5
Föstudaginn 24. mars 1939. V ISIR 5 jT r r Knattspynmdómarar ogr störf peirra. Nú fer brátl að líða að því, að æfingar geta farið að hefjast á vellinum og bíða knattspyrnu- menn með óþreyju eftir þvi að sú stund renni upp, því nú þeg- ar er stutt til stefnu þar til fyrstu rnótin hefjast. Knatt- spyrnumótin byrja óvenju snemma að þessu sinni og mun það stafa af utanför Fram í byrjun júní, en ráðgert er, að þeir hafi þá áður tekið þátt í ís- landsmóti. íslandsmótið mun eiga að hefjast um 20. maí. Þannig er þá að eins urn 1% mánuð þar til Islandsmótið hefst og enn styttra til 2. og 3. fl. mótanna sem eiga að fai’a fram á undan. Það sem eg ætla annars að ræða um í þessari grein er knattspyrnudómararn- ir og starf þeirra þótt æskilegt hefði verið að vikja fyrst nokk- urum orðum að vetrarstarfsemi félaganna og skýra frá hvernig ástatt er í herbúðunum. Síðastliðið sumar bar eink- anlega mikið á óánægju al- mennings með úrskurði dómar- anna. Áhorfendur sem þóttust vita betur en dómaramir, hróp- uðu til þeirra ókvæðisorð og ýmiskonar óviðeigandi glósur, og blöð bæjarins dróttuðu að þeim hlutdrægni og skammsýni. Þetta ástand er alveg óviðun- andi og þarf bráðra bóta við. Af hverju stafar þá þessi mikla óánægja aðallega? Stafar hún af því að dómarar geti ekki fylgst jafnvel með einstökum atriðum leiksins og áhorfend- ur? Þvi ekki ósjaldan kemur það fyrir, að mikill meiri hluti áhorfenda mótmælir gerðum dómarans. Þessari spurningu verður að svara neitandi, því dómari á að liafa allra manna Thale-mótið liefst í dag. Á þessu ári eru lið- in 25 ár frá því að stofnað var Skiðafélag Reykjavikur og vill nú félagið lialda upp á þetta af - mæli sitt sem best og hefir gert þær ráðstafanir til að fá hingað hinn fræga norska skiðakappa, Birger Ruud, eins og Yísir hefir áður getið um. Má þetta teljast mikilí fengur fyrir íslenskt íþróttalíf, þar eð ekki er það á liverjum degi, sem við eigum slíku láni að fagna að fá jafn merkan íþróttamann til þátt- töku í íþróttamótum okkar. Vonandi kann almenningur að meta þetta góða framtak Sldðafélagsins með þvi að f jöl- menna að Skiðaskálanum nú um helgina og sjá þennan merka iþróttamann sýna listir sínar. I Fi»umvai*p til íþróttalaga. Til iþróttasiðu Visis hafa bor- ist rnjög margar fyrirspurnir urn frumvarp það til skipulagn- ingar á íþróttamálum landsins, sem nú mun liggja fyrir Al- þingi. Frumvarp þetta, sem er að mörgu leyti mjög merkilegt, þarf nána yfirvegun og mun íþróttasíðan ræða þetta merki- lega mál frá öllum liliðum i ná- inni framtið. besta aðstöðu til að fylgjast með hverju smáatriði i leikn- um og reikna verður með að hann geri það. Eru áhorfendur alment svo gagnsýrðir af fé- lagsofstæki að þeir vilji að flokksmenn þeirra óátalið fái að brjóta lögin? Nei eg vona að því sé alment ekki þannig var- ið. Þó mun því miður vera til einstök undantekning, en við verðurn að horfa frarn lijá þeim hér. Eg lield að orsökin sé að- allega sú, sem eg nú skal reyna að gera grein fyrir og færa rök að liér á eftir. Eg hygg að flest- ir áhorfendur liafi ekki kynt sér lögin á prenti svo nokkuru nemi, lieldur sé hugmynd þeirra um lögin og hin einstöku atriði þeirra sprottin af úrskurði dómaranna. Nú hefir áhorfandi t. d. skapað sér ákveðna hug- mynd um hvernig dæma á í einhverju ákveðnu tilfelli. Nú sér hann seinna annan dómara dæma á annan hátt, í sama til- felli og þá finst mér ekki ólík- legt að hann taki þann úrskurð- inn sem er hans flokksmönn- um meira í hag og mótmæli hinum. Dæmi þessu til' sönnun- ar skal verða fært siðar í grein inni. Þetta ósamræmi í úr- skurðum dómaranna stafar að- allega ,eins og dæmi skulu sýna, af frábrugðinni túlkun þeirra á lögunum. Til þess að reyna að ráða bót á þessu verðum við að fá nefnd manna sem strax skal skera úr hinum ýmsu vafaatr- iðum og skýra hvernig fram- fylgja skuli hinum ýmsu á- kvæðum. í öllum nágranna- Iöndum eru slíkar nefndir sem hafa úrskurðarvald í þessum efnum. Meira. B.—r 10000 metrar undir 37:00.0 mín. Karl Signrhansson, KV. 34:06.1 ’32 Jón Kaldal, ÍR. 34:13.8 ’21 Guðjón Júlíusson, ÍIv. 34:19.2 ’22 Gísli Albertsson, ÍB. 34:20.2 ’35 Þorkell Sigurðsson, Á. 34:25.0 ’21 Jón Þórðarson, KR. 35:06.0 ’28 Bjarni Ólafsson, ÍK. 35:06.6 ’28 Magnús Eiriksson, ÍK. 35:20.6 ’24 Þorsteinn Jósepsson, KR. 35:21.6 ’28 Ólafur Þorketsson, ÍK. 35:25.0 ’22 Magnús Guðbjörnss., KR. 35:28.2 ’31 Sverrir Jóhannesson, KR. 35:41.6 ’38 Bjarni Bjarnason, ÍB. 35:48.0 ’34 Jón Jónsson, KV. 36:02.4 ’37 Vigfús Ólafsson, KV. 36:03.5 ’37 Ágúst Ólafsson, ? 36:38.0 ’21 Karl Pétursson, KR. 36:50.0 ’24 Sund. Hollendingurinn Smitshuys- en setti nýverið í Amsterdam nýtt Evrópumet í 500 m. bringusundi- Gamla metið, sem Þjóðverjinn Balke átti, var 7:26.8, en nýja metið er 7:21.4. Á sömu vegalengd setti Jopie Waalberg nýtt lioll. met fyrir konur, 8:02.2. CORNELIUS WARMERDAM, U. S. A. meistari í stangarstökki, 1938, fer hér >411’ 4.45 m. —- Warmerdam er einn af bestu íþróttamönnum Ameríku og mikils vænst af honum í framtiðinni. Árni M. Jónsson: Knattspyrnan á Englandi. League-kepnin. Þau félög, sem hér hefir verið talað um, taka þátt í tveimur kepnum. , Önnur er innan sambandsins, League-kepnin, en hin er bikar- kepnin svokallaða eða „F. A. Cup Competition“., Sú síðar- nefnda er á vegum enska knatt- spyrnusambandsins (The Foot- hall Association) og gilda ólík- ar reglur um þessar tvær kepnir. 1 „League“-kepninni taka þált að eins þau 88 félög, sem eru í sambandinu og er félög- unum skift í flokka eða deildir svo sem áður er sagt. Hvert fé- lag keppir að eins við félög inn- an sömu deildar, þannig að fé- lag úr I. deild keppir aldrei við félög úr II. deild eða III. deild i þessari lcepni. League-kepnin er „turnering‘‘ þ. e. eitt félag kepjiir við öll og öll við eitt og eru umferðirnar tvær, þannig, að hver tvö félög þreyta með sér tvo leiki. Það eru því 42 leikir, sem hvert fé- Iag keppir. Á hver ju sumri er samin slcrá (Fixture-List)1 yfir þá leiki, sem báðir verða á næsta knatt- spyrnuári og er þvi fyrirfram á- kveðið á hvaða degi liver leikur skuli vera. Á liverjum laugar- degi eru 44 Ieikir (11 í hverri deild) í „League-kepninni. Fyrir hvern unriin leik fá fé- lögin 2 stig, en 1 'stig fyrir jafn- tefli og ekkert fyrir tapaðan leik. Oft liafa komið fram radd- ir um, að breyta þyrfti stiga- gjöf, en aldrei hefir það náð fram að ganga. Eins og þeir, sem lesa „Íþróttasíðuna“, vita, eru stigin lögð saman jafnóð- um og er því hægt að átta sig á hvernig félögin standa á hverjum tíma. Það félag í I. deild, sem flest stig hefir að lokinni kepninni, fær að launum titilinn knatt- spyrnumeistarar (Champions) og með fylgir skjöldur (ekki bilcar) til lianda félaginu, en hver kappleiksmaður fær verð- launapening. Þau tvö félög í I. deild, sem fæst stig hafa fengið flytjast niður í II. deild og keppa þar a. m. k. næsta ár. I stað þeirra tveggja, sem fara úr I. deild, koma tvö efstu félögin úr II. deild, en tvö neðstu í II. deild fara niður í III. deild, annað í norðurdeildina, en hitt í suð- ur. Efsta félagið í III. deild (suð- ur) og efsta félagið í III. deild (norður) flytjast upp í II. deild. Þannig eru hreytingar á deild- unum árlega og fari svo, að tvö félög verði jöfn að stig'um, þá sker markahlutfallstala úr. Oft er kepnin í II. deild hörð- ust og hefir hún aldrei verið jafii hörð og í ár eins og sjá má af stigatölu félaganna. Efstir eru Bl. Rovers með 39 stig, þá Sh. Utd. með 39 stig og síðan koma þrjú félög með 37 stig hvert. Þarna er munurinn að eins 2 stig á tveimur efstu og þremur þeim næslu og er þvi enn ómögulegt að segja hvaða tvö félög það verða, sem fara upp í I. deild. Þessi spenningur dregur áhoi-fendur í þúsunda- tali að leikjunum og þá einlcum þeim leikjum, sem þessi efstu félög heyja sín á milli. Flestir áhorfendur að League- kappleik er 82.905. Var það að leik ’ milli Chelsea og Arsenal 12. okt. 1935. (Meira). Næst síðustu leikirnir (semi- final) í ensku bikarkepninni fara fram á morgun: Portsmouth—Huddersfield á Higlibury, velli Arsenals í London. Grimsby—Wolverhampton í Old Trafford, velli Mancli. Uni- ted. Auk þess fara fram þessir sex leilcir í League-kepninni: Bolton Derby County Chelsea Aston Villa Leeds United Blackpool Leicester City Arsenal Liverpool Brentford Preston Sunderland Leiknum milli Manch. U. og Everton verður að fresta- í fyrra fóru þessir leikir svo: Bolton—Derhy Co. 0:2; Leeds —Blackpool 1:1; Leicester—Ar- senal 1:1; Liverpool—Brentford 3:4 og Preston—Sunderland 0:0. Inge Sörensen, hin unga danska sundmær hefir nú end- urheimt heimsmet sitt í 500 m- , hringusundi, sem hollenska lSlloelL©y« sundmærin van Kerckhove tók Svisslendingar urðu í þriðja af henni í janúar s.L, með 8.01.3 \sinn í röð Evrópumeistarar í ís- mín., en tími Inge var 7.58.4 hockey með því að sigra Tékkó- mín. slóvaka með 2:0. VÍSIS Frá félögunnm. Knattspyrnufélagið Fram efnir til hópferðar að skiðaskál- anurn í Hveradölum á sunnu- daginn. Væntir stjórn félagsins að félagar fjölmenni til að sjá hinn heimsfræga skíðagarp, Birger Ruud sýna listir sínar og njóta hins heilnæma fjallalofts.' Nánari upplýsingar veita Sig- urður Halldórsson, Öldugötu29 og Jón Sigurðsson, Týsgötu 1. Þátttalca tilkynnist fyrir kl. 6 annað kvöld, til sömu manna. Fjölhreytta skemtun liélt Fram í gærkveldi, íyrir félaga og gesti þeirra, í Oddfellow- höllinni. Var hún f jölsótt og fór vel fram og skemtu menn sér hið besta. Glímufélagið Ármaim. Það munu vera niörg ár síð- an að þjóðaríþrótt okkar, glim- an, hefir verið iðkuð af jafn miklu kappi hér í höfuðstaðn- um, sem í vetur. Er það Ár- mann, sem aðallega hefir verið hér að verki. Um 50-—60 menn hafa í vetur æft glimu reglu- lega hjá félaginu, og má það gott heita. Byrjendaflokkur sá, er Ágúst Kristjánsson hefir æft, tekur miklum framförum, og má mikils vænta af flokki þess- um. Frjálsar íþróttir eru og æfð- ar af lcappi innan félagsins. Eru æfingar vel sóttar og sýnilegt, að um framfarir er að ræða- Má það eflaust þakka þeim bættu skilyrðum, sem hið nýja ! íþróttaliús (íshúsið) hefir að bjóða. Kennari félagsins, Garð- ar S. Gislason, virðist hafa náð góðum tökum á nemendum sín- urn og þeir bera fylsta traust til hans, sem góðs kennara í frjáls- um iþróttum. Ármenningar, sækið æfingar, húið ykkur undir sumar-æfing- arnar. Kepnin verður hörð í sumar. Ólympiu- leikapnir. 'Fyrir skömmu siðan birti í- þróttasiðan lágmarkstakmörk þau, er Olympíunefnd Finna hefir sett, fyrir hinar ýrnsu í- þróttagreinar í Helsingfors 1940. Margir hafa spurt íþóttasið- una um það, hvort ekkert tak- mark liefði verið sett fyrir kúlu- varp, þvi það var ekki talið með í áðurgreindri frétt. Og þannig er það, það eru engin lágmarks- takmörk fyrir kúluvarpi, talið óþarfi, þar sem mælingar í þess- ari iþrótt tækju ekki svo lang- an tima, að ástæða teldist til að takmarka þátttöku. Hnefaleikar. Enski hnefareikai-inn í þyngsta flokki, Jack London, sigraði ný- lega kanadiska meistarann í sama flokki, A1 Delaney, i átt- undu lotu. Bardaginn fór fram i Alhert Hall i London. Franski meisíarinn í fjaður- vigt, Frank Harsén varði uin daginn titli sinn gegn Fernard Viez i tíu lota bardaga. Nýlega fór fram lcepni rnillá lmefaleikara frá Vínarhorg og Varsjá. Pólverjarnir sigruðn með 13 stigum gegn þrem- Henry Armstrong, heims- meistari í weltervigt, varði þann titil sinn i Havana 5. mars gegn Kúbabúanum Pacho og sigraði hann í 4. Iotu.' Benny Lynch, sem eitt sima vár heimsmeisfari í fluguvigt, var á dögunum dæmdur í 2(1 stpd. sekt fyrir að misþyrma konu sinni, tengdamóður og þrem lögregluþjónum. Um miðjan mánuðinn börð- ust þeir Neusel, hinn þýski, og kanadiski melstarinn í þyngsta flokki, A1 Delaney, í Franlifurfi a. Main. Neusel sigraði með yf- irburðum, sló Delaney niður sjö sinpúm í siðustu lotunum. Breski meistarinn i millívigt, Jock Mc Avoy, sigraðí um miðj- an mánuðinn íialann Tino Rou- aldo, sem er í létt-þungavigt. Knattspyrna. Á sunnudagmn kemur mums Þjóðverjar keppa við tvær þjóðir i knattspyrnu í einu og Iieimsækja báðar. Fer A-lið Þýskalands til Ítalíu og keppir í Flórens, en B-Iiðið fer til Lux- emhurg. Sklðafólk notar hið áfhurða góða NITA-CREME, af >ví að það varðveitir húðina best gegn öllum skaðlegum á- hrifum lofts og vatns. — icsöööcsoöcsöoöaöeöoöocsöööcsoöööööcsööoeoööööeoöööas; « íl íl 1 ð « í? PEYSUR, BUXUR, SKÓR, VETTLINGAR, jafnan fyrirliggjandi. VERKSMIÐJUtJTSALAN, Geflun - Iðmm Aðalstræti. » í? » s £ joooooooooooooocsooooooocísciocsísoocsociooooooocsocsooocsooooof

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.