Vísir - 01.04.1939, Síða 2
VISIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson.
Skrifstofa: Hverfisgötu 12.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
JGengiS inn frá Ingólfsstræti).
Binar:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Verð 2 krónur á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Alvarlegt
ástand.
|| JARTSÝNI og dugnaður eru
eiginleikar sem best koma
að liði í lifsbaráttu þjóða ekki
síður en einstaklinga. . Þess
vegna eiga menn ekki að láta
hugfallast Jiegar á móti blæs né
leggja árar i bát þótt róðurinn
þyngist. Menn verða að hafa
það hugfast, að þess er ekki að
vænta, að jafnan sé logn og sól-
skin. „Á misjöfnu þrífast börn-
in best“.
komulag geti náðst um það
málið, sem þjóðin á alla sína
hagsæld undir. Hvað sem öll-
um öð'rum málum liður, sem
flokkamir vegna aðstöðu sinnar
og kjörfylgis bera fyrir brjósti,
þá verða allir liugsandi menn
að gera sér það ljóst, að sjávar-
útvegurinn og afkoma lians er
undirstaðan undir því, að þetta
þjóðfélag geti lifað því menn-
ingarlífi, sem það liefir gert sið-
asta aldarfjóðung.
Hér hættir mönnum við í op-
inberum málum að tala mikið
en framkvæma lítið. I marga
mánuði hefir verið um það rætt
leynt og ljóst, að útvegurinn
muni verða styrktur með geng-
islækkun. Slíkar umræður mán-
uðum saman hafa hin skaðleg-
ustu áhrif á viðskifti og fram-
kvæmdir. Þó veit enginn hvort
úr þessu verður. Allir eru i ó-
vissu. Árangurinn hefir orðið
sá, að gjaldeyririnn kemur ekki
í hankana. Menn bíða. Þetta
hefir svo gert gjaldeyrisástand-
ið örðugra en það hefir nokkru
sinni fyrr verið. Og erfiðleik-
arnir vaxa með degi liverjum-
Þetta verður nú að taka endi
þegar í stað. Hvað sem gert
verður, þá verður það að ger-
ast strax. Alt er betra en óviss-
an, hikið og ráðleysið. Það er
þjóðinni hættulegást.
Hins vegar er hættulegt að
gera sér ekki fulla grein fyrir,
hvernig ástandið er og i hverju
erfiðleikarnir eru fólgnir, þvi á
þann eina hátt verða fundin þau
ráð, sem nauðsynleg eru til
bjargar.
Um hina miklu erfiðleika út-
vegsins hefir nú svo lengi ver-
ið rætt, án þess að nokkuð hafi
verið gert, að sumir menn virð-
ast hættir að' Ieggja mikinn
trúnað á, að hér sé raunveru-
lega um öngþveiti að ræða.
Verður varla sagt, að mönnum
sé láandi þótt þeim finnist al-
vöruleysið um framkvæmd
þessara mála beri vott um litla
nauðsyn. Hins er þó ekki að
dyljast, að útlitið er þannig, að
full ástæða er til að horfast í
augu við erfiðleikana.
Aflaleysi togaranna hefir
sjaldan verið jafn áberandi og
nú. Eftir er nú aðeins mánuður
venjulegrar vertíðar og þó verð-
ur ekki séð að afh sé nokkuð að
glæðast. Hinsvegar er afli svo
mikill í Noregi að sjaldan hefir
verið þar slíkur landburður af
fiski og hefir árangur þessarar
miklu fisksældar þegar komið í
ljós með lækkandi verði á öll-
um fiskafurðum. Saltfiskur,
lýsi og hrogn hefir fallið i verði
frá því sem var í fyrra. Auk
þess er erfitt með sölu nú á
þessum afurðum, eins og ætíð
er þegar verð er fallandi.
Alt bendir til að afkoma út-
vegsins verði enn erfiðari á
þessu ári en hún hefir verið
undanfarið, ef ekki breytist
skyndilega til hatnaðar með
aflabrögð og verð afurðanna
hækkar. Útvegurinn hefir þess
vegna aldrei í raun og veru haft
jafnmikla þörf og nú fyrir að
einhverjar ráðstafanir séu gerð-
ar honum til aðstoðar.
Menn gera sér ekki alment
grein fyrir hvaða ástand skap-
ast hér ef sú máttarstoð bregst,
sem útvegurinn hefir verið
þessu þjóðfélagi- Ef það ólán á
eftir að henda þjóðina, þá er
hætt við, að hljótt mundi verða
um mörg hin pólitísku tog-
streitumál flokkanna, sem nú
sitja í vegi fyrir þvi, að sam-
Sjémanna-
söngur.
Stjóm Sjómannadagsins hef-
ir ákveðið að stofna til sam-
kepni meðal Ijóðskálda og tón-
skálda um sérstök sjómanna-
ljóð fyrir daginn, með viðeig-
andi sönglagi (march).
Verða ljóðslcáldin látin ríða á
vaðið og þeim veitt verðlaun
fyrir tvö hestu kvæðin, sem
þykja nothæf að mati dóm-
nefndar, en liana skipa: Guðm.
Finnbogason, Iandsbókavörður,
Sigurður Nordal, pfóf., og Geir
Sigurðsson, skipstjóri.
Fyrstu verðlaun verða 150 kr.
og önnur 50 kr. Hefði Sjó-
mannadagsráðið kosið að hafa
verðlaunin hærri, en væntir
þess hinsvegar að vinátta skáld-
anna við sjómannastéttma
hvetji þau heldur til að sinna
þessari málaleitan.
Kvæðin eiga að vera tilbúin
20. apríl og send Sjómannadags-
ráðinu. Skal hvert kvæði ekki
vera minna en þrjú erindi, en
hvert þeirra a. m. k. sex Ijóð-
linur.
SkíðafeFðii*
um fielgina.
Snjórinn er að vísu með
minsta móti um þessar mundir,
en þessi félög stofna þó til
skíðaferða í kveld og fyrramál-
ið, sem hér segir:
í. R. fer í skíðaferð að Kol-
viðarhóli í kveld kl. 8 og í fj'rra-
málið kl. 8 og 9. Farseðlar i
Stálliúsgögn, Laugav. 11, til kl.
6 í kvöld.
Glímufélagið Ármann fer í
skíðaferð í kvöld kl. 8 og í
fyrramálið kl. 9. Farmiðar eru
seldir í Brynju til kl. 6 í kvöld
og á skrifstofu félagsins eftir
kl. 7.
. .K. R.-ingar fara í kveld kl. 8
og í fyrramálið kl. 9. Sunnu-
dagsferðin verður að eins farin
ef veður og færi leyfa. Lagt upp
frá K. R.-húsinu.
íþróttafél. kvenna fer í skíða-
ferð kl. 8Y2 í fyrramáhð frá
Gamla Bíó. Farmiðar í hattav.
Hadda til kl. 6 í dag. Farið að
KolviðarhóH.
Rúmeníu trygfl sama aflstoð og Póllandi
ef til styrjaldar kemur.
Víglína Breta er ekki aðeins
við Rín, heldup einnig í
V istulaliéradi*
EINKASKEYTI TIL VlSIS.
London, í morgun.
Fregnir þær, sem United Press símaði í gærmorg-
un (sbr. einkaskeyti Vísis í gær) um það, að
ákvörðun hefði verið tekin um það af bresku
stjórninni, að heita Pólverjum fullri aðstoð ef á þá
væri ráðist, en Frakkar hétu hinu sama — hafa hvar-
vetna orðið höfuðumræðuefni blaða um heim allan.
Til viðbótar fregnum þeim um hernaðarbandalag Pól-
verja, Breta og Frakka, sem United Press símaði í gær,
má nú því við bæta, sem mun vekja fult svo mikla at-
hygli, að ábyrgir stjórnmálamenn í Brettandi telja, að
þess muni mjög skamt að bíða, að Bretar og Frakkar
heiti Rúmenum samskonar aðstoð og þeir nú hafa
heitið Pólverjum
Bretar hafa nú horfið að því ráði, að taka á sig hern-
aðarlegar skuldbindingar á meginlandi álfunnar, en
það hefir þeim alt af verið illa.við, en óttinn við* að
Þjóðverjar leiki sama leik gagnvart Póllandi og þeir
gerðu gagnvart Tékkóslóvakíu, hefir breytt afstöðu
þeirra. $1
Öll Lundúnablöðin, að undanteknu Daily Express
Iofa Chamberlain fyrir yfirlýsinguna.
Telja blöðin, að hér sé um hina merkustu og sögulegustu
yfirlýsingu að ræða, varðandi alþjóðastjórnmál, sem nokkur
stjórnmálamaður hafi gefið eftir heimsstyrjöldina. Svo mikil-
væg er yfirlýsing þessi talin. Svo örlagarík kann hún að reyn-
ast. Spá menn því óhikað, að af henni muni leiða stórkostlegar
breytingar.
Daily Telegraph segir, að Chamberlain hafi raunverulega
lýst yfir því skýrt og greinilega, að
Landamæri Breta eru ekki
að eins við Rín, heldur
einnig við Vistulafljót í
Póllandi. News Chronicle
segir, að með því að taka
þetta skref hafi lýðræðis-
ríkin svift einræðisherrana
aðstöðu þeirra til skyndi-
framkvæmda og stórræða
í álfunni.
Það er búist við*, að gengið
verði frá hernaðarbandalagi
Breta, Frakka og Pólverja þeg-
ar Joseph Beck kemur til Lund-
úna. Talið er, að Þjóðverjar hafi
ætlað að kúga Pólverja til
hlýðni Við sig, áður en Beck
kæmist til London, — fregnir
bárust um, að Hitler hefði farið
fram á að hann kæmi þar vilð,
en nú mun hann fara beina leið
leið til London.
Þegar búið er að ganga frá
hernaðarbandalaginu verður —
að því er breskir stjórnmála-
menn hafa tjáð United Press —
að líkindum undinn bráður bug-
ur að því, að ganga frá hemað-
arbandalagi við Rúmena.
United Press.
Skíðafélag Reykjavíkur. Lagt
af stað kl. 9 árdegis. Farseðlar
hjá L. H. Miiller til kl. 6 í
kveld.
Skipafregnir.
Gullfoss fór frá Vestmannaeyj-
um í nótt kl. 4. Goðafoss kom til
Siglufjarðar kl. 8 í morgun. Brú-
arfoss fór frá Kaupmannahöfn í
gærkvöldi. Dettifoss er á leið til
Kaupmannahafnar frá Rotterdam.
Selfoss fer frá Antwerpen í dag.
Næturlæknir í nótt:
Kristján Grímsson, Hverfisgötu
39, sími2845- Næturvörður í Ing-
ólfs apóteki og Laugavegs apóteki.
Helgidagslæknir:
Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími
2474.
Barnaguðsþjónustur:
Kl. 10 í Laugarness- og Skerja-
fjarðarskólum; kl. 2 í Elliheimil- Revyan
inu, kl. 3 í Betaniu. verður leikin á morgun kl. 2.
ÍRSKI LÝÐVELDIS-
HERINN ENN AÐ
VERKI.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS-
London í morgun.
Þrátt fyrir fjölda-
handtökurnar á dögun-
um, þegar sprengjutil-
ræðin voru sem mest um
alt Bretland, og mikla ár-
verkni lögreglunnar um
alt landið, hefir írski lýð-
veldisherinn nú aftur
látið á sér bæra, eftir
nokkura „hvíld“.
í nótt voru framin sex
sprengjutilræði víðsveg-
ar um London og hafa
aldrei sprungið jafn-
margar sprengjur í Lon-
don á einni nóttu, síðan
á heimsstyjaldarárunum
er loftskip Þjóðverja
gerðu árásir á borgina.
Sprengjurnar sprungu
ekki allar í sama hverfi,
heldur hingað og þangað
um borgina. Eitt tilræðið
var framið í Fleet Street,
— blaðagötu Londonar
— fyrir framan húseign
f r jálslynda blaðsins News
Chronicle og braut allar
rúður í gluggum auglýs-
ingaskrifstofu blaðsins.
Þrír menn hafa þegar
verið handteknir, en lög-
reglan er að leita að afar
hraðskreiðum bíl, sem er
eins og leiguvagn — taxi-
cab — í útliti, en hefir
miklu sterkari vél, en
þeir. Telur Scotland
Yard, að tilræðismenn-
irnir hafi ekið í honum
um bæinn í þessum leið-
angri.
United Press.
AÐ ÞESSU SINNI AFÞAKKAÐI HANN HEIMBOÐIÐ.
Mynd þessi var tekin i seinustn heimsókn Josefs Beck til
Hitlers. Nú hefir Beek afþakkað nýtt beimboð (sbr. skeyti). —
Breskir jafDaðarmenn neita
að taka þátt i þjððstjorn sem
Chamberlam veitir forstflða.
EINKASKEYTI TIL VlSIS.
London, í morgun.
Chamberlain hefir átt viðtal við ýmsa stjórnmála-
leiðtoga — einnig úr flokki andstæðinga sinna. Er tal-
ið, að Chamberlain sé að þreifa fyrir sér um myndun
þjóðstjórnar. Hafa margir áhrifamenn í Ihaldsflokkn-
um hinn mesta áhuga fyrir því, að mynduð verði þjóð-
stjórn á þeim alvörutímum, sem nú eru, er hafi alla
þjóðina að baki sér. Meðal þessara þingmanna eru
Anthony Eden og Winston Churchill.
I gær ræddi Chamherlain við helstu leiðtoga jafnað-
armanna og bauð þeim, að því er Daily Mail hennir
þrjú sæti í þjóðstjórn, en leiðtogar jafnaðarmanna
höfnuðu þessu fyrir hönd flokks síns.
United Press.
Fopsetakosning í Frakk-
landi 6. appíl n. k.
Eftir M. S. Handler, fréttaritara
U. P. í París.
Albert Lebrun, forseti, fer frá völdum 6. apríl n.k. Það er
að vísu ekki venja í Frakklandi að, tilnefna forsetaefni fyrri en
sama dag- og kosning á að fara fram, en aðalflokkar þingsins
verða búnir að koma sér saman um forsetaefni, áður en það
kemur saman í Versölum 6. apríl. Það er talið líklegast, að
Jules Jeanneney, forseti öldungadeildarinnar verði fyrir valinu.
Fimtándi forseti þriðja
franska lýðveldisins og sá 13.
skv. stjórnarskránni frá 1879
verður þess vegna fám lcunnur,
áður en hinir 931 meðlimir öld-
ungadeildarinnar og fulltrúa-
deildarinnar lialda sameiginlega
fund til að velja eftirmann Al-
berts Lebruns, fyrir hið venju-
lega 7 ára tímabil.
Meirihluti er nauðsynlegur
við kjörið. Allir fyrri forsetai'
hafa verið kosnir við fyrstu eða
aðra atlcvæðagreiðslu og það er
ekki búist við að það verði neitt
tafsamara að kjósa hinn nýja
forseta.
Lebrun ætlar að
draga sig í hlé.
Lebrun hefir þegar sýnt að
hann vill ekki verða í kjöri,
með þvi að leigja stóra íbúð í
París, þar sem hann ætlar að
búa á eftir. Það hefir að eins
komið fyrir einu sinni, að
Frakklandsforseti liafi verið
endurkosinn. Það var Jules
Greýý, sem var endurkosinn
1879.
Hér fara á eftir nöfn nokk-
urra þeirra manna, sem til
greina kona: Leon Berard, öld-
ungadeildarþingmaður, fyrrum