Vísir - 01.04.1939, Side 3

Vísir - 01.04.1939, Side 3
VISÍR Alþýðuflokkurinn setur ný skilyrði fyrir samvinnu. í>jóðstjórnarmyndunin; FramsóknarflokkuFÍnn verður að ráða fram úr vandræðunura, ef stjórnarsamvinna bregst. Eins og getið var um í Vísi í fyrradag náðist ekki meiri hluti innan stjórnar Alþýðuflokksins um að ganga tii sanistarfs um stjómarmyndun á þeim grundvelli, sem Framsóknarflokkur- inn hafði lagt, og rætt hafði verið milli þessara flokka sumpart skriflega, en sumpart munnlega. Atkvæði innan stjórnarinnari munu hafa verið jöfn, eða einu atkvæði munað, en innan þingflokksins var stjórnarsamvinna sámþykt með fimm at- kvæðum gegn tveimur. Á móti samvinnu munu þeir hafa ver- ið Haraldur Guðmundsson og Sigurjón Á. Ólafsson, en aðrir þingmenn flokksins voru henni fylgjandi. Hinsvegar standa sakir þann- ig, að þeir Vilniundur Jónsson og liinn nýdubbaði alþýðu- flokksmaður Ásgeir Ásgeirsson munu eldd eiga sæti í stjórn Al- þýðuflokksins, en þeir múnu báðir hafa verið fylgjandi þjóð'- stjórnarmvndun, en atkvæði þeirrá koinu ekki til álita í úr- slitum þeim, sem fengust með atlcvæðagreiðslu stjórnarflokks- ins , og bar stjórnin þingflokk- inn þannig ofurliði. í Alþýðu- flokknum mun sama hand- járnapólitík gilda og hjá Fram- sóknarflokknum, þannig að' þingmenn eru liáðir ákvörðun- um flokksstjórnarinnar, og má vel vera að það sé hentugt þegar þingmemiirnir standa á lægra siðferðis og þroskastigi en kjós- endurnir, en sé svo eigi brýtur slík handjárnapólitk gersam- lega í bága við alla skynsemi, með þvi að þeir, sem eiga að ráða málefnum þjóðarinnar, verða viljalaus verlcfæri í hönd- dómsmálaráðherra og sendi- maður Bonnets til Francos. Edouard Herriot, fyrv. for- sætisráðlierra, tilkynti að hann myndi alls ekki gefa kost á sér. Annars hefði hann átt vísan stuðning frjálslyndu og vinstri flokkanna. Stuðningsmenn hans vilja hann helst af þeirri ástæðu, að hann nýtur mikils trausts i Bretlandi og Bandaríkjum og kosning hahs telja þeir að myndi styrkja vináttubönd Frakka og þeirra þjóða. Frjálslyndir vilja ekki Laval. Pierre Laval, fyrv. forsætis- ráðherra, sem átti mikinn þátt í samningum Breta og Frakka um Abessiniu, hefir einnig verið talinn Iíklegur sem forseti. Hann myndi njóta stuðnings hægri manna, en allir aðrir myndu berjast gegn honum vegna ofannefnds samnings. Laval hefir lítið látið á sér bæra síðan i mai 1936. Þá er Frangois Pietri, þing- maður i fulltrúadeildinni. Hann er óháður íhaldsmaður, skemti- legur í viðmóti, svo að hann nýtur vinsælda meðal allra flokka. Hann hefir verið fjár- málaráðherra og nýtur mildls trausts fyrir náðvendni sína og fyrirhyggju. Hann er Korsíku- maður og kosning hans myndi verða versta rothögg á kröfur ítala í Miðjarðarhafi. Allir forsetar Frakklands — þ. e. a. s. eftir 1871 — nema einn voru þingmenn. Einn var hers- höfðingi. Það var Mac Mahon, annar forseti þriðja lýðveldis- ins; Hann var neyddur til að segja af sér áður en forseta- tímabili hans var lokið. um manna, sem ef til vill hafa ekkert vit á þeim málum, sem fyrir liggja, eða hafa ekki skil- yrði til að fylgjast með þeim og dæma um þau, vegna fjarveru eða þekkingarskorts. Alþýðuflokkurinn tilkynti þessi úrslit til stjórnar Frarn- sóknarfloklcsins seint í fyrra- kvöld, eins og Yisir gerði ráð fyrir, en í þeirri tilkynningu var þess getið, „að Alþýðuflokkurinn gæti gengið til sliks samstarfs, ef fullnægt yrði ákveðnum skil- yrðum, sem Alþýðuflokkurinn myndi setja, og væri flokkurinn reiðubúinn til að ræða þau skil- yrði við Framsóknarflokkinn, „ef þess yrði óskað.“ Engar upplýsingar liggja fýr- ir um hver þau skilyrði hafa verið, sem Alþýðuflokkurinn setti fyrir væntanlegri stjórnar- samvinnu, en svo virðist, sem þau muni ekki hafa verið óað- gengileg með öllu, með því að F ramsóknarf lokkurinn lief ir ekki gefist upp við samninga- umleitanir, en það hefði verið ó- lijákvæmilegt, ef um verulegar breytingar á samningsgrund- vellinum hefði verið að ræða. Ekki er vitað hvað gerst hefir í gær í þessum málum, en senni- legt er, að samninganefnd Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins hafi eitthvað ræðst við og þá dragi til sam- komulags eða samningsslita. Fari svo, að upp úr samninga- umleitunum slitni með öllu, er óhjákvæmilegt að þing verði rofið og nýjar kosningar fari fram í sumar. Situr þá Fram- sóknarflokkurinn i stjórn, sem minnihlutaflokkur, en þrátt fyrir það hlýtur hann að gera allar þær nauðsynlegustu ráð- stafanir, sem ræddar hafa verið, til þess að bjarga þjóðinni frá yfirvofandi neyðarástandi og verða þá þingmenn að taka á- kveðna afstöðu til þeirra til- lagna, sem fram kunna að koma, en Framsóknarflokkur- inn verður síðan að sjá um framkvæmd þeirra laga, sem sett kunna að verða. Óhjá- kvæmilegt er að ýmsir erfiðleik- ar hljóta að verða á vegi hans i- þvi efni, og ber það helst til, að sú löggjöf, sem sett kann að verða, hlýtur að snerta hags- muni kaupstaðarbúa öllu til- finnanlegar en bænda, en i kaupstöðum, — og þá fyrst og fremst í Reykjavík — á Fram- sóknarflokkurinn hverfandi lit- ið fylgi og einskismegnugt. Það er þvi auðsætt, að hver sem úr- slit mála þessara kunna að verða í samningum þingflokk- anna, verða þeir samt að leysa hin mest aðkallandi vandamál, sem eldci þola bið fram yfir kosningar, en það getur haft hin mestu vandræði í för með sér, ef Framsóknarflokkurinn á að hafa framkvæmdina með hönd- um. , Á þessu stigi málsins er ekki tímabært að ræða það frekar, enda má búast við að endanleg ákvörðun um lausn málanna verði tekin i dag eða næstu daga, og bíða þess allir með eft- irvæntingu, liver úrslitin verða. I Gabrtella Manberg. | IN MEMORIAM. Hún hét fullu nafni Bene- dikta Gabriella Ivristjana Bene- diktsdóttir. Var faðir hennar Benedikt Gabriel Jónsson prests Benedikts sonar Jónssonar, eh sá Benedikt átti Helgu Jónsdótt- ur, systur síra Sigurðar á Rafns- eyri- Móðir Gabriellu var Krist- jana Sigurðardóttir Benedikt- sen. Eru ættir þessar allar kunn- ar og merkar. Þrjá bræður átti Gabriella, þá er fullorðins aldri náðu, og er einn þeirra hinn þjóðkunni ættfræðingur Bene- dikt Gabriel Benediktsson. Gabriella var borin og barn fædd í Reykjavík 28. nóv. 1861 og ól hún hér, að kalla, allan sinn aldur. Ólst hún upp með móður sinni og síðari manni liennar, Guðbrandi Guðbrands- syrii, Ijósmyndara. Bjuggu þau lengi í Brunnhúsum og telst mér svo til, að þar muni Gabri- ella hafa átt heima um fjörutíu ár. 1902 giftist hún Þorsteini Sigurðssyni Manberg, kaup- manni, en hann misti^hún 1917. Þau áttu sér eina dóttur barna, Kristjönu, gifta Einari Ól. Sveinssyni, dr. phil- Gabriella rak um 25 ár kranzaverslun og stundaði hana með hinni mestu alúð. Um lang- an aldur var hún félagi í Tlior- valdsensfélaginu og var jafnan ötull stuðningsmaður þess. Vann hún árum saman á bazar félagsins með öðrum félagskon- um. En mest vann hún þó heim- ili sínu, og má vera, að aldrei verði í letur færð sagan um það, liversu hún fleytti fram heimil- inu fyrstu erfiðleikaárin eftir andlát manns síns. Er þó sú saga, að vonum, harðla merki- leg. Hún var listfeng kona og smekkvís vel. Gætti þess um alt, er hún átti um að sinna eða taka til hendinni. Var þar hið feg- ursta handbragð á öllum hlut- um. Má sjá þess margan vott á heimili dóttur hennar og tengdasonar, en við það var bundin öll hennar önn, eftir að þau giftust, svo og við son þeirra, sem var augasteinn hennar og eftirlæti i ellinni. Gabriella var ekki hlutdeilin Indriði Einarsson rithöfundur, fyrrum skrifstofustjóri, andaðist í gær að heimili sínu hér í bænum, nélega 88 ára að aldri, fæddur 30. april 1851. Þessa merka og pjóðkunna manns verður nánara getið hér í blaðinu. Saga Vestnr-ísíentiiDga. Á nýlega afstöðnu þjóðræknisþingi íslendinga í Vesturheimi var borin upp tillaga frá nokkurum málsmetandi mönnum um að hefjast handa um, að skráð verði Saga Vestur-íslendinga. Var tillagan samþykt og nefnd kosin. Þ. Þ. Þorsteinssjmi skáldi mun verða falið að vinna verkið. Tillagan er svo hljóðandi: „Frá því Þjóðræknisfélagið fyrst var stofnað og alt til þessa dags hefir þvi verið hreyft öðru livoru, bæði utan þings og inn- an að eitt aðal nauðsynja- oð skyldustarf félagsins væri það að gangast fyrir útgáfu á land- námssögu íslendinga vestan hafs. Nú eru tuttugu ár liðin án þess að af nokkrum verulegum framkvæmdum hafi orðið i þessu máli. Væri það þvi vel við eigandi, að þvi yrði hrundið af stað á þessu tuttugasta árs- þingi og starfið hafið nú þegar. Eftir þvi sem lengra hður verður verkið erfiðara, og með hverju ári hverfa menn og kon- ur úr hópnum, sem ýmsum gögnum hafa yfir að ráða — og gögnin þannig glötuð. Sérstak- lega á þetta við um ýmislegt það er fóllc geymir í minni sér og hvergi er skráð, en margt af því er ómetanlega mikils virði. Nú vill svo vel til að hér er staddur vor á meðal maður sem bæði hefir tírna, hæfileika og fullan vilja til þess að leysa þetta vandaverlc af liendi vel og sómasamlega. Vér eigum hér við skáldið og ritliöfundinn Þ. Þ. Þorsteinsson- Með sinum á- gætur bókum „Vestmenn“ og Brazilíusögunni hefir hann sýnt það og sannað að hann er i fylsta máta hæfur til þess starfs; bækur hans njóta al- mennra vinsælda og hylh. Vér lej'fum oss þvi að leggja það til að Þjóðræknisfélagið byrji nú þegar á þessu starfi og leiti liðs og samvinnu allra Vestur-íslendinga, utan félags- ins jafnt sem innan, og að það kjósi á þessu þingi sérstaka niu (9) manna nefnd meðlima sinna er heimilað sé að bæta við tölu sína jafn mörgum völdum mönnum ulan félagsins. Winnipeg, 21. febrúar 1939. Soffanias Thorkelsson. J. K. Jónasson. Davíð Björnsson- G. Árnason. S. Pálmason. R. Árnason. Karl Jónasson. Sig. Júl. Jóhannesson- um annara hagi- Varð eg þess aldrei var, að liún legði ilt til nokkurs manns. Hitt var held- ur, að hún tæki svari þeirra, er aðrir tróðu illsakar við, ef henni þótti hlutur manna fyrir borð borinn að ósekju. Hún leitaði ekki vinfengis við marga menn. En tæki hún trygð við einhvern mann, þá átti sá jafnan öruggan vin, þar sem Gabriella var. Hún var af traustu bergi brotin, enda var hún drengur góður. S. Ólafsson. E. Fáfnis. B. Dalman. Hjálmar Gíslason. Sigurður Sölvason- Þessi tillaga var rædd all- lengi; voru allir þvi samdóma að nauðsynlegt væri að hefjast handa i málinu. Nefndin var svo kosin og er skipuð eftirfar- andi mönnum: Séra V. J. Eylands. Próf. Richard Beck. Séra Jakob Jónsson. Soffanias Thorkelsson. Séra R- Marteinsson. J. K. Jónasson. E. P. Jónsson, ritstj. S. Pálmason. Sig. Júl. Jóhannesson. Formaður nefndarinnar er séra Eylands. Samþykt var á þinginu að nefndin ynni i sam- ráði við stjórn Þjóðræknisfé- lagsins. Sig. Júl. Jóhannesson ritari nefndarinnar. Skóla- bodsundid. Boðsund framhaldsskólanna fór fram í Sundhöllinni i gær, eins og tilkynt hafði verið og mættu allir skólarnir til leiks. Úrsli urðu þessi: Min. l.,Háskólinn .... 18:24.4 2. Verslunarskólinn .. .18:47.8 3. Iðnskóliim ... 19:08.4 4. G. i Reykjavík .... 19:42.8 6. G. Reykvikinga .... Mentaskólinn var dæmdur úr leik, þar eð einn keppenda hans fór út fyrir sina bi*aut, en tími lians var 18:56.5. Háskólinn er þvi áfram liand- hafi bikarsins. Útvarpið á morgun. Kl. 9.45 Morguntónleikar (plöt- ur). 10.40 VcÖurfregnir. n.oo Messa í dómkirkjunni (Prédikun: Ólafur Ólafsson kristniboði. FjTÍr altari: síra Friðrik Hallgrímsson). 12.15 Hádegisútvarp. 15.30 MiS- degistónleikar: a) Tríó Tónlistar- skólans leikur. b) (16.10) Hljóm- plötur: Ýms lög. 17.20 Skák- fræSsla Skáksambandsins. 17.40 Út- varp til útlanda (24.52 m). 18.30 Barnatími: Ýmislegt frá Kína (frú Oddný E. Sen og börn hennar). 19.20 Hljómplötur: Smálög fyrir celló og fiSIu. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Leitin aS höfundi Njálu, III. (BarSi GuSmundsson þjóð- skjalavörSur). 20.40 Hljómplötur: Baydn-tilbrigSin, eftir Brahms. 21.10 Kirkjutónleikar í dómkirkj- unni: a) Orgelleikur (Páll Isólfs- son). b) Útvarpskórinn syngur. 22.30 Dagskrárlok. Næturlæknir aðra nótt: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. NæturvörSur í Reykjavíkur apóteki og LyfjabúS- inni ISunni. / V E R N D U N T U'N G U N N A R, Einn af lesendum Vísís skrif- ar blaðinu um, að nauðsynlegt sé, að blöðin og útvarpið sé ve! á verði gegn því, að erlend orS sé noluð að óþörfu í auglýsing- um og fréttum. Kafli úr bréfinia fer liér á eftir: „Það kemur alloft fyrir, að er- lend orð er.u notuð að óþörfu i íslensku máli, tilkynningum greinum og auglýsingum. TiL- kynningar um Islandsmynd Dani’s sjóliðskapteins eru nær- tækasta dæniið. Hann er kalíaðL ur Orlogskapteinn upp á dönsku og er slíkt með öllu óþarft hér, því að engum er óvirðing ger, þótt þessi ágæti maður sé kall- aður sjóliðskapteinn eða kap- teinn í sjóhex Dana. — Hitt er hégómaskapur einn að kalla manninn Orlogskaptein, og hefði jafnvel verið skárra að kalla hann Orlogskaptajn 'á hreinni dönsku. Sumum kama að þykja ástæðuhtiS að finna að þessu, en máhnu • stafar hætta af því, að erlend og hálf*- erlend orð sé notuð á þann hátt, sem að framan greinir. Það eina, sem réttlætt getur notkuia erlendra orða i islensku máli er sú, að gott íslenskt orð sé ekki fyrir liendi. Og ef svo er ekki ber að leita það uppi — og mun takasl undir flestum kringumstæðum. Einu sinni vofði sú hætía yfir, að það yrði alment, að ,,fóna“, en blaða- manninum ágæta Birni Jónssyni Tná þakka, að lrið ágæta orð sími (og aS sima) sigraði*. Bœjap fréffir Messur á morgun. I dómkirkjunni kl. rr,. Ólafur Ólafsson, kristniboði; kl. 2 bama- guSsþjónusta (sr. G. Sv.);: kl. 5, sr. Sigurjón Ániason. — ViÖ mess- urnar verSur tekiS á móti gjöfum til kristniboSsstarfs. í fríkirkjunni kl. 2,síra Ámi Sig- urÖsson (barnaguSblþjónusta); feL 5, Ólafur Ólafsson, kristníboSi. 1 fríkirkjunni í HafnarfirSi kL 5, cand. theol. S. Á. Gíslason pré- dikar. Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 6 st., heitast í gær 9, kaldast í nótt 5 st. Úrkomai 2 gær og nótt 0.1 mm. Sólskin í gær 2.8 st. Heitast á landfan í morgtm 6 st., hér, á Revkjanesi og Hól- um í HornafirSi;; kaldást 2 st.x á. Grímsey, á Siglunesi o. v. — Yfir~ lit: Grunn lægS suður af Islandi á hægri hreyfingu í norSausttir. —• Horfur: SuÖvesturland r SuSaaist- an og austan átt, sumstaSar alihvast og dálítil rigning. Faxaflói;:: Aust- an kaldi. Úrkomulaust,. Blindravinafélag fslands hélt aSalfund sinn í gær: Stjóm- in var öll endurkosin: Þorsteinra Bjarnason, Þórey Þorleifsdóttir, Helgi Elíasson, Helgi Tryggvasora ‘og GuSm. R. ólaísson. Af veiðum kornu í nótt: Egill Skallagríms- son, meS 150 smál. af ufsa, og Karlsefni meS 95 föt lifrar. 75 ára er í dag María Ámundadóttir, Laugaveg 159A. Hefir hún ennþá óbilaSa sálarkrafta og sjón og gegra- ,ir heimilisstörfum enn í dag, sem mörg undanfarin ár, hjá tengdasyni sínum, Pétri ÞórSarsyni og tveim sonum hans. Valur. 2. flokkur, æfing á morgtm ML 2, á Valsvellinum. Húrra krakki verÖur leikinn kl. 8 annaS kvöItL Útvarpið í kvöld. Kl. 20.15 Leikrit: „Lauffair', eftir Sutton Vane IndriSi Waage., Alda Möller, Brynjólfur Jóhannes- son, Gestur Pálsson, Valur Jc— hannesson). 21.30 Danslög.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.